Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1978 25 n var sterkur í vörninni. (Ljósm. ia og sér Hörður Kristinsson skoraði ekki mikið í leiknum var hann FH- vörninni mjög erfiður á línunni og lokaði miðju varnar Ármanns- liðsins. I FH-liðinu er meðalmennskan í algleymingi þessa dagana og eng- inn nær að rifa sig upp þegar Geirs nýtur ekki við. Tómas Hans- son er sterkastur þeirra leik- manna, sem FH hefur komið með fram á sjónarsviðið. Janus reynir ýmsa hluti og heldur spilinu gangandi, en hann er enginn Geir og hjá FH vantar greinilega mann við hlið hans þegar Geir er eltur. a Það er íhugunar vert — og hefur sjálfsagt þegar valdið miklum heilabrotum — að FH-liðið hefur misnotað 11 vítaköst í þremur síðustu leikjum. Dómarar þessa leiks voru þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdu vel, en þeir voru ekki öfundsverðir af að þurfa að taka ákvörðun í sam- bandi við timatökuna. — áij laolðfln Guðjónsson 2, Tómas Hansson 3, s Guðlaugsson 3, Geir Hallstcins- isson 2, Þórarinn Ragnarsson 2, urðsson 1, Jónas Sigurðsson 1, í 2, Björn Jóhannesson 4, Jón undsson 2, Oskar Asmundsson 1, stinsson 3, Valur Marteinsson 3, sson 1, Heimir Gunnarsson 4. Stefán Jónsson 2, Elías Jónasson geir Haraldsson 3, Ingimar Har- 1 2, Svavar Geirsson I, Ólafur laraldsson 1, Þórir Ólafsson 1, Itesen 3, Sigurður Páll Óskarsson idórsson 2, Ingi Steinn Björgvins- , Jóhannes Stefánsson 2, Ólafur dsson 1, Kristinn Ingason 2, Örn ir Birgisson 1, Birgir Jóhannsson son 1, Arni Sverrisson 2, Gústaf einsson 2, Pétur Jóhannsson 2, irteinsson 1, Ragnar Ililmarsson r Gíslason 1, Asgeir Elíasson 2, lavarsson 2, Guðmundur Þórðar- æll Hafsteinsson 1, Vilhjálmur ;on 2, Brynjólfur Markússon 3, Misnotað víti í lokin og Haukar fengu stigin KR-INGAR fengu vítakast á silfurbakka í lok leiksins við Hauka á sunnudaginn og þar með möguleika á að jafna er nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Símon Unndórsson framkvæmdi vítakastið, en kæruleysislegt skot hans var auðveldlega varið af Gunnari Einarssvni. Haukar höfðu því sigur í þessum leik, skoruðu 23 mörk gegn 22. Leikur þessi var frekar slakur af hálfu beggja liðanna, en sigur Haukanna var verðskuldaður. Þeir voru þó undir í leiknum allt þar til um 20 minútur voru eftir af leiktímanum. Þá komust Haukarnir loks yfir en munurinn var aldrei mikill og jafnt á flest- um tölum. Loks er sex mínútur voru eftir hristu Haukarnir KR- ingana af sér og komust í 22:19 og síðan 23:20. Símon skoraði tvíveg- is úr vítakasti, en brást siðan bogalistin i lokin. Reyndar mis- notuðu Haukarnir líka víti í lokin, en það kom ekki að sök. Haukur Ottesen er sá leikmað- ur KR-liðsins sem allt mæðir á og er það einn helzti galli Iiðsins hve stirðar stórskytturnar eru í spil- inu. Auk Hauks komst Sigurður Páll bezt frá þessu, en KR-ingar mega taka sig taki i varnarleikn- um, þá verður lið þeirra mun sterkara. Ólafur Jóhannesson var bezti leikmaður Haukaliðsins og þessu sinni, sérlega skemmtilegur leik- maður, hefur gott auga fyrir spili og mö'guleikum á línunni, auk þess sem