Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 21
20 29 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 • MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Annarlegar pólitískar hvatir y erkalýðsf oringj a Asíðasta ári hækkaði kaupgjald um 60—80% Á þessu ári vár fyrirsjáanlegt, að kaupgjald mundi hækka um a.m.k 50% Á tveggja ára tímabili hefði kaupgjald þá hækkað um 1 10— 130% Á sama tíma og við höfum fjallað um slíka hækkun kaupgjalds hafa Sviar, sem gjarnan hefur verið vitnað til hér sem fyrimyndar þjóðar, deilt um það, hvort kaup á þessu ári ætti að hækka um 2% eða ekki Og á sama tíma hafa Norðmenn gert upp hug sinn um það, að þeir geti ekki hækkað laun svo nokkru nemi vegna þess, að ella verði framleiðsluvörur þeirra óseljanleg- ar á erlendum mörkuðum Oseljanlegar og óseldar vörur þýða atvinnuleysi í Noregi Þess vegna tók forseti norska alþýðusam- bandsins undir það á dögunum, að Norðmenn yrðu að halda kostnaði atvinnuveganna niðri Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum nam verðbólgan um 54% á ársgrundvelli Um mitt sl ár var þessi verðbólga komin niður í 26% Ef ríkisstjórnin hefði ekkert aðhafst hefði þessi verðbólga farið í a m.k 45% á þessu ári Svo mikil verðbólga hefði haft i för með sér hrikalegar afleiðingar fyrir atvinnuvegi landsmanna og launþega Ef ríkisstjórnin hefði ekkert aðhafst en látið gildandi kjarasamn- inga ráða ferðinni i kaupgjalds- og verðlagsmálum, hefði afleið- ingin orðið sú, að atvinnuvegirnir hefðu stöðvast og atvinnuleysi komið til Þetta vita verkalýðsforingjarnir mæta vel Þegar þeir skamma rikisstjórnina fyrir aðgerðir hennar i efnahagsmálum eru þeir að skamma hana fyrir að koma i veg fyrir atvinnuleysi Það er einkennilegt hlutskipti fyrir verkalýðsforingja Ef rikisstjórnin hefði ekkert aðhafst hefði verðbólgan magnast á ný Þá hefði staðið blómatimi verðbólgubraskara Þegar verkalýðsforingjarnir skamma ríkisstjórnina fyrir aðgerðir hennar eru þeir að skamma hana fyrir það að lofa verðbólgubröskurum ekki óhindrað að stunda iðju sína Helztu málsvarar verðbólgubraskaranna eru þeir. sem krefjast þess, að ekkert verði gert til þess að hemja verðbólguna. í þeim flokki eru nú nokkrir helztu foringjar Alþýðusambandsins og Alþýðubandalagsins Helztu málsvarar verðbólgubraskara eru þeir, sem krefjast þess, að kjarasamningar, sem þýða stórfellda verðbólgu, fáí að standa óhreyfðir. Þeir sem slíkar kröfur setja fram eru ekki að berjast fyrir málstað launþega Þeir eru að berjast fyrir málstað verðbólgubraskara Helztu málsvarar verðbólgubraskara eru þeir, sem segja, að launafólk eigi ekki að fá eðlilega vexti jf sparifé sinu. Rikisstjórnin hefur markvisst unnið að því að færa vexti í það horf, að launþegar og aðrir sparifjáreigendur fái eðlilega vexti af innstæð- um sinum i stað þess að áður var um raunverulegt rán að ræða, ef fólk lagði fé sitt inn i banka Helztu andstæðingar þessarar vaxtastefnu og þar með helztu baráttumenn verðbólgubraskara eru forsvarsmenn Alþýðubandalagsins Með ráðstöfunum rikisstjórnarinnar er ekki verið að skerða kjör alménnings í landinu Með þeim er þvert á móti verið að tryggja að fólk búi við sömu lifskjör á þessu ári og á siðasta ári. Hins vegar hefur rikisstjórnin sagt það hreinskilnislega, að fólk geti ekki búizt við kjarabótum á þessu ári. í nágrannalöndum okkar