Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 18
18 . * ‘ i, • MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 i Margir unglinKanna voru sellluttir I áætlunarbilinn með „Gusa“ Guðmundar Jánssonar. Hálfdán Jónsson (t.v.) og Guðmundur Jónsson létu veðurhaminn engin áhrif hafa á sig I gær. „Unglingarnir voru fegnir að fá kaffisop- ann sem ég færði þeim. strákunum var svo kalt að þeir hristu hollann. en stelpurnar héldu honum alveg stöðugum.“ sagði Guðmundur. 65 unglingar urðu veðurteppt- ir í Skálafelli OFSAVEÐUR geisaði á Mosfells- heiði í gær og I fyrradag, en þar voru veðurtepptir um 65 ungling- ar, sem höfðu ætlað að bregða sér á sklði. Máttu margir þeirra gera sér að góðu að sofa í fyrrinótt I áætlunarbíl við Skálafell, en hin- ir létu fyrir berast á K.R.- skálanum. t gærdag var verið að selflytja unglingana á snjóbflum I áætlunarbílinn neðst í Selja- brekku, sem ók þeim síðan til Reykjavíkur. Unglingarnir, sem sváfu í áætl- unarbilnum, höfðu komið upp að Skálafelli um helgina og ætluðu að fara í t.K.-skálann. Þeir voru um 25 og fóru þeir á einkabílum. Á sunnudag þegar þeir ætiuðu að halda aftur til Reykjavíkur, var orðið ófært og þar sem hið versta veður ríkti, tóku þeir þann kost- inn að dvelja í áætlunarbíl yfir nóttina. Bíílinn var aðeins um hálfan kílómetra frá K.R.- skálanum, en svo virðist sem unglingarnir hafi ekki treyst sér út í veðurofsann. í K.R.-skálanum voru hins veg- ar um 40 unglingar úr skíðadeild K.R., sem höfðu komið þangað á laugardag. Bjuggust þeir við að hinir myndu koma í skálann um kvöldið og voru þeir með heitan mat tilbúinn handa þeim. K.R.- ingarnir voru flestir á aldrinum 10 til 15 ára en sá yngsti þeirra var þó aðeins þriggja ára. Hinir voru talsvert eldri, eða um 17 ára gamlir. I gærmorgun var þegar I stað hafist handa við að flytja ungling- ana til Reykjavíkur og voru þeir selfluttir í snjóbílum. Hjálpar- sveit skáta lagði til annan snjóbíl- anna, en Guðmundur Jónsson hinn. Fór Guðmundur fyrstu ferð- ina og sótti ungjingana í áætlun- arbílnum. Sagði Guðmundur að þeim hefði verið orðið nokkuð kalt og verið fegnir að fá heitt kaffi sem hann færði þeim. Gekk vel fyrir sig að flytja þau, en hægt því slæmt skyggni var. Sást stund- um ekkert út úr snjóbílnum, og Allmörg farartæki sátu föst á Mos- fells- heiðar- vegi I gær. þar á meðal tvær jarðýtur og einn veg- hefill. „Dagaspursmál hvenær þorri fiskvinnslu- fyrirtækja á Suðurnesjum hættir starfsemi” — sögðu forsvarsmenn fyrirtækjanna á fundi með þingmönnum kjördæmisins FORSVARSMENN fiskvinnslu- fyrirtækja á Suðurnesjum sögðu á sameiginlegum fundi þingmanna kjördæmisins og forsvarsmanna í sjávarútvegi, sem sveitarstjórnir á Suðurnesjum boðuðu til á s.l. föstudag að aðeins væri um daga spursmál að ræða hvenær þorra fiskvinnslufyrirtækja á Suður- nesjasvæðinu yrði lokað. Fund þennan sat einnig Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Eftir að hafa skýrt málin rækilega fyrir þingmönnum var lagt á þeirra vald að finna leiðir til að leysa vand ann, þar sem Ijóst er að það er algjörlega ofvaxið byggðarlögun um að þola þetta ástand deginum lengur, segir i frétt frá sveitar- félögunum á Suðurnesjum. Að þessu tilefni ræddi Morgunblaðið við þá Ólaf B. Ólafsson forstjóra Miðness í Sandgerði og formann Útvegsmannafélags Suðurnesja og Einar Kristinsson forstjóra Sjö- stjornunnar i Keflavik og formann Vinnuveitendafélags Suðurnesja i gær í viðtalmu við þá Ólaf og Einar kom fram að stöðugur taprekstur hafi verið á fiskvinnslunni allt frá árinu 1974 er fór að halla undan færi hjá fiskvinnslunni á Suðurnesj- um almennt Árin þar á undan. 