Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 — Tvödauðsföll Framhald af bls. 32. „Þetta mál er einfaldlega í rann- sókn og þeirri rannsókn er alls ekki lokið,“ sagði Þorkell Jóhannesson. „Sú rannsókn er framkvæmd af rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins, en við hjá rannsóknastofu í lyfjafræði erum bara eins konar undirverktakar hjá rannsóknarlögreglustjóra og þeim, sem framkvæmir krufning- ar. Til okkar í eiturefnanefnd ber- ast líka svo mörg mál og þetta, sem nú er verið að rannsaka, er ekkert einsdæmi." — Carter Framhald af bls. 1 að tilgangi sínum og hafi Sadat tekizt að afla friðarmálstað Araba aukið fylgi meðal vestrænna þjóða. Sadat kveðst enn ákveðn- ari en áður í því að vinna að friði. Helztu blöð sem út koma í Kaíró, segja friðarhorfur að miklu leyti undir' því komnar hvort Bandaríkjastjórn takist að fá ísraelsmenn til að fallast á sjálfsákvörðunarrétt Palestínuar- aba og brottflutning af hernumdu svæðunum. Alfred Atherton aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna verður í f.örum milli Miðaust- urlanda í næstu viku til að reyna að miðla málum. A1 Ahram, mál- gagn egypzku stjórnarinnar, veit- ist i dag harkalega að Israels- stjórn fyrir afstöðuna til her- numdu svæðanna, og segir að því fyrr sem Israelar viðurkenni að herseta og landnám á yfirráða- svæði annarra ríkja brjóti i bága við alþjóðalög því betra. Um leið er því haldið fram að Bandaríkja- stjórn eigi að láta af stuðningi sinum við Israela fyrst þeir stefni enn sem fyrr að útþenslu. Moshe Dayan utanríkisráðherra Israels segir, að þátttaka Jórdana í friðarviðræðum sé óhjákvæmi- leg eigi samningar að takast um frið í Miðausturlöndum. Dayan telur að tregða Husseins Jórdaníukonungs til að taka þátt í friðarviðræðum sé ein helzta hindrunin i vegi fyrir því að samningar geti tekizt. Jafnframt kveðst Dayan skilja þá afstöðu Sadats að Egyptar geti ekki samið sérstaklega um frið við Israels. — Larsen efstur Framhald af bls. 32. vinning. Ögaard með 3 vinn- inga og ennfremur Helgi Ólafsson. Jón L. Árnason er með 2'i vinning og Margeir með 2 vinninga. í upphafi um- ferðarinnar á Loftleiðahótel- inu í gærkvöldi fylgdust flestir með skák Bent Larsens og Jóns L. Árnasonar. Jón hafði hvítt og beitti kóngsbragði, en þvi beitti hann með góðum árangri gegn Kuzmin á dögun- um. Það kom hins vegar fljót- lega í ljós, að Larsen kunni meira fyrir sér en Kuzmin og náði hann fljótt betra tafli og eftir um 20 leiki var kóngur hvits kominn út á miðborðið. Þegar nálgaðist fyrra tima- markið átti Jón 12 minútur á síðustu 15 leikinaog varð hann að gefa skákina i 26. leik ella hefði hann orðið mát í næsta leik. _______________ — Italía Framhald af bls. 1 tökin hafa heitstrengt að láta ekki bilbug á sér finna þar til þeim hafi tekizt að umturna ríkjandi þjóðfélagsskipulagi á Italíu. Riccardo Palma hefur borið sérstaka ábyrgð á öryggi fangelsa gagnvart dómsmála- ráðuneytinu, og var nýkominn úr eftirlitsferð í fangelsið í Toríno þar sem Curcio verður i vörzlu þar til hann kemur fyrir rétt hinn 9. marz n.k., en yfir- völd hafa lýst þvi yfir að réttarhöldunum verði ekki frestað þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hryðjuverkamanna í þá átt. Kúlnaregn úr hríðskota- byssu dundi á Riccardo Palma dómara er hann sté upp í bif- reið sína