Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEggUAR. 197,? K.R.-ingarnir voru hinir hressustu þrátt fyrir að þeir höfðu verið veðurtepptir i sólarhring. Snjóhíll skátanna. sem (fjær á myndinni) hlekktist á svo Guðmundur flutti síðasta hollið í rútunni. varð þá aðstoðarmaður Guðmund- ar, Hálfdán Jónsson, að ganga á undan bílnum. Fyrsta ferðin var farin um hádegisbilið og var búið að flytja unglingana sem dvöldust i áætlunarbílnum i annan, sem beið í Seljabrekku, um tveimur klukkustundum síðar. Var þá haf- ist handa við að flytja krakkana úr K.R.-skálanum og lauk því sið- degis. Voru þeir mun betur á sig komnir en hinir og létu vel af sér. Að vísu sögðust þeir lítið hafa komist á skíði, en kváðust hafa stytt sér stundir með leikjum og spilum. Voru þeir hinir hress- ustu, nema hvað nokkrir kvört- uðu yfir þvi að hafa misst af Stundinni okkar í sjónvarpinu. Allmörg farartæki sátu föst í snjónum við Skálafell i gær, þar á meðal tvær jarðýtur og einn veg- hefill. Isafjörður: Kosið um efstu menn hjá Alþýðuflokknum tsafirði. 27. fobrúar. ALÞVÐUFLOKKURINN á tsa- firði var með prófkjör vegna framboðs til bæjarstjórnarkosn- inga sl. sunnudag. Framboðsfrest- ur rann út 14. febrúar sl. Gáfu 3 aðilar kost á sér í 1. sæti en aðeins einn í hvort — annað og þriðja. Eru því frambjóðendur i annað . og þriðja sæti sjálfkjörnir. Kosn- ingarétt höfðu allir tsfirðingar 18 ára og eldri, sem ekki eru flokks- bundnir i öðrum stjórnmála- flokkum. Alls kusu 248, voru 4 seðlar auðir og 5 ógildir. Kosning fór þannig, að Kristján Knútur Jönas- son framkvæmdastjóri fékk 101 atkvæði, Marías Þ. Guðmundsson framkvæmdastjóri 86 atkvæði og Kjartan Sigurjónsson skólastjóri hlaut 52 atkvæði. Sjálfkjörnir voru Jakob Ólafsson rafveitu- stjóri í annað sæti og Snorri Her- mannsson byggingarmeistari í þriðja sæti. Alþýðuflokkurinn bauð síðast fram sjálfstæðan lista 1971 og fékk þá 244 atkvæði. 1974 bauð flokkurinn fram með Sam- tökunum og óháðum, og fékk sá listi samtals um 560 atkvæði. — Ulfar. Tilraun með svæfingameðal: Drápu 400 hrafna og 2-300 svartbaka FISKIÐJUSAMLAG Húsa- víkur gerði í fyrra tilraun með að bera æti með svæf- ingameðali fyrir vargfugl, sem sótti í skreiðarhjalla fyrirtækisins á Kaldbaks- melum rétt við Húsavík, en ár eftir ár hefur vargfugl valdið stórtjóni á skreið í hjöllunum. Samkvæmt upplýsingum Tryggva Finnssonar fram- kvæmdastjóra, tókst tilraunin mjög vel. Æti með svæfingameð- alinu var borið 2—3svar fyrir fuglinn og síðan var vargfuglinn aflifaður en aðrir fuglar, sem átu meðalið rönkuðu fljótlega við sér og varð ekki meint af. Á þennan hátt tókst að vinna á um 400 hröfnum og 2—300 svartbökum i fyrra og forðast þar með umtals- vert tjón á skreiðinni. Tryggvi sagði að fýrirtækið hefði hug á því að halda þessu áfram en einhver tregða virtist vera á því hjá yfirvöldum að veita til þess leyfi vegna þrýstings frá fuglavinum. Sagði Tryggvi að sitt mat væri það að tilraunin á Húsa- vík sýndi að ástæðulaust væri að óttast það að svæfingameðalið ynni á friðuðum fugli. Hitt væri aftur á móti augljóst, að með þess- ari aðferð mætti fækka vargfugli stórlega um allt land ef unnið væri skipulega að þvi. Athugasemd frá formanni BSRB KRISTJÁN Thorlacius, formaður BSRB, hefur beðiö Morgunblaðið fyrir eftirfarandi athugasemd vegna fréttatilkynningar frá fjármálaráðuneytinu í gær varðandi fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir banda- lagsins. „I tilkynningu ríkisstjórnarinn- ar er það viðurkennt sem ég hefi haldið fram að fyrir hendi sé neyðarréttur almennings viður- kenndur undir vissum kringum- stæðum. Launafólk almennt á hendur sinar að verja gegn síendurtekn- um aðgerðum stjórnvalda sem hafa í för með sér riftun kjara- samninga. Allt launafólk er hér í sama báti þótt alvarlegustu samn- ingsrofin, formlega séð, séu á ný- lega gerðum samningum við BSRB vegna ríkisstarfsmanna. Eftir venjulegum leiðum er vonlaust fyrir launafólk landsins að ná rétti sinuni. Þess vegna er það ekki bara BSRB, heldur einn- ig önnur samtök launamanna, þ.e. ASÍ, BHM og Farmanna- og fiski- mannasamband Islands, sem grip- ið hafa til þess að nota þann neyð- arrétt sem ríkisstjórnin hefur nú viðurkennt að til sé.