getur fólk heldur ekki búizt við kjarabótum á þessu ári Viðbrögð verkalýðsforystunnar við aðgerðum rikisstjórnarinnar eru ekki sprottin af faglegum hvötum Þau eru af pólitiskum toga spunnin Þeir launþegar, sem verða víð áskorun verkalýðsforingjanna um að mæta ekki til vinnu á miðvikudag og fimmtudag, fara í ólöglegt verkfall. láta nota sig í pólitískum tilgangi Auðvitað eru ráðstafanir ríkisstjórnarinnar ujndeildar og sitt sýnist hverjum um þær I okkar lýðræðisþjóðfélagi gerum við málin upp og tökum ákvarðanir i almennum kosningum Þá hefur kjósandinn valdið í sínum höndum til þess að láta i Ijós álit sitt á verkum þeirra, sem um stjórnvölinn halda Af einhverjum ástæðum þora verkalýðs- leiðtogarnir ekki að treysta á þann dóm Það er þeírra mál hvers vegna Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar eru hins vegar óhræddir við að leggja málin undir dóm kjósenda Kjarabaráttan verður að fara fram með eðlilegum hætti á sínurh vettvangi. Hin pólitiska barátta fer fram á sinu sviði Það kann ekki góðri lukku að stýra að rugla þessu tvennu saman. Opinber heimsókn sjávarútvegsráðherra til Sovétríkjanna: Frá vidrædufundi í sovézka sjáv- arútvegsráduneytinu. Af lslands hálfu tóku þátt í viðræðunum, auk Matthfasar Bjarnasonar sjáv- arútvegsráðherra, Einar Ingvars- son, aðstoðarmaður ráðherra, Pét- ur Thorsteinsson sendiherra og Hannes Jónsson, sendiherra í Moskvu. Matthías Bjarnason og kona hans, Kristín Ingimundardóttir, leggja blóm að minnisvarða um fallna hermenn I Samarkand. 1 fylgdar- liði ráðherrans í þessari opinberu heimsókn til Sovétríkjanna voru Pétur Thorsteinsson sendiherra og Oddný Thorsteinsson, kona hans, og Einar Ingvarsson, aðstoð- armaður ráðherra og Herdfs Jóns- dóttir, kona hans. hermenn, sem féllu í heimsstyrj- öldinni síðari. Frá Samarkand fórum við svo aftur til Moskvu, þar sem við fór- um í Bolshoi-ballettinn og horfð- um á sýningu á Spartaeus og loks áttum við frekari viðræður við Ishkov og hans menn og einnig ræddum við við aðstoðarráðherra utanrikisviðskipta, Manzhulo. Loks fórum við svo aftur i sjávar- útvegsráðuneytið til lokavið- ræðna þar og var þá mjög rætt’ um sjávarútveg Sovétmanna og þá stefnu þeirra að gera samninga við ýmsar þjóðir um veiðar i fisk- veiðilögsögu þeirra gegn þvi að sovézku skipin landi einhverju af aflanum á land i viðkomandi landi. Eg skýrði þeim frá því að við værum með fullnýtta fiskstofna og suma ofnýtta og að margir héldu því fram að okkar fiski- skipastóll væri nú of stör. Þvi kæmi ekki til mála að við gerðum nýja fiskveiðisamninga við aðrar þjóðir. Á miðvikudagskvöldið hélt Ish- kov okkur svo heljarmikla kveðjuveizlu, þar sem ekki var minnzt á sjáv-arútvegsmál eða við- skiptamál, heldur farið orðum um vináttu milli þjóða okkar. Daginn eftir héldum við svo frá Moskvu og var heimsókn okkar þar með lokið." „Hvar sem við komum í þessari heimsókn var okkur tekið með kostum og kynjum," sagði Matt- hías Bjarnason. „Okkur var. sýnd alveg framúrskarandi gestrisni, sem ekki geymist sfður í hugan- um en margt það, sem við sáum og skoðuðum. Mér fannst einkar ánægjulegt að fá þarna tækifæri til að k.vnn- ast Ishkov nánar, en hann hefur nú verið sjávarútvegsráðherra þeirra Sovétmanna í 42 ár og býr því yfir geysimikiili þekkingu á sjávarútvegs- og sölumáium. Við höfum áður hitzt þrívegis, en Ish- kov