Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 16 Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra: Varla hlutdrægni að svara fyrirspurnum £ Benedikt: Grófleg misnotkun á ríkisfjölmiðlum ^ Lúðvík: Skora á forsætisráðherra í sjónvarpseinvígi ^ Þórarinn: Eru þeir svona óánægðir með frammistöðu GuðmundarJ. ogÁsmundar? 9 Guðmundur H.: Eiga ekki allir verkalýðsfulltrúar sama tjáningarrétt i ríkisfjölmíðlum? 0 „Gróft hlutleysisbrot" Benedikt Gröndal (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þmgi í gær og gerði að umtalsefm sjónvarpsþátt í fyrrakvöld. sem fjallaði um viðbrögð verkalýðshreyfingar gegn efnahagsráðstöfunum. er Alþingi hefur samþykkt BGr rakti hvern veg þessi þáttur hefði verið upp byggður Þar hefðu komið fram tveir hagfræðingar. annar starfandi hjá ASÍ. hinn prófess- or Ennfremur fulltrúar aðila vinnu- markaðar Að auki hefði svo forsætis- ráðherra látið álit sitt í Ijós bæði í byrjun og lok þáttarins, án þess að fulltrúar stjórnarandstöðunnar hefðu haft tækifæri til að svara fyrir sig BGr sagði þátt þennan greinilegt brot á útvarpslögum og ganga beint á ákvæði um óhlutdrægni þessa ríkisfjöl miðils Las hann viðkomandi laga- grein. sem hann taldi sýna fram á sannleiksgildi staðhæfingar sinnar Hann sagði gagnrýni sína beinast fyrst og fremst að útvarpsráði, en jafnframt að stjórnanda þáttarins, sem þekkja ætti viðkomandi lagaákvæði BGr sagði forsætisráðherra hafa not- að tækifærið til að gera litið úr efna- hagstillögum stjórnarandstöðunnar Hins vegar hefði ekki verið hirt um að Sjónvarps- þáttur veldur öldugangi á Alþingi leita álits Gylfa Þ Gislasonar. sem væri ekki siðri hagfræðingur en þeir, er fram hefðu komið i þættinum Hefði enginn verið til kvaddur til andsvara af hálfu stjórnarandstöðunnar BGr sagði rétt og eðlilegt að ráðherr- ar kæmu oft fram i rikisfjölmiðlum Hér hefði hins vegar verið um gróflega misnotkun að ræða. sem hann vildi mótmæla fyrir hönd Alþýðuflokksins Enn væri þó tími til að bæta úr mistök- unum Gefa ætti Gylfa Þ Gíslasyni tækifæri til að túlka sin sjónarmið á sama vettvangi og e t.v fleiri forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar £ Þinghefðir brotnar Geír Hallgrimsson, forsætísráð herra, sagði það þinghefð. er þing- Fgrirspurnin og þingsálgktanir Fundur var i sameinuðu þingi i gær Ráðherrar svöruðu fyrirspurnum varðandi sima/nál. stofnlánastjóð atvinnubifreiða. skuldir fiskiskipaflotans og snjómokstur á Vestfjörðum Vegna þrengsla i blaðinu í dag biður það betri tíma að gera grem fyrir svörum þessum hér á þingsíðu Mbl 1) Albert Guðmundsson (S) mælti fyrir tillögu sinni um söluskatt af útfluttum iðnaðarvorum (endurgreiðslu samansafnaðs söluskatts). 2) Jóhannes Arnason (S) mælti fyrir tillögu sinni og Pétur Sigurðsson ar (S) um Hagstofnun launþega og atvinnuveitenda 3) Sverrir Hermannsson (S) mælti fyrir tillögu sinni um leit að karfamiðum 4) Steingrímur Hermannsson (F) og fleiri þingmenn flytja þings- ályktunartillögu um uppbyggingu strandferðaþjónustu Þingsíða Mbl hefur áður gert grein fyrii'öllum þessum málum Framsaga fyrir þeim verður þó rakin að nokkru síðar Geir Benedikt Lúðvík Þórarinn Guðmundur maður kveddi sér hljóðs utan dagskrár. að gjöra viðkomandi ráðherra viðvart með hæfilegum fyrirvara um efni at- hugasemdar Benedikt Gröndal hefði ekki sýnt sér þá háttvisi að gera sér viðvart um fyrirætlan sína og þar með brotið þinghefðir og þinglega háttvísi Ráðherra vísaði árásum Benedikts á sig persónulega algjörlega á bug Hann hefði ekki annað gert en að svara fyrirspurnum spyrils frá ríkisfjölmiðli með sama hætti og hann hefði áður fjallað um hliðstæð efnisatriði hér á Alþingi Hann hefði sagt ábentar leiðir stjórnarandstöðu í efnahagsmálum óraunhæfar. fyrst og fremst sökum þess, að þær leystu ekki þann vanda. sem v.