“ Loðnuafli sjötíu ogtveggjaskipa byjaver Vonin Dagfai i Olafur >lagnússon Skfrnir Bylgja ísleifur IV Jón Finnsson Stígandi II Geir ugoði Bjarnarey KE ÞII EA ;\K VE AR GK VE GK VE 100 2 70 250 31 75 06 506 477 220 501 1275 1268 1261 1168 1131 1109 947 863 647 570 522 490 Heimaey Giófaxi Steunn Bergur Sigurbergur Guðfinna Steinsd. Bára Skipsfjöldi Vikuafli Heildarafli VB 1 VE 300 RE 32 VE 44 GK 212 AR 10 GK 24 485 382 281 200 137 93 75 72 58359 Irstir 255682 Framhald á bls. 34 Pétur Pétursson þulur: „Um góð verk föll og vond” HÉR FER á eftir skrá Fiskifélags Islands yfir afla loðnubáta það sem af er þessari loðnuvertíð og til 25. febr. s.l. Auk þess er skrá yfir aflamagn í hinum ýmsu ver- stöðvum: Magn i lestum Gfsli Arni RE 375 9964 Börkur NK 122 9495 Örn KE 13 8888 Pétur Jónsson RE 69 8488 Vikingur AK 100 7864 Grindvikingur KG 606 6982 Guðmundur RE 29 6825 Súlan EA 300 6639 tsafold HG 209 6569 Harpa RE 342 6565 Albert GK 31 6543 (jiullberg VE 292 6523 Breki VE 61 6490 Oskar Kalldórss. RE 157 6341 Hilmir SU 171 6242 Huginn VE 55 6139 Skarösv ík SH 205 6090 Stapavík SI 4 6073 Loftur Baldvinss EA 24 5500 Kap II VE 4 5173 Hrafn GK 12 5108 Hákon ÞH 250 4997 Rauósey AK 4 4916 Húnaröst AR 150 4636 Þórshámar GK 75 4570 Eldborg GK 13 4414 Helga Guómundsd. BA 77 4319 Náttfari ÞH 60 4310 Bjarni Ólafsson AK 70 4282 tsleifur VE 63 4244 Þóröur Jónasson EA 350 4176 Fífill GK 54 3924 Helga II RE 373 3614 Arsa»ll KE 17 3609 Magnús NK 72 3367 Sandafell GK 82 3207 Freyja RE 38 2802 Hrafn Sveinbjarnars. GK 255 2792 Sigurbjörg ÓF 1 2674 Narfi RE 13 2581 Arni Siguröur AK 370 2471 Svanur RE 45 2417 Faxi GK 44 2235 Vikurberg GK 1 2231 Helga RE 49 1965 Vöröur ÞH 4 1945 Ljósfari RE 102 1847 Arney KE 50 1816 Gjavar VE 600 1776 Bergur II VE 144 1766 Gunnar Jónsson V E 555 1536 Guómundur Kristinn SU 404 1459 Arnarnes HF 52 1380 MATTHÍAS Johannessen segir svo.frá i viðtali við blaðamann Visis nýlega: ..Eg gagnrýndi Bjarna Benediktsson þegar Morgunblaðið kynti undir verk- föllum gegn vinstri stjórninni fyrri. V'ið ræddum þetta og hann tók gagnrýni minni vel. En hann sagði um þessa fyrri vinstri stjórn. að hann teldi öryggi ís- lands. beinlínis stafa hætta af að- ild kómmúnista að stjórninni. Það er um líf og dauða að tefla fyrir tsland að þessi stjórn fari frá völdum, sagði hann.“ (Leturbr. minar). Þetta var m.ö. orðum gott verk- fall. líklega skemmtilegt verkfall að dómi Morgunblaðsins, Sem sagt: þá var teflt um lif og dauða Islands að ýmsra mati. Við opin- berir starfsmenn viljum ásamt öðrum launamönnum og verkalýð fá að ráða einhverju um mat okk- ar á verkföllum. Við erum einnig tsland — lifandi hluti þess. Það er land okkar þótt ekki sé með sama hætti og það er land auð- stéttarinnar er þinglýsir eign sinni á gögnum þess og gæðum með mjög ójöfnum hætti. Daglegt líf okkar — hins vinnandi fjölda er framleiðir varning. dregur björg i bú. þjónar og þrífur. fóstr- ar og kennir. hjúkrar. læknar og liknar. er ekki'falt án fyrirvara. Sá fyrirvari er við seljum er að fvrir störf okkar sé goldin hverju sinni sú mörk silfurs er na’gir til lífsframfæris. Að við getum haldið simanum opnum. svarað vinnukvaðningu. meira að segja spjallað ögn við kunningja og vini. Klæðst sómasamlega. Keypt landbúnaðarvörur o.s.frv. Sú sama stjórn er riftar nvgerð- um kjarasamningum og sviptir launamenn og verkalýð visitölu- Framhald á bls. 34 Stórmeistarinn Smejkal frá Tekkóslóvakíu tefldi við 50 Vestmannaevinga í f jöltefli nýlega og lauk því þannig að hann vann 46 skákir gerði 3 jafntefli og tapaði einni. Var það skurðlæknirinn í Eyjum, Björn Karlsson, sem vann. Myndina tók Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.