Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 11 sjálfum verkalýðsfélögunum og þá var allt í lági, því áhafnirnar sáu um að ekki voru of margar trossur í sjó. Síðan var þetta ákveðið með lögum, og þá voru allir á móti þessu, og enginn til að framfylgja banninu." Líst engann veginn á vertídina „Við erum nú að byrja róðra með net, svo glæsilegt sem það er,“ sagði Helgi Aðalgeirsson skipstjóri á Gísla lóðs. ,,Mér líst engan veginn á vertiðina, enda steindauður sjór fyrir sunnan Reykjanes og miðað við það sem oft hefur aflast á þessum slóðum, fæst nú lítið. Hverju aflaleysið er að kenna eru hins vegar ekki allir sammála um.“ Helgi sagði að aflinn hefði minnkað ár frá ári, og sérstaklega væri það áberandi síðustu 3 árum, hvað allt hefði farið niður á við. „Auðvitað er höfuðástæðan fyrir minnkandi fiskgengd aukin sókn. Eg man það bezt árið 1942, er ég var að byrja sjósókn, að þá var fiskur að byrja að ganga aftur á miðin eftir léleg aflaár fyrir stríð, og árin 1944 og 45 voru algjör metár hvað aflabrögð snerti, enda sást þá vart togari á miðunum. Fiskurinn var alls staðar, sérstak- lega á grunnslóð, og af öllum stærðum." „Notkun gerviefna I net hefur aukist sífellt frá árinu 1954 að þau komu fyrst á markað- inn og þessi efni verða sífellt veiðnari, á sama tíma og fiskun- um fækkar I sjónum. En hvað sem öllu fiskleysi llður, þá hefur verið allsæmilegt að manna bátana I vetur, og hafa menn ekki þurft að auglýsa mikið eftir mönnum, það er frekar að menn komi og spyrju um pláss.“ — Er þá enginn ljós punktur framundan? „Eini ljósi punkturinn er að það er eftirtektarvert hvað virðist vera mikið af stórum þorski hjá línubátum, þannig að maður von- ar að þegar loðnan kemur, að fisk- urinn gangi þá I hana og þá ættu menn að geta kroppað eitthvað.“ Útlitið ógæfulegt „Utlitið er frekar ógæfulegt þessa stundina, og stafar það kannski fyrst og fremst af þvi, hve ótíðin hefur verið mikil það sem af er vetri,“ sagði Erling Kristjánsson skipstjóri á Þórs- hamri, en þótt Erling væri I Grindavík er rætt var við hann, var Þórshamar löngu farinn til loðnuveiða norður fyrir land. En það er víst ekki alitaf hægt að miða við hvernig var á s.l. ári og að sjálfsögðu vonar maður að ekki verði minna af loðnu á ferðinni I vetur en var I fyrra.“ Erling sagði að Þórshamar hefði verið keyptur frá Færeyjum I fyrra I stað annars báts, sem hann og fleiri áttu. Fram til þessa hefðu þeir farið á net að loðnu- vertíð lokinni, en Þórshamar væri of stór til að fá leyfi til netaveita I vetur. „Við vitum því ekki enn hvað gert verður við skipið frá loðnuvertíðinni fram að sumar- loðnuvertið, sem hefst ekki fyrr en 15. júlí, en það er a.m.k. 3 mánaða tímabil. Vissulega væri möguleiki að senda skipið til kol- munnaveiða, en því miður er bát- urinn ekki búinn til þessara veiða enn og það stæði sennilega á end- um, að þegar væri búið að útbúa hann á kolmunnaveiðar, þá væri sumarloðnuvertíð að hefjast.