Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Frá hinum Ijölmenna fundi VerzlunarmannafélRs Revkjavlkur á Hótel Sögu í Kærkvöldi. —VR og borgar- starfsmenn Framhald af bls. 48 gærkvöldi, en hann hafði mælt með því að tillagan yrði felld. ,,Það var hins vegar samþykkt," sagði Guðmundur H. Garðarsson, „að segja upp kaupgjaldsákvæð- um frá og með 1. marz 1978 og jafnframt var stjórn og trúnaðar- mannaráði falið að undirbúa samningaviðræður við viðsemj- endur í samstarfi við stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna." VERKFALLSAÐGERÐIR ÞJONA EKKI HAGSMUNUM BORGARSTARFSMANNA Á sameiginlegum fundi stjórn- ar og fulltrúaráðs Starfsmannafé- lags Reykjavikurborgar i gær- kvöldi var rætt um afstöðu félags- ins til boðaðrar vinnustöðvunar 1. og 2. marz. Greidd voru atkvæði um tvær tillögur. Tillögu frá Gunngeiri Péturssyni sém gekk í þá átt að hvetja félagsmenn að leggja niður vinnu 1. og 2. marz n.k. og var sú tillaga felld með 35 atkvæðum gegn 6, en alls höfðu 49 atkvæðisrétt. Eftirfarandi til- laga frá Þórhalli Halldórssyni for- manni félagsins var samþykkt með 35 atkvæðum gegn 7. Með nýsamþykktum lögum um efnahagsráðstafanir er launþeg- um enn einu sinni gert að þola einhliða kjaraskerðingu sem af því leiðir. Varað er við hvers kon- ar árásum á gerða samninga, sem orðið geti til þess að grafa undan trausti launþega á gildi kjara- samninga og skuldbindinga í landinu yfirleitt. Þrátt fyrir hina ómaklegu árás stjórnvalda á ný- gerða samninga verður að standa vörð um þá áfanga, sem náðst hafa og vinna verður að kjara- og réttindamálum. eftir þeim lög- legu leiðum sem opinberir starfs- menn hafa nýlega samið um og markaði tímamót í réttindabar- áttu þeirra. Stjórn og fulltrúaráð Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar telur því að vinnustöðvun 1. og 2. marz n.k. muni ekki þjóna hagsmunum félagsmanna sinna — Sendiráð rutt Framhald af bls. 1. Þetta mun vera fyrsti atburður af þessu tagi í Austur-Þýzkalandi siðan 25 ára einangrun landsins lauk fyrir nokkrum árum og fylg- ir í kjölfar markvíssra tilrauna austur-þýzkra leiðtoga til að bæta sambúðina við stjórnina í Teher- an. Talsmaður stúdenta. Bahman Nirumand. sagði að þeir hefðu einkum viljað mótmæla fram- komu lögreglumanna í mótmæla- aðgerðum í írönsku lrorginni Tabriz 18. febrúar er hann sagði að 2.000 hefðu beðið bana en að- eins niu biðu bana og 125 slösuð- ust að sögn yfirvalda. Nirumand var einn af leiðtogum mótmælaað- íierða gegn heimsókn íranskeis- ara í Vestur-Berlín 1967 er leiddu til tveggja ára óeirða i vestur- þýzkum háskólum. —Mæli ekki með aðgerðum Framhald af bls. 48 ,,Ég mæli ekki með þeim að- gerðum og er ekki aðili að þeim. Við héldum fund hér í Verkalýðsfélaginu (í Bolungar- vík — innskot Mbl.) og þar var einróma samþykkt með atkvæð- og hvetur þá ekki til slíkra að- gerða.“ PÖSTMENN HVETJA TIL LÖGLEGRA MÓTAÐGERÐA I gærkvöldi var haldinn félags- fundúr í Póstmannafélagi íslands og var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með öllum þorra atkvæða, bæði á félagsráðsfundi og al- mennum fundi: „Almennur fund- ur í PFÍ þann 27. 2. 