er mjög viðfelldinn maður og skemmtilegur," sagði Matthías Bjarnason að lokum. Fyrsti fundur íslenzk-sovézkrar samstarfsnefndar um fiskverndun- armál verður I Reykjavík I apríl „ÞAÐ var ákveðið á fundum okk- ar Ishkovs, sjávarútvegsráðherra Sovétrikjanna, að nefnd sú, sem samningur Islands og Sovétríkj- anna um vísindalega samvinnu á sviði fiskverndar frá í apríl s.l. gerir ráð fyrir, komi saman til fyrsta fundarins í Reykjavík í apríl“, sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra, er Mbl. ræddi við hann um opinbera heimsókn hans il Sovétríkjanna i siðustu viku. „Það ergreinilegt að Sovétrikin eins og fleiri þjóðir, leggja áherzlu á að verða sjálfum sér nógir. Þeir búa einnig vió sterkt ríkisvald, sem heldur verð- lagningu niðri, meðan við höfum okkar verðbólgu og þetta tvennt skapar vissa erfiðleika í sambandi við kaup þeirra á sjávarafurðum. Á þvi sviði lögðum við mesta áherzlu á síld og niðurlagningar- vörur en Sovétmenn vilja helzt ekki kaupa slíkar afurðir nema á sama verði og árið á undan. Þeir tóku þó mjög vinsamlega í það að íhuga okkar vandamál í þessu sambandi". „Við komum til Moskvu fimmtudaginn 16. febrúar og átt- um daginn eftir fyrstu viðræðurn- ar við Ishkov og aðstoðarmenn hans í sovézka sjávarútvegsráðu- neytinu. Þessar viðræður snérust fyrst og fremst um fiskverndunarmál og ennfremur skiptumst við á skoðunum um hafréttarráðstefn- una og þá samninga, sem ýmsar þjóðir hafa gert með sér um nýt- ingu fiskveiðilögsögu. Einnig ræddum við um Efnahagsbanda- lagið og Norðursjóinn og skipt- umst svona almennt á skoðunum um þessi mál. Frá Moskvu fórum við svo á Iaugardag til Astrakan við Kaspíahafið. A leiðinni uróum við að lenda í Volgagrad/ Stalingrad vegna óveðurs, sem gekk yfir, og töfðumst við þar í tvo tíma. I Astrakan dvöldumst við svo í tvo daga og heimsóttum þar m.a. fisk- iðjuver mikið. Þar var flest ólikt því sem við þekkjum hér heima; til dæmis leggja þeir mesta áherzlu á heilfrystan fisk og eru þarna með ýmsar fisktegundir, sem okkur eru framandi. Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni styrju og var hún á þriðja hundr- að kíló. Mér var falið að taka úr henni hrognin og hreinsa þau og í mikilli veizlu, sem haldin var á eftir, komu þessi sömu hrogn þar á borð. Einnig heimsóttum við rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins þarna, sem er heilmikil stofn- un, þar sem nokkur hundruð sér- fræðinga starfa, og einnig komum við í mikinn skóla, þar sem kennd eru alls kyns sjávarútvegsfræði. Nemendur skólans eru yfir 6000 talsins, þar af um 700 útlending- ar, og er skólanum skipt í 35 deildir. Ennfremur heimsóttum við í Astrakan hús verkamannanna, þar sem okkur var skemmt með söng og dansi. Frá Astrakan flugum við til Bakur, en lentum aftur í slæmu veðri og urðum að millilenda í Kákasusfjöllum, í borg, sem heit- ir Mineral Vade. Þarna biðum við af okkur óveðrið en komum svo seint til Kakur, að lítið sem ekk- ert varð úr viðkomu þar. Svo flugum við til Samarkand, en sú borg er um 730 metra yfir sjávarmáli og þar var heitt og notalegt. Þar skoðuðum við meðal annars stofnun, sem ræktar lambaskinn af Karakúlfé og er lömbunum^ þar slátrað dagsgöml- um. Þessi skinn þykja miklar ger- semar og Rússar flytja þau út í stórum stíl. Þarna heimsóttum við einnig gamla prestaskóla, sem reistir voru