Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 46

Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 EINN ÍSLENZKUR KEPPANDI Á HM f NORRÆNUM GREINUM HEIMSMEISTARA- KEPPNIN í norrænum greinum skíðaíþróttarinn- ar hefst í Lahti í Finnlandi á morgun og meðal kepp- enda er einn Islendingur, Halldór Matthíasson. Hann keppir í 30 og 15 km göngu og verður í barátt- unni á sunnudag og þriðju- dag, en kemur varla til með að verða í fremstu röð; til þess að svo megi vera eru andstæðingarnir einfaldlega of góðir. í göngugreinunum er líklegast aö baráttan standi á milli Norð- manna, Svía, Finna og Sovét- manna. 1 stökkinu er hins vegar trúlegast að A-Þjóðverjar og Austurríkismenn verði fremstir í flokki. Þar gætu keppendur ann- arra þjóða þó hæglega blandað sér í toppbaráttuna, t.d. Japanir og Finnar. Fjögur hundruð keppendur frá 29 þjóðum hafa tilkynnt þátttöku í keppninni og er það meiri fjöldi en nokkru sinni áður í HM í norr- ænum greinum, en þetta er í 32. skipti, sem slíkt mót er haldið. Finnar hafa lagt í mikinn kostnað vegna mótshaldsins og nemur hann um hálfum milljarði ís- lenzkra króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Finnar eru gest- gjafar fyrir HM í þessum greinum Fram 70 ára Knattspyrnufélagið FRAM verður 70 ára 1. maí næstkomandi. í til- efni afmælisins býður aðalstjórn félagsins vin- um og velunnurum Fram til móttöku í Atthagasal Hótel SögU næstkomandi sunnudag, 19. febrúar, klukkan 15. og árin 1925,1938 og 1958 var HM haldið í Lahti. Til að mæta kostnaði við HM reikna Finnar með að þeir þurfi 250 þúsund áhorfendur saman- lagt og telja að sú tala náist auð- veldlega. Dýrasta mannvirkið, sem reist hefur verið í sambandi við keppnina núna eru þrír stökk- pailar og glæsileg áhorfenda- svæði. Kostnaður við þessa hluti eina sér er reiknaður á 1,8 millj- arða króna, en HM á ekki að greiða öll þessi mannvirki, því þau eru einnig notuð á sumrin fyrir knattspyrnu og aðrar sumar- íþróttir. 1 Lahti búa um 100 þúsund manns og undirbúningurinn fyrir HM hefur staðið nær samfleytt í tvö ár. Borgin er um 100 km norð- ur af Helsinki og skógar og vötn umkringja borgina á alla kanta. Það var í Lahti veturinn 1975, sem eitt hroðalegasta slysið í sögu skíðastökksins átti sér stað. Ung- ur v-þýzkur skíðastökkvari, Anton Angerer, féll í aðrennslinu og ranh á snjóplóg, sem stóð á brún pallsins. Angerer var á tals- verðri ferð og lamaðist er hann lenti á tækinu og lést skömmu síðar. Finnar kappkosta að vanda til allra mannvirkja og undirbúnings svo að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Það eina sem þeir óttast er að vindar blási óhagstætt, en séu vindar af ákveðinni átt getur það skapað hættu fyrir skiðastökkv- arana. Þó svo að HM í norrænum greinum hefjist á morgun er ekki víst að sjónvarpsáhorfendur í Svi- þjóð, Noregi, Sviss og víðar í Evr- ópu geti fylgst með keppninni í sjónvarpi heima í stofum sínum, eins og þeir höfðu ætlað sér. Sjón- varpsstöðvar i 9 löndum Evrópu hafa mótmælt miklu magni aug- lýsinga, sem settar hafa verið upp fyrir keppnina, til að vega upp á mósti kostnaði. Mál þetta er óleyst og allt útlit fyrir að sjón- varpsstöðvar sendi algjört lág- mark af efni frá HM í Lahti og Finnar tapi miklum tekjum. BADMINTONFJÖLSKYLDA — Óskar Guðmundsson var hér á árum áður einn okkar albezti badmintonspilari og er reyndar enn í dag í fremstu röð í iþróttinni. Dætur hans virðast ætla að feta í fótspor föðurins og Þórunn dóttir hans sigraði bæði í einliða- og tvíliðaleik í meyjaflokki í unglingameistaramótinu, sem haldið var fyrir nokkru. Guðný er einnig byrjuð að sveifla spaðanum, þó hún sé aðeins sex ára og ekki má gleyma móður þeirra, Erlu Friðriksdóttur, sem að sjálf- sögðu spilar einnig badminton. HAFNARFJAROAR- LIÐIN BERJAST í 1. DEILD í HAFNARFJARÐARLIÐIN FH og Haukar leika í 1. deildinni I handknattleik í kvöld og ef að líkum lætur verður hart barist. FH-ingarnir hafa staðið sig mjög vel í keppninni f fyrstu deild og eru eina liðið, sem ekki hefur tapað stigi. Hefur lið FH unnið KR, Fram og Armann. Haukarnir hafa sömuleiðis staðið sig vel og hafa ekki tapað lcik. Þeir hafa unnið Val, en gert jafntefli við IR, Fram og Víking. Hafnarfjarðarliðin þurfa ekki að vera í topp- baráttu til að hart sé barist þegar þau mætast Þó svo að annað liðið sé á botni en hitt á toppi ná bæði iðulega fram sinu bezta og það heyrir alls KVÖLD ekki til undantekninga þó blóðið leki í leikjum þeirra. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 21 i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði i kvöld. Klukkan 19 hefst leikur FH og Vikings i 1. deild kvenna og þó svo að FH liðið sé i 2. sæti 1. deildar kvenna, en Víkingur um miðja deild, má reikna með baráttuleik. FH-liðið hefur ekki sýnt sitt bezta i siðustu leikjum, en Vikingsstúlkurnar verið að sækja i sig veðrið. I seinni kvennaleikn- um, sem hefst klukkan 20, mætast Haukar og Fram og einnig þar má reikna með baráttulcik, en þvi er þó ekki að neita að F'H og Fram eru sigurstranglegri i kvennaleikjunum. HINIR YNGSTU í SKÁLAFELLI I STEFANSMÓTI yngsta skíða- fólksins, sem fram fór íSkálafelli á laugárdaginn, áttu KR-ingar tvo sigurvegara, Ármenningur varð i fyrsta sæti í einum flokkanna og i fjórða flokkinum sigraði Akur- eyringur. Margt efnilegt skiða- fólk var þarna meðal keppenda og má nefna að Bryndís Viggósdóttir fékk betri tíma, en jafnaldrar hennar I strákaflokki, sem þó fóru sömu braut. Sömuleiðis stóð Tinna Traustadóttir sig vel og að- eins einn strákanna fékk betri tfma en hún. Urslit urðu sem hér segir: Stúlkur 10 ára or yngri: sek. 1. Bryndls Viggósdóttir KR 38.6 39.2 77.8 2. Kristín Ólafsdóltir KR 41.2 42.0 83.2 3. Guðrún Jóna Magnúsd. AK. 59.8 44.0 103.8 Drpngir 10 ára og yngri: sek 1. Smári Kristinsson AK 38.9 39.2 78.1 2. Kristján Valdimarss. fR 39.9 41.6 81.5 3. Yilbergur Jóhanss. KR 44.6 47.1 91.7 Stúlkur 11—12 ára: sek 1. Tinna Traustadóftir Á 40.7 41.9 82.6 2. Halla Marteinsd. KR 48.5 50.3 98.8 3. I.inda llauksdóttir KR 52.1 47.9 100.0 Drengir 11—12 ára: sek 1. Ingólfur H. Glslas. AK 38.2 40.2 78.4 2. Haukur Þorsteinss. Á 43.3 43.8 87.1 3. Ragnar Sigurðsson KR 43.4 45.1 88.5 Tinna Traustadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.