Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Landsbankamálið: Gögn send Hæstarétti SAKADÓMUR Reykjavíkur sendi í gær gögn um rannsókn Landsbankamálsins til Hæsta- réttar en réttargæzlumaður Hauks Heiðar. kærði til Hæsta- réttar úrskurð sakadóms um að gæzluvarðhald Hauks skyldi framlengt um 15 daga til viðbót- ar. Rannsóknarlögreglan mun hafa krafizt framlengingarinn- ar. þar sem hún telur ekki nægilega sannað að ekki sé um frekari f járdrátt af hálfu Hauks að ræða. Á hinn bóginn hefur nú verið sannreynt að staðhæfingar Ilituks um að hann geymdi fjármuni í banka í Sviss eru réttar. Eldsvoði á Eskifirði KskífirAi. 3. marz. UM hádegisleytið á miðviku- dag kviknaði í íbúðarhúsinu Kirkjuhlíð 1 hér í bæ og var all mikill eldur í íbúðinni þegar að var komið. Slökkvi- liðið kom strax á vettvang og réð niðurlógum eldsins á stuttum t'íma. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni og innbú hjónanna sem húsið eiga skemmdist mikið af reyk og eldi. Eldsupptök eru ókunn. íbúðarhúsið eiga þau hjónin Jónatan Helgason og Ólína Magnúsdóttir. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsbanka Islands og réttar- gæslumanni Hauks, Sveini Snorrasyni, um þetta eftir: Sveinn Snorrason, hrl., réttar- gæslumaður Hauks Heiðar, og Barði Afnason, forstöðumaður erlendra viðskipta Landsbanka íslands, fóru um síðustu helgi til Sviss til þess að sannreyna þá staðhæfingu Hauks Heiðar að hann geymdi þar fjármuni, sem hann óskaði aö rynnu til Lands- bankans upp í væntanlegar kröf- ur bankans á hendur honum. Samráð var haft við Rannsóknar- lögreglu ríkisins og gjaldeyris- eftirlit Seðlabankans 'um ferð þessa. Fjármunir þessir eru að hluta til í verðbréfum, sem enn hafa ekki verið seld vegna þeirrar óvissu, sem ríkir á verðbréfa- markaði í svissneskum frönkum. Fjármunir þessir eru nú í sam- eiginlegri vörzlu Landsbankans og Sveins Snorrasonar, hrl., og ætlaðir til ráðstöfunar til Lands- bankans þegar hann krefst þess. Verðmæti þessara fjármuna má ætla að sé liðlega 25 milljónir króna. Auk þess hefur Haukur Heiðar þ. 8. febrúar s.l. gefið út þinglýst- ar skuldbindingar um að ráðstafa ekki fasteignum sínum í Reykja- vík og Grafningi án samþykkis Landsbankans og afhent bankan- um til vórzlu hlutabréf að verð- mæti 6—7 millj. króna. Frá útifundiniim á Lækjartorgi á miðvikudag. (Ljósm. RAX 99 launafólks segir í dag álit sitt á aðgerðum ríkisstjórn- arinnar i efnahagsmálum" — sögðu ræðumenn á útifundinum á Lækjartorgi Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, launamálaráð Bandalags háskólamanna, Farmanna- og fiskimannasamband íslands og Iðnnemasamband íslands efndu á miðvikudag til útifundar á Lækjartorgi. Margt manna mætti á fundinum, þ.á m. margt skólafólk. Ræður fluttu Snorri Félagsstofnun greidir fullar vísitölubætur Hlaut á síðasliðnum fjárlögum 19 milljón króna styrk úr ríkissjóði FELAGSSTOFNUN stúdenta hefur ákveöið að greiða 42 starfsmönnum sinum fullar vísitölubætur á laun hinn 1. marz. Þessi ákvöröun var tekin á stjórnarfundi Félagsstofnunarinnar, par sem 4 af 5 stjórnarmönnum voru mættir. Ákvöröunina tóku 3 stjórnar- menn, fulltrúar stúdenta, gegn at- kvæði Stefáns Svavarssonar endur- skoðanda. Stefán Gunnarsson, full- trúi menntamálaráðuneytisins, sat ekki fundmn. Stefán Svavarsson, sem Morgun- blaöiö ræddi viö í gær, kvaö meirihluta m$mnm %%9 W stjórnar hafa meö þessu viljað lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að skerða verðbóta- ákvæði. Hann kvaðst hafa bent á — án þess að láta bóka ummæli sín — að hann væri þessu andvígur, þar sem hann liti svo á aö ríkisstjórnin gæti sett lög um slíkt efni. Auk þess ætti Félagsstofnun stúdenta undir ríkis- valdið að sækja um eitt og annað er varðar rekstur stofnunarinnar og þeirrar þjónustu, sem hún lætur stúdentum í té. Þá ræddi Morgunblaðiö einnig við Jóhann Scheving, framkvæmdastjóra félagsstofnunarