Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Jón H. Leós deild- arstjóri - Minning F. 9. desember 1901 D. 16. febrúar 1978 Fimmtudaginn 16. febrúar and- aðist í Landspítalanum Jón H. Leós, fyrrum gjaldkeri og síðar deildarstjóri í víxladeild Lands- banka íslands. Jón var fæddur á ísafirði 9. desember 1901, sonur Leós Eyjólfssonar kaupmanns þar og konu hans, Kristínar Halldórs- dóttur. Hann nam verslunarfræði við Köbmandskolen í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi 1924. Bæði fyrir og eftir það nám var hann starfsmaður póstþjón- ustunnar, fyrst á Isafirði og síðan í Reykjavík og póstmaður var hann á e.s. Esju 1925—1927. 1934 hóf hann störf í Landsbanka ís- lands og varð þar kunnur og vin- sæll sem gjaldkeri, lengst af í hlaupareikningsdeild bankans. i ársbyrjun 1958 varð hann deildar- stjóri víxladeildar bankans og gegndi því starfi þar til starfsævi hans lauk árið 1971. Síðustu árin varð hann að þola nokkra van- heilsu úns yfir lauk. Jón var kvæntur Svanlaugu Böðvarsdóttur frá Laugarvatni. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau: Leó Már tæknifræð- ingur, kvæntur Sigrúnu Dröfn Jónsdóttur, Ingunn, íþróttakenn- ari, gift Gunnari Kristjánssyni vélstjóra, Kristín, gift Erni Jóns- syni rafvirkjameistara í Bolung- arvík og Böðvar Leós myndlistar- nemi. Kona hans er Gréta Bald- ursdóttir iaganemi. Árið 1942 hóf ég störf í Lands- bankanum og kynntist þá fljótt Jóni og svo fór að við unnum saman við gjaldkerastörf í hlaupareikningsdeild bankans um alllangt skeið og urðum góðir vinir. Jón var hinn ágætasti starfsfélagi, glaðlyndur og fynd- inn og hafði áragrúa skemmti- legra frásagna á hraðbergi. A þeim árum var erlendur her í landinu og hafði mikil viðskipti við bankann. Auk þess hafði mik- ill fjörkippur færst í efnahagslíf- ið almennt, allir höfðu atvinnu og meiri peninga úr að spila en þekkst hafði áður og hafði þetta sín áhrif á störfin í bankanum. Viðskiptin margfölduðust en ekki varð í skjótri svipan komið á þeim endurbótum í vélakosti og af- greiðsluháttum sem síðar komu til sögunnar svo að þá reyndi mik- ið á starfsfólkið. T.d. höfðum við Jón, gjaldkerarnir í hlaupareikn- ingsdeildinni, ekki nema eina handknúða samlagningarvél til afnota og hún skilaði ekki milljón króna útkomu svo að við urðum að reikna út fremstu tölurnar í talnadálkunum í huganum og skiptast á um að nota vélina. Og vegna hinna auknu viðskipta var oft blindös fyrir framan borðið mikinn hluta dagsins og engrar hvíldar auðið meðan bankinn var opinn enda ekki hægt um vik með það þar sem gjaldkerum voru þá ekki ætlaðir stólar. En á hverju sem gekk hélt Jón ávallt jafnaðar- geði sinu, gerði að gamni sínu við viðskiptafólkið og afgreiddi það hratt og vel svo að menn voru mjög ánægðir með þjónustu hans. Hann var hamhleypa til verka og ævinlega fús til að létta starfi af minna reyndum starfsfélaga sín- um ef á þurfti að halda. Ég á ekki nema góðar minningar um hann sem starfsfélaga og vin. Jón starfaði allmikið hjá Leik- félagi Reykjavíkur og lék auk þess í kvikmyndum. Hafði hann hina mestu ánægju af þeirri starf- semi sinni og vann þar af sama kappinu og að öðru. Ennfremur starfaði hann mikið fyrir flokk sinn, Alþýðuflokkinn, og stofnanir hans og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn í þágu hans. Þó var honum fjarri að hafa í frammi pólitiskan áróður við