hann getur einnig skotið vel. Ólafur kom á óvart með frammistöðu sinni i þessum leik, en Þorgeir Haraldsson gerði það sömuleiðis og skoraði sex skemmtileg mörk í leiknum. Andrés Kristjánsson er vaxandi leikmaður og samvinna hans og Ólafs mjög skemmtileg. Þorlákur Kjartansson varði betur en lands- liðsfélagi hans Gunnar Einarsson í þessum leik. Dómarar voru Ólafur Stein- grímsson og G'unnar Kjartansson og stóðu sig ágætlega. áij ÍR-ingar eflast með hverjum leik GREINILEGT er að tR-ingar munu blanda sér í baráttuna um toppinn í 1. deildarkcppninni í handknattleik í vetur. Lið þeirra eflist með hverjum leik. Varnarleikur og markvarsla liðsins er með því besta sem sést í deildinni um þessar mundir, þá er og mikil breidd I liðinu þar sem samleikur eldri og yngri leikmanna liðsins skilar sér mjög vel. ÍR liðið verður ekki auðunnið ef það leikur jafnvel og á móti Fram sl. laugardag. Segja má að sigur liðsins hafi aldrei verið í hættu, það náði strax undirtökunum og hafði örugga forystu allan leikinn, minnst 3 mörk en mest 9 mörk. Staðan í leikhléi var 17 gegn 10 en leiknum lyktaði með sigri ÍR, 29:24. Fyrstu átta mínútur leiksins voru jafnar, Brynjólfur skoraði fyrstu tvö mörk ÍR, en Arni svar- aði með laglegum mörkum fyrir Fram og á 9. mínútu var staðan 4:3 IR i hag en þá kom besti leikkafli ÍR-inga. Þeir skoruðu hvert markið af öðru og ófá úr hröðum upphlaupum. Breyttu þeir stöðunni úr 4:3 í 14 gegn 5. A sama tima var allur leikur Fram ráðleysislegur og óyfirvegaður, Ieikmenn voru seinir til varnar og í sókninni voru reynd ótímabær skot. Það var ekki fyrr en í lok hálfleiksins að Farmarar réttu að- eins úr kútnum og átti Gústaf Björnsson, hinn snöggi og lipri leikmaður, stærstan þátt í þvi. í seinni hálfleik voru Framarar ákveðnari og tókst þeim að minnka muninn í þrjú mörk um miðjan hálfleikinn. Gekk IR- ingum illa að ráða við Jens Jens- son sem skoraði 6 mörk í hálf- leiknum. Ekki tókst Frömurum að fylgja þessum spretti sinum eftir • og töpuðu þeir leiknum 29:24. Af leikjum IR sem af er Is- landsmótinu hefur liðið komið verulega á óvart og verður fróð- legt að fylgjast með framhaldinu. Bestu menn IR í þessum leik voru Brynjólfur, sem var siógn- andi og var uppskeran eftir þvi 8 mörk, og Jens markvörður sem varði mjög vel, en hann hafði mjög góða vörn fyrir framan sig sem barðist vel. Þeir Sigurður Svavarsson og Ólafur Tómasson eru sem klettar í vörninni. Þá kom Bjarni Bessason einnig vel frá leiknum. Framarar leika oft á tíðum skemmtilegan handknattleik og er ekki vafi á því að þeir geta meir en þeir sýndu í þessum leik, þá vantaði meiri yfirvegun í leik sinn og meiri barátu. Bestu mennþeirra voru Gústaf Björnsson sem sýnt hefur miklar framfarir í vetur og hefur gott auga fyrir samleik og gegnum- brotum, og Jens Jensson. Arnar Guðlaugsson lék ekki með í þess- um leik, en hann hefur ekki náð sér eftir meiðslin sem hann hlaut í leiknum við Víking, og var þar skarð fyrir skildi. Dómarar voru Óli Olsen og Haukur Þorvaldsson og skiluðu þeir hlutverkum sínum ágætlega. Vissulega varð þeim