Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 33

Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 33 Akstur í hálku BLAÐINU hefur borizt ýmiss konar efni frá Umferðarráði. þar sem fjallað er um hvernig bezt sé að aka í hálku. Hér er um að ræða texta ásamt skýr- ingarmyndum og verður þetta birt hér f blaðinu á næstunni. Fyrst verður fjallað um vetrar- akstur og hvernig finna má út hvenær hált er á akbrautinni. Hefur þú rétt tök á hálkunni? Allan veturinn má búast við hálku á akbrautum. Því er full ástæða fyrir ábyrga ökumenn að fylgjast með veðurfréttum. Nálgist hitastigið 0 gráðu er hættast við yerulegri hálku. Hvernig á aö aka þegar hált er? 1. Að takmarka hraðann við ástand vegarins og aðstæður. 2. Framkvæma verður með meiri mýkt og varkárni öll við- brögð svo sem kúplingu, heml- un og stýringu í fullu samræmi við viðnám vegarins. 3. Að hafa ávallt hæfilegt ör- yggissvæði að næsta bíl á und- an. Hvernig má greina hvort hálka er á akbrautinni? 1. Ef hitastig er nærri frost- marki. 2. Þegar ísing myndast snögg- lega, verður yfirborð akbraut- arinnar gljáandi. 3. Hjólför næstu bíla á undan verða meira áberandi og hald- ast lengur (sjá mynd). 4. Kyrrstæð ökutæki eru far- in að hríma. 5. Á hálum vegi verður stýr- ing áberandi léttari, og segja má, að bíllinn fljóti viðnámslit- ið á veginum. 6. Með því að ,,gefa snöggt inn“ en varlega þó, eða hemla, þar sem ytri aðstæður leufa, má kanna hve hált er. 7. Þar sem yfirborð akbraut- ar skiptir frá því að vera mal- bik í steinsteypt má búast við meiri hálku. Því hálla sem er, því hægar verður að aka. Þurfi að draga verulega úr ferð á hálum vegi, má aldrei fara snögglega af bensíngjöf. Þá hægir vélin snögglega á sér, afturhjólin hemla og hætta er á að bíllinn skríði til, ef ekki er samtímis kúplað sundur. (Frá Umferðarráði). fregnum. Takmarka ber hraðann vid ástand vegar og aðstæður. 4 * Hjólför verða meira áberandi og haldast lengur ef hálka er tekin aó myndast á akbrautinni. Yfirlýsing frá Bjarna Guðnasyni Ekki sammála Alþýðuflokknum í vamarmálum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Bjarna Guðnasyni, prófessor, vegna frétt- ar um framboð hans fyrir Alþýðu- flokkinn í Austurlandskjördæmi: ,,Að því að ég er ekki viss um að ég hafi tjáð mig nógu skýrt í síma- samtali við bláðamenn Morgun- blaðsins langar mig að eftir- farandi verði birt í blaðinu til að taka af allan hugsanlegan mis- skilning út af inngöngu minni í Alþýðuflokkinn: Ég hef nú eftir mikla umhugs- an ákveðið að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn, þótt ég sé ekki sammála honum í öllum atriðum, þ.á m. um varnarmálin, en þegar á heildina er litið er mikli>meira sem bindur en skilur. Helzta ástæðan fyrir því að ég hef stigið þetta skref nú er sú að stjórn efnahagsmálanna á Islandi er með þeim hætti að horfur eru á að Islendingar geti misst efnahags- legt sjálfstæði sitt auk þess sem verðbólgan er óðum að spilla verðmætamati þjóðarinnar. Þar sem slikur háski er á ferðum tel ég mer skylt að efla þann stjórn- málaflokk sem stendur mér um „ þessar mundir hugsjónalega næst, þótt mér hrjósi hálfvegis hugur við að hefja aftur virka stjórnmálabaráttu með þvi þrasi og leiðindum, sem oft vill verða henni samfara. Eg vona og treysti því að Alþýðuflokkurinn muni eftir það umrót sem átt hefur sér stað innan hans reynast hafa þrek og bolmagn til að takast á við þann mikla þjóðfélagsvanda sem Islendingar eiga nú við að stríða. Ég mun gera nánari grein fyrir þessari