starfsfélaga sína, taldi hvern og einn mann til að mynda sér sjálf- ur sína eigin skoðun. Hann var félagslyndur mjög og starfaði mikið í Félagi starfs- manna Landsbankans. Formaður þess félags var hann 1949—1952. Á skemmtunum félagsins var hann hrókur alls fagnaðar og þótti gaman að dansa, sérstaklega „gömlu dansana". Hann bragðaði hvorki tóbak né áfengi en það stóð síður en svo í vegi fyrir glað- værð hans. Börn okkar starfsfé- laga hans, nú uppkomin, minnast hans kannski helst i gervi jóla- sveinsins á jólatrésskemmtunum starfsmannafélagsins en það hlut- verk tók hanri að sér hvert árið eftir annað og leysti það af hendi til mikils fagnaðar fyrir hina ungu gesti. Með Jóni er okkur horfinn sjón- um enn einn hinna „gömlu“ bankamanna sem við minnumst með söknuði og okkur finnast óbætanlegir. Þegar ég hóf störf í bankanum voru starfsmennirnir ekki nema 70—80 og þá var Seðla- bankinn aðeins „reikningur“ i Landsbankanum. En þetta var dugmikið og harðsnúið lið og skylduræknin var einstök. Flestir hófu þá störf i bankanum til þess að vera þar ævilangt og því kepptu þeir að því að læra sín störf sem best og gegna þeim svo að ekki yrði að fundið. í þeim anda starfaði Jón líka allan sinn starfsaldur í bankanum, 37 ár. Ég minnist með þakklæti þeirra stunda sem við áttum sameigin- legar, bæði við störf og skemmt- un, og votta að lokum ekkju hans, börnum og barnabörnum, innileg- ustu samúð mína. Undir það þyk- ist ég vita að allir gömlu starfsfé- lagarnir okkar í Landsbankanum muni taka heilshugar. Hann hvíli í friði. Torfi Ólafsson Það situr kannski sízt á mér að trana mér fram á þessum vett- vangi og minnast Jóns H. Leós. En á fyrstu manndómsárum min- um hér í Reykjavík, eftir lok síð- ustu heimsstyrjaldar, þurfti ég oft að leita til bankanna um vissa fyrirgreiðslu, og vandamál mín voru jafnan víxlarnir. Eitt sinn kom ég i Landsbank- ann á mánudegi að endurnýja víx- il. „Stefán, víxillinn er fallinn," sagði Jón. En það hafði verið helgi, og ég gat ekki komið fyrr. Jón hélt áfram að blaða í sínum spjaldskrám í bak og fyrir. A með- an beið ég eins og illa gerður hlutur framan afgreiðsluboðsins. Eftir 15 mínútna bið var nafn mitt kallað upp hjá gjaldkera, og ég endurnýjaði víxil minn. Þegar ég var á leið út kallar Jón í mig og segir: „Þetta gerði ég bara vegna hans Asgeirs bróður þins. Maður á alltaf að vera korrekt í peninga- málum.“ Nú, hver sem mín víxla- siðfræði hefur verið síðan, þá man ég þessi orð Jóns H. Leós enn. Jón var mikill drengskapar- maður, og kynntist ég honum bet- ur síðar. Jón H. Leós var mikill starfs- maður um áhugamál sin hér á meðal okkar, og er þar helzt að nefna störf hans fyrir leikhópinn „Bláu stjörnina" og Leikfélag Reykjavíkur árin 1933—1956. Þá vann hann líka mikið að félags- málum fyrir Póstmannafélag is- lands, Starfsmannafélag Lands- bankans og átthagafélag sitt. Ég minnist Jóns H. Leós sem góðs og hjálpsams félaga i lífsbaráttu minni um miðja 20. öldina. Þá vóru bílar eitt af hans áhugamál- um. Jón Halldór var Leósson söðlasmiðs og kaupmanns á ísa- firði, Eyjólfssonar bónda á Kleif- um, Bjarnasonar prests í Garps- dal, Eggertssonar prests að Stóru- völlum og í Stafholti, Bjarnasonar landlæknis í Vík í Mýrdal, Páls- sonar prests að Upsum og áfram í beinan karllegg af Guðmundi sýslumanní Andréssyni á Felli í Kollafirði, valdsmanns um 1520 af ætt Oddaverja. Eftirlifandi konu Jöns, börnum og barnabörnum, svo og öðru ætt- fólki, sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið þeim öllum blessunar hans, sem öllu stýrir, þessa heims og annars. Stefán Bjarnason verkfr. Kveðja frá ísfirðinga- félaginu í Reykjavík. 