1969—1973. er hins vegar hagur fiskvinnslunhar á suðurnesjum sá bezti á landinu. en siðan verður breyting á 1973 og halla tekur und- an fæti Einnig sögðu þeir að það væri alls ekki á valdi sjálfra fyrirtækj- Ólafur B. Ólfsson formaður Útvegsmannafélags Suðurnesja og hinar Kristinsson formaður Vinnuveitendafélags Suðurnesja anna að ákveða hvenær þyrfti raun- verulega að loka og hætta allri starf- semi eins og allt stefndi i nú i dag, heldur væri það undir lánardrottn- um komið. s s bönkum. bæjarsjóð- um og hinum ýmsu þjónustufyrir- tækjum, en eins og fram hefur kom- ið nýverið hefur Útvegsbnaki ís- lands lýst þvi yfir að hann geti ekki öllu lengur staðið undir taprekstri útgerðarinnar. en þó ber þess að geta að á svæðinu eru einnig frysti- hús sem eru í viðskiptum við Lands- banka íslands Eins og áður sagði er það hinn geysimikli samdráttur vertiðarafla eftir árið 1973 sem hefur haft aðal- áhrif á gang mála hjá okkur og má i þvi sambandi nefna að árið 1970 var aflamagn i Grindavik. Sandgerði og Keflavik á vertið 84.253 tonn i 9529 sjóferðum eða 8.84 tonn i róðri. árið 1973 er aflinn kominn niður i 60462 tonn i 8960 sjóferð- um . eða 6,75 tonn í róðri Árið 1976 er svo aflinn kominn alla leið niður í 34526 tonn i 6064 sjóferð- ur eða 5.69 tonn i róðri. en þess ber þó að geta að á ármu 1973 þegar Vestmannaeyjagosið verður. þá hækkar afli nokkuð. en róðrafjöldi ekki tilsvarandi Siðan fer vaxandi að bátar landa ekki daglega og sið- ustu ár hefur orðið æ algengara að netabátar rói aðems annan hvern dag þegar liður á vetrarvertíð Raun- verulegur afli á dag hefur þvi minnk- að meira en þetta yfirlit gefur til kynna, samanber heildaaflann, sögðu þeir félagar Af þeim 23 frystihúsum sem eru talin á Suður- nesjum i dag eru aðeins 1 3 þeirra starfandi Þá hefur hin mjög svo óhagstæða aflaskipting komið mjög hart niður á okkur. þar sem helsti afli bátanna er stórþorskur en verð- lagningu á honum teljum við ranga miðað við millistærð þorsks Hið háa verð á stórþorski var ákveðið á þeim tíma þegar saltfiskverkun skar- aði langt fram úr frystingunni. en það er alls ekki raunhæft lengur Þessar aðstæður undanfarin 3—4 ár hafa orðið þess valdandi að skuldasöfnun hefur orðið gifurleg. t d. er álit Þjóðhagsstofnunar það, að endar nái ekki saman hjá fiskvinnslunni i ár og skuldasöfnun- in var gífurleg í fyrra Eftir kjara- samningana og fiskverðshækkun á s I. sumri varð vandi fiskvinnslunnar hér mun meiri heldur en annarra vegna þess að fyrir var við mikinn vanda að glima og undir þessu get- ur útgerðin engan veginn staðið Þá hefur uppbygging fiskvinnsl- unnar á þessu svæði dregist aftur úr. annars vegar vegna rekstrar- örðugleika og hins vegar vegna ann- arra reglna um fjárfestingarlán hér og en annars staðar og til skamms tima hljóðuðu reglur Framkvæmda- stofnunar þannig að byggðasjóður mætti ekki lána til fiskvinnslunnar á suðvesturhorni landsins. en i þvi sambandi teljum við að uppbygging annars staðar á landinu stefni tilveru okkar fiskvinnsiufyrirtækja beinlinis í voða ef ekki tekst þrátt fyrir aukrv ingu togaraflotans að byggja upp á eðlilegan máta hrygningarstofninn Þá teljum við þar vegið aII hart að gamla vorvertiðarsvæðinu með þvi að leggja hremlega niður fyrirtæki og stofna þannig atvinnuöryggi i hættu AÐGERÐIR: Þær aðgerðir sem við teljum að gripa verði til eru tviþættar, annars vegar verður að finna lausn á þeim bráða fjárhagsvanda sem fyrirtækin eiga við að glima. þannig að þau geti staðið við skuldbindingar við sina viðskiptamenn. hins vegar verður að finna leiðir til lengri tima til að skapa þessum fyrirtækjum rekstrargrundvöll. sérstaklega fram Framhald á bls. 35 FRÁ sameiginlegum fundi forsvarsmanna fiskvinnslufyrirtækja og þing- manna á Suðurnesjum í s.l. viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.