Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 45 f*f I i t i í I í ■ '& LU 5 JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRA MANUDEGI 0 Þarfur skóli „Umferðarskólinn Ungir vegfarendur hefur nú starfað í nokkur ár og hefur hann ótvírætt sannað gildi sitt. að því er ég tel. Hann er einn fjölmennasti skóli landsins, nær til barna á forskóla- aldri eða 3—6 ára barna að ég held og veitir þeim margháttaða umferðarfræðslu. varar við hættunni sem getur starfað af ferðum í mikilli umferð og kennir þeim einfaldar grundvallarreglur sem þau eiga auðvelt með að læra. Með vissu millibili fá börnin sent heim ýmiss konar efni frá skólan- unt og þá er gert ráð fyrir að foreldrar aðstoði við að lesa það og kynna fyrir börnunum. Með þessum línum vil ég aðeins minna á tilveru þessarar merku menntastofnunar og veit ég reyndar að langflestir vita af henni, en ég tel nauðsynlegt að það verði munað eftir þessum skóla og að við hann verði stutt eins og hægt er. Það má án efa búast við þvi að börnin fái frá honum vegarnesti sem þau búa að lengi og allir viðurkenna hve mikiivægt það er að kenna börnum að virða umferðarreglur. Spurningin er bara hvort jafnvel megi ekki koma upp umferðar- fræðslu i álíka formi fyrir okkur sem fuilorðin erum og ættum að geta verið fyrirmynd yngri borgara í umferðinni Faðir.“ Þessir hringdu . . . % Lokaðir strætisvagnar Strætisvagnafarþegi kvart- aði yfir þvi nýlega að hann kæmi að sinu mati alltof oft að lokuðum dyrum strætisvagna er þeir standa við Hlemmtorg og „biða eftir klukkunni." Fannst far- þeganum að strætisvagna- stjórarnir ættu að hafa vagnana opna. a.m.k. i siæmu veðri og vera þá sjálfir til að taka við fargjaldi ef þeir vantreysta farþegum, sem sjálfsagt verður stundum að gera. Þá sagði farþeginn einnig að sér- staklega væri þetta slæmt snemma á morgnana líka, menn væru syfjaðir og þá væri það ekki verra að standa úti í kuldanum meðan horft er á vagninn fyrir framan og hugsað til þess hve hlýtt væri innan dyra hans. Velvakandi kemur þessum ósk- um á framfæri, vera kann að skýringin sé að nokkru leyti sú að á Hlemmi er aðstaða fyrir vagn- stjóra, sem oft er ekki á enda- stöðvum þeirra og geta þeir því þurft að skreppa þar inn ýmissa erinda. Sjálfsagt er hins vegar að reyna að koma í veg f.vrir að fólk þurfi að norpa úti í kuldanum. £ Ofriðurenn Nýleg lokun Túngötunnar fyrir framan Landakotsspitalann verður borgara að umtalsefni: — Ég held að það sé ekki nóg að loka Túngötunni fyrir framan Landakotsspítalann eins og gert hefur verið, því að minu mati hefur hávaði frá umferð ekki minnkað nema sums staðar á spítalanum. Eftir þessu tók ég er ég lá þar nýlega og kona nokkur sem ég hef heimsótt á spitalann eftir að ég var þar hefur einnig kvartað yfir því að hún fái ekki nægan svefnfrið. Held ég að það þurfi að afmarka stærri hring við spítalann og loka þar með flciri gotum. Eg geri mér grein fyrir að það myndi hafa i för með sér enn frekari truflun á eðlilegri umferð i gegnum hverfið. en geta menn ekki þolað það og umborið hina sjúku, þ.e. tekið meira tillit til þeirra. Á hinunt spítölunum er þetta ekki svo niikið vandamál þar sem þeir eru einangraðri en Landakot, en kannski verður þetta sífellt vandamál þar. % Gott erindi Ánægður útvarpshlustandi: — Ég vildi fá að þakka fyrir mjög gott útvarpserindi scm Hulda Jcnsdóttir forstöðukona hélt nýlega í þættinum um Dag- inn og veginn. Ég vil taka svo sterkt til orða og segja að mér finnst erindi hennar hafa verið eins og ljós i myrkri að heyra konu tala fyrir lifinu. en ekki fyrir dauðanum. þegar hún ræddi um fóstureyðingar. Fyrir þetta vil ég þakka henni og vona ég að það verði henni og öðrurn til uppörvunar og hvatningar til ð láta heyra nteira frá sér i þessum tón. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson I landskeppni Englendinga og Hollendinga í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Bellins, Englandi, og Ligterinks, Hol- landi, sem hafði svart og átti leik: 33.... Hg3!!, 34. hxg3 (Ef 34. Dxc6 þá Hgl+ og mátar) Be4, 35. Bd5 — Hxfl+ og hvitur gafst upp. Eftir 36. Hxfl — Bxe4 er staða hans gersamiega vonlaus. HOGNI HREKKVISI Nú er hann kominn yfir í ræflarokkið! fyrir herra hefjast 1 marz Japanski þjálfarinn Yoshihiko lura kennir. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl 1 3 00 til 22.00 JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32. í hádeginu alla daga ”Shawarma„ ísraelskur grillréttur Borinn fram í brauóhleif, með sinnepssósu og salati I VeriÓ velkomin HOTEL LOFTLEIÐIR Veitingabúó EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.