i kring um 1400, bænahús og grafhýsi, auk þess sem við fórum á markaðinn, sem er fornfrægur. Loks heimsóttum við samyrkjubú skammt fyrir ut- an borgina og þar lögðum við hjónin blóm á minnisvarða um Myndin er tekin þegar verið var að bora eftir heitu vatni I Skútudal fyrir rösku ári. Siglufjörður: Aðaldælan virðist nær óskemmd eftir snjóflóð VONIR standa til að ástandið í Siglufirði sé ekki eins alvarlegt og f fyrstu var óttast varðandi hitaveitu bæjarins. Leiðangur manna sem fór fram I Skútudal til að kanna ummerki eftir snjó- flóðið er þar féll, kom aftur með þær fregnir að enda þótt sjálft dælustöðvarhúsið væri brotið, virtist þeim aðaldælan standa á sínum stað og óskemmd. Flokkur manna fór um bæinn á sunnudag og aðfaranótt gærdagsins og ýmist tengdi gömlu olíukynding- una við hús í bænum eða tók vatn af kerfinu þar sem öðru varð ekki við komið. A ýmsum stöðum máttu fjölskyldur hafast við í einu herbergi með hita frá raf- magns-ofni og einhver dæmi munu vera um að fólk hefðist við f húsum sfnum í fyrrinótt án nokkurrar kyndingar. Hið versta veður var f Siglufirði um helgina og um 10 stiga frost en í gærdag var veðrið að ganga niður og frost að lægja. Ekki er vitað nánar um verulegar skemmdir á húsum. Fréttaritari Morgunblaðsins i Siglufirði náði í gærmorgun tali af rafvirkja er hafði farið ásamt fleiri mönnum inn í Skútudal til að kanna þar ummerki eftir snjó- flóðið, sem féll litlu eftir hádegi á sunnudag en menn urðu þess þá varir að heita vatnið fór af í þeim húsum í bænum þar sem komin var hitaveita. Að sögn mannsins var snjóflóðið er spjöllunum hafði valdið, ekki verulegt, en þó voru nokkrir metrar niður á hús- in. Dæluhúsin, sem voru úr tré, höfðu brotnað í spón og skemmdir höfðu orðið á minni dælunni, en sjálf aðaldælan ásamt búnaði virt- ist óskemmd og stóð á sínum stað. Veður var vont þegar leiðangur- inn var farinn og hin mesta ófærð, svo að menn urðu frá að hverfa án þess að geta aðhafzt neitt frekar. Strax og ljóst var hvernig kom- ið var, kom almannavarnarnefnd- in í Siglufirði saman og gerðar voru ráðstafanir til að flokkar manna færu i hús í bænum og tengdu þar gömlu oliukynd- ingarnar aftur við kerfi húsanna eða þar sem því yrði ekki viðkom- ið að taka vatnið af til að ekki frysi í leiðslum. Sóttist það starf yfirleitt vel: Þegar Mbl. náði tali af Snorra Birni, bæjarritara i Siglufirði, sem nú gegnir störfum bæjar- stjóra um stundarsakir, seinni hluta dags i gær þá kvað hann vinnuflokkana vera að fara í seinni hluta húsánna sem þarna er um að ræða til að hleypa vatni af hitakerfi þeirra eða tengja þar sem unnt væri, og kvaðst hann vonast til að þvi lyki með kvöld- inu. Snorri sagði, að von væri á snjó- blásara þegar liði á daginn, ef veðrið yrði ekki því verra en blás- ari þessi kæmi úr Skagafirði og væri áformað að senda hann.þá strax upp í Skútudal, og þegar leiðin að dælunum hefði verið rudd, myndi viðgerð hefjast þeg- ar i stað. Hitaveita var komin í um % hluta bæjarins og sagði Snorri að um 150 til 200 hús væru komin með hita aftur, en búið væri að fara í mun fleiri. Ekki væri vitað um neinar skemmdir á húsum, en hann kvaðst ætla að ástandið væri hvað verst við Fossveg þar sem væru mörg ný hús og hitakerfi þeirra hannað með tilliti til hita- veitunnar, þannig að þar yrði ekki komið við neirfni olíukynd- ingu. Snorri