Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 7 „Samningana í gildi” 1 gerðum samningum aðila vinnumarkaðar er gert ráð fyrir því, með hvaða hætti viðbrögð skuli vera, ef t.d. verð- bótaákvæði eru skert, eins og nú hefur verið gert að nokkru, til að hamla gegn víxl- hækkunum kaupgjalds og verðlags í verðbólgu- átt. Undir slíkum kring- umstæðum var uppsögn samninga heimil með eðlilegum en skömmum fyrirvara. Að slfkum uppsagnarfresti liðnum var verkalýðshreyfing- unni heimilt, ef ástæða þætti til og að loknum sáttaumleitunum, að beita verkfallsvopni sinu. 1 sjónvarpsþætti, sem fjallaði um aðstæð- ur á íslenzkum vinnu- markaði (í fyrrakvöld), kom m.a. fram, að hægt var að efna til löglegs verkfalls 1. apríl nk., að undangengnum tilskild- um formsatriðum. I stað þess að fara þann veg að, sem samningar gera ráð fyr- ir, og forystumenn ASl hafa staðfest með und- irskrift sinni, er nú lagt til að hefja ólöglegar aðgerðir, skæruverk- föll, 1. og 2. marz. Þrátt fyrir skýlaus ákvæði samninga hér um er þetta undir kjörorðinu: „Samninga í gildi“. Svo mótsagnakennd eru orð og athafnir. Mótmæla má á margvíslegan hátt Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru í senn óhjákvæmilegar og heillavænlegar, þeg- ar til lengri tíma er lit- ið, til að tryggja rekstr- argrundvöll út- flutningsgreina okkar, atvinnuöryggi og hamla gegn enn örari verðbólgubruna kaup- gildis almennra launa. Nokkur frystihús höfðu þegar stöðvast, önnur voru við stöðvun og verulegur samdráttur í fiskiðnaði blasti við, án þessara ráðstafana. Slíkur samdráttur ■ undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar hefði óhjá- kvæmilega breiðst út um atvinnulffið allt á skömmum tíma, svo tengdar sem atvinnu- greinar okkar eru og háðar hver annarri. Skiptar skoðanir um þessar aðgerðir voru engu að síður eðlilegar. Mótmæli og gagnvið- brögð áttu, hér sem í öðrum málum, lýð- ræðislegan rétt á sér innan lagaramma sam- félagsins og ákvæða gildandi kjara- samninga. Enginn nauður rak launþega- samtökin til að grípa til ólöglegra aðgerða, skæruverkfalla. Hægt var að koma viðbrögð- um við innan landslaga og sá er örugglega vilji mikils meirihluta launafólks, hver sem af- staða þess annars er til kjara- og dýrtíðarmála líðandi stundar, þegar og ef það telur mótað- gerða þörf. Könnun á því, hve langt má teyma fólk Leiðtogar stjórnar- andstöðunnar, sem sett hafa pólitískan stimpil sinn á boðuð viðbrögð næstu daga, létu frá sér fara útreikninga á því, hv.e mörgum krónum einstakir launahópar töpuðu á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Þessir útreikningar eru að vísu byggðir á hæpn- um forsendum, m.a. vegna þess að ekkert til- lit er tekið til verðbólgurýrnunar kaupgjalds án þessara ráðstafana né hins, að I án þessara ráðstafana | blasti við innreið al- menns atvinnuleysis í landinu, sem hingað til hefur verið talinn versti óvinur hins vinn- andi manns. Þessir út- reikningar stjórnarand- stöðunnar sýndu hins vegar ótvírætt fram á að ekki er tekinn nema 'A hluti verðbóta, í krón- um taiið, af 106 þús. króna mánaðarlaunum, miðað við það, sem tck- ið er af 300 þús. króna launum. Hins vegar er ætlast til þess að lág- launamaðurinn taki þátt í ólöglegum skæru- verkföllum í þágu há- launamannsins. Þetta er að vísu í samræmi við þá „láglauna- stefnu“, sem rekin hef- ur verið I raun af til- teknum forystumönn- um á kjaravettvangi í þjóðfélaginu. En íhug- unarefni engu að síður. Greinilegt er að póli- tískur skollaleikur mót- ar þær mótmælaaðgerð- ir, sem skipulagðar hafa verið fyrir tilstilli manna, er fremur horfa fram til kosninga en raunverulegra hags- muna launafólks. Hér er sýnilega um tilraun að ræða, hve langt er hægt að teyma fólk í þá átt að höggva að rótum þjóðfélagsbyggingar- innar. Hér er því um mjög alvarlegt mál að ræða, sem hver og einn ætti að fhuga af gaum- gæfni, áður en hann grípur til óyndisúr- ræða. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af j H hagstæöum innkaupum|É Saltað hrossakjöt Buff Gullas Vöðvar, innralæri Vöðvar, mörbráð Hakk Karbonaði Saltað folaldakjöt Reykt folaldakjöt hrossabjúgu nýreykt STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 VARAHLUT1R vorum að fá frá: Mitsubishi /; Lancer og Galant t.d. stýrisenda, sehtorsarma, stýrisupp- hengjur, dempara, kúplingsbarka, hand- bremsubarka, harðamælisbarka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.