Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Jón Þ». Arnason: Lífríki og lífshættir VII „Barátta mannsins við náttúruna er jafngömul til- vist hans á jörðinni. Gagnslítið er að brjóta heilann um, hvers vegna þetta sé svona, þessi barátta er staðrevnd,... “ —Bodo Manstein. Meira vit = minna strit Eins og stöðu manneskjunnar er háttað í sköpunarverkinu, getur ekki hjá því farið, að bar- áttu hennar fyrir tilverunni ljúki með burtköllun í fyllingu tímans, annað hvort fyrir eða án eigin tilverknaðar. Margar ástæður kynda undir þann ótta, að það geti orðið fyrir hennar eigin aðgerðir og/ eða aðgerða- leysi. Ekki er ýkjalangt síðan mannveran var alls staðar í vörn i baráttu sinni við náttúru- öflin. Nú, á síðustu áratugum, er hins vegar augljóst, að víg- staðan hefir snúizt við, og að hinar breyttu aðstæður, sem maðurinn hefir komið til vegar í krafti vísinda/ tæknilegra uppgötvana sinna og uppfinn- færa nægilega þróttmikinr fjölda þeirra 4.124.000.000 lík- ama, sem mannfjöldasérfræð- ingar Sameinuðu þjóðanna áætluðu að byggðu jörð okkar um sl. áramót — og hafði fjölg- að um 80.000.000 frá miðju ári 1976 tíl jafnlengdar árið 1977 (nálægt tíföldum íbúafjölda Svíþjóðar) — og margir vilja í lengstu lög trúa að séu allir gæddir anda og sál, um knýj- andi þörf á að snúa við til að kleift reynist að forða frá yfir- vofandi tortímingu. Margir málsmetandi lær- dóms- og fræðimenn telja það ýmist hæpið (Steinbuch, Toffl- er, Lorenz), mjög hæpið (Gruhl, Commoner,- Schwab, Koestler, Heilbroner, Taylor) eða vonlaust (Löbsack, Aspin- all, Szent-Györgyi). 10-mgw-sólarhitaorkuverið „Bastrow“ í eyðimörk Californiu: 1.760 holspeglar, 40 fm hver, $50.000.000 árlegt reksturstap. Orka verður nóg — en dýr inga, eru ekki bara teknar að ógna framtíð hans sjálfs með endanlegum leikslokum, held- ur og hinu jarðneska náttúru- ríki um eilífð. Þetta hefir gerzt með svo skjótum og óvæntum hætti, að einungis fáir hafa áttað sig á, að ekki muni miklu seinna vænna að gaumgæfa hin nýju viðhorf hleypidómalaust og af ýtrustu samvizkusemi. Af því leiðir að meta verður vit meira en strit, vitsmunir og agaðar tilfinningar verða að ráða stefnunni að markmiðinu: Lífs- þjónandi samskipti manns og náttúru. Daglega rekur hver atburðar- ásin aðra, sem staðfestir þessa lífsnauðsyn með sársaukafull- um afleiðingum. Oft rætist þó betur úr en til var stofnað og á horfðist, þegar slys eða óhöpp vilja til, ýmist af mannavöldum eða óviðráðanlegum ástæðum. Ösköp, sem til þessa hafa dunið yfir fyrirvaralaust og vakið skelfingu í bili, hafa ekki reynzt jafn ógnvekjandi í tor- tímingarmætti sínum og þau, er eiga sér langan aðdraganda og gerast með seigdrepandi stíg- andi um ár, áratugi eða aldir. Um þær er vissulega mikið rætt og margt ritað, og fjallað á þingum og ráðstefnum. Því ber að fagna, og þakka, þrátt fyrir að raunhæfar athafnir fylgi sjaldan rökréttum niðurstöð- um, því að aðgerðaleysi er ekki sök þeirra, sem hafa greint or- sakir ófarnaðar og varað við háska. Að því leyti er sök kemur við sögu, hvílir hún á okkur öllum, sem annað hvort erum of væru- kær til að beita okkur gegn tíðarandanum og rás viðburða eða viljum ekki þola „kjara- skerðingu" og „velferðarstöðv- un“ enda þótt skyldurækni við lifríkið ög umhyggja fyrir arf- tökum okkar bjóði slíkt frávika- laust. Hér er við risavaxin heimsvandamál að etja, sem öll Adamsætt á í sameign, og flest þess eðlis, að vonlaust er að sigrazt verði á nema hugarfars- bylting verði undanfari gagnað- gerða, því að kjarni mátsins er — að allur