Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Sigurður E. Haraldsson: Sú þióð” Þriðjungur aldar er nú frá því að þúsundir íslendinga áttu sam- eiginlega hátíðarstund á Þingvöll- um, en aðrir landsmenn fylgdust með úr fjarlægð. Þessi hátíðar- stund var regnvotur júnídagur og lýðveldi í landinu var endurreist. Forsagan er alkunn, margar lang- ar aldir þraukaði þjóðin og beið þessa dags. Loks var hann runn- inn upp. Heimurinn umhverfis engdist í blóði heimsstyrjaldar, sem brátt var þó á enda. Fram- undan var tíð fyrirheita um betri' heim, meira frelsi, minni þjáning- ar, aukin tækifæri til hamingju og gleði. I byrjun ársins 1944 ávarpaði þáverandi rikisstjóri Sveinn Björnsson, en hann var kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins síðar á árinu, þjóð sina og lagði m.a. út af orðum eins af merkustu rithöf- undum Breta. Þau orð voru á þessa leið: „Sú þjóð, sem setur eitthvað ofar frelsinu, mun glata því. Og það er kaldhæðni örlag- anna, að ef þjóðin setur lífsþæg- indi og peninga ofar frelsinu, mun hún missa þetta hvort- tveggja. Þjóð, sem berst fyrir frelsi sínu, getur ekki gert sér nokkra von um að öðlast frelsi og halda því, nema hún sé þessum kostum gædd: ráðvendni, djörf- ung, framsýni og fórnfýsi. Ef þjóðin er ekki þessum kostum bú- in, er sökin hennar sjálfrar og einskis annars, ef hún glatar frelsi sínu.“ Síðar í ræðu sinni minnti Sveinn Björnsson á, að Islending- ar hefðu átt tvo menn, sem settu ekkert ofar frelsi landsins, annan Sigurður E. Haraldsson á átjándu öld og hinn á nitjándu öldinni. Þeir voru Jón Eiríksson konferenzráð og Jón Sigurðsson forseti. Ég vænti þess, að fieirum en undirrituðum þyki ástæða til að rifja þessi orð upp einmitt þessa daga. Það er ónotageigur í mörg- um, sem hugleiða málefni þjóðar- innar nú. „Og það er kaldhæðni örlaganna, að ef þjóðin setur lifs- þægindi og peninga ofar frelsinu, mun hún missa þetta hvort tveggja." Þessi aðvörunarorð fyrsta forseta lýðveldisins leyfi ég mér að endurtaka. Þaninn streng- ur getur brostið. A það hefur ver- ið minnt, að grannar okkar á Ný- fundnalandi uggðu ekki að sér fyrr en um seinan, þeir glötuðu frelsi sínu. UTANKJORSTADAKOSNING vegna prófkjörs um skipan framboöslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu boraarstjómarkosningar, verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Kosningin hefst miðvikudaginn 22. febrúar og fer fram daglega milli kl. 5—7 e.h., en laugardag frá kl. 10—3 og sunnudag frá kl. 2—5. Utankjörstaðakosningunni lýkur föstudaginn 3. marz. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluð, sem fjarverandi verða úr borginni aðalprófkjörsdagana 4., 5. og 6. marz, eða verða forfallaðir. Þannig lítur kjörseðillinn út: ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík 4., 5. og 6. marz 1978 Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, Laufásvegi 68 Ásgrímur P. Lúðvíksson, bólstrarameistari, Úthlíð 10 Baldvin Jóhannesson, símvirki, Otrateig 30 Bessí Jóhannsdóttir, kennari, Hvassaleiti 93 Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, Fjölnisvegi 15 Björgvin Björgvinsson, lögregluþjónn, Fífuseli 36 Davíö Oddsson, skrifstofustjóri, Barmahlíð 27 Eggert Hauksson, iðnrekandi, Vesturbergi 48 « m, & Elín Pálmadóttir, bíaðamaður, Kleppsvegi120 W^ Garðar Þorsteinsson, stýrimaður, Hjarðarhaga 36 Grétar H. Óskarsson, flugvélaverkfræðingur, Huldulandi lí'^l Guðmundur G. Guðmundsson, iðnverkamaður,Langholtsvegi 182? Guðríður Guðmundsdóttir, verkstjóri, Kleppsvegi 44 Gunnar Hauksson, verzlunarmaður, Austurbergi 16 Gústaf B. Einarsson, verkstjóri, Hverfisgötu 59 Hilda Björk Jónsdóttir, verzlunarmaður, Kötlufelli 9 Hilmar Guölaugsson, múrari, Háaleitisbraut 16 Htilda S. Valtýsdóttir, húsmóðir, Sólheimum 5 Jóhannes Proppé, deildarstjóri, Sæviðasundi 90 Kristinn Jónsson, prentsmiðjustjóri, Fornastekk 7 Kristján Ottósson, blikksmiður, Háaleitisbraut 56 Magnús Ásgeirsson, viðskiptafræöinemi, Meðalholti 6 Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri, Geitastekk 6 Margrét S. Einarsdóttir, ritari, Hraunbæ 68 ’ ý ■ Markús örn Antonsson, ritstjóri, Krummahólum 6 Ólafur Jónsson, málarameistari. Brautarlandi 14 Ótafur B. Thors, forstjóri, Hagamel 6 Páll Gíslason, læknir, Rauðagerði 10 Ragnar Júlíusson, skólastjóri, Háaleitisbraut 91 Sigríður Asgeirsdóttir, lögfræðingur, Fjölnisvegi 16 Siguröur E. Haraldsson, kaupmaöur, Hvassaleiti 5 Sigurjón A. Fjeldsted, skólastjóri, Brekkuseli 1 jteúli Möiler, kennari, Þykkvabæ 2 ^®í#lörnsson' kaupmaöur, Leifsgötu 27 SveinTOjörnsson, verkfræöingur, Grundarlandi 5 Valgarð Briem, hæstaréttarlögmaður, Sörlaskjóli 2 Þórólfur V. Þorleifsson, bifreiöastjóri, Gautlandi 11 Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir, Fjótugötu 19 b Þuríður Pálsdóttir, söngkona, Vatnsholti 10 ATHUGIÐ: Kjósa skal fæst 8 með því að setja krossa i reitina óskað er að skipi FÆST 8 - RÁÐLEGGING TIL KJÓSENDA í PRÓFKJÖRINU: Klippið út meðfylgjandi sýnishom af kjörseðli og merkið það eins og þér hyggist fylla út atkvæðaseðilinn. Hafið úrklippuna með yður á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu. Minnist þess að kjósa á með því að merkja með krossi fyrir framan nöfn 8 frambjóðenda minnst og 12 mest. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.