klukkan að ganga tiu í morgun. Sjónvarvottur segir, að þrír grímuklæddir menn hafi legið í leyni þegar dómar- inn bar að og hafi þeir siðan umkringt bifreiðina. Bonifacio dómsmálaráð- herra og Edoardo Parma for- seti efri deildar þingsins, sem er úr flokki kommúnista, hafa vitt þennan glæp harðlega, og Parma segir að þessi atburður sé enn ein staðfesting þess að grípa verði til harkalegra póli- tiskra ráðstafana til að draga úr ofbeldi i landinu. Verka- lýðsfélög í Róm hafa lýst yfir stundarfjórðungs vinnustöðv- un vegna morðsins á morgun, og hálftima hlé verður gert á öllum réttarhöldum í borginni. Palma var annálaður fyrir brjóstgæði og mannúð, að því er segir í yfirlýsingu dóms- málaráðuneytisins um málið í dag. Hann er fimmti ítalski dómarinn, sem fellur fyrir hendi morðingja frá stríðslok- um. Annar dómari, að nafni Vittorio, var myrtur í Róm fyr- ir einu og hálfu ári. — Jón Armann Framhald af bls. 32. Það eru geysilega mörg málefni sem þarf að vinna að hér í Kópa- vogi betur en gert hefur verið til þessa. Mikill seinagangur hefur ríkt í framkvæmdum og má segja að yfirbygging kerfisins sé orðin alltof mikil. Það skal þó tekið fram að þess- ar viðræður eru á byrjunarstigi ennþá, en það fólk sem við höfum til í væntanlegum kosningum eru aðallega óánægt fóllt úr öllum flokkum. Hvað varðar hins vegar framboð til alþingis er það opinn möguleiki sem ekki hefur verið ræddur til hlítar ennþá, sagði Jón Armann Héðinsson alþingismað- ur að lokum. — Sjómenn hóta Framhald af bls. 32. bann, en engu að síður felldu félagsmenn í Grimsby og Fleet- wood að verða við tilmælum f þessa veru. Nú er hins vegar fyr- irhugaður fundur annað kvöld með löndunarverkamönnum f Hull, þar sem málið verður kynnt betur en átti sér stað í hinum fiskibæjunum tveimur og sfðan er fyrirhugaður fyndur aftur f þessari viku með löndunarverka- mönnum í Grimsby. Að því er Jón Olgeirsson, ræðis- maður í Grimsby, sagði í samtali við Mbl. í gær, var þar í síðdegis- blaði í gær birt ýfirlýsing frá ein- um skipstjóranna á Grimsbytog- urunum, þar sem hann fullyrðir að togaraskipstjórar muni þegar í stað hætta veiðum og sigla í land ef banninu á löndun íslenzkra fiskiskipa í Bretlandi ýrði aflétt um leið og hann fagnaði fyrri ákvörðun löndunarverkamann- anna í Grimsby og Fleetwood um að hafna tilmælum um þetta efni. Jón sagði hins vegar, að ekki væri unnt að segja hversu mikið mark væri að taka á þessari staðhæf- ingu, því að togaraskipstjóri þessi væri í röðum hinna stóryrtari í röðum togaraskipstjóra en hins vegar ekki víst að hann réði þar ferðinni. Jón kvaðst hins vegar hafa rætt við starfsmann þann innan verka- lýðssambandsins er færi með mál- efni löndunarvefkamanna og ætl- aði sá sjálfur á fundinn í Hull til að fyltja málinu eftir meðal lönd- unarverkamannanna þar í bæ, enda hefðu það verið nánast mis- tök að fyrirætlanir sambandsins um að aflétta banninu í Grimsby og Fleetwood náðu ekki fram að ganga en ástæðan, hefði einfald- lega verið sú,- að; stárfsmaður sam- bandsins þar hefði talið málió hreint formsatriði og ekki háft fyrir því að iíiæta sjálfur á fund- inn þar til að leggja málið fyrir fundarmenn. Hins vegar væri nú ráðgerður nýr fundur með verka- mönnunum á þpssum stöðum í þessari viku. — Guðmundur og Pétur Framhald af bls. 2 um, sem gera það nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í ákveð- in atriði samninga að takmörk- uðu leyti. Fjöldi fordæma er fyrir því i sögu Alþingi?. Mikil verðbólga hefur hrjáð landsmenn í fjölda ára. Virðist nú mál að linni. Verði ekkert að gert til að reyna að hefta verð- bólguna nú horfir til vandræða með ófyrirsjáanlega skaðlegum afleiðingum fyrir þjóðina i heild. Afstaða mín til þeirra að- gerða, sem nú hefur þurft að grípa til i gengismálum og með því frv. til laga um ráðstafanir i efnahagsmálum, sem hér er til afgreiðslu, byggist m.a. á eftir- farandi atriðum: • — 1) Ég tel, að ráðstafan- irnar dragi úr verðbólgu. Það er brýnt og þjóðinni lífs- nauðsyn. 9 — 2) Þær stuðla að því að tryggja áframhaldandi fulla atvinnu. Það er grundvallar- krafa allra launamanna. - 0 — 3) Ráðstafanirnar fela í sér ákveðna launajöfnun þar sem láglaunafólki eru tryggðar hlutfallslega hærri verðbætur en hálaunafólki. Vegna eðli og uppbyggingar svonefndra uppmælingar- taxta var á þessu stigi ekki unnt að tryggja láglauna- fólki fullar verðbætur við ríkjandi aðstæður. I nánustu framtíð verður að finna leið til þess. % — 4) Verðbætur eru að vísu nokkuð skertar, en öll önnur ákvæði kjarasamn- inga halda fullu gildi og koma til framkvæmda svo sem samningar segja til um. 0 — 5) Þessar ráðstafanir ásamt gengislækkun eru óumflýjanlegar til að tryggja rekstrargrundvöll útflutningsatvinnuveganna. 0 — 6) Aðrar skárri eða raunhæfari tillögur um lausn þeirra vandamála í efnahgs- og atvinnumálum, sem landsmenn hafa allir tekið þátt i að framkalla á síðustu árum, eru ekki fyrir hendi. 9 — 7) Síðast en ekki sízt tel ég brýnt að ábyrgðarlausri sýndarmennsku i viðkvæm- um málum sé mætt af festu og þær ráðstafanir gerðar, sem tryggja atvinnuöryggi og jafnar atvinnutekjur.' Ég mun því skv. framansögðu greiða frv. atkv. mitt með þeirri undantekningu, er lýtur að 3. gr. frumvarpsins. Þá grein vil ég fella niður m.a. af eftir- greindum ástæðum. 0 — A: Aður en ákvörðun er tekin um breytingar á grund- velli verðbótavísitölu, þarf að hafa náið samráð við þá aðila, sem eiga ríkra hagsmuna að gæta í sambandi við sérhverjar breytingar á núgildandi verð- bótakerfi. I því tilviki, sem hér um ræðir, hefur það ekki verið gert. 0 — B: Ef samræmi á að vera í framkvæmd þess að óbeinir skattar hafi ekki áhrif á verð- bótavísitölu eða verðbóta- ákvæði kjarasamninga, þurfa niðurgreiðslur á vöruverði að koma inn í myndina, þannig að komið sé í veg fyrir hugsanlega misnotkun í þessum efnum, ef áhrif óbeinna skatta eru tekin út. Þetta vantar í 3. gr. frv. I. gr. frv. um nokkra en mis- munandi skerðingu verðbóta var samþykkt með 26 atkv. gegn 3. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) greiddi ein stjórnþing- manna atkvæði gegn þessari grein. — 2. gr. frv. um verndun kaupmáttar lægstu launa þ.e. að verðbótagreiðsla megi ekki vera minni en þar segir, var samþykkt með 27 atkv. gegn 7. 3. gr. frv. um óbeina skatta ög verðbætur var samþykkt með ;27 atkv. gegh 10. Guðmun.dur H. Garðarsson óg Pétúr Sigurðsson gKeiddu atkvædi gegn •dreinihihil þingmanna, með nær sam- hljóða greinargerðum sem fyrr segir. 