Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 17
.......................—---- ' ■f'" 1 '■ ! -- MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1978 17 VIÐBRÖGÐ VIÐ VERKFALLSAÐGERÐUM 2ja daga verkfall ekki nógu markvisst MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Grafiska sveinafélaginu, þar sem segir að félagið telji 2ja daga verkfall ekki nógu markvissar aðgerðir til að ná samningum aftur í gildi. Aftur á móti hvetur félagsstjórnin öll verklýðs- félög til þess að setja á allsherjarverkfall, sem ekki yrði aflýst, fyrr en samningarnir taki gildi á ný. Aldan: Stjómin kanni vilja félaga til uppsagn- ar á kaupliðunum Engar ólöglegar adgerdir FÉLAGSFUNDUR Skip- stjóra- og stýrimanna- félagsins Öldunnar, sem haldinn var á sunnudag um uppsögn kaupliða kjara- samninga, samþykkti að fela stjórn félagsins að kanna vilja félagsmanna til málsins. Á stjórnarfundi hafði áð- ur verið samþykkt að fara ekki út í neinar ólöglegar aðgerðir í nafni félagsins. IÐJA hvetur til þátttöku í verkfalli Trúnaðarmannaráð Iðju, félags verksmiðjufólks samþykkti eftirfarandi til- lögu á fundi sínum í gær- kvöldi: Trúnaðarmannaráð Iðju, félags verksmiðju- fólks, beinir þeirri ein- dregnu ósk til félagsmanna Iðju að þeir allir sem einn verði við tilmælum Alþýðu- sambandsins og annarra launþegasamtaka um að leggja niður vinnu dagana 1. og 2. marz n.k. Efnahags- ráðstöf- ununum mótmælt Akureyri, 27. febr. FUNDUR haldinn í Al- þýðuflokksfélögunum á Akureyri 25. febr. sam- þykkir að mótmæla harð- lega þeim efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinn- ar um kjaraskerðingu launafólks sem fram hafa komið. Hvetur fundurinn alla launþega til að standa saman að aðgerðum 1. og2. marz undir kjörorðinu „Samningana í gildi“. Sv.P. Blikksmið- ir segja upp samningum FÉLAGSFUNDUR í Félagi blikksmiða, sem haldinn var laugardaginn 25. febrúar 1978 samþykkti að segja upp kaupliðum nú- gildandi samnings með mánaðar fyrirvara. Á fundinum, sem sóttu 16 félagsmenn, kom fram tillaga um að félagið hvetti alla félagsmenn sína til þess að taka ekki þátt í boðuðum verkfallsaðgerð- um, sem stærstu launþega- samtök landsins hafa boð- að. Tillagan var felld á fundinum með 8 atkvæðum gegn 3, en 5 fundarmanna sátu hjá. Tveggja daga verk- fallHÍP STJÓRN og trúnaðar- mannaráð Hins íslenzka prentarafélags hefur sent út tilkynningu um stöðvun á vinnu félagsmanna þá hina sömu tvo daga og stærstu launþegasamtök landsins hafa hvatt félags- menn sína til þess að leggja niður vinnu. Því virðist ljóst að dagblöðin koma ekki út í tvo daga í næstu viku, síðdegisblöðin ekki miðvikudag og fimmtudag og morgunblöðin ekki fimmtudag og föstudag. Vestfirðir: Stjórn Alþýðusambandsins felldi tillögu um hvatningu til félaga um þátttöku í aðgerðum 1. og 2. marz Félögin í Bolungarvík og á Þingeyri verða ekki með í aðgerðunum „Alþyðusamband Vestfjarða gerir ekkert í málinu, heldur er það lagt vald hvers félags fyrir sig að vera með I aðgerðunum 1. og 2. marz eða ekki“, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða. „A stjórnarfundi var það fellt með þremur atkvæðum tveggja Bol- víkinga og Hnífsdælings gegn mínu atkvæði að stjórnin skoraði á sambandsfélögin að taka þátt í aðgerðunum 1. og 2. marz. Verka- lýðsfélagið í Bolungarvík hefur svo samþykkt að vera ekki með og á Þingeyri var tillaga um þátt- töku felld með einu atkvæði. Um