1 faðmi fjalla blárra þar frevðir aldan köld í sölum hamra hárra á huldan góðan völd En nætur blysin blika um hládimm klettaskörð er kvöldsins geisla kviku og kvssa tsaf jörð. G.G. Þessi fallega átthagavísa er svo samgróin nafni Jóns Leós banka- fulltrúa, að engin orð eru okkur ofar í huga þegar minnst er þessa mæta manns. Hér verður fyrst og fremst minnst eins þáttar í lundarfari Jóns heitins, það er hin sterka og trúa ást sem hann hafði á æsku- stöðvum sinum. Jón fæddist á ísafirði 9. desem- ber 1901. Hann átti ætt sína að rekja til stórmerkrar móðurættar frá Djúpi, og mjög þekktrar föðurættar frá Barðaströnd. Hann ólst upp á Isafirði í hópi sex bræðra og einnar systur. Þess- ir bræður voru svo samrýmdir að til var tekið, enda fengu þeir snemma samheitið Leósbræður. Þeir voru allir þekktir fyrir prúð- mennsku, sérstaka reglusemi og dugnað. Það var ekki ónýtt fyrir okkur sem yngri vorum að kynn- ast þeim á vettvangi iþrótta. Knattspyrna var þeim sérstaklega hugleikin. Naut knattspyrnu- Framhald á bls. 35 Eiginmaður mmn, t ÞORSTEINN GÍSLASON. Brandsbæ, Hafnarfirði, er látinn Gunnþórunn Víglundsdóttir. t Amma mín. GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR frá Hafnarhólmi andaðist að Hrafmstu sunnudaginn 26 febrúar Fyrir hönd aðstandenda Leó Kristjánsson. t Vinkona mín, systir okkar of fóstursystir. VILBORG (MINNIE) ÓLAFSDÓTTIR lézt að heimili sinu 26 þ m Katrín Gísladóttir, systkini og fóstursystkini. t Konan min. VIGDÍS HANSDÓTTIR Hrauntungu 47, Kópavogi. lést i Borgarspitalanum 27 febrúar Sigurgestur Guðjónsson. t Móðir okkar JÓNÍNA GÍSLADÓTTIR, lést í Landspitalanum 26 febr Ólöf Elíasdóttir Margrét Björgvinsson Gísli Steinsson. t Faðir okkar. tengdafaðir og afi, HAFSTEIN LINNET, Svóluhrauni 2. Hafnarfirði, andaðist i Landakotsspitala 27 febrúar Kristin Linnet, Þórður Einarsson, Hans Linnet, Málfriður Linnet, og barnaborn t faðir okkar og afi, JÓN EINARSSON frá Höfðabrekku. Vestmannaeyjum. lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, sunnudaginn 26 febrúar Ásbjörg Jónsdóttir. Jón Andrésson, Karl Jónsson. t Móðir okkar. tengdamóðir og amma, HULDA ÞORVALDSDÓTTIR, Bergstaðastræti 49, lézt 22 febrúar verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 2 marz kl 13 30 Jón L. Sigurðsson, Magdalena Sigurðardóttir, Sif Sigurvinsdóttir, og barnabörn. Rósar Eggertsson, t Utför mannsins míns og föður. ÞORSTEINS RAGNARS GUÐJÓNSSONAR, Faxastíg 35, Vestmannaeyjum, verður gerð frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 1 marz kl 2 e h Bára Karlsdóttir, Karl Vignir Þorsteinsson. t Útför mannsins míns, SIGURGÍSLA ARNASONAR húsasmíðameistara, Hæðargarði 22, fer fram frá Dómkrikjunni miðvikudaginn 1 marz kl 3 síðdegis Þeim. sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Multiple scleroses félags íslands hjá Sjálfsbjörgu Fynr hönd vandamanna. Sigfriður Marinósdóttir. Lokað vegna jarðarfarar Verzlun vor og skrifstofa verða lokaðar þriðjudaginn 28. febrúar frá kl. 2 til 5 vegna jarðarfarar frú Marie Ellingsen. Verzlun O. Ellingsen h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.