náttúruránsskap- ur, öll lífríkisspjöll eiga upptök sín í andlegum og sálrænum viðhorfum og viðbrögðum manneskjunnar sjálfrar: Innri-mengun er orsök, ytri-mengun er afleiðing Eins og gefur að skilja, er ekkert áhlaupaverk að sann- Ógæfuleg þrenning Arthur Koestler hefir sett fram þá kenningu, að ástæðan fyrir óhæfni mannsins til að leysa vandamál sín sé sú, að hann sé, fyrir víxlspor þróunar- sögunnar, skapaður með þremur — illa samhæfðum — heilum; einum skriðdýrs-, ein- úm spendýrs- og einum mann- legum heila. Þetta er megin- kenningin, sem hann veltir al- varlega fyrir sér í leit sinni að skýringu á hinni óbilandi sjálfstortímingarhvöt mann- eskjunnar, og rökstyður ítar- lega í bók sinni, „The Brain Explosion", er kom út í Eng- landi í fyrra. Og svo átakanlega hefir bölsýnin og örvinglunin gripið um sig, að enski dýra- fræðingurinn John Aspinall telur tortíminguna ekki aðeins óumflýjanlega heldur beinlínis æskilega; hann á þá ósk heit- asta, að mannkynið hverfi með öllu af yfirborði jarðar. Á síð- asta ársfundi enska dýravernd- unarsambandsins, sem haldinn var í Cambridge sl. sumar, lýsti Aspinall yfir, að manneskjan væri yfirsjón náttúrunnar. „Ég álít,“ mælti hann, „að maður- inn sé mesta plága, sem yfir þessa reikistjörnu hefur geng- ið. Tígrisdýr og búrhvalir eru okkur fremri í öllu, sem máli skiptir." Manninn kvað hann skorta vitsmuni, og vizku hans taldi hann háðulega ofmetna. Sjálfur sagðist hann vera retðu- búinn að deyja, „því að við mennirnir erum óþarfir". Ekkert er eðlilegra . en ' að hugsandi fólki bregði illilega við hina alvöruþrungnu svart- sýni heimskunnra vísinda- manna og hrylli við ógnarboð- skap Aspinalls, þó að sennilegt sé, að óþolinmæði og andartaks- heift hafi ráðið orðaval hans. Ekki er heldur við því að búast, að furðukenningar og vanga- veltur Koestlers um heila- þrenndina þyki aðlaðandi, enda þótt margt styðji þá skoðun hans, að manneskjuna skorti hæfileika til að ráða fram úr vandræðum sínum, að hana skorti bæði vit og vilja. Viljaskortinum ber a.m.k. sú staðreynd allgott vitni, að ná- lega engu kvíða þjó’ðir heims geigvænlegar en orkuskorti, þrátt fyrir 1. að nú þegar er búið að leysa alltof mikla og ógnvekjandi orku úr læðingi. 2. að í náttúruríkinu eru fólgin lítt og óbeizluð reginöfl, er fræðilega séð búa yfir næstum ótakmörkuðum möguleikum til orkuframleiðslu. 3. að vísinda/tæknileg skilyrði Upptök allrar mengunar Aflgjafar og orku- framleiðsla Sólarljós og sjávarföll eru fyrir að beita ýmsum þess- ara afla til orkuframleiðslu og 4. að með öllu er ósannað, má jafnvel telja útilokað, að nátt- úruríkið fái staðizt, ef mann- kyninu tekst að seðja allt sitt feiknariega orkuhungur þótt ekki væri nema til hálfs. Engin ástæða virðist þess vegna til að óttast orkuskort, en Arthur Koestler. olíuskort — það er allt önnur saga. Olfuforði gengur til þurrðar Auðvitað þarfnast mannkyn- ið mikillar orku, alveg sérstak- lega, ef markmiðið verður að láta lífríkinu blæða fyrir bruðl- fýsnaþjóðir og rányrkjuriki „velferðarhugsjónarinnar", svo að ekki sé minnzt á það hjart- ans mál allra benzinborgara að knýja gjörvöll jarðarbörn á kné við fótskör gullkálfsins. Ef ætl- unin væri hins vegar að lifa heilbrigðu Iffi á grundvelli fornra dyggða, yrði allur ótti út af orkuskorti ástæðulaus svo langt sem auga eygir i framtíð- ina. En orkan verður dýr og mun óhjákvæmilega fara hækk- andi, það mun m.