ð væri að etja Ráðherra sagði að bæði stjórnarandstaða og launþega- samtök hefðu haft ótalin tækifæri, sem þau hefðu dyggilega nýtt. til að koma sjónarmiðum á framfæri í ríkisfjölmiðl- um Þeir. sem hefðu hlýtt á flutning útvarpsþátts um dag og veg sl mánu- dag, hefðu orðið þessa vel varir Ríkis- fjölmiðlar væru siður en svo hallir undir ríkisstjórnina i efnisvali eða fréttaflutningi Tilefni orða Benedikts Gröndals utan dagskrár i dag væri þvi ekkert Ásakanir hans með öllu ástæðu- eða tilefnislausar 9 Skipuleg hlutdrægni Lúðvik Jósepsson (Abl) sagðist stórlega hafa undrast umræddan sjórv varpsþátt, þar sem skipuleg hlut- drægni hefði komið fram af hálfu stjórnandans Svo hafi verið ráðgert að tveir ráðherrar kæmu fram i þættinum. þótt viðskiptaráðherra hefði helzt úr lestinni Ef emgongu hefðu komið fram i þættinum fulltrúar frá aðilum vinnu- markaðar hefði mátt kjurrt liggja Hér hefðu hlutleysisreglur hins vegar verið þverbrotnar, m a með þvi að draga inn í þáttinn „íhaldsprófessor” til þess eins að réttlæta gjörðir rikisstjórnarinrv ar LJó skoraði á forsætisráðherra að mæta sér i sérstökum klukkutima sjórv varpsþætti um þessi mál. þar sem báðir stæðu jafnt að vigi Þann veg mætti bæta fyrir gróft hlutleysisbrot (Hér var kallað fram i Hvað um Gylfa Þ. Gislason?) Gylfi getur komið fram í öðrum þætti. t d á móti Ólafi Jóhann- essyni. sagði LJó. (Enn var kallað fram i: Hvað um þá forystumenn i verkalýðs- hreyfingu. sem andvigir eru fyrirhug- uðum aðgerðum 1 og 2 marz n k ?) Þeir geta beðið um að fá að koma sjónarmiðum sinum fram sjálfir, sagði Uó. Einleikur forsætisráðherra i sjón- varpinu var ekki við hæfi En úr má bæta með þeim hætti t d . sem ég hefi hér farið fram á 0 Dagskráin heyrir ekki undir neinn ráðherra Benedikt Gröndal (A) sagði það rétt vera að menn gerðu viðkomandi ráð- herrum viðvart. er hreyft væri málum utan dagskrár. er undir þá heyrðu Gagnrýni min var fyrst og fremst á hendur útvarpsráði og dagskrá út- varpsins sem slík heyrir ekki undir neinn ráðherra Ég sá því ekki ástæðu Framhald á bls. 18 Skuldir útgerðar: 16 milljarðar erlendis Meira en 20 milljarðar innanlands Skuldir útgerðar innanlands - — Skuldir togaraútgerða hjá Fiskveiðasjóði námu um sl áramót 12 molljörðum 381 milljón króna. rúmlega Innstæða sömu aðila nam hins vegar tæpum 6 milljörðum króna — Skuldir togaraútgerða hjá Byggðasjóði námu á sama tima einum milljarði og þrjúhundruð milljónum ^ — Skuldir fiksiskipa. annarra en togara, hjá Fiskveiðasjóði námu á sama tima 1 1 milljörðum 182 milljónum króna Innstæða sömu aðila nam rúmlega 116 milljarði ^ Skuldir fiskiskipa, annarra en togara hjá Byggðasjóði námu á sama tíma 2 milljörðum og 220 milljónum króna Skuldir útgerðar erlendis ^ Erlendar skuldir um áramót (bráðbr tölur) vegna fiskiskipaflotans vóru: 1) vegna skuttogara 13 milljarðar 480 milljónir króna (þar af Fiskveiðasj. vegna 9 Japanstogara kr 1 905 m.kr.): 2) vegna annarra fiskiskipa 1 milljarður og 120 milljónir króna. 