Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 3 Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. Ingvar Sigurðsson lét vel af sér i gær, kvartaði aðeins yfir því að honum væri flökurt. Með honum á mvndinni er amma hans, Ingunn Jónsdóttir. Súgandafjörður: 8 ára drengur hrap- aði til bana í sn jóflóði „Við þeyttumst rtiður eftir fjattuui” sagði Ingvar Sigurðsson sem slapp mikið slasaður ÁTTA ÁRA gamall drengur á Súgandafirði, Egill Traustason, beið bana í hörmulegu slysi s.l. föstudag er snjóhengja brast undan honum og félaga hans í brattri fjallshlíðinni skammt fyrir ofan Barnaskólann á Súgandafirði. Runnu drengirnir um 150 metra niður hlfðina sem var lögð harðfenni, en grjóthnullungar voru víða upp úr snjónum. Talið er að Egill hafi látist samstundis við mikið höfuðhögg, en félagi hans, Ingvar Sigurðsson 10 ára slasaðist mikið og liggur nú á Landspítalanum. Hann er þó ekki í lífshættu. Morgunblaðið ræddi í gær við Ingvar og Ellert Cuðmundsson, 12 ára dreng á Súgandafirði, sem fyrstur kom á slysstaðinn og veitti hjálp. „Við vorum að klifra í kletta- beltinu efst í fjallinu ofan við bæinn og ætluðum að fara leið sem við höfðum aldrei farið áð- ur. Við komum að beygju og héidum áfram og komum að annarri beygju. Þegar við vor- um í siðari beygjunni, fór snjór- inn allt í einu af stað og við þeyttamst niður eftir fjallinu." sagði Ingvar Sigurðsson. en hann er annar drengjanna sem lentu i snjóflóðinu í Súganda- firði siðdegis á föstudag. Ingvar liggur nú á Landspít- alanum i Reykjavík, tvibrotinn á vinstra fæti og með stóran skurð á höfði, en þrátt f.vrir það var hann hinn hressasti er blaðamaður spjailaði við hann i gær. „Ég lenti undir snjónum og fannst ég vera að kafna. Ég hélt þó meðvitund þangað til síðast en þá rotaðist ég, og vaknaði ekki úr rotinu fyrr en strákur vakti mig úr þvi skömmu síðar. Mamma var að koma á móti okkur þegar slysið varð og sá hún þegar snjóhengjan brast. Fleiri sáu lika til okkar og dreif fólk fljótlega að. Urn nóttina var ég fluttur í bil yfir heiðina til ísafjarðar, en ég man ekkert eftir þvi, vegna þess að ég var deyfður," sagði Ingvar að lok- um. „Ég var um það bil 200 metra frá þeim stað sem strákarmr stöðvuðust eftir hrapið," sagði Ellert Guðmundsson i samtali við Morgunblaðið." Ég sá þegar snjóflóðið kom ofan hliðina. þvi mamma stráksins sem slasaðist kallaði í mig rétt áður og spurði mig hvort ég sæi til strákanna. Þá sjálfa sá ég þó ekki fyrr en snjóflóðið var að stöðvast og þá hljóp ég strax þangað. Egilt stöðvaðist hærra i hliðinni og ég hljóp strax til hans. en annar strákur sem fylgdi mér eftir fór til hins. Kvöldið áður hafði mamma mín sagt mér frá ýmsu sem bæri að gera á slysstað og ég byrjaði á þvi að færa drenginn út af hættusvæðinu þar sem mögulegt var að rneiri snjór kæmi niður. Siðan reyndi ég að gera það sem ég gat þangað til fleira fólk kom til hjálpar. kannaði hjartslátt og hugleiddi hvort ég ætti að reyna blásturs- meðferð, en ég sá að það mátti ekki eins og á stóð vegna höfuð- meiðslanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.