Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Fjármálayfirvöld ákveða afgerandi aðgerðir í Sviss Bern. 27. febr. AP. SVISSNESK sljórnvöld herlu á mánudag mjög á hömlum við innflulninRÍ á erlendu fjármagni. Eru aógeröirnar hrakalenri en dæmi eru um þar í landi síðan í heimsstvrjöldinni síðari. Svissneski frankinn hefur á undanförnum mánuðum verið mjö« dyr Kafínvarl dollaranum ok öðrum veslrænum f’jaldmiðli. Helztu liðirnir i ákvörðun stjórnvalda eru að banna útlend- um aðilum að kaupa svissnesk verðbróf eða hlutabréf. Reistar eru skorður við miklum innfluln- infíi á erlendum peninfjaseðlum of< bankayfirvöldum Kert kleift að gera viðeigandi ráðstafanir á mörkuðum með þvi að eisa við- skípti í erlendum gjaldeyri. Erlendum ferðamönnum er nú ekki heimilt að taka með sór meira en jafnvirði 20.000 sviss- neskra franka inn í landið og í>ilda mjöf> þunf; viðurlöf; við brot- um. Bankar hafa nú rótt til að f;era ráðstafanir i sambandi við Kjaldeyrisviðskipti 24 mánuði fram í tímann í stað 3 eins og áður var. Aðgerðir þessar koma í kjölfar mjöf; harðrar ráðstafana. sem háttsettur bankamaður i Sviss hefur lýst sem þeim ströngustu. sem gripið hefur verið til siðan i heimsstyrjöldinni síðari. 'Þær komu þremur döf;um eftir að sett- ar voru reslur um 40% „frádrátt- arvexti" árlega á allar bankainn- eignir aðila. sem ekki eru búsettir i Sviss. þ.e. só upphæðin hærri en 5 milljónir dollara. Að sögn svissneskra bankayfir- valda hafði það e.t.v. áhrif á milljarða Bandarikjadollara. er aðgerðir þær komu til fram- kvæmda er hækkað hafa verð dollarans um hvorki meira né minna en 5,5% síðan á föstudag- inn var. í Milanó var endi bundinn á öll viðskipti i dollurum og svissnesk- um frönkum er spurðist um að- gerðir Svisslendinga. Svissnesk yfirvöld hafa látið í ljós von um að ráðstafanirnar muni hafa ró- andi áhrif á erlendum gjaldeyris- mörkuðum eftir að svissneski frankinn var orðinn „fráleitlega hár“ eins og það er orðað, og orðinn efnahagsyfirvöldum mjög erfiður ljár í þúfu. Fimm köfnuðu á olíu- borpalli Stavanger, 26. febr. AP. Reuter. FIMM norskir starfsmenn á stærsta steypta olfuborpalli f heimi köfnuðu í eldi, sem skviidi- lega gaus upp á pallinum á laugardagskvöld að sögn tals- manna norska „Statoil" félagsins. Starfsmennirnir, sem unnu fyr- ir verktakafélagið „Brownaker" voru að vinnu á þiljum inni í einum burðarstólpa pallsins, sem vegur um 290.000 tonn. Olíubor- pallurinn er um 100 mílur frá Bergen á hafi úti. Að sögn Arne H. Halvorsen, blaðafulltrúa olíu- félagsins, voru mennirnir um 49 metra upp af botni pallsins og geta menn sér þess til að litill neisti hafi orðið kveikjan að eld- inum. Það voru aðrir starfsmenn borpallsins, sem réðu niðurlögum hans. Halvorsen sagði að eina undankomuleið mannanna hafi verið að komast upp og hefðu lík tveggja mannanna fundizt í lyftu. Eftir atburð þennan er tala þeirra, er látizt hafa við störf á olíuborpöllum við Noreg, 30. Þá segir í frétt frá London að tveir hollenskir dráttarbátar dragi nú norska borpallinn „Orion" í átt til Cherbourg í Frakklandi en pall þennan rak upp í kletta í óveðri við Guernsey á Ermarsundi hinn 3. febr. en þá var verið að flytja hann frá Norðurssjó til Brazilíu. Norski olíuborpallurinn Statfjord A sem kviknaði í með þeim afleiðingum að fimm létu lífið. Arabalönd leyna hryðjuverkamönnum Bonn, V-Þýzkalandi, 27. febr. AP. VESTUR- ÞVZKUM hryðjuverkamönnum sem tóku þátt í morðum og hryðjuverkum á síð- asta ári, er Ieynt í araba- löndunum Kuwait og írak að því er áreiðanleg- ar fregnir frá vestur- þýzku ríkisstjórninni herma. Rannsóknarlögreglan í Wiesbaden leitar hinna ónafngreindu hryðju- verkamanna í sambandi við morðið á hæstaréttar- dómaranum Sigfried Buback, bankastjóranum Jiirgen Ponto og iðn- rekandanum Hans Martin Schleyer. Bæði ríkin, Kuwait og írak, hafa neitað vestur- þýzkum stjórnvöldum um samvinnu og jafn- framt neita þau þýzkum rannsóknariögreglu- mönnum, sem leita hryðjuverkafólksins, um inngöngu í umrædd lönd. Ránið á Hans Martin Schleyer hleypti af stað mestu lögregluleit sem átt hefur sér stað í V- Þýzkalandi eftir stríð, en Schleyer var skotinn til bana 18. okt. s.l. eftir að hafa verið fangi hryðju- verkahópsins Rauða hersins í sex vikur. Buback var skotinn til bana í apríl s.l. og Pnoto í júní s.l. eftir að tilraun til að ræna honum mistókst. Nixon brey tir endurminningum \(>h V«rk. 27. frhrúar.VP. RICHARD M. Nixon fyrrum Bandarfkjaforseti endurskoðar nú skráðar endurminningar sfnar með aðstoð sjónvarpsmannsins David Frost. vegna staðhæfinga um hann f nýútkominni bók Haldemans fvrrum aðstoðarmanns hans. Dagblaðið Trib skýrði frá því að útgáfustjóri Grosset og Dunlap, sem gefur út bók Nixons, David Frost og kona að nafni Nancy Brooks, sem vinn- ur hjá útgáfufyrirtækinu, héldu sig á hóteli nálægt bústað Nixons í San Clemente í Kali- forníu. Trib skýrði frá því að lið af- burðarmanna hefði verið feng- ið til að endurrita ýmsa kafla úr bók Nixons. Bók Nixons átti að koma út hinn 15. marz en starfsmaður Grosset og, Dunlap skýrði frá þvi að hún kæmi ekki út fyrr en í maí. Talsmaður Nixons hefur hins vegar skýrt frá því að ekk- ert sé hæft í því að Nixon sé að endurrita bók sfna, þótt litið gæti svo út að ýmsir kaflar í henni væru svör við staðhæf- ingum Haldemans. I nýútkominni bók sinni „The Ends of Power“ segir Haldeman að Nixon hafi átt upptök að Watergate-innbrot- inu og átt stóran þátt i því að reyna að breiða yfir það. Um síðustu helgi leyfði Nix- on það aö átta þúsund ferða- ~ Öryggisverðir voru um borð í menn keyrðu í rútum um hverri bifreið og farþegunum landareign hans í San var ekki leyft að opna glugga. Clemente í tíu mínútur og er Þá máttu bifreiðarnar ekki það í fyrsta sinn sem hann nema staðar á ferð sinni um hleypir ferðalöngum í ná- landareignina. munda við heimili sitt síðan hann yfirgaf Hvíta húsið. Hlustuðu ferðamennirnir á segulband um leið og þeir skoð- uðu landareignina og sagði röddin á spólunni að Nixon sæti á heimili sínu og ritaði endur- minningar sínar. Flestir ferðamannanna voru vonsviknir eftir túrinn, sem kostaði tvo og hálfan dal á mann. En fólk kom að alls staðar aó frá Bandaríkjunum í þessa heimsókn. Maður nokkur sagði eftir skoðunarferðina: Eins og allt sem Nixon hefur gert, þá lofaði hann okkur meiru heldur en hann stóð við. Margir létu í Ijós vonbrigði sín yfir að hafa ekki borið forset- ann fyrrverandi augum. „Hann hefði að minnsta kosti getað komið út og veifað okkur“, sagði ein konan í hópnum. Skoðunarferðin tók tíu mínútar og þar af aðeins sex mínútur á einka landareign forsetans. Skoðunarferðin um landareign Nixons var skipulögð hjá verzlunarráðinu í San Clemente í tilefni af fimmtíu ára afmæli staðarins. Somoza lofar að leggja niður völd Managua, Nicaragua, 27. feb. AP. FORSETI Nicaragua, Anastasío Somoza, hét því f ávarpi á sunnu- dag að hann myndi afsala sér völdum, þegar núverandi kjör- tímabil hans væri á enda 1981. Skærur milli herja stjórnarinnar og fylgismanna hans brutust út að nýju um helgina í tveimur borgum og er sagt að einn maður hafi látið lífið og níu særzt í átök- um í annarri borginni. í ræðu, sem hann flutti á fjölda- fundi utandyra, skýrði Somoza frá því að hann myndi setja á stofn sérstaka nefnd til að kanna morðið á Pedro Chamarro rit- stjóra, en hann var um langt skeið einn af hatrömmustu fjandmönn- um Somoza-stjórnarinnar. Somoza talaði úr skotheldu glerskýli, en það hefur hann gert opinberlega síðan 1974 af ótta við að verða myrtur. Fundinn sóttu um 80.000 manns og er þetta í fyrsta skipti að Somoza skýrir frá því að hann muni láta af völdum. Fjölskylda forsetans hefur nú verið við völd í landinu í 42 ár. Til mjög harðra átaka kom i Diriamba á sunnudag milli þjóð- varðliða og mótmælenda sém and- snúnir eru Somoza að sögn lög- regiunnar. Að sögn vitna brenndu mótmælendurnir 5 hús, sem eru í eigu Somoza-fjolskyldunnar og réðust á vagna, sem fluttu fólk að torginu þar sem Somoza ávarpaði fjöldann. Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið í átökum síðan Chamarro var myrtur 10. janúar. Forkosning í Kólombíu Bogota, 27. feb. AP. FYRRVERANDI varaforseti Kolomhfu, Julfo Cesar Turbay Ayala. sigraði fyrrverandi forseta, Carlos Lleras Restrebo. f forkosningum um frambjóðanda Frjálslynda flokksins til forsetakosninga, sem haldnar verða 4. júnf. Kosið var á mánudag. Fréttaskýrendur höfðu áður spáð Ayala sigri, aðallega vegna þess að spurzt hafði að hann nyti stuónings stjórnar núverandi forseta lands- ins, Alfonsos Lopez Michaelsens en samkvæmt stjórnlögum er honurn óheimilt að bjóða sig fram aftur eða að lýsa yfir stuðningi sinum opinberlega við nokkurn annan frambjóðanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.