5. gr. frv. (um hækkun barnabóta), 6. gr. (um skyldu- sparnað félaga og fyrirtækja), 7. gr. (um verðtryggíngu skyldusparnaðar), 8. gr. (um umframtalsskyldu og skattlagn- ingu skyldusp.), 9. gr. (um framkv. skyldusparnaðar), 10. gr. (um lækkun vörugjalds), II. gr. (um sama efni), 12. gr. (um sparnað í ríkiskerfinu), 13. gr. (um sölu spariskír- téina), 14. gr. (um ál. opinberra gjalda) voru allar samþykktar með 27 samhljóða atkvæðum. — Sómalir Framhald af bls. 1 ar um Jijiga til sómölsku landa- mæranna, siðan inn í Hargeisa, höfuðborg Norður-Sómalíu og hafnarborgarinnar Berbéra við Indlandshaf. Bandarikjamenn segjast hafa fengið fullvissanir frá Moskvu um að Rússar muni ekki styðja innrás í Norður-Sómalíu frá Eþí- ópíu. I Addis Ababa sagði leiðtogi eþíópísku byltingarstjórnarinnar, Mengistu Haile Mariam ofursti, að Bandaríkjamenn vopnuðu Sómalíumenn óbeinlinis með því að láta lönd eins og íran, Pakistan og Saudi-Arabíu senda vopn til Sómalíu. — Ræða Geirs Framhald af bls. 13. stjórnmálamenn þyrðu ekki fyrir kosningar að taka afstöðu til eða gera neinar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar væru til þess að bæta þjóðarhag ef þær hefðu erf- iðleika í för með sér. Rikisstjórn- in hugsar ekki þannig um stund- arvinsældir heldur leggur hún fram tillögur sínar á þeim tíma þegar hún telur þeirra þörf. Verði brugðist við þessum ráðstöfunum með því að efna til pólitísks hrá- skinnaleiks bera þeir, sem að þvi standa, ekki hag launþega í land- inu fyrir brjósti. Hver eintaklingur verður að gera upp hug sinn og má ekki láta glamuryrði eða æsingar hafa áhrif á sig. Lýðræðið byggist á frjálsri einstaklingsbundinni skoðanamyndun og ég er ekki í neinum vafa um, að treysta má skynsemi landsmartna tii að greina á milli kjarna og hismis, greina á milli þess sem til heilla horfir eða ófarnaðar. — Losaði sig Framhald af bls. 1 vetrardögum til að fá kennarann til að skjálfa, og í sumarhitum hafi hann lokað þeim i þvi skyni að kennarinn svitnaði. Hafi hann haft í frammi margvíslega til- burði aðra til að angra kennarann og trufla skólastarfið, en um siðir hafi það runnið upp fyrir sér að hann var orðinn að viljalausu verkfæri í höndum þorparaklík- unnar, sem hafi unnið að því leynt og ljóst að spilla skólaæsk- unni. Takmark klíkunnar hafi verið að sem flestir nemendur yrðu illa upplýstir og úrkynjaðir, því að með því móti yrði hægara að orsaka öngþveiti það, sem nauðsynlegt væri til að ná völdum í landinu. Lífsreynslusaga Liu Ke er liður í greinaflokki, sem Dagblað al- þýðunnar birtir um þessar mund- ir, en flokkurinn fjallar um það hvernig hin kínverska æska brást við annarlegum áhrifum „þorpar- anna fjögurra" undir forystu ekkju Maós. — Ráðgjafa Strauss Framhald af bls. 1 lyklarnir stóðu í kveikjulásnum. Hattur Hubers fannst í námunda við bílskúrinn. Britt Huber, eigin- kona hans, sem er sænsk, varð þess fyrst vör að maður hennar var horfinn og gerði hún lögregl- unni viðvart. Var hans leitað all- an mánudaginn, en ekkert fannst sem bent gæti til þess hvað um hann hefði orðið. Huber var til skamms tíma blaðafulltrúi v- þýzka sendiráðsins í Peking, en gefðist. ráðgjafi Strauss um utan- rfki*mál fýrir tveimur árum. Hann hefur verið tíður förunaut- ur Strauss þegar hann hefur rætt við stjórnmálaleiðtoga erlendis. — Nýtt vopn Framhald af bls. 1 Journal of Medicine, sé hér um að ræða eina merkustu upp- götvun á sviði læknavísinda um margra áratuga skeið. Vægt áætlað telja læknar að í Banda- ríkjunum einum sé