kvað hafa orðið vart kaldavatnsleysis efst í bænum aðallega en taldi að þar væri um að kenna venjulegum vatnsskorti, er þjakað hefði Siglfirðinga um skeið. Snorri sagði ennfremur, að menn væru bjartsýnir nú að bet- ur rættist úr en á horfðist, þar sem aðaldælan virtist lítt skemmd en taka myndi um tvo sólarhringa að koma henni í gang aftur þegar tækist að komast að henni með nauðsynlegdn mannafla og tækja- búnað. Mbl. náði einnig tali af Sigurði Hafliðasyni bankastjóra, en hann er einn þeirra sem býr í nýja hverfinu við Fossveg. Hann kvaðst sjálfur hafa valið þann kostinn að yfirgefa hús sitt, þar sem honum hefði ekki tekizt að verða sér úti um rafmagnsofn, en kvaðst vita að ýmsir hefðu átt þar heldur kuldalega næturvist. Snorri Björn bæjarritari sagði að í flestum tilfellum hefðu menn fengið einn og einn rafmagnsofn til að hita upp eitt herbergi til að hafast við i og þvi hefði það að- eins verið í fáum tilfelldum þar sem menn urðu að þreyja nóttina án nokkurrar kyndingar. Hjalti Geir Kristjánsson nýkjörinn formaður Verzlunarráðs Islands l.v. og Gísli V. Einarsson frá- farandi formaður. um, en þeirri greinargerð, sem fylgdi stefnuyfirlýsingunni, var vísað til nýrrar stjórnar ráðsins til frekari umræðu og afgreiðslu. A fundinum var lýst kjöri nýrr- ar stjórnar ráðsins til næstu tveggja ára, en hana skipa 19 manns og jafnmargir til vara. Gísli V. Einarsson gaf ekki kost á sér til formennsku á ný, en hann hefur verið formaður ráðsins síð- an 1974. I hans stað var Hjalti Geir Kristjánsson kjörinn for- maður fyrir næsta kjörtímabil 1978—1979. Úrslit kosningar í stjórn Verzlunarráðs Islands 1978—1979 voru sem hér segir: 1. Hjalti Geir Kristjánsson, Kristján Siggeirsson hf, 2. Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, 3. Gísli V. Einarsson, Eggert Kristjansson & Co, hf„ 4. Hjörtur Hjartarsson, J. Þorláksson & Hjalti Geir Kristjánsson for- maður Verzlunarráðs íslands AÐALFUNDUR Verzlunarráðs íslands 1978 var haldinn að Hótel Loftleiðum þann 23. febrúar. Aðalfundir Verzlunarráðsins eru haldnir annað hvert ár. Fundinn sóttu að þessu sinni um 100 manns úr flestum greinum at- vinnulifsins. Dr. Þráinn Eggertsson flutti er- indi um Orsakir efnahagsbandans siðustu 6 árin. Að loknu erindi dr. Þráins hófust venjuleg aðalfund- arstörf. Gísli V. Einarsson, form. V.I., setti fundinn með ræðu og bauð fundarmenn velkomna. Síðan gerði Þorvarður Eliasson, fram- kvæmdastjóri V.I., grein fyrir starfsemi skrifstofu ráðsins s.l. tvö ár. Aðalmál fundarins var stefna Verzlunarráðs Islands í efnahags- og atvinnumálum. Kynnti Víg- lundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri störf nefndar, sem stjórn ráðsins skipaði til að undir- búa stefnu ráðsins á þessu sviði ásamt greinargerð. Á fundinum var samþykkt stefna Verzlunar- ráðsins i efnahags- og atvinnumál- Norðmann, 5. Víglundur Þor- steinsson, B.M. Vallá, 6. Jóhann ,1. Ólafsson, Jóhann Olafsson & Co, hf., 7. Haraldur Sveinsson, Árvakur h.f., 8. Ragnar Halldórs- son, ISAL, 9. Önundur Asgeirs- son, Oliuverslun íslands h.f., 10. Hörður Sigurgestsson, Flug- leiðir hf., 11. Olafur B. Ólafsson, Miðnes hf, Sandgerði, 12. Hilmar Fenger, Nathan & Olsen hf., 13. Kristmann Magnússon, Mangús Þorgeirsson hf„ 14. Jón Magnússon, Jóhan Rönning hf, Framhald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.