ö.o. þurfa meira fyrir henni að hafa en hingað til, og nærgætni við náttúrurikið krefst, að henni verði beitt í hófi og af hyggind- um. Timi hinnar ódýru orku er liðinn eða senn á enda. Orsökin er m.a. sú, að á árunum 1963—1973 jók mannkynið olfueyðslu sina úr 1.300.000.000 t í 2.830.000.000 t, og tókst þar með að bræla upp á árinu 1963, það sem náttúran hafði gefið sér tíma til að skapa á 1.300.000 árum, og á árinu 1973, það sem hún hafði skapað á 2.830.000 árum, samkvæmt því, er dr. Herbert Gruhl segir í bók sinni, „Ein Planet wird gepIUndert“. „Við fáum ekki séð, að neinar umtalsverðar olíuverðshækkan- ir verði á heimsmarkaðinum næstu tíu árin,“ sagði í álits- gerð „The United States Task Force on Oil“ í febrúar 1970. Þá kostaði olfutunnan $1,80, sex árum síðar $11.68. Samtfmis treysti próf. Ali B. Campel, varaforseti „The Institute of Defense Analysis", áður for- stjóri „The Energy Study Committee“, sér til að taka und- ir og fullyrða: „Það verður ekki nein vöntun á eldsneyti næstu aldirnar.“ Fyrri spáin hefir þegar orðið sér til skammar, og sú síðari hlýtur að teljast ákaf- lega vafasöm. Síðan hafa nefni- lega arabisku olfufurstarnir öðlast verðskynjun og gert sér grein fyrir, að spárnar voru reistar á fullvissu um óþrjót- andi oliuforða, fáanlegum á gjafverði. Olíuforði í árum Nú er það eúcki hægt lengur. Leiðtogar þeirra 13 landa, er ráða yfir rösklega % þess olíu- forða, sem nú er vitað um, gera sér grein fyrir að endingu auð- æva sinna eru takmörk sett. Þétta eru OPEC-ríkin margum- töluðu (OPEC = Organization of the Petroleum Exporting Countries); og miðað við sömu framleiðslu og árið 1976 ætti forði þessara landa, sem full- nægja árlega um 85% af þeim 2.431.000.000 t, er olíunotkun nemur í heiminum, að endast eins og hér greinir: Kuwait 86 ár, Saudi-Arabía 48 ár, Arabisku furstadæmin 44 ár, Irak 43 ár, Líbya 36 ár, Katar 32 ár, Iran 29 ár, Gabun 26 ár, Nígería 26 ár, Ecuador 26 ár, Indónesía 19 ár, Venezuela 18 ár og Alsir 18 ár. Allt útlit er eigi að sfður fyrir að olía muni verða ódýrasti orkugjafinn enn um sinn, jafn- vel þó að talsmenn Sambands þýzkra eldsneytissala, sem hef- ir innan sinna vébanda 26.800 heild- og smásala með DM 28.000.000.000 ársveltu, búist við að hún muni hækka um 25% til ársins 1988, sem „FAZ“ (25. f.m.) finnst reyndar óhóf- lega mikil bjartsýni. Þegar olian verður þrotin, taka nýir orkugjafar við. En það verður að vísu ekki um neinar „gjafir" að ræða, og vinnsla og notkun þess, sem þar fæst, mun einnig valda náttúru- spjöllum og lífríkistjóni. Það fullyrðir a.m.k. sá, er gerzt má vita: Rení Buvet, forstjóri Líf- efnafræðilegu orkustofnunar- innar, á sérfræðingaráðstefnu Evrópuráðsins í Strassbyrg í lok f.m. Hann nefndi t.d, að umhverfisvandamál vegna virkjunar sólarhita, vinda, jarð- hita og sjávarfalla, væru ekki komin i ljós af þeirri ástæðu einni, að orkunotun af rótum þessara afla væri ennþá alltof lítil til að draga af nema afar takmarkaðar ályktanir. Á þessari ráðstefnu greindi Buvet svo frá, að á grundvelli núverandi tæknikunnáttu, þyrfti t.d. að „umsnúa" 10% þess sólarafls, er til greina’ kæmi, til* að unnt yrði að full- nægja orkuþörf Evrópuþjóða; og að til þess væri nauðsynlegt að þekja um 300.000 ferkm. landflæmi (ítalia: 301.225 ferkm) með móttöku og endur- varpsspeglum. Og til þess að anna aðeins 1% af orkuþörf Frakklands með vindafli, yrði að girða ekki minna en 400 km vindsælustu strendur landsins af með órofnum veggjaröðum tröllvaxinna vindaflshjóla- og hreyfla. Svo hryggilega vill auk þess til, að vindsælustu strendur Frakklands eru líka þær feg- urstu, að því er Reni Buvet bætti við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.