á í messunni í svo hröðum leik en aldrei stór- vægilega. — þr. Valurog FH sam- síða hjá konunum FH VANN Val örugglega f 1. deild kvenna á sunnudagskvöldið og hafa liðin því tapað jafn mörgum stigum í keppninni um Islandsmeistaratitilinn. Bæðu lið hafa tapað tveimur leiKjum, fjórum stigum, en Fram sem er í þriðja sæti hefur tapað sex stigum. FH-stúlkurnar eiga eftir að leika þrjá leiki, en Valur fimm og bæði liðin eiga eftir að mæta Fram. FH komst í 4:0 í leiknum í Firð- inum á sunnudaginn og hafði yfir- burði allan fyrri hálfleikinn. Lengstum munaði fjórum mörk- um á liðunum og í leikhléi var staðan 8:4. Sami munur var á lið- unum mestan part seinni hálf- leiksins, en Valsstúlkurnar réttu aðeins úr kútnum undir lokin, en munurinn varð þó þrjú mörk, 13:10 fyrirFH. Kristjana var í miklum ham í byrjun þessa leiks og gerði hvert markið öðru fallegra þar til Valur brá á það ráð að taka hana úr umferð. Kristjana átti einnig mjög góðan leik í vörn, sömuleiðis Sólveig Birgisdóttir og Gyða markvörður Úlfarsdóttir stóð fyr- ir sínu að venju. Harpa hefur verið aðalnúmerið í Valsliðinu í vetur, en var eitthvað miður sin í þessum leik. Þó hún gerði 5 mörk þá gerði hún mörg mistök og var of eigingjörn. Markvarzla Vals var slök í þessum leik. en einna bezt komst Hulda frá þessum þýð- ingarmikia leik. Mörk FH: Kristjana 7 (lv), Anna 2, Katrin 2, Svanhvít 1, Sól- veig 1. Mörk Vals: Harpa 5, Hulda 3, H:lldóra 1, Björg 1 (lv). —áij r ' > KA sigraöi í uppgjöri norðanliða KA og Þör mættust í 2. deild- inni f handknattleik í Iþrötta- skemmunni á Akurevri á laug- ardaginn og lauk leiknum með sigri KA 25:22. Akureyrarliðin hafa oft barizt grimmilega i deildinni en að þessu sinni sveif andi friðar og vináttu yfir vötnum. Þessi leikur hafði enga þýð- ingu fyrir KA, liðið hefur misst af öllum möguleikum á 1. deildarsæti og er ekki í fall- hættu en leikurinn var mikil- vægur fyrir Þór i fallbarátt- unni. Þrátt fyrir að meira væri í húfi fyrir Þórsara náðu þeir sér aldrei á strik og KA vann sannfærandi sigur og var hann aldrei i hættu. KA náði strax yfirhöndinni i f.h. og E hálfleik var staðan orðin 16:10. Hjá KA var Magnús Gauti markvörður beztur en Jón Hauksson og Armann Sverris- son áttu einnig góðan leik. Lið Þórs var mjög jafnt og skaraði enginn framúr nema hvað Da- vfð Þorsteinsson markvörður var mjög góður f s.h. Mörk KA: Jón 6, Armann 4, Þorlcifur Ananiasson 3, Jón Arni Rúnarsson 3, Páll Stefánsson 3, Friðjón Jónsson 2. Alfreð Gíslason 2, Hermann Haraldsson 1 og Sigurður Agústsson 1 mark. Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 6, Jón Sigurðsson 6, Rögnvaldur Jónsson 4, Aðal- steinn Sigurgcirsson 2. Valur Knútsson 2, Gunnar Gunnars- son 1 mark. Valur Benediktsson og Kristján örn Ingibergsson dæmdu og höfðu góð tök á leiknum. —GG/SS. Kristjana Aradóttir var bezti leikmaðurinn á vellinum í leik FH og Vals á sunnudaginn. Þessi mvnd sýnir hana reyna skot framhjá varnarvegg Vals í fyrri leik liðanna, en þá vann Valur. (Ljósm. Friðþjófur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.