Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □Glitnir 59782157 — 1 Atk. Frl. RM R— 1 5—2—20—SPR — MT—HT IOOF 9 = 1592158'/? = IOOF 7 = 1592158’/? = | |Helgafell VI—2 59782157 \FARFUGLAR Munið leðurvinnu- kvöldið miðvikudagskvöld kl. 8 — 10 að Laufásvegi 41. \imm ÍSIANDS DLDUGOTU3 SIMAR.1W.98og 19533. 18. —19. febrúar kl. 07 Þórsmörk Hin árlega vetrarferð í Þórs- mörk verður um næstu helgi. Farið verður kl. 07 á laugar- dag og komið til baka á sunnudagskvöld. Farnar verða gönguferðir um Mörkina og komið að Selja- landsfossi í heimleið. Farar- stjóri: Þorsteinn Bjarnar. Nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni Öldugötu 3. Ferðafélag íslands FERBAFÉIAG ÍSLANDS 0L0UG0TU3 SIMAR. 11798 og 19533. Aðalfundur Ferðafé- lags íslands verður haldinn þriðjudaginn 21. febr. kl. 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Venjuleg aðal- fundarstörf. Félagsskírteini 1977 þarf að sýna við inn- ganginn. Sfjórn Ferðafélags íslands. Æskulýðskvöld í Laugarneskirkju Samkomur verða í kirkjunni á hverju kvöldi til sunnudags. Fyrsta samkoman er í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður verð- ur Stína Gisladóttir æsku- lýðsfulltrúi, Erla Björk Jónas- dóttir leikur á fiðlu og fluttur verður helgileikur um aftur- hvarf Páls postula. Allir hjartanlega velkomnir á Samkomurnar. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í kristniboðshúsinu Betanía, Laufásvegi 13, í kvöld kl. 20.30. Ingunn Gisladóttir, hjúkrunarkona, talar. Ungt fólk tekur þátt i samkomunni með vitnisburði og söng. All- ir velkomnir. Hörgshlíð 1 2 Samkoma i kvöld, miðviku- dag kl 8. Bátur til sölu 5 tonna skemmtibátur með 50 hestafla diselvél til sölu. Allar nánari upplýsingar i sima 94-3061 eftir kl. 8 á kvöldin. Vogar Til sölu einbýlishús tilb. und- ir tréverk. Til afhendingar strax. Ennfremur glæsilegt nýtt fullbúið einbýlishús. Eigna- og Verðbréfasalan Hringbraut 90, Keflavik. Simi 92-3222. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað Verðlistinn Laugarnesvegi 82.S 31330 raöauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar Verzlunarhúsnæði óskast Árshátíð Lager húsnæði óskast í maí til júlí fyrir þrifalega vöru. Stærð 200—300 fm. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Lager — 0914". Til leigu er ca. 100 fm. skrifstofuhúsnæði á 1. hæð við Tjarnargötu Um er að ræða 5 herb. auk snyrtingar. Uppl. gefur Fasteignasalan Húseignir og Skip, Veltusundi 1, símar 28444 og, 28449. 20 — 30 fm. Má vera gamalt og þarfnast breytinga. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Húsnæði — 783", fyrir 21 . febrúar. fundir Skákþing Hafnarfjarðar hefst miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19.30 í Flensborgarskóla. Teflt verður á mánudögum og miðvikudögum. Á fimmtudögum fer fram skákkeppni 13 ára og yngri. Þátttölu skal tilkynna í síma 52174 og 51440. Skákfélag Hafnarfjarðar. Atthagafélags Ingjaldssands verður haldin í Félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsvegi 109 laugardaginn 18 febrúar, og hefst með borðhaldi kl 1 9.00. Félagar takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. ÞU AUGLYSIR UM^ ALLT LAND ÞEGAR. ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Al'ULYSINGA- SÍMINN KR: 22480 Greinargerð um N or ður landafer ðir Norræna félagsins Vegna þess að Norðurlanda- ferðir Norræana félagsins hafa borið nokkuð á góma í fjölmiðlum vil ég gera nokkra grein fyrir gangi ferðamála félagsins undan- farin ár. Norðurlandaferðir á vegum félagsins hófust á þeim árum er Einar Pálsson, skólastjóri, var framkvæmdarstjóri félagsins og var þá komið á leiguflugi milli Reykjavíkur og Kaupmannahafn- ar, i samvinnu við Dansk- íslenzka félagið. Ferðaskrifstofan Sunna sá um þessar ferðir. Eftir að Flug- félag Islands fékk komið á stofn