ákvörðun minni þegar ég kem heim og betra tækifæri gefst. Bjarni Guðnason." Þess eru dæmi að slys hafi orðið á hundum þar sem þeir hafa staðið tjóðraðir meðan lyfjagjöfin er að verka, og þeir jafnvel hengzt. andi löggjöf, t.d. um skipan dýraverndunarnefnda í öllum sveitafélögum. Slik er t.d. skip- an mála í norsku dýravernd- unarlögunum. Þá sagði Sigríð- ur að Dýra-hjálparstöðin sem nú væri tekin til starfa í tengsl- um við Dýraspítala Watsons, ætti að geta orðið til þess t.d. að hundahreinsun geti farið fram á mannúðlegri hátt en viðgeng- izt hefur. Jórunn Sörensen, stjórnar- formaður S.D.Í., sagði í þessu viðtali m.a. að hún og aðrir sem nokkuð þekktu til framkvæmda hundahreinsunar hér á landi hefðu lengi furðað sig á því, hvers vegna hreinsun hunda þyrfti að vera jafn harkaleg óg raun ber vitni. Vissulega skal að lögum fara og hreinsa hund- ana. Um það er enginn ágrein- ingur. En það er hægt að „dauð- hreinsa“ dýrin af ormum án þess nánast að misþyrma þeim. Framfarirnar, sem orðið hafa á þessu sviði með nýjum og nýj- um lyfjum hefur gert orma- hreinsun hundanna mögulega, en án þjáninga fyrir dýrin. Sumir dýralæknar hér nota hin nýju hreinsunarlyf — en þau Ný lyf gera harkalega meðferð yið hreinsun hunda óþarfa — segja dýravinir Fólk, sem starfar innan Sam- bands dýraverndunarfélaga Is- lands og heima á hér í Reykja- vík, fór í haust er leið á vett- vang þar sem verið var að fram- kvæma hundahreinsun i einu sveitarfélaganna hér skammt frá bænum. Margir dýravinir halda því fram, að meðferðin á hundum við þessa lögboðnu hreinsun sé óþarflega harkaleg, að telja verði hana jaðra við illa méð- ferð og tími kominn til að linni þessum miðalda myrkurs aðferðum. Með þessu fólki fór ljósmyndari. Eru myndirnar sem þessari grein fylgja úr myndasafni hans frá þessari hundahreinsun. Blaðamaður frá Mbl. hefur átt samtal við formann stjórnar S.D.I. — Samband dýravernd- unarfélaga Islands, Jórunni Sörensen og formann stjórnar tryggja örugga hreinsun, án þéss að til aukaverkana komi. Kvaðst Jórunn vona að hin langa og erfiða barátta S.D.Í. fyrir mannúðlegri hunda- hreinsun, ásamt ýmsum öðrum mjög aðkallahdi framkvæmda- atriðum varðandi dýravernd og fugla, myndi brátt ná fram að ganga í nýrri löggjöf um dýra- verndunarmál hér á landi, sagði Jórunn að lokum. Sv.Þ. Þessar þrjár myndir sýna seinni þátt hundahreinsunarinnar: lýsól baðið ! tunnunni eftir að ormalyfs inngjöfin hafði verkað klukku- stundum saman með stöðugum niðurgangi. Á efstu myndinni hundurínn þirfinn upp — mynd tvö: hann keyrður ofaní tunnuna og á þeirri þriðju er baðinu er lokið og honum kippt upp á hnakka drambi og eyrum Dýraspítala Mark Watsons, Sig- ríði Ásgeirsdóttur, hdl„ sem jafnframt er fulltrúi S.D.I. í Ðýraverndunarnefnd Islands. Sigríður sagði að hún hefði fyrir um tveim árum lagt fyrir nefndina óskir S.D.Í. um breyt- ingar á þeim úreltu vinnu- brögðum sem tíðkuðust hér við hreinsun hunda, ásamt ýmsum öðrum óskum um breytingar á lögum um dýravernd. Þessi nefnd, sagði Sigríður, vinnur að endurskoðun lag- anna unt dýravernd. — Er að því stefnt að koma á heildarlög- gjöf um þau málefni, sem nú eru dreifð i ýmsum lagabálk- um. Sagði Sigríður að nefndin hefði haft til athugunar norskt frumvarp um dýravernd sem varð að lögum seint á árinu sem leið. Taldi Sigríður þessi lög heppileg til að hafa til hliðsión- ar við hinn nýja íslenzka laga- bálk. Um er að ræða talsvert miklar breytingar frá núver-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.