Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1978 23 Jónína Margrét Pét- ursdóttir — Minning F. 30. maí 1894 D. 9. febrúar 1978 1 dag verður til moldar borin húnvetnska sæmdarkonan Jón- inna Margrét. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmunds- dóttur og Péturs Björnssonar bónda á Tjörn á Skaga. Þau voru tólf systkinin sem upp komust á Tjörn. Það var stór hóp- ur og kostaði mikla elju að koma þeim öllum vel til manns, því fæstir voru bændur á landi hér auðugir um og upp úr síðustu aldamótum. Pétur stundaði búskap og útveg jöfnum höndum, og systkinin vöndust fljótt hvers kyns störfum er að þeim atvinnuháttum laut, og má segja að öll hafi þau lagt gjörva hönd á búskap og sjó- mennsku siðar á lífsleiðinni, utan Ninna frænka, sem við kveðjum í dag. Ninna fór snemma úr foreldra- húsum og var sem unglingur í + Eigmmaður minn og faðir okkar. SVAVAR PÁLSSON, framkvæmdastjóri. lést að Landspitalanum að morgni 14. febrúar SigriSur Stefánsdóttir og börn. + Móðir okkar. SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR. sem lést að Hrafnistu i Hafnarfirði 9 febrúar s I , verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði fimmtudaginn 1 6. febrúar kl 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Ásta Kristinsdóttir. Lilja Kristinsdóttir, Þorsteinn Kristinsson. + Minningarathöfn um manninn minn, föður okkar og son. MAGNÚS HELGASON bifreiSastjóra. HólmgarSi 46. verður i Bústaðakirkju. föstudaginn 1 7 febrúar kl 1 3 30. Ása Snæbjörnsdóttir og börn. Magnea G. Magnúsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar JÓNSJÓNSSONAR frá Vestri-LoftsstöSum Systkini hins látna. + Kveðjualhöfn um föður minn og tengdaföður. GUOBRAND GUÐMUNDSSON, frá Lækjarskógi, Hraunbæ 132. fer fram frá Fossvogskirkju. föstudaginn 1 7 febrúar kl. 10.30 árdegis Jarðað verður frá Hjarðarholtskirkju, laugardaginn 18 febrúar kl. 2. Fyrir hönd vandamanna. Milmar Guðbrandsson, Bjarney Guðjónsdóttir + Konan min. móðir okkar. tengdamóðir og amma. GEIRÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR, sem andaðist að Hrafnistu þann 8 þ m . verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16 þ m kl 15 Benedikt Gislason frá Hofteigi. börn. tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og minningarathöfn eiginmanns míns. föður okkar. tengdaföður og afa, JÓHANNS SNÆFELD PALSSONAR. Halla Sæmundsdóttir. böm. tengdabörn og barnaböm. nokkur ár hjá sýslumannshjónun- um í Stykkishólmi, þeim Margréti Árnadóttur frá Höfnum á Skaga og Páli Bjarnasyni. En mikil vin- átta var milli heimilanna aö Höfn- um og Tjörn. Þaðan lá leiðin til Akureyrar, og var hún þar um tíma, en síðan við nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi árin 1919—1921. Til Akureyrar fer hún svo aftur og starfaði þar þá meðal annars á Hótel Gullfossi. Síðar siglir hún til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún lærði mat- reiðslu og fleira á Hótel Phönix. Eftir heimkomuna flyst hún i Þrastarlund, en hennar fyrsti sjálfstæði atvinnurekstur er þeg- ar hún tekur við Hótel Skjaldborg á Akureyri, og sér hún um rekst- urinn árin 1927—1929. Þaðan fer hún aðstoðarráðskona að Vífils- staðaspítala, en árið 1934 tekur hún að sér Gimli, mötuneyti fram- sóknarmanna hér í borg og veitir því forstöðu næstu 12—13 árin. Einn vetur kennir hún við Kvennaskólan á Blönduósi, en gerist vorið 1949 ráðskona á Krist- neshæli og er þar næstu níu árin. Síðan hefur Ninna búið í Reykja- vík og síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu. Það sem hér hefur verið rakið er í stórum dráttum lífshlaup þessarar kæru frænku minnar. Ég minnist hennar fyrst frá mín- um bernskudögum þegar hún, Soffía og Kristín dvöldu stundum á heimili foreldra minna, en móð- ir mín Anna var ein systranna. Það var mér alltaf ósvikið til- hlökkunarefni þegar móðursystk- inin komu til borgarinnar, og ég man enn hvað gleóin var mikil á fermingardaginn er Ninna frænka færði mér Kvæðasafn Davíðs frá Fagraskógi að gjöf. Ekki veit ég hvort það á við i minningargrein að minnast á forneskjulega hluti. En ég get ekki stillt mig um að segja frá því, að þegar ég var 16 eða 17 ára sagði Ninna frænka mér mikið leyndarmál. Afi minn Pétur á Tjörn var nafnkunnur maður i Húnaþingi. Eins og áður segir sótti hann sjó- inn fast ásamt búskapnum, en það sem lengst mun í minnum haft er að hann hafði tök á römmustu fylgju þeirra tíma, Þorgeirsbola. Pétur var siðasti ættliðurinn sem Þorgeirsboli fylgdi. Fræðaþulurinn Magnús Björns- son Syðra-Hóli segir frá þessu í fræðum sínum. Hann telur að þá hafi enginn haft jafn mikil tök á bola og afi heitinn. Ég er Ninnu frænku eilíflega þakklátur fyrir að hafa sagt mér þennan leyndardóm, og er síður en svo að það hafi nokkurn tíma orðið mér til ama eða haldið fyrir