“ „Hins vegar tel ég að meira verði sótt I kolmunna á næstunni, þ.e. ef svipað verð fæst fyrir hann hér á landi og I öðrum löndum. Danir borguðu i fyrra 60 aura danska fyrir hvert kg af skítfiski og hærra verð fyrir kolmunnann og þeir sem hafa möguleika á að fara strax til kolmunnaveiða að loðnuvertíð lokinni gera það ugg- laust. Gallinn er sá að hér á landi er sifellt bætt við loðnuflotann ófullkomnum skipum, sem eru ekki nógu vel útbúin tæknilega séð,“ sagði Erling að lokum. þurfti að skipa ófaglærða menn I Sauð^jársjúkdómanefnd. Þó ég segi „þurfi að skipa" er ég ekki á nokkurn hátt að tala illa um þá menn sem hafa gegnt störfum I Sauðfjársjúkdómanefnd. 5. Um sparnað má það segja að hver kílómetri girðingar sem hægt er að leggja niður hlýtur a.m.k. að gefa möguleika á betra viðhaldi þeirra girðinga sem eiga að standa. í sjónvarpsviðtalinu tók ég það fram að það sem ég segði væru mlnar skoðanir en ekki skoðanir annarra dýralækna. Eg hefi hing- að til reynt i mínu lífi og starfi að koma til dyranna eins og ég er klæddur. Þess vegna hvarflaði það ekki að mér að mótmæla kynningu sjónvarpsins þegar ég var kynntur sem héraðsdýralækn- ir á Egilsstöðum og formaður D.í. Líklegast hefði verið einfaldara að biðja um kynningu eitthvað á þetta leið: „Ómar Ragnarsson tal- ar við Jón Pétursson frá Egils- stöðum". Mér er ljúft og skylt að biðjast afsökunar á mismælum I sjón- varpsviðtalinu þar sem ég tala um að taka blóðprufur af 30 þúsund kindum á Snæfellsnesi. Ég hafði ekki tök á að sjá viðtalið og gerði mér ekki grein fyrir þessum mis- tökum fyrr en ég sá „leiðrétt- ingu“ Sauðfjárveikivarna I sjón- varpinu. Þá hafði Ómar Ragnarsson fréttamaður óskað eftir að ég kæmi fram I „Kastljósi" og ræddi um þessi mál við fulltrúa Sauð- fjárveikivarna, hvað ég svo gjarn- an vildi þó ekki vtéri til annars en að leiðrétta þessa missögn mína. Er til kom gafst ekkert tækifæri þar eð enginn fulltrúi frá Sauð- fjárveikivörnum gaf kost á sér i „Kastljós“. (Líklega er ég ein- hver ný sauðf járpest). Er útséð varð um að ekkert yrði úr „Kastljósinu'* óskaði ég eftir því við Emil Björnsson frétta- stjóra sjónvarps að fá að koma með leiðréttingu orða minna. Var mér neitað um það vegna strangra reglna sjónvarpsins, þótt fréttastjóri hefði fullan skilning á málaleitan minni. En það sem ég meinti var þetta: „Það þjónar engum tilgangi að fara um allt Snæfellsnes og skoða 30 þúsund fjár og taka síðan blóp- prufur af 7—800 kindum, það á bara að bólusetja þær kindur sem eru óbólusettar". Ég get á engan hátt skilið hvað Jón frá Kjörseyri meinar með skrifum sínum um árás mína á Sigurð Sigurðarson dýralækni sem ég nefndi ekki á nafn i viðtal- inu. Ef til vill er þetta bara aðferð Jóns frá Kjörseyri til að lofsyngja einhvern dýralækni, að gerðri til- raun til að draga formann D.I., D.I. og dýralækna almennt niður I skítinn. Var ekki nóg að draga mig ein- an niður I svaðið, ég gaf ekki tilefni til annars samanber viðtal- ið: „Eg mundi nú kannski frekar segja min skoðun, ég þori ekkert að segja fyrir hina.