Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 45. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Frönsku kosningarnar: Vinstri flokkarn- ir haf a enn f orystu Mitterand útilokar samvinnu við Giscard París, 3. marz. Reuter. Við undirritun samkomulagsins í Salisbury. Talið frá vinstrii Musorewa biskup. Ian Smith forsætisráðherra, Jeremiah Chirau og séra Ndabaningi Sithole. (AP-símamynd). Rhodesía: Bráðabirgðast j órn innan tveggja vikna sagði Ian Smith þegar samkomulag um meirihlutastjórn var undirritað Salisbury, Lundúnum, 3. marz AP. Nú, þegar vika er til fyrri þingkosningalotunnar í Frakklandi, hafa kommún- istar og jafnaðarmenn enn forystu, ef marka má niður- stöður síðustu skoðanakann- ana, sem birtar verða áður en kosningarnar hefjast. Le Figaro birtir niðurstöður, þar sem gert er ráð fyrir því að vinstri flokkarnir hljóti 51% atkvæða í kosningun- um, en stuðningsflokkar Atherton ræðir við Hussein Jorúsalem. 3. marz. Reuter. ALFRED Atherton aðstoð- arutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem nú er í för um milli landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs til að greiða fyrir friðarsamningum, fór í dag til Jórdaníu þeirra erinda að fá Hussein konung til að fallast á þátttöku í friðarviðræðum. Ath- erton kom til ísraels í gær og hafði þá meðferðis bréf frá Sadat Egyptalandsforseta til Menachem Begins forsætisráð- herra. Ekkert hefur verið látið uppi efni bréfsins, en hér er um að ræða fyrstu beinu samskipti Sadats og Begins frá því fyrir áramót. Begin ætlar að svara bréfinu í byrjun næstu viku, en talið er að Bandaríkjastjórn muni á næstunni leggja aukna áherzlu á að fá ísraelsstjórn til að slaka á kröfum sínum og flýta fyrir því að beinar friðar- viðræður verði hafnar á ný. Á fundi með fréttamönnum í gær ítrekaði Carter forseti mikil- Framhald á bls. 30. ríkisstjórnarinnar 47%. Annað Parísarblað, L’Aurore, telur að mjórra verði á mununum, þannig að vinstri flokkarnir fái 50% en stjórnarflokkarnir 47%. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort kosningaúrslit kynnu að verða til þess að mynduð verði samsteypu- stjórn miðflokka, sem fylgja Giscard d,Estaing forseta að málum, og jafnaðarmanna, þannig að flokkarnir lengst til vinstri og hægri, þ.e. kommúnistar og Gaullistar, yrðu hafðir útundan. Francois Mitterand, leiðtogi jafnaðarmanna, útilokaði slíka skipan mála í útvarps- viðtali í dag þegar hann líkti því við lélegan brandara að ætla að jafnaðarmenn ættu eitthvað sameiginlegt með Giscard. Lítil breyting hefur oðið á niðurstöðum skoðanakannana um úrslit frönsku þingkosning- anna undanfarna mánuði, en stjórnmálaskýrendur eru al- mennt á þeirri skoðun að síðustu dagana fyrir kosningar kunni margt að breytast, auk þess sem úrslit fyrri lotu kosninganna Framhald á bls. 30. RÚMENAR kröfðust þess í dag að Öryggismálaráðstefna Evrópu,sem nú er um það bil að ljúka í Belgrad, sendi frá sér áskorun um raunhæfar aðgerðir til að draga úr hernaðarlegri IAN Smith, forsætisráð- herra Rhodesíu, og þrír blökkumannaleiðtogar, þeir Musorewa biskup, séra Sit- spennu milli austurs og vesturs. Samkomulag tókst í gær um uppkast að lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar, en þar er umdeild- um atriðum, svo sem mann- réttindum, algerlega sleppt. Fyrirsjáanlegt er að lokayfirlýs- hole og Jeremiah Chirau, undirrituðu í dag sáttmála um að meirihlutastjórn skyldi komið á í landinu á þessu ári. Gert er ráð fyrir ing verði samþykkt í byrjun