1978 mótmæl- ir harðlega árás Alþingis á ný- gerða kjarasamninga BSRB og hvetur félaga sína til mótaðgerða með öllum löglegum ráðum og ítrekar þar með tillögu Félags- ráðs frá því í dag.“ SKIPSTJÖRAFÉLAG NORÐLENDINGA Akuieyri, 27. febr. Eftirfarandi hefur Mbl. borizt frá Skipstjórafélagi Norðlend- inga. Samkvæmt niðurstöðu víðtækr- ar skoðanakönnunar meðal starf- andi félagsmanna'' Skipstjórafé- lágs Norðlendinga samþykkir stjórn félagsins að segja ekkí upp gildandi kjarasamningum að sinni og félagið mun þvi ekki taka þátt i fyrirhuguðum verkfallsað- gerðum. Stjórnin mótmælir þeirri fullyrðing forseta Farmanna- og fiskimannasambands islands sem fram hefur komið í fjölmiðlum að sambandið muni að fullu taka þátt í öllum fyrirhuguðum mót- mælaaðgerðum. Sv.P. FÉLAG VERZLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS Akureyri. 27. febr. Mbl. hefur borizt eftirfarandi fréttatiik.vnningu frá FVSA á Akureyri: Að gefnu tilefni skal tekíð fram að á fjölmennum félagsfundi Fé- Iags verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni 23. febr. og á fundi stjórnar og trúnaðar- ráðs 25. febr. var ákveðið að standa utan við verkfallsaðgerðir 1. og 2. marz n.k. FVSA hefur sagt upp kaupliðum kjarasamnings frá 1. marz. p um allra fundarmanna að standa ekki að þeim aðgerðum. Það er min skoðun að æskilegra sé að biða þar til eftir 1. apríl, er samningar eru lausir.“ O Við höfum stutt launþegasamtökin Benedikt Gröndal, formaóur Alþýðuflokksins, svaraði spurningu Morgunblaðsins: ,,Við höfum stutt launþegasam- tökin i þessari baráttu á þing- inu og utan þess og á þvi hefur ekki orðið nein breyting. Við lítum á þessar aðgerðir, stuttar mötmælaaðgerðir, sem oft hafa gerzt hér áður og vonum að þær hafi einhver áhrif." Morgun- blaðið spurði þá Benedikt, hvort hann teldi hér um lögleg- ar eða ólöglegar aðgerðir að ríeða. Hann kvaðst leiða þá spurningu hjá sér, en itrekaði að „við lítum á þessar aðgerðir sem aðgerðir, sem oft hafa gerzt hér áður bæði á sjó og Iandi.“ O Launþegar eiga jafnan að fara að lögum Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, svaraði spurningu Morgun- blaðsins: „Ég skil og styö þá sterku andstöðu, sem efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar mæta í launþegasamtökunum. Mér er ljóst, að aðstæður geta verið þannig, að nauðsynlegt sé að breyta kjarasamningufn með löggjöf, enda hafa allir flokkar, þ.á m. minn flokkur og þar með ég sjálfur, staðið að slíku. En það hefur aldrei áður verið gert án nokkurra viðræðna við laun- þegasamtökin. í því að hunza þessi samtök — jafnvel sýna þeim og forystumönnum þeirra litilsvirðingu — var fólgin fyrsta skyssa ríkisstjórnarinn- ar. Önnur skyssa hennar var fólgin í því, að hafa enga hlið- sjón af að hún var sjálf nýbúin að gera samningana, sem hún rifti með lagasetningunni. Það er von að launþegar reiðist, þegar í ljós kemur, að eftir fá- eina mánuði er það tekið með lagasetningu, sem lofað hefur verið í samningum. Þriðja og höfuðskyssan var svo sú, að koma launþegasamtökunum í opna skjöldu með því að leggja á Alþingi fram allt aðrar tillög- ur en þær, sem fulltrúum laun- þegasamtakanna höfðu verið kynntar og boðaðar í verðbólgu- nefndinni