hugsanlegt að um 15 þúsund mannslífum megi bjarga árlega með því að gefa þetta lyf daglega öllum þeim, sem fengið hafa hjarta- slag einu sinni. Það er eftirtekt- arvert í sambandi við birtingu þessarar skýrslu, segir The Herald Tribune, að niðurstöður rannsóknarinnar voru ná- kvæmlega yfirfarnar í rann- sóknastofum tveggja háskóla, Columbia og Johns Hopkins í Baltimore, áður en þær voru birtar opinberlega. Vissi hvor- ug stofnunin um aðgerðir hinn- ar, en niðurstöður urðu sam- hljóða. Niðurstöður rannsóknarinn- ar benda til þess að notkun lyfsins gegn hjartasjúkdómum sé tiltölulega laus við aukaverk- anir. — Njarðvík Framhald af bls. 31. Kærumál Akurnesinga er á hinn bóginn óafgreitt. Tilkynning um félagsskipti Halldórs Rafns- sonar úr KA til Dalvikur var. að sögn Vignis, send Handknatt- leiksráði Akureyrar fyrir sl. ára- mót. Sagði Vignir, að það hefði verið gert í samræmi við þær upp- lýsingar, sem þeir hefðu talið full- nægjandi, en þar mun koma til sögunnar, að heimavöllur Dalvik- inga er á Akureyri. Á hinn bóginn eru félagsskipti Halldórs milli héraða, en skv. mótsreglum HSI skal tilkynna slík félagsskipti til HSÍ, ekki handknattleiksráðs. Ur- slit þessa máls eru þvi á huldu enn um sinn. __ herb. — Nýtt loðnu- verð Framhald af bls. 32. stóð enda hefðu aðstæður að ýmsu leyti verið breyftar frá því að siðasta verð var ákveðið. 1 hinu nýja verði væri m.a. gert ráð fyrir nokkru hærri fjárhæð í verðjöfn- unarsjóð en síðan hefði það verið talið til hagsbóta fyrir fiskvinnsl- una að þessu sinni, að afurðanýt- ing verksmiðjanna væri nokkru betri en ætlað hefði verið, þó að þar skakkaði ekki verulegu. Hins vegar væri áfram unnið að athug- un á því atriði. — Greinargerð Framhald af bls. 21 hjá Utsýn, en vill á hinn bóginn ekki liggja undir því ámæli að það fari með vísvitandi blekkingar. Þegar formaður Norræna félags- ins nefnir að félagið bjóði lægstu fargjöld, felst ekki í þvi að aðrir geti ekki boðið jafn lág fargjöld, heldur hitt að enginn bjóði lægri fargjöld í almennu flugi. Toppfar- gjöldin eru þar engan veginn sambærileg við venjuleg fargjöld, þar sem viðkomandi farþegar eru skyldaðir til að kaupa hótelgist- ingu eða aðra þjónustu í ákveðinn fjölda daga. Undirritaður hefur komist að því á undanförnum árum að ferðaskrifstofusam- keppnin er hörð og illvíg. Ég ráð- legg bæði okkar félögum og öðr- um að kynna sér vel hvaða far- gjöld henta þeim best, er þeir ferðast til Norðurlanda, og láta ekki áróður ráða ferðinni, heldur eigið mat á því með hverjum þeir vilja og telja hagkvæmast að ferð- ast. Jónas Eysteinsson framkvæmdast jóri Norræna félagsins. — Getraunaspá Framhald af bls. 31. — Manchester City (2. sæti I 1. delld) Hér munu margir vilja stilla okkur upp við vegg og skjóta okkur fyrir þésSa spá, en ef þeir hinir sömu doka ögn við, munu þéir sjá að víð höfum rétt fyrir okkur eins og venjulega. Hull City (neðarlega 12. deild) — Southampton (3. sæti f 2. deild) X Southampton tapaði mjög óvænt fyrir botnliðinu Millwall um síðpstu helgi og teljum við eðlilega, að þeir muni leggja allt kapp á að tapa ekki aftur og reyna að spila upp á jafntefli. Luton (ofarlega f 2. deild) — Tottenham (efst í 2. deild) 2 Totténham er óumdeilanlega betra liðið og tippum við á útisig- ur. — gg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.