mér vöku. Flest höfðu systkinin mikinn áhuga á þjóðmálum og voru ákveðin í skoðunum. Ninna frænka fór aldrei dult með, hvar í flokki hún stóð, og kom það stundum fyrir að við deildum. Sló þá i brýnu, þvi hvorugt vildi láta sinn hlut. Aldrei erfði hún þó þessar deilur við mig, og vorum við alsátt um leið og sennunni lauk. ^ Ninna frænka var seintekin i kynningu. Vináttu hennar nutu fáir, en því traustari var hún. Ég heyrði frá því sagt, að Ninna hefði ung mætt örlögum sinum á Akureyri, en það fór ekki sem ætlað var. Þess vegna giftist hún ekki og átti engin börn. En hún var framúrskarandi frændrækin og elskuleg við okkur systkina- börnin sín, og þess vegna kveðj- um við hana með virðingu og þökk að leiðarlokum. Magnús Sigurjónsson. Björg Elín Finns- dóttir—Minning F. 3. júnf 1896 D. 8. febrúar 1978. 1 dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Björg E. Finns- dóttir, sem lést á Landspítalanum eftir stutta legu, og er mér bæði Ijúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Björg var fædd að Hvoli i Húna- vatnssýslu og voru foreldrar hennar Finnur Jónsson bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Eignuðust þau hjón 4 börn og er nú aðeins eitt á lifi, Guðrún, sem liggur nú þungt haldin á Vífils- staðaspítala. Björg giftist ung Torfa H. Hall- dórssyni fyrrverandi skipstjóra, ættuðum úr Bolungarvík, sem lést fyrir 3 árum. Bjuggu þau fyrstu árin þar vestra en fluttust til Reykjavíkur 1928 og bjuggu þar siðan. Þau eignuðust 8 börn og eru 5 þeirra á lífi. Þau slitu samvistum árið 1952. Björg var ein af þeim konum sem fyrst og siðast hugsaði um heimili sitt, og þarfir þeirra er þar áttu athvarf, og fórnaði því öllum sinum kröftum. Hún var sérlega vinnusöm og féll sjaldan Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Krist- leif Jónsson hér í blaðinu á laugardaginn, brengluðust niður- lagsorð svo að þau urðu lesendum lítt skiljanleg. Er beðist afsökun- ar á þessu, en þannig átti loka- málsgreinin um Kristleif að vera: Kristleifur andaðist á Landakots- spítala i Reykjavík 29. janúar s.l. af völdum hjartaslags. Munu margir góðir félagar og vinir hans úr vegavinnunni minnast góðs og hjartahreins manns þar sem Kristleifur var.“ + Þökkum innilega auðsýnda sam- úð við fráfall og minningaralhöfn eiginmanns míns. föður okkar. sonar, Oróður og tengdasonar, LOFTS INGIMUNDARSONAR. DRANGSNESI Stefanla Jónsdóttir og börn. Kristin Ámadóttir, ■ ngímundur Loftsson, Áslaug Torfadóttir. Jón H. Björnsson og systkini hins látna. verk úr hendi. Hannyrðakona var hún með ágætum og bera verk hennar þess vitni. Björg var róleg og hógvær kona sem flíkaði ekki tilfinningum sín- um, hún bar ávallt hag barna sinna og fjölskyldna þeirra mjög fyrir brjósti og fylgdist náið með öllu er þeim viðkom. Allir gátu farið til hennar með sín vandamál og leitað lausnar á þeim, og hygg ég að hún hafi ávallt verið traustsins verð. Björg gaf sér ætið góðan tima til að ræða við barna- börn sín jafnt og sín eigin og gerði sér far um að hafa fyrir þeim góða siði og fyrir það munu þau ætíð vera henni þakklát og minnast hennar með hlýju. Björg var málsvari þeirra er minna máttu sin í lífsbaráttunni og gerði sér far um að skilja að- stæður þeirra. Björg var ekki skoðanalaus um menn og málefni, var vel lesin og fylgdist vel með því sem efst var á baugi í þjóðmálum, ekki síst kvenréttindamálum. Ég held að hún hafi verið á móti öllu skrúð- mælgi, en dæmdi fólk eftir mann- kostum þess og gerðum. Hún var heiðarleg og traust manneskja og vann verk sín æðrulaust. Björg var sú sómakona, sem ég mun ekki gleyma. Persónuleiki hennar var okkur sem eftir lifum til fyrirmyndar. Ég þakka henni samveruna, sem aldrei féll skuggi á. Arnór Þorláksson. Mig langar til að þakka Björgu, tengdamóður minni, með fáeinum orðum fyrir allt, sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína fyrr og síðar. Er ég lít til baka, minnist ég margra ánægjustunda á heimili hennar. Hún var mjög gestrisin, enda oft gestkvæmt þar. Barngóð var hún með afbrigðúm. Björg var mikil hannyrðakona, skarpgreind og víðlesin. Hún var sérstaklega vel gerð kona, alltaf reiðubúin að rétta þeim hjálpar- hönd, sem minna máttu sín. Greiðvikni hennar átti sér engin takmörk. Björg var einörð í skoð- unum og hreinskilin. Hún talaði enga tæpitungu og kom til dyr- .anna eins og hún var klædd. Hreinskilni hennar særði þó eng- an. Þessir eðliskostir hygg ég að hafi verið ríkastir þættir í fari hennar og veit ég að þar mæli ég fyrir munn flestra, sem kynntust henni. Með Björgu Finnsdóttur er horfin mikilhæf kona, sem ekki gleymist þeim, sem þekktu hana. Megi minning hennar lifa. Helga Gunnarsdóttir. Afmælis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aóra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.