og meðal annars snertu mjög viðkvæm atriði kjarasamninganna án nokkurra viðræðna, ekki hvað sizt þegar þess er gætt, að einn af valkost- um verðbólgunefndarinnar gerði ráð fyrir því, að hægt væri að láta samningana halda gildi sínu, ef vilji væri til þess af hálfu stjórnvalda. Ríkis- stjórnin hefur því haldið þann- ig á þessu máli öllu, að ekki er við öðru að búast en mjög harkalegum aðgerðum af hálfu launþegasamtakanna. Á hitt dreg ég enga dul, að ég tel samtök launþega, eins og alla borgara þjóðfélagsins, jafnan eiga að fara að lögum. I gildi er vinnulöggjöf, sem Alþingi hef- ur sett og báðir aðilar vinnu- markaðarins hafa fallizt á. Sam- kvæmt henni á kjarabaráttan að heyjast." O Styð launþega eindregið Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins sagði: „Ég styð launþega eindregið. Mér finnst aðgerðirnar rétt- mætar og styð þær heilshugar. Um lögmæti þeirra er það að segja, að það er hægt að teygja það endalaust, hvað er löglegt og hvað er ólöglegt. En mót- mæli birtast í svo mörgu. Við skulum hugsa okkur að gripið yrði til þess að banna allan verkfallsrétt og samningsrétt. í öllum löndum, þar sem menn hafa vanizt því að slíkt tilheyrði mannréttindum, myndu menn mótmæla því með aðgerðum, sem auðvitað ekki stæðust við- komandi lög. Ut af þessu vil ég ekki nota það orð að hér sé um ólöglegt athæfi að ræða, heldur fyrst og fremst eðlileg mótmæli við því að verið sé að skerða samningsrétt og rjúfa gerða samninga. Býst ég við því að það yrðu æði margir, sem myndu viðurkenna það sem eðlileg viðbrögð, þó að einhver meirihluti á Alþingi kynni að leiða það í lög að svipta menn ýmsum mannréttindum, sem menn hafa haft í lögum um langan tíma. Það er hægt að setja í lög að þetta sé tekið af. En þá myndi þessu mótmælt á þann hátt, sem ekki væri í sam- ræmi við nauðungarlög, sem sett hefðu verið. Þetta er að gerast nú á ákveðnu stigi máls- ins, en menn geta að sjálfsögðu metið það í stigum.“ O Aminning til ríkisstjórnarinnar Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins, sagði: „Ég styð þessar aðgerðir heilshugar og tel þær algjör- lega óhjákvæmilegar eftir það sem á undan er gengið. Ríkisstjórnin og þingmeiri- hluti hennar hefur brotið upp kjarasamninga allra launa- manna og rofið samninga, sem hún sjálf gerði við opinbera starfsmenn fyrir aðeins fjórum mánuðum. Það leynir sér ekki að þessi aðgerð er bersýnilega hugsuð sem ögrun; hún á að sýna að á kjarasamningum sé ekkert mark takandi og að rík- isstjórn getur leyft sér að tæta þá sundur hvenær sem er. Að þetta gerist fáum mánuðum fyrir kosningar á að gefa hægri öflunum sóknarstöðu til enn grófari árása á kjör launa- manna að kosningum loknum. Þannig hefur a.m.k. ríkisstjórn- in reiknað dæmið. En hún reiknar skakkt. Verkalýðshreyfingin ætlar ein- mitt að sýna það fyrstu tvo dag- ana í marz, að hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Aðgerðir launamanna nú um rrianaðamótin eru ekki verk- fallsaðgerðir í venjulegum skilningi. Þetta er fyrst og fremst aðvörun, sem undir- strikuð er meó vinnustöðvun allra þeirra, sem vilja mótmæla því að réttlæti og samnings- frelsi launamanna sé fótum troðið. Að