“ Að endingu spyr ég Jón frá Kjörseyri, sér- hæfðan aðstoðarmann Sauðfjár- veikivarna, hvaða leyfi hann hafi til að tala fyrir munn bænda þeg- ar hann endar grein sína á þenn- an veg: „Bændur landsins ætlast til þess af þjóni sinum, J.P., að hann hugsi betur mál sitt áður en hann kemur I sjónvarpið næst.“ Ekki er Jón frá Kjörseyri bóndi. Jón frá Kjörseyri mætti gjarnan fylgja fordæmi mínu þar sem ég lét mér nægja að tala fyrir mig einan. Þess vegna er spurning hver sé meiningin með þvi að margnudda íslenskri dýralæknastétt og Dýra- læknafélagi Islands upp úr per- sónulegum skoðunum og mismæl- um mínum. Frá fundinum um æskulýðsmál Fundur um æskulýðs- starf sveitarfélaga ÆSKULÝUSRÁÐ rlkisins bauð æskulýðsfulltrúum sveitarfélaga og öðrum þeim sem annast æsku- lýðsmálefni af hálfu sveitarfélag- anna til fundar á Hótel Esju laugardaginn 4. febrúar s.I. Á dagskrá fundarins voru fyrst og fremst tvö mál, þ.e. annars vegar félagsstarf i skólum og sam- starf skólanna og aðila utan þeirra um félagsstarf og aðstöðu til þess; og hins vegar umræður um æskulýðsstarf sveitarfélag- anna þar sem sérstök áhersla var lögð á helstu nýjungar I starfinu, samstarf æskulýðsráða, skóla og félaga, helstu vandamál sem upp koma I æskulýðsstarfi og skipu- lagsmál. Þá lögðu fulltrúarnir fram skýrslur og frásagnir af starfinu I viðkomandi sveitarfé- lögum, sem gert er ráð fyrir að dreift verði til æskulýðs- og tóm- stundaráða. A fundinn mættu 28 fulltrúar flestra stærstu bæjar- og sveitar- félaga landsins. Fundarstjóri var Unnar Stefánsson fulltrúi sveitar- félaganna i Æskulýðsráði rikis- ins. Framsögu um samstarf skóla, félaga og æskulýðsráða hafði Reynir G. Karlsson, æskulýðsfull- trúi, og kynnti hann nýja reglu- gerð um félagsstörf og félags- málafræðslu I grunnskóla og niðurstöður nefndar er nýlega hafði lagt fram álit sitt við menntamálaráðherra varðandi aðstöðu til félagsstarfsemi I hús- næði skólanna. Að loknum umræðum störfuðu fundarmenn I þremur starfshóp- um og lögðu síðan fram niður- stöður sínar. Kom þar m.a. fram að flestir telja nauðsynlegt að tómstundamálefni verði ekki ein- göngu einskorðuð við ákveðna aldursflokka heldur fái við- komandi ráð og nefndir víðari starfsgrundvöll. Efla þarf sam- starf með tómstunda- og æsku- lýðsráðum og foreldrum; og sam- starfið við skólana verður einnig að auka. Þá verða sveitaffélög óhjákvæmilega að auka stuðning sinn við tómstunda- og æskulýðs- málefni. Fundarmenn voru a& lokum sammála um að óska eftir því við Æskulýðsráð ríkisins að ráðið boðaði framvegis slíka fundi um æskulýðsstarf sveitarfélaga ár- lega eða jafnvel tvisvar á ári þar sem þeir væru eini sameiginlegi vettvangur þessara aðila, sem þó þyrftu að hafa meira samstarf sin á milli, en raunin hefði orðið á til þessa. (Frétt frá Æskulýðsráði). Miles tapaði 3 skákum Enski stórmeistarinn Anthony Miles tefldi 22 hraðskákir við bankamenn sl. mánudag. Hann vann 13, gerði 6 jafntefli og tap- aði þremur skákum, fyrir þeim Jóhanni Hjartarsyni, Gunnari Gunnarssyni og Birni Þorsteins- syni. Hver er mest seldi bfll í Evrópu?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.