Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28 FEBRUAR 1978 47 Kúbanir hjálpa nú Eþíópum í Eritreu Róm. 27. febr. AP. UM 1000 kúbanskir hermenn hafa nú bætzt i raðir Eþíópíumanna í striði þeirra við uppreisnarmenn í Eritreu og er haft eftir talsmanni uppreisnarmanna að þeir hafi tekið beinan þátt í að verja borgina Asmara og í tilraun til að klekkja á umsátursliðinu við borgina. Að sögn Amde Michael Kahsai, talsmanns þjóð- frelsishreyfingar Eritreu, voru það kúbanskir her- menn, er stýrðu stórskota- liði Eþíópíumanna og stjórnuðu eldflaugum af þeirri gerð, sem kennd er við Stalín, er Eþíópíumenn gerðu harða árás suður af borginni Asmar í síðustu viku. Hann sagði að svo virtist sem hin sovéska hernaðaráætlun sú er við væri höfð beindist fyrst og fremst að því að „treysta“ stöóu Eþíópíumanna í Eri- treu, en um 10.000 kúbanir eru nú í suð-vesturhluta Ogadeneyðimerkurinnar í baráttu við sómalska skæruliða. Kashai bætti því við að sannanir væru fyrir því að Kúbanir væru nú einnig til staðar i hafnarborginni Massava. Hann sagðist þó vera þess fullviss að engin vopn myndu duga til að bera sigurorð af frelsisher Eritreumanna. Þeir hafa barizt fyrir málstað sínum síðan 1962, þegar Haile Sel- assie keisari sló eign sinni á lönd þeirra. Talsmaðurinn skýrði frá því að Eþíópíumenn hefðu brotizt í gegn um viglinuna og hitt heri Eritreumanna fyrir í Dombollo um 20 kílómetra suður af Asmara eftir nokkurra daga bar- áttu sagói hann. Eþiópíu- menn hafa nú vígstöðvar á fáeinum stöðum eftir að uppreisnarmenn sóttu á fyrir Iveimur áruin. Herir stjórnarinnar ráða enn hafnarborginni Assab, en sagt er að þar komi Eþiópiumönnum lungi alls herafla og gagna í höfn frá Sovétrikjunum. Eþiópskir hermenn steyta kreppta hnefa til himins og kirja bvltingarsöngva á fjöldafundi. er nýlega var haldinn í Addis Ababa. V, Veður víða um heim New York, 27. febr. AT. Amsterdam 12 skýjað Aþena 20 sólskin Berlin 12 sólskin Brússel 15 skýjað Chieago +4 skýjað Frankfurt 11 skýjað Genf 8 skýjað Helsinki 4-1 skýjað Jerúsalem 19 þoka Kaup.m.h. 5 þoka Lissabon 17 rigning London 10 rigning Los Angeles 19 skýjað Madrid 13 1 ígning Malaga 18 skýjað Miami 23 bjart Montreal 4-5 snjókoma Moskva 4-5 snjókoma New York 3 bjart Ösló 3 rigning Palma 16 bjart París 12 skýjað Róm 16 bjart Stokkh. 2 skýjað Tel Aviv 21 þoka Tókíó 14 bjart Vancouver 9 bjart Vín 15 sólskin Leikstjóri ákærður á Spáni Barcelona, 27. febr. LEIKSTJÓRI, sem átti að mæta fvrir rétti á morgun, sakaður um aðdróttanir í garð hersins í einu verka sinna slapp af sjúkrahúsi fangelsisins í gær. Albert Boadella leikstjóri var handtekinn i desember s.l. og lá á sjúkrahúsi fangelsisins vegna nýrnasjúkdóms. Hann átti að mæta fyrir hérrétti á morgun ásamt fimm leikurum úr leik- flokki hans. Þeir eru altir ákærðir fyrir undirróður og móðganir í garð hersins fyrir flutning á leik- riti i leikhúsi Boadella. en verkið fjallaði um aftöku ungs Pólverja árið 1974. sem var fundinn sekur um að hafa drepið lögregluþjón. Akærandi hersius •'■-afist þess að Boadelia verði dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsis- vistar og leikararnir i þriggja ára fangelsi. ERLENT Þýzkir prentarar mótmæla tölvum og hóta verkfalli Stultgart. 27. febr. AP. FJÖLDI vestur-þýzkra dagblaða mun að öllum líkindum ekki kona út á morgun vegna verkfalls prentara. sem mótmæla þvf að tölvur yfirtaki störf þeirra. Félag prentar. Druek und Papier. sem hefur aðsetur i Stuttgart. boðaði til verkfallsins. eftir að útgefendur höfðu neitað að samþykkja kröfur prentara um tryggingu fyrir öruggri vinnu. sem tölvurnar eru nú að leggja undir sig. Dreifðu prentarar bæklingum og plöggum í Frankfurt, þar sem þeir ásökuðu útgefendur um að nota tölfurnar til að eyðileggja starfsgrund- völl prentara og sögðu fégræðgi útgefanda engin takmörk sett. Talsmaður prentarafélagsins sagði að hætta væri á að verkfall prentara stæði dögum saman ef útgefendur sæju sig ekki um hönd og hæfu samningaviðræður. Spánverjar víta „óþolandi” hnýsni i innanríkismál sín Madrid, 26. feb. AP. SPÆNSKA utanríkisráðuneytið fordæmdi á sunnudag harðlega yfir- iýsingu einingarsamtaka Afríkuþjóða. sem nýlega mælti með því við' spænsk stjórnvöld að þau tækju til athugunar að veita Kanaríeyjum sjálfstæði, en eyjarnar lúta stjórn Spánverja. Utanrlkisráðuneytið befur kallað yfirlýsinguna „óþolandi afskipti af spænskum innanríkis- málum.“ 1 frétt frá spænska utanríkisráðuneytinu sagði að stjórnvöld á Spáni hefðu komið á framfæri kröftugum mótmælum við allar aðildarþjóðir samtakanna er greiddu atkvæði með tillögunni. en utanrikisráðherrar einingarsamtakanna samþykktu hana með 42 atkvæðum gegn 2 á fundi sinum i Trípólí. Einnig sagði i fréttinni frá ráðuneytinu að spænska stjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir að tillagan yrði samttttoomv Víðtækri leit lokið Reading, 27. febr. AP. LÍK átta ára gamals drengs, Lester Chapmans, fannst í forarpolli s.l. sunnudag og leystist þar með ráðgátan um hvarf drengsins fyrir se\ vikum síðan. Mikil leit var gerð að drengn- um eftir að hann fór að heiman frá sér 12. jan. s.l. Líkið fannst rúman kilómetra frá heimili hans, en það voru börn að leik sem komu auga á líkið. Leitin að Lest- er er ein sú mesta sem fram hefur farið i Bretlandi. Engir áverkar voru á líkinu og talið er að hann hafi dáið samdægurs. Hér sjást veróir úr egypsku lögreglunni fyrir framan sendiráð Kýpur I Kairó en þvi var lokað á miðvikudag. er Sadat sleit stjórnmálasambandi við eyna. Ambassador Egypta fer frá Kýpur Kairó, Larnaca, Nicosíu, 27. feb. AP. AMBASSADOR Egypta á Kýp- ur yfirgaf eyna í dag um líkt leyti og Arabarnir tveir, er grunaðir eru um að hafa myrt víðkunnan egypskan ritst jóra, voru leiddir fvrir rétt. Egyptar hafa nú ákveðið að svipta Palestínumenn, sem búsettir eru í Egyptalandi, sérstökum þegnréttindum þeirra og hafa ákveðið að láta þá sit ja við sama borð og þegna annarra Arabaþjóða. Hassan Shash, ambassador Egypta á Kýpur, flaug í dag ásamt fjölskyldu sinni frá eynni, fjórum dögum eftir að Egyptar ákváðu aó slita stjórn- málasambandi við stjórnvöld þar. Arabarnir tveir, Mohamm- ed Khadar, 28 ára og Zayed Hussein Ahmed al-Ali, 26 ára, voru i dag færðir fyrir rann- sóknarrétt fyrir að hafa myrt Youssef el-Sebaei, ritstjóra A1 Ahram í Kairó, af yfirlögðu ráði. Að sögn voru af því tilefni gerðar meiri öryggisráðstafanir við dómshúsið en dæmi eru til áður i borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.