tala um lögbrot í þessu sambandi er út í bláinn, því að þetta er ekki verkfallsaðgerð i merkingu laga. Raunverulegar verkfallsaðgerðir hefjast vafa- laust ekki fyrr en eftir 1. apríl, þegar samningar verkalýðsfé- laganna verða almennt úr gildi fallnir lögformlega. Aðgerðir launamanna í marz- mánuði er hins vegar alvarleg áminning til rikisstjórnarinnar og ætlaðar til þess að fá hana til þess að endurskoða afstöðu sína áður en allt er endanlega komið í hnút í atvinnulifi lands- manna.“ - Gætu þýtt 32% lægri laun Framhald af bls. 2 eftir 6 ár og er frádrátturinn þar 62.144 krónur eða 32% af laun- um. Mánaðarlaunin eru þvi 100 klukkustundir með 60% álagi. Magnús Öskarsson kvað nauð- synlegt að opinberir starfsmenn gerðu sér grein fyrir þessu heim- ildarákvæði laganna um réttindi og skyldur þeirra, þvi að óverj- andi væri að slík grein kæmi í bakið á mönnum. Þótt ekkert lægi fyrir um að starfsmenn Reykja- víkurborgar færu í verkföll í byrj- un marz — kvaðst hann ekki vilja að neinn þyrfti að segja að hann af fáfræði vissi ékki hvað hann hefði verið að gera. - Auglýsing- unni breytt Framhald af bls. 2 um opna fundi á þeirra vegum um kjaraskerðinguna Þegar auglýsingin var lesin, kom í Ijós að orðalagi hennar hafði verið breytt án nokkurs samráðs við auglýsendur. þannig að fundarefni væri ,, efnahagsráðstafanir ríkis stjórnarinnar". Þetta er beinlínis efnisleg rangfærlslsa á auglýsingunni því að fundarefnið er aðeins hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar, þ e sjálf kjaraskerðingin sem af þeim leiðir Af þessu tilefni viljum við eindregið mótmæla því, að útvarpsstjóri eða út- varpsráð leyfi sér að breyta efnislega auglýsingum frá samtökum okkar án nokkurs samráðs við hlutaðeigandi aðila Virðingarfyllst, f h Alþýðusambands íslands Snorri Jónsson (sign) f h Bandalags starfsmanna rikis og bæja Kristján Thorlacius (sign) f.h Launamálaráðs BHM Jón Hannesson (sign)" Eins og áður sagði kvaðst Andrés Björnsson aðeins kannast við þetta eina tilvik frá föstudagskvöldinu Hann sagðist hafa kannað tilvikið og hafi þá komið í Ijós að Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri hljóðvarps, hafi haft samband við Harald Steinþórsson. framkvæmdastjóra BSRB og þeir kom- ið sér saman um orðalagsbreytinguna í fréttatilkynningu ASÍ, sem bréfinu til útvarpsstjóra fylgdi. er getið um fleiri tilvik um orðalagsbreytingar á auglýsingum ASÍ, BSRB, Launamála- ráðs BHM og FFSÍ Er jafnframt getið auglýsinga. þar sem auglýst var eftir sjálfboðaliðum til dreifingar á dreifiriti samtakanna um kjaraskerðinguna í auglýsingunm var gerð sams konar breyting. þ.e.a.s. auglýst var eftir sjálf- boðaliðum til þess að dreifa riti með „upplýsingum um efnahagsráðstafan ir ríkisstjórnarinnar". Segir í fréttatil- kynningunni sem fylgir bréfinu ,.