fleiri fundi er mér ekki kunnugt nú, en hér á Isafirði verða fundir í kvöld“. Pétur sagði, að á opnum laun- þegafundi á ísafirði hefði verið samþykkt að mæla með því að fólk tæki þátt í aðgerðunum. „Mín persónulega skoðun er sú. að verkalýðshreyfingin eigi að stöðva þessa daga. Þetta verða auðvitað fyrst og fremst mótmæli, þvi menn sjá auóvitað, að það verður ekkert þvingað fram með tveggja daga vinnustöðvun“, sagði Pétur. Pétur Sigurðsson sagði að á stjórnarfundi Alþýðusambands Vestfjarða hefði verið samþykkt, að stjórn sambandsins ætti að vinna að því að fá samningana í fullt gildi aftur. Formaður Alþýðusambands Austurlands: Býst við að meirihluti verkafólks verði heima — en að eitthvað verði um það á minni stöð- unum að fólk taki ekki þátt í aðgerðunum ,,ÉG REIKNA nú með því að meirihluti verkafólks taki þátt í aðgerðunum 1. og 2. marz, en þó mér sé ekki kunnugt um neinar samþykktir þar um, þá býst ég við að eitthvað verði um það á minni stöðunum, að fólk taki ekki þátt í aðgerð- unum,“ sagði Sigfinnur Karlsson, formaður Al- þýðusambands Austur- lands, í samtali við Mbl. Sigfinnur sagði að stjórn sam- bandsins hefði haldið fund 21. febrúar, þar sem hefði verið sam- þykkt samhljóða að standa að aó- gerðunum og hvetja fólk til að vera heima þessa tvo daga. „Þessi samþykkt var svo send út í félaga- stjórnirnar og við verðum bara að bíða miðvikudagsins til að sjá, hversu viðtæk samstaðan verður“, sagði Sigfinnur. Sudurnes: Mótmælum með vinnu- stöðvun í einn dag — og látum þar við sitja — segir Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur „ÞAÐ VAR ákveðið að mót- mæla lögunum með vinnu- stöðvun 1. marz og láta þar við sitja“, sagði Karl Stein- ar Guðnason, formaður Verka.ýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur, er Mbl. spurði hann í gær, hverjar hefðu orðið niðurstööur funda um helgina um fyrir- hugaðar aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar 1. og 2. marz. Sagði Karl Steinar að þetta „yrði línan á Suðurnesjum“. „Við teljum að mest samstaða sé um þessa aðgerð,“ sagði Karl Steinar, „og við litum sá hana sem mótmæli en ekki sem verkfall". Karl Steinar sagði, að atvinnu- rekendur á Suðurnesjum hefðu óskað eftir fundi með forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinn- ar. „Þeir útskýrðu þar erfiðleika atvinnurekstursins og fóru fram á það, að við frestuðum aðgerðun- um alveg. Við spurðum á móti, hvort þeir vildu þá greiða kaup að öllu í samræmi við kjarasamning- inn en þeir kváðu slíkt ekki á þeirra valdi, þannig að við gátum ekki orðið við ósk þeirra.“ Formaður Alþýðusambands Norðurlands: Reikna með þátttöku yfirgnæf- andi meirihluta landverkafólks í aðgerðunum 1. og 2. marz nk. „ÉG reikna með að yfir- gnæfandi meirihluti land- verkafólks muni taka þátt í þessum aðgerðum,“ sagði Hákon Hákonarson, for- maður Alþýðusambands Norðurlands. „Mér er ekki kunnugt um nema stjórn Verzlunarmannafélags Akureyrar, sem hefur sam- þykkt að félagið muni ekki taka þátt í aðgerðunum. En norðlenzkir sjómenn munu hafa svipaða afstöðu og sjó- menn annars staðar um að þeir geti ekki staðið að verkfallsaðgerðum.“ Hákon sagði, að á svæði Alþýðusambands Norðurlands hefðu verið haldnir tveir meiri háttar fundir um málið og hefði á báðum fundunum verið lýst ein- dregnum stuðningi við fyrir- hugaðar aðgerðir 1. og 2. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.