sérfargjöldum fyrir hópa, sem ferðuðust með sameiginieg áhugamál, önnur en þau að fá ódýrt fargjald, ákvað Norræana félagið að bjóða félögum sínum þátttöku í slikum ferðum, enda var norræn samvinna áhugamál þess fólks sem myndaði félags- mannahóp Norræana félagsins. Ferðir þessar urðu strax mjög vinsælar, einkum vegna þess að farþegar í þeim voru ekki bundn- ir við ákveðinn heimkomudag, heldur máttu í fyrstu koma heim innan eins árs. Þessi timi hefur þó breyst oft. A tímabili var hann kominn niður í einn mánuð, en á árinu 1977 var hann hækkaður í þrjá mánuði og er eins nú á árinu 1978. Ferðaskrifstofurnar Sunna og Útsýn sáu um framkvæmd ferð- anna fyrstu árin. Eftir að Ferða- skrifstofan Sunna fékk sér eigin flugvél og efndi til reglubund- inna flugferða til Noðurlanda féll farþegafjöldi Norræna félagsins niður úr öllu valdi, þótt hann efldist hjá Utsýn. Af þessum ástæðum sagði félag- ið upp samstarfssamnigi við Sunnu, enda á margan hátt hag- kvæmara að láta einn aðila annast ferðirnar. Ekki efa ég að þetta hafi haft vissan sársauka i för með sér fyrir forstjóra Sunnu, sem tapaði dágóðum tekjum af fólksflutningum fyrir Norræna félagið, en ekki leiddi þetta þó til blaðaskrifa. Nú um allmörg ár hefur því Ferðaskrifstofan Utsýnséð um flutning á farþegum Norræna félagsins og hefur sú samvinna verið hin ánægjulegasta. A árinu 1976 komst farþegafjöldi á vegum félagsins t.d. upp í nær 3000 manns. Oft hefur verið rætt um það á þessum árum að félagið sjálft tæki að sér að sjá um Norðurlandaferðir félagsins, en hvorkihefur félagið viljað fara út í ferðaskrifstofurekstur né flug- félögin getað veitt því umboðs- laun af seldum farseðlum, né aðr- ar ívilnanir til að standa undir þeim kostnaði sem af þessu leiddi. A annan hátt hafa Flug- leiðir verið mjög vinveittar Norr- æna félaginu, með styrktaraðild, auglýsingum í blaðinu „Vi i Nord- en“ o.fl. Það skal skýrt tekið fram að þetta hefur ekki breyst á nokk- urn hátt þótt Norræna félagið sjái nú sjálft um ferðir félaga sinna. Öll þau ár sem ferðaskrifstofur hafa annast ferðir félaga Norr- æna félagsins hafa þær innheimt gjald af hverjum seldum farseðli, sem runnið hefur til félagsins og átt að standa undir þeirri auknu vinnu, sem skrifstofa félagsins hefur tekið á sig í sambandi við ferðirnar, en það er fyrst og fremst upplýsingarstarf og svo hefur félagið sótt um leyfi fyrir hverri ferð. Þegar flestir hafa ferðast varð þetta nokkur tekju- lind fyrir félagið. A síðasta ári komu á markaðinn ný fargjöld einstaklinga sem gilda frá átta dögum til tuttugu og Guðión F. Teitsson: Fyrirspurn til sam- gönguráðherra eins dags. Bæði þessi fargjöld og sú staðreynd að ýmsar ferðaskrif- stofur buðu upp á hópferðafar- gjald samskonar og Norræna félagið hefur boðið í mörg ár, varð til þess að þau fargjöld urðu ódýrari en fargjöld í ferðum N.F. þar sem ferðaskrifstofur lögðu ekki afgreiðslugjald á ferðirnar, enda fengu þær sína þóknun með umboðslaunum frá flugfélögum. Stjórnendur Norræna félagsins sáu að þessa samkeppi gátu þeir ekki unnið og þvi var ákveðið að hluti af hækkun árgjalda, sem samþykkt var á sambandsþingi skyldi fara til þess að greiða þann kostnað sem hlytist af þvi að gefa félögunum kost á sams konar far- gjaldi og verið hefur mjög vinsælt um mörg ár, en nú án allrar álagn- ingar. Félögum Norræna, félagsins hefur fjölgað á síðustu árum úr 1200 í 11.600. Margt af þessu fólki hefur komið í félagið vegna hinna ódýru ferða og orðið þar traustir félagar. Þessu fólki vill stjórnin ekki bregðast og tók því þessa stefnu, en hreint ekki vegna óánægju með samskiptin við Ut- sýn. Að farþegum Norræna félagsins fækkaði um næstum helming á árinu 1977 frá fyrra ári, þrátt fyrir aukinn fjölda far- þega til Norðurlanda i heild, má rekja til hinna nýju fargjalda og