Þess vegna hafa forystumenn launþegasam- takanna, sem að fundunum og dreifirit- inu standa. sent meðfylgjandi bréf til útvarpsstjóra, þar sem þessu athæfi stofnunarinnar er mótmælt" — Lækkaði sektina Framhald af bls. 2 sjóðs, 80 þúsund kr. auk allra málsvarnarlauna skipaðs verj- anda síns fyrir báðum dómum, Guðmundar Péturssonar, samtals 150 þús. krónur. Ur ríkissjóði greiðist 1/3 hluti sakarkostnaðar í báðum dómum ásamt 1/3 hluta saksóknarlauna auk allra máls- varnarlauna verjanda Sigmunds Hjaltasonar, 150 þús. krónur. Einn dómenda, Benedikt Sigur- jónsson, skilaði sératkvæði, sem taldi refsingu ákærðu hvors um sig hæfilega ákveðna 50 þús. króna sekt til ríkisstjóðs og komi 4 daga varðhald í stað sektar, verði hún eigi goldin innan 4ra vikna frá birtingu dómsins. —Einvígið verður i Graz Framhald af bls. 1. við fulltrúa skáksambandsins að þeir létu útbúa einkaíbúð fyrir sig meðan á keppninni stæði. Hann kvaðst ekki vera í neinum vafa um að hann myndi bera sig- urorð af Korchnoi í viðureigninni. 1 frétt frá skákmótinu í Bugonjo segir að Karpov hafi unnið danska stórmeistarann Bent Larsen í fyrstu umferð móts- ins. Önnur úrslit voru þessi: Ivkov gerði jafntefli við Miles og einnig gerðu jafntefli Balashov og Portish, Tal og Vukiv, Gigorich og Byrne. Timman vann Bukic, Hort vann Hubner og Ljubojevic vann Boris Spassky. ------» ♦ •»----- — Fullyrðing- ar úr lausu lofti gripnar Framhald af bls. 2 BSRB, mér finnst það svo frá- leitt." Greinargerð fjármálaráðuneytis fer hér á eftir i heild: Af hálfu meirihluta stjórnar BSRB hefur því verið haldið fram undarv farið, að fyrirhugaðar ólögmætar verkfallsaðgerðir bandalagsins rétt lætist af neyðarrétti í ávarpi frá meirihluta stjórnar BSRB, sem dreift hefur verið, er þetta endurtekið og ýmist talað um að „nauðvörn" eða „neyðarréttur" réttlæti aðgerðirnar í áðurnefndu ávarpi er talað um „þann neyðarrétt sem viðurkenndur sé i lýðfrjálsum löndum", án þess að haft sé fyrir þvi að skýra frekar þann grundvöll, sem meiri hluti stjórnar BSRB fullyrðir að réttlæti gerðir sín- ar Sú lagatúlkun sem þarna kemur fram, fær ekki staðist Þau skilyrði, sem almennt er viðurkennt að vera þurfi fyrir hendi svo neyðarvörn eða neyðarrétti verði beitt eru hér ekki til staðar Sjónarmið um neyðarvörn og neyðarrétt byggjast fyrst og fremst á ólögfestum reglum, en i löggjöfinm hafa slik sjónarmið einn- ig fengið staðfestingu svo sem i 1 2 og 13 gr almennra hegningarlaga nr 19/1940 Skilyrði fyrir þvi að neyðarvörn eða neyðarréttur geri verknað refsilausan. sem undir öll- um venjulegum kringumstæðum er refsiverður. eru afar þröng I kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og BSRB frá 25 október 1977 eru ákvæði um það, hvernig aðilar skuli bregðast v.ð, séu breytingar gerðar á visitölu- grundvelli samningsins Samningur- inn gerir ráð fyrir að hvor aðili geti krafist endurskoðunar á kaupliðum samningsins Um þetta eru nánari ákvæði i samnmgnum Samningur- inn gerir þvi beinlinis ráð fyrir þvi að sú aðstaða komi upp, sern nú liggur fyrir og hvernig við skuli bregðast Neyðarvörn eða neyðarrétti verður þvi aðeins beitt, að öðrum úrræðum verði ekki við komið vegna skyndilegrar neyðaraðstöðu Jafnvel v.ð slikar aðstæður er heimildinni mjög þröngar skorður settar Með hliðsjón af framansögðu eru fullyrð- ingar meiri hluta stjórnar BSRB um að neyðarvörn og neyðarréttur rétt- læti lögbrot þeirra úr lausu lofti gripnar Fjármálaráðuneytið, 27. febrúar 1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.