næstu viku, og að ráðstefnunni ljúki hinn tíunda þessa mánað- ar. SamkomulMf um lokayfir- lýsinguna tókS, eftir að þóf um Framhald á bls. 30- jöfnum kosningarétti svartra manna og hvítra, og skömmu eftir undirritunina lýsti Smith því yfir að bráðabirgðastjórn yrði sennilega mynduð innan tveggja vikna, en hún á að fara með völd þar til kosn- ingar hafa farið fram. Skæruliðahreyfingar þær, sem lúta stjórn Joshua Nkomos og Roberts Mugabes, hafa fordæmt sam- komulagið, og segja það til þess eins að stuðla að frek- ari blóðsúthellingum í land- inu. Brezka stjórnin hefur lagt til að fjórir blökkumannaleiðtogar — fulltrúar bæði herskárra afla og hófsamra — hittist í bæki- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York innan skamms, en David Owen utanríkisráðherra er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að hafa fulltrúa hinna herskáu þjóðernissinna með í ráðum um hvernig meirihlutastjórn verði komið á, eigi stjórnin að öðlast raunverulega viðurkenningu inn- an lands og utan. Þegar undirritun sáttmálans var lokið í Salisbury í dag sagði David Owen: „Ian Smith hefur miðað langt áleiðis síðan ég lagði málið fyrir hann í apríl síðast- liðnum og hann vísaði því alger- lega á bug, en samt á hann langt eftir ófarið." Smith sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld, að hann vonaðist til að geta dregið sig í hlé frá opinberum störfum eftir áramót. Hann kvaðst gera sér vonir um að stjórnarskipti yrðu án þess að öngþveiti yrði í landinu, en því spáði Smith til skamms tíma þegar minnzt var á bráðabirgðastjórn. Muzorewa biskup, sem talinn er njóta stuðnings yfirgnæfandi meirihluta blökkumanna í land- inu, hélt áleiðis til Lundúna að undirritun samningsins lokinni, en þar ræðir hann við David Framhald á bls. 30. DoUarinn hækkar eftir erfiða viku London, 3. marz. AP Reuter. DOLLARINN hækkaði í verði í dag eftir erfiða viku og metlækkun gagn- vart helztu gjaldmiðlum Evrópu og vonir manna hafa aukizt um að staða hans batni. Þó eru sérfræðingar ósammála um hvort dollar- inn sé á uppleið. í París var sagt að þess sæjust engin merki að ríkisbank- ar ætluðu að treysta gengi dollarans. í Frankfurt var sagt að dollarinn hefði hækkað í dag þar sem viðskipti hefðu verið með minna móti og þar sem orðrómur væri uppi um að Vestur-Þjóðverjar kynnu að taka upp gjaldeyrishöft. Hvað sem þessu líður voru menn sammála um að tölur sem voru birtar í dag um utanríkisviðskipti Bandaríkj- anna í dag hefðu lítil áhrif haft á markaðinn. Tölurnar sýna að í janúar var 2,38 milljarða dollara halli á greiðslujöfnuði Bandaríkjanna. Jafnframt lækkaði verð á gulli í dag um einn dollar únsan í Zurich. í Vestur-Þýzkalandi veldur mikilli óvissu hvort vest- ur-þýzki seðlabankinn muni hefta innstreymi erlends fjár- magns sem mundi hjálpa doll- aranum. Ýmsir telja það ólík- legt en segja að erfitt sé að spá um hvaða ráðstafanir seðla- bankar kunni að ákveða um helgina. Svisslendingar hafa þegar gripið til slíkrar ráðstöf- unar og ef Vestur-Þjóðverjar fara ekki að dæmi þeirra er almennt talið að dollarinn lækki í verði í næstu viku. í gær lækkaði dollarinn niður fyrir tvö mörk þrátt fyrir síðustu aðgerðir Svisslendinga og þá yfirlýsingu Carters for- seta að dollarinn væri vanmet- inn. Aðgerðarleysi Vest- ur-Þjóðverja var kennt um Framhald á bls. 30. Belgrad-ráðstefnu lýkur í næstu viku: Mannréttindum sleppt í lokayfirlýsingunni Belgrad, 3. marz. Reuter. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.