drógum við þann lærdóm af þvi, að nú yrði félagið að breyta um vinnubrögð. Þegar félagsbréf Norræna félagsins fór í prentun, um miðjan desember, höfðu flug- félögin sótt um 7% hækkun á fargjöldum en ekki fengið stað- festingu ráðuneytis á þeirri hækkun. Fastlega var reiknað með að sú hækkun gengi í gildi 1. apríl. Þetta nefndum við allt í félagsbréfi okkar, einnig að flug- vallaskattur væri 1500 kr. En fátt stenst verðbólguna. Flugvalia- skatturinn hækkaði um helming 1. janúar og fargjöld hækkuðu vegna gengissigs. Norræna félagið vill taka fram að lokum að það hefur engan áhuga á að lenda í illdeilum við fyrrverandi gott samstarfsfólk Framhald á bls 18. I Morgunblaðinu 11. þ.m. er við- tal við Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra þar sem hann svarar gagnrýni út af skipan manns í stöðu rekstrarstjóra Vegagerðar rikisins á Reyðar- firði. Er m.a. þetta haft eftir ráð- herranum: „Umdæmisverkfræðingur og vegamálastjóri veittu einum um- sækjanda meðmæli sin, en sá, sem ég veitti starfið, hafði þau með- mæli að hafa stjórnað verki.“ Ég er ekki kunnugur málavöxt- um, en hér er það berlega gefið í skyn, að umsækjandi sá, sem hafði meðmæii umdæmisverk- fræðings og vegamálastjóra, hafi ekki haft næga starfsreynslu sam- anborið við þann, sem ráðherra veitti stöðuna, og hafi þetta ráðið ákvörðun ráðherrans. Ekki vil ég gera lítið úr rökum ráðherrans, ef þau eru ekki byggð á sandi, en vil hins vegar benda á, að hann hefir ekki alltaf metið starfsreynsluna svona hátt, samanber veitingu embættis for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins 1976, þegar ég lét af störfum fyrir aldurs sakir, en staðan var veitt pilti, sem enga reynslu hafði af starfi við skip á sjó eða landi, og nokkrum mánuðum síðar skipaði ráðherrann 3ja manna stjórnar- nefnd fyrir Skipaútgerðina til næstu ára við hlið forstjóra og mjög í stíl við hann um reynslu- og þekkingarskort á því faglega sviði, sem um er rætt. Engin ástæða er til að það liggi í þagnargildi, að mörgum mánuð- um áður en forstjórastaðan í Skipaútgerðinni var auglýst laus til umsókna, var altalað hver skyldi fá stöðuna og hinn fyrir- hugaði þiggjandi ótæpt borinn fyrir því af starfsfóiki stjórnar- ráðsins o.fl. Umsóknir um stöðu forstjóra Skipaútgerðarinnar byggðar á sérþekkingu í faginu, í einni eða annarri mynd, virðast þvi fyrir- fram hafa verið algerlega til- gangslausar, og olli þetta hneyksl- un meðal starfsfólks Skipaút- gerðarinnar og viðar. Nefnd lausmælgi þótti einnig illur fyrirboði um óvarkárni i stjórnun, og þykir sá fyrirboði þegar hafa ræzt að nokkru í furðulegu auglýsingagaspri, þar sem fáfræðin er m.a. skreytt á blöðum með skipamyndum, sem minna á sildartorfur, og þessu fylgja svo gálauslegar tiliögur og áætlanir um fjárfestingar og rekstur. Helzta nýbreytni í rekstri hinna tveggja strandferðaskipa, sem nú heyra undir Skipaútgerðina, virð- ist á þessu stigi sú, að taka upp aukna samkeppni við Eimskip og önnur skipafélög (með hundrað- falda flutningagetu i burðartonn- um) um flutninga á hinar stærri hafnir, en skerða stóriega þjón- ustu við aðrar, einkum þær, sem lengst eru frá Reykjavík, og þar sem fólk, m.a. — og ekki sizt — af þeirri ástæðu, er einna verst sett. — Hlýtur þetta að framkalla þá spurningu, hvort þetta samrýmist heilbrigðum tilgangi þess að hald- ið sé uppi strandsiglingaþjónustu af hálfu ríkisins, og er hér með óskað svars samgönguráðherra um hans álit. Þá vil ég leyfa mér að óska skýringar sama ráðherra á mis- ræmi, sem virðist í forsendum hans fyrir umræddum stöðuveit- ingum í Skipaútgerðinni annars vegar og hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði hinsvegar. Vænti ég að svör ráðherra birt- ist og verði til gagns i þjóðfélag- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.