3) lán vegna lenginga og endurbóta, þ m t tækjakaup. sama úpphæð, 1 2 milljarðar króna Framanritað kom fram í svari Matfhiasar Bjarnasonar, sjávarútvegs ráðherra. við fyrirspurn Jóns Ármanns Héðinssonar (A) um þetta efni Sigríður Ásgeirsdóttir héraðsdómslögmaður: Sóðaveiki—sullaveiki I dagblöðum undanfarið má lesa að nú stendur til að vekja upp enn á ný, hinn illræmda sullaveiki-draug og því finnst mér vera kominn tími til að leiða landsmenn I allan sannleika um sullaveikina, þó að það kunni að koma illa við suma, og freista þess að kveða niður þennan hvimleiða sullaveiki-Móra. Svarthöfði, Sigurður Sigurðs- son, Skúli Johnsen og ef til vill fleiri hafa rokið í blöðin og byrjað gamla sönginn: Burt með hund- inn úr þéttbýlinu, hann er fullur af ormum og stórhættulegur börnum og fullorðnum. Ef þetta er rétt, þá er ástæðan sú, að hund- ar í Reykjavík eru féimnismál, þeir eru ekki hreinsaðir lögum samkvæmt, vegna þess að heil- brigðisyfirvöld stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn og segja: Hundahald er bannað í Reykjavlk, þess vegna þarf enga hundahreinsun í hundlausri borg. En hundlausa borg verðum við að hafa, þvi Reykjavík er hreinasta höfuðborg heimsins, með hrein- asta loftið, hreinustu göturnar, ekkert skepnuhald (aðeins c.a. 3000 hesta, 2000 kindur og 1—2000 hunda + ótalda ketti) og hreinasta vatnið. Já hreinasta vatnið, ég má ti> með að skjóta hér inn smá sögu af „hreinu“ vatni. Ég þekkti eitt sinn konu, sem átti nokkurra mánaða gamlan son. Þetta var myndar drengur, sem konan ann- aðist af stakri prýði. Aðeins eitt vandamál hrjáði þau mæðgin, drengurinn átti í miklum erfið- leikum með að hafa eðlilegar hægðir, þær voru allt of harðar. Voru reyndar allar tegundir fæðu til að koma þessu í lag, en allt kom fyrir ekki. Að lokum fór kon- an með drenginn til barnalæknis, sem skoðaði barnið nákvæmlega, og sagði svo: Þetta er fínn strák- ur, en hann er allt of „sterilis- eraður“ hjá þér, gefðu honum ósoðið vatn, bara beint úr kranan- um, því hann vantar eðlilegan gerlagróður í þarmana. Konan hlýddi ráði læknisins og gaf barn- ínu vatn beint úr krananum og það hreif. Hreinlæti er gott og nauðsyn- legt svo langt sem það nær, ef það gengur ekki út í öfgar, en það var ekki hreinlætið i Reykjavík al- mennt, sem ég ætlaði að gera að umtalsefni hér, heldur annars konar ,,hreinlæti“, sem sagt sú staðreynd að hér á landi skuli fyrirfinnast sóðasjúkdómur sá, sem kallast sullaveiki. Til er tvennskonar sullaveíki, en aðeins önnur tegundin berst í menn, og er sú tegund miklu fátíðari hér, sem betur fer. Hins vegar hefur það átt sér stað í skrifum um sullaveikina, að rætt hefir verið um hana sem einn sjúkdóm og jafnvel þannig að villt hefir verið um fyrir mönn- um, sem ekki átta sig á þessum tveimur sjúkdómum, til að nota, sem vopn í baráttunni gegn hund- inum. Til þess að sullur, sem er sníkjudýr, berist i menn, þarf eftirfarandi hringrás að eiga sér stað: í fyrsta lagi þarf að vera til staðar kind, sem hefir sýkst af sullaveiki. Til þess að sullur ber- ist úr kindinni í menn, þarf sull- Sigrlður Asgeirsdóttir. urinn að berast úr kindinni í hund, en í þörmum hans er eini staðurinn þar sem egg sullarins (bandormsins) geta klakist út. Eggin berast síðan út með saur hundsins og þannig geta þau bor- ist í menn og jafnframt í kindur aftur og þannig heldur hringrásin áfram. Sullaveiki-æxlin (cystur) geta orðið geysi fyrirferðamikil og er þetta ægilegur og jafnframt stundum banvænn sjúkdómur. En hundurinn, hvar nær hann í sullinn? Það getur hann aðeins gert með þvi að éta sollin líffæri úr kind. Hundurinn sem ekki sýk- ist sjálfur af sullaveikinni, er að- eins nauðsynlegur hlekkur í þvi að sullur geti haldið áfram að tímgast. Hinn raunverulegi sýk- ingarvaldur er KINDIN, sem hef- ir tekið veikina. Og þá erum við loksins komin að kjarna málsins, en það er „hreinlætið" i meðferð innyfla úr sýktum kindum. I stað þess að brenna þau líffæri svo sem Iög mæla fyrir eða senda þau í rann- sókn, eru þau gefin hundinum að éta. Ég vil taka það fram, að ég held að slikt hafi ekki átt sér stað í landinu í mörg ár eða áratugi, en sullur (egg) getur lifað lengi i jarðvegi, ef ekki er hreinlega með innyflin farið. Ef hringrásin er rofin á þessu stigi, þ.e. þess gætt að hundur komist ekki í sollin innyfli úr sýktri kind, þá er um leið búið að stöðva úrbreiðslu sullaveikinnar. Svo einfalt er málið. Þetta hafa auðvitað íslensk heil- brigðisyfirvöld vitað lengi. En á 19. öld minnir mig, var safnað gögnum um útbreiðslu veikinnar í landinu. Kom þá í ljós, að þessi sóðasjúkdómur, sem sullaveiki er kölluð, var svo útbreiddur, að yfirvöld urðu miður sín af hneysu þessari og gripu til þess ráðs, að skella skuldinni á hundinn. Einn- ig notaði þáverandi landlæknir tækifærið, til að reyna að stemma stigu vió hundahaldi í Reykjavík, sem var orðið hrein plága, enda alveg eftirlitslaust. Síðan hefir þessi magnaði og makalausi áróður verið rekinn gegn hundahaldi í Reykjavík og er nú mál að linni óhemjuskap þessum. Hundahald er i Reykjavík og er það mikill vansi að því fyrir heil- brigðisyfirvöld borgarinnar, að þau skuli hafa skotið sér undan þeirri ábyrgð að fylgja eftir lög- boðinni hundahreinsun, þó hundahald sé bannað. Og yfirleitt er allt heilbrigðiseftirlit með dýrahaldi í borginni, fyrir neðan allt velsæmi, því að kindur rápa um borgarlandið, kettir tímgast óhindrað og allskyns húsdýr s.s, hamstrar, kanínur, dúfur, fuglar og fleira, sem fólk heldur á heim- ilum sínum, er ekki háð neinu heilbrigðiseftirliti, en öll geta þessi dýr borið hinn svokallaða spóluorm og ýmsa alvarlega sjúk- dóma. Ég vona að öllum sé nú orðið ljóst, að heilbrigðiseftirlit með dýrum felst ekki i því að útrýma þeim. Og að dýri eins og hundin- um, verður ekki útrýmt úr borg- inni, né annars staðar i þéttbýli. Til þess hefir hann verið of lengi náinn vinur mannsins. Sumir bregða yfir sig hræsni- hjúpnum og þykjast bera hag hundsins fyrir brjósti. „Hundur- inn kvelst í þéttbýli“, segja þeir, „hann getur ekkert hreyft sig, má ekkert hlaupa um og ekki gelta, þvi þá fer allt í uppnám". Þessum hræsnurum er þvi til að svara, að ef hundur kveldist í þéttbýli, þá myndi hann bara forða sér úr því, hann er alveg nægilega greindur til Þess að „stinga af“, ef hann ætlar sér það. Hundar, kettir og önnur gælu- dýr eru ekki meindýr, þó þau séu flokkuð sem slík i nýju heil- brigðisreglugerðinni. Sé það rétt- mæt flokkun þá hefir okkur mönnunum mistekist hörmulega að sinna þeirri skyldu að gæta þessafa litlu vina okkar. Er þá kominn tími til að taka þau í sátt við þjóðfélagið og sinna þeim, sem skyldi, með eftirliti og um- hyggju. . Sigríður Asgeirsdóttir, stjómarformaður Dýraspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.