Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 16
16 MtmcrNHOÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1978 __ALYTAMIA „Borgarastéttin er buróarás menningar, frelsi til viðskipta og frelsi til skodana- skipta eru tvær greinar af sama meiói.“ Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Skipulag viðskipta eða hernaóar Frá upphafi hafa menn notað tvær ólíkar aðferðir til að fullnægja efnisleg- um þörfum sínum, flytja náttúrugæðin á . milli manna og landa: Þeir hafa rænt þeim frá öðrum eða skipst á vörum við þá. tslendingar selja öðrum þjóðum fisk og raforku og þær þeim vélar og elds- neyti, en til forna gerðu þeir strandhögg i suðrænum löndum, „hjuggu mann og annan“ — og mikluðust af hetjulund- inni. Þessar tvær óliku aðferðir gera greinarmun tvenns konar þjóðskipulags, hernaðar og viðskipta. t skipulagi við- skipta skiptast einstaklingarnir á vörum eftir settum reglum, lögunum, þeir hafa allir sama réttinn, en spyrja hver eftir sinni vöru og bjóða hver fram sína, því að þeir eru ólíkir. Markmið þeirra eru mismunandi, skipulagið er einungis til að auðvelda friðsamlega framkvæmd þessara markmiða. í skipulagi hernaðar eru vörurnar teknar frá ein- staklingunum og þeim skipt upp á milli þeirra, einstaklingarnir taka við skipunum frá yfirvöldum, þeir hafa til- tekna stöðu, en engan rétt. Markmiðið er aðeins eitt, og það ákveður fyrirliðinn, liðsmennirnir eru tæki í höndum hans. Saga mannkynsins er fremur saga hern- aðar en friðsamlegra samskipta eins og allir vita, flestar þjóðir hafa búið við hernaðarskipulagið. En hagkerfið hefur þó nálgast viðskiptaskipulagið með örfá- um þjóðum og í örskamman tima: til dæmis með Aþeningum á gullöld þeirra, fimmtu öldirtni f. Kr., og með vestræn- um þjóðum frá endurreisnartímanum. Skipulag Aþeninga og skipulag Spart- verja, sem borin eru saman í öllum kennslubókum, eru hinar sígildu and- stæður stjórnmálanna, annað var viðskiptaskipulag, hitt hernaðarskipu- lag. Og endurreisnin ítalska (og með DavfA Oddsson Lifsgleðin — að kunna að sjá lífið, en nöldra ekki eins og höfundur forystu- greinar i dagblaði — gerir Tómas að því skáldi, sem menn geta lesið eftir ljóðin sér til ánægju: Og daprar sálir söngvar vorsins yngja. Og svo er mikill ljóssins undrakraftur, að jafnvel gamlir simastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur. Tómas yrkir um borgina og á máli borgarinnar. En gamni hans fylgir alvara. Það dylst sumum einfeldningum, að i sumum kvæðum Tómasar er djúpur sannleikur, sem stundum er falinn í þversögnum, stundum i likingum (eins og i hinu áhrifamikla kvæði hans um hernaðarandann, Riddaranum blinda). Tómas er skáld friðarins, yrkir gegn ofbeldi brúnstakka og rauðliða: Og ofbeldishneygðin, sem herjar á þjóðir og lönd, fær hvergi dulizt, hve títt sem hún Iitum skiptir. — í gær var hún máske brún þessi böðulshönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir. Stjðrn Reykjavíkurborgar Það er munur á þeim bæ, sem Skúli fógeti stofnaði, Jón forseti setti Alþingi niður á og Hannes ráðherra stjórnaði fyrstur frá og nútímaborginni Reykja- vík. Hún er höfuðborg lýðræðisríkisins, hjarta viðskiptalífsins. Hún er til marks um sjálfstæði íslendinga. Og sá flokkur manna, sem tók við sjálfstæðishugsjón- inni af frumherjunum, en hafnaði út- lendri hjátrú stéttasundrungar, hefur í öllum kosningum að vonum hlotið fylgi Reykvíkinga til stjórnar borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur borgaralegrar menningar, þjóólegrar frjálshyggju. Sjálfstæðismenn dreymir ekki um að gera alla að öreygum eins og sósialista, heldur alla að borgurum, að sjálfbjarga mönnum, sem sömu réttind- in, en mismunandi markmið. Þeir kjósa því markaðskerfið i efnahagsmálum oglýðræðisskipulagið í stjórnmálum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík kjósa þró- BORGARALEG MENNING henni nútíminn) hófst með auknum skoðanaskiptum og viðskiptum, ávöxtun fjármagns, bættum samgöngum á milli manna og þjóða. „Þarmeð var lagður grundvöllur undir borgarastéttina. Með þessu nýja fyrirkomulagi á fjármálum var brotið blað á Vesturlöndum. -Alla- vega er vert að gefa því gaum að húman- isminn sigldi í kjölfar þeirri þróun sem hagstjórn tók í Evrópu um þessar mund- ir: hann var fylgifiskur vaxandi kröfu sem reis i frumvaxta borgarastéttinní um þekkíngu og lærdórn," sagði Halldór Laxness í merkri stjórnmálaritgerð, Upphafi mannúðarstefnu. Markaðskerfi og tilskipanakerfi Markaðskerfið (kapítalisminn) er hag- kerfi viðskipta, en miðsjórnarkerfið (sósíalisminn) ■ rauninni hagkerfi hernaðar. Hvað er sósíalisminn annað en rán frá hinum ríku (ekki til hinna fátæku, þótt svo heiti, heldur til ríkis- ins)? Hvað er sósíalistinn annað en mis- heppnaður Hrói höttur? Það er engin tilviljun að atvinnutækin voru í ríkiseign með Spartverjum, Inkum og Forn-Egyptum og eru í ríkis- eign i Ráðstjórnarríkjunum. (Um sósíal- isma að fornu og nýju hefur rússneski stærðfræðingurinn og andófsmaðurinn Igor Sjafarevitsj ritað stórmerka bók. Hagfræðingar kalla miðstjórnarkerfið stundum „tilskipanakerfi", því að ekki er stjórnað með lögum, heldur tilskipun- um, miðstjórnin tekur efnahagslegar ákvarðanir, ekki einstaklingarnir. Hug- myndakerfi herskálans, samhyggjan eða sósíalisminn hvílir á miðstjórnar- kerfinu, en hugmyndakerfi markaðar- ins, frjálshyggjan eða líberalisminn, á markaðskerfinu. I orðinu „markaðs- kerfi“ felst löng saga: A markaðinn fóru menn, buðu fram vörur sínar, spurðu eftir öðrum vörum, sömdu um verð eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar, skiptu friðsamlega hver við annan. A markaðs- stöðum risu borgir, og í borgunum varð til menning. (Það er athyglisvert, að enska orðið „civilization“, sem merkir menning, er dregið af latneska orðinu „civilis", sem merkir borgaralegur.) Menning er umfram allt borgaraleg, hún getur ekki þróazt án borga, án fjölmennis, úrvals, skoðanaskipta, viðskipta og annarra mannlegra sam- skipta. Hugtökin borg, menning og markaðskerfi eru nátengd og um tengsl þeirra er þessi grein. Borgarastéttin er burðarás menningar, frelsi til viðskipta og frelsi til skoðanaskipta eru tvær greinar af sama meiði. Án borgaranna er frjáls þróun einstaklingsins og menning- arinnar óhugsandi. Að þessu komst Halldór Laxness eftir göngu sína um eyðimörk sósíalismans: „Ýmsir tala um borgarastéttina einsog hún væri kúklúx- klan nr. 2, sumir jafnvel einsog hún væri kúklúxklan nr. 1 eða einsog siður var að tala um djöfla á miðöldum. En það er hætt við að þar sem henni er útrýmt komi miðaldirnar aftur með páfa sína, málbann, ritbann, listbann, stjórnmála- bann, rannsóknarrétt og trúvillínga- brennur,“ sagði hann í Upphafi mannúð- arstefnu. Skúli Magnússon: fyrsti íslenzki borgarinn Þessi greinarmunur tvenns konar skipulags og tvenns konar hugsunarhátt- ar er ekki aðeins fræðilegur, heldur og sögulegur. Þessi grein er ekki um fánýti- lega fræðikenningu, heldur um það, sem snertir alla menn, iíka Islendinga. Is- lendingar þekkja tilskipanakerfið þvi að danska einokunarverzlunin á Islandi 1602—1787 var vegna þess. Danska ríkið leyfði ekki frjálsa samkeppni um ís- landsverzlunina, einokaði hana — að sögn þess í þágu íslendinga. Dönsku kóngarnir á átjándu öldinni og íslenzku sósíalistarnir á hinni tuttugustu eiga for- sjárstefnuna, sem er ekilgetið afkvæmi hernaðarandans, sameiginlega. (I stefnuskrá Alþýðubandalagsins segir: „Utanríkisverslun skal að meginhluta færast í hendur opinberra aðila.“) Dönsku kóngarnir stjórnuðu með tilskip- unum, tóku efnahagslegar ákvarðanir fyrir einstaklingana, læstu líf þeirra nið- ur með boðum og bönnum. „Sem dæmi um þennan hugsunarhátt má nefna til- skipun Danakonungs frá 3. júní 1746 um „húsagann á Islandi". Auk margra ann- arra furðulegra hluta frá nútíma sjónar- miði, er tilskipun þessi hafði að geyma, var prestum og hreppstjórum þar falið eftirlit rneð þvik að almúgi á Islandi færi ekki með léttúðug kvæði og rimnakveð- skap, heldur iðkaði þess í stað bænahald og reglulega kirkjugöngu. Sjómenn i Vestmannaeyjum og víðar við sjávarsið- una voru áminntir um það, að eyða ekki landlegudögum í leti og óreglu, heldur stunda þá nytsamlega vinnu og iðka bænahald, svo sem tíminn að öðru leyti leyfði," sagði Ölafur Björnsson prófess- or í lestri fyrir Vökumenn árið 1961 og bar þessa gömlu ríkisafskiptastefnu saman við hina nýju. Það á ekki að koma neinum á óvart, að maðurinn, sem gerði uppreisnina gegn dönsku einokuninni og krafðist frjálsrar samkeppni, var fyrsti íslenzki borgarinn. Hann var Skúli Magnússon fógeti. Stjórnmálahugmynd- ir hans voru auðvitað ófullkomnar, hann var alls ekki frjálslyndur maður á nú- tímavísu, en hann var fulltrúi nýrra tíma, borgar, viðskipta, samgangna, framleiðslu. Af þessari ástæðu er Skúli fógeti fyrirrennari íslenzkra nútima- frjálshyggjumanna, fyrsti einkafram- taksmaðurinn. Og hann stofnaði Reykja- vík, fyrstu og einu borg Islendinga, aðal- vígi frjálslyndrar, borgaralegrar skoðun- ar með Islendingum, eina raunverulega markaðinn á Islandi. Tómas Guðmundsson: fyrsta borgarskáldið Borgaraleg menning (og hvaða menn- ing er til önnur?) hvílir á borgaralegu hagkerfi, markaðskerfi. Skáld þessarar borgaralegu menningar umburðarlyndis og víðsýni er umfram allt Tómas Guð- mundsson. Hann féll ekki fyrir hel- stefnu fasisma og kommúnisma eins og margir menntamenn þessarar aldar. Hann var og er frjálslyndur fagurkeri, sem las ekki útlenda þrætubók, heldur horfði á fagra veröldina augum skálds- ins. Skarpleg eru orð Kristjáns Karlsson- ar um Tómas: „Þau skáld eru velgjörðar- menn samtíðar sinnar, sem æðrast ekki og skipta lífsgildum hennar í gjaldmynt, né kasta andlegum verðmætum fyrir óargadýr æsinga og áróðurs." Tómas færði borgina inn í hugtakaheim ís- lenzkrar ljóðlistar, hann skynjaði borg- arlífið fyrstur manna. Hann kveður um höfnina: Hér streymir örast í æðum þér blóðið, ó, ung rísandi borg! Héðan flæðir sá fagnandi hjraði, sem fyllir þín stræti og torg. un, en hvorki kyrrstöðu afturhalds- manna né kollsteypu róttæklinga. Þeir kjósa þróun miðborgarlífsins, en hvorki rándýra uppgerð allra gamalla kofa né nýsmíðina eina. Þeir kjósa þróun at- vinnulífsins, en byggðastefna hagsmuna- hópanna í dreifbýlinu, sem Framsóknar- menn og sameignarsinnar styðja dyggi- lega, hefur dregið mátt úr því. Atvinnu- stefnan, sem Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri hefur mælt skörulega fyrir, er mjög mikilvæg, Reykvikingar og Reyknesingar eru bandamenn, þegar þeir krefjast jafnréttis í atvinnumálum. Hún beinist ekki gegn öðrum byggðum, heldur er krafa um það, að lögmál fram- boðs og eftirspurnar gildi á frjálsum markaði fjármagnsins, horft sé á fjár- veitingar ríkisins og fjárfestingar frá sjónarmiði arðseminnar, en ekki atkvæð- anna, ein byggðin (eða stéttin) taki ekki frá annarri. Slíkrar þróunar er aðeins kostur, ef stjórnkerfið er opið, ef gagn- rýni er leyfð, ef upplýsingar liggja á lausu. Yngsti borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson, sem vann ní- unda sætið fyrir flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum, sagði fyrir nokkrum mánuðum i viðtali við Morgun- blaðið: „Stjórnkerfi borgarinnar kom mér á margan hátt skemmtilega á óvart. Ég tel það mun opnara og skilvirkara en ríkiskerfið. Það er mun auðveldará fyrir almenning, hvern einstakan borgara, að afla sér upplýsinga um einstaka þætti stjórnkerfis borgarinnar en ríkisins.' En sagði Davíð: „Þá hefur þess jafnan verið gætt að kalla til unga menn og konur til pólitiskrar forystu hjá borg- inni, sem tryggt hefur tengsl við yngri íbúa hennar og að andblær nýrra við- horfa hefur ætíð verið þar til staðar.“ Sigrar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru til vitnis um fylgi borgaralegrar skoðunar með Reykvíkingum. Stjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík er auðvit- að ekki gallalaus, en hún er mjög farsæl, þegar allt kemur til alls, um það eru flestir sammála. Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins kalla það lýðræði, sem hann styður, stundum „borgaralegt“ með lítilsvirðingu. Þeir hafa rétt fyrir sér það er borgaralegt, og að þvi er sómi. En frelsið er fjöregg lýðræðis, og borgar- ar Reykjavíkur mega ekki gleyma því, þetta fjöregg er brothætt. Þeir halda á því í öllum kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.