Morgunblaðið - 28.02.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ8 SÉÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 43. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Korchnoi og Karpov völdu Graz Belgrad, 27. febr. AP. HEIMSMEISTARINN í skák, Sovðtmaðurinn Anatoly Karpov, hefur kosið að verja titilinn gegn Viktor Korchnoi, í Graz í Austur- ríki að því er dagblaðið „Poli- tika“ í Belgrad skýrði frá í dag. Einnig er haft eftir heimildar- manni nánum sovéska flótta- manninum Viktor Korchnoi að hann sé því samþykkur. Verð- launin, sem í boði eru f Graz nema einni milljón svissneskra franka eða rúmlega 132 milljón ísl. kr. Að sögn blaðsins komu fulltrú- ar austurriska skáksambandsins að máli við heimsmeistarann í Bugojno í Júgóslavíu fyrir nokkru til að fá hann til að ganga að tilboði þeirra og ræða við hann um fyrirkomulag keppninnar. Karpov er nú þátttakandi i skák- móti í Bugojno. Að sögn mæltist Karpov til þess Framhald á bls. 30. Sfmamynd AP INDIRA GANDHI mætti fyrir rétti í gær eftir sigur sinn i fylkiskosningunum til að svara ásökunum um að hún hafi sýnt dómstólum lítilsvirðingu með þvi að neita að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd. Sendiráð rutt í Austur-Berlín Austur-Berlín, 27. febrúar. Reuter. AUSTUR-ÞÝZKIR lögreglumenn réðust inn i iranska sendiráðið i Austur-Berlín í dag og fjarlægðu 14 iranska stúdenta sem höfðu lagt undir sig hvgginguna til þess að mótmæla stefnu irönsku stjórnarinn- ar. Stúdentarnir héldu fjórum sendiráðsmönnum i gislingu og kröfðust þess að fá að hitta frétta- menn. Þegar þeir voru fjarlægðir hrópuðu þeir slagorð á þýzku eins og „Dauði yfir fasisma" og „Irans- keisari er morðingi og fasisti". Um 20 lögreglumenn tóku þátt i árásinni og tugir lögreglumanna lokuðu svæðinu umhverfis sendi- ráðið. Austur-þýzka fréttastofan ADN sagði seinna að stúdentarnir hefðu verið handteknir. Sumir þeirra stunda nám i Austur- Þýzkalandi en flestir þeirra komu frá Vestur-Berlín. Framhald á bls. 30. Landbúnaður látinn ganga fyrir í Kína Tokvo*27. febr. AP. Reuter. ÞAÐ MIKLA átak, sem Kínverjar ætla að gera til þess að verða Indira aftur komin til áhrifa á Indlandi Nýju Delhi, 27. febr. AP. Reuter. FRÚ INDIRA Ghandi er aftur komin til áhrifa í indverskum stjórnmálum eftir sigur tveggja mánaða gamals flokks hennar í tvennum fylkiskosningum af sex sem fóru fram um helgina. Nýi Kongressflokkurinn vann svo mikinn yfirburðasigur á „gamla“ Kongressflokknum sem frú Gandhi sagði sig úr í siðasta mánuði í fylkinu Karnataka á Suður-Indlandi að forseti gamla flokksins, K.B. Reddi, sagði af sér og lýsti því yfir að hann bæri ábyrgð á ósigrinum. Flokkur frú Gandhi vann einn- ig meirihluta þingsæta í fylkinu Andrah Pradesh þar sem 10.000 fórust í fellibyl í nóvember í fyrra. Janata-flokkurinn, flokkur Morarji Desai forsætisráðherra, hefur forystuna í fylkinu Maharashtra þar sem stórborgin Bombay er, fylkinu Assam á Aust- ur-Indlandi og nágrannafylkinu Arundachal Pradesh. LÓkaúrslit verða væntanleg kunn á morgun. Begin hafnar Jerúsalem, 27. febrúar. AP. MENACHEM Begin forsætisráð- herra sagði I dag sendimanni Bandaríkjastjórnar, Alfred Atherton aðstoðarutanrfkisráð- herra, að fsraelsstjórn neitaði að skuldbinda sig til að hörfa burt með allt herlið sitt frá Sinaiskaga og að samþykkja stofnun Palestínuríkis. Þar með hefur Begin í raun og veru hafnað tveimur mikilvægum atriðum I tillögu Egypta um Framhald á bls. 34 Þegar Kongressflokkurinn klofnaði í síðasta mánuði afskrif- uðu flestir stjórnmálasérfræðing- ar frú Gandhi og töldu að aðeins iítið flokksbrot mundi fylgja henni að málum. Nú þykir hún hafa unnið eftirtektarverðan stjórnmálasigur, aðeins tæpu ári eftir að hún varð að segja af sér starfi forsætisráðherra sem hún gegndi i 11 ár. Desai forsætisráðherra tók sjálfur þátt í kosningabaráttunni i Andrah Pradesh og sakaði stjórn gamla Kongressflokksins þar um ódugnað og fjárdrátt. Þegar lokið var talningu i kosningum um 239 sæti af 294 sætum á fylkisþinginu í Andrah Pradesh hafði Kongress- flokkur Indiru fengið 140 sæti, Janata-flokkurinn 49, Gamli Kon- gressflokkurinn 24, óháðiKomm- únistaflokkurinn sex, Moskvu- Framhald á bls. 34 Simamynd AP. HUA KUO-FENG formaður kin- verska kommúnistaflokksins. hylltur við setningu fimmta kin- verska þjóðþingsins. nútfmaiðnaðarríki fyrir árið 2000, á að grundvalíast á 650 milljónum bænda landsins, að því er fram kom í ræðu Hua Kuo- feng, formanni kínverska komm- únistaflokksins um helgina. Þar með virðist landbúnaður eiga að ganga fyrir þungaíðnaði sem er þveröfugt við þá stefnu sem var mótuð 1958 þegar fyrsta meiriháttar baráttan til að iðn- væða Kina hófst. A undanförnum mánuðum hafa verið gefnar út tilskipanir um að allt verði að gera sem unnt sé til að vélvæða landbúnaðinn og auka landbúnað- arframleiðsluna. I ræðu sinni sagði Hua að Kín- verjar stefndu að þvi að komast í fremstu röð voldugastu ríkja heims fyrir næstu aldamót. En hann bætti því við að Kínverjar mundu aldrei reyna að drottna yfii- öðrum þjóðum eða reyna að verða risaveldi, hvorki nú né í framtíðinni. Jafnframt skoraði Hua á herinn að gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til undirbún- ings aðgerðum til að „frelsa" Taiwan. Gröf Gorms gamla og yry Danabótar fundin Jalanuri, Danmörku. 27. fehr. AP. DANSKIR fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf og jarðneskar leifar Gorms konungs gamla og Þyry Danabótar drottningar hans eftir meir en hálfrar annarrar aldar rannsóknir I Jalangri. Gormur gamli og Þyry eru almennt talin stofnendur hins þúsund ára konungsveldis I Danmörku. tönn lét höggva rúnstein til minningar um foreldra sína og þar segir með rún- um: Haraldur konungur lét gera kuml þessi eftir Gorm föður sinn og Þyry Yfirlitsmynd af Jalangri, tekin árið 1934. A henni sjást m.a. hinir grfðarlega stóru graf- haugar. móður sína. Sá Haraldur sem vann Dan- mörku og Noreg og gerði Danina kristna. Rúnasteini þessum er oft lýst sem fæð- ingarvottorði dönsku þjóðarinnar en hann stendur ásamt öðrum rúnasteini milli tveggja griðarlegra stórra graf- hauga og á milli þeirra stendur kirkjan. Arið 1820 hófst uppgröftur og rann- sóknir á grafhaugunum i Jalangri, en þar er mikið af minnismerkjum. Alitið var að i haugunum væru grafir Gorms og Þyry. Uppgreftirnir leiddu þó fljótt í ljós að engar líkamsleifar voru í haugun- um en leifar af grafhýsi, þar sem fannst silfurbikar. Gröfin sem nú fannst er undir vegg steinkirkjunnar gömlu, en þar höfðu þri- vegis áður verið reistar kirkjur úr timbri. Telur Krogh að Haraldur sonur Gorms og Þyry hafi flutt jarðneskar leifar for- eldra sinna undir kirkjugólf fyrstu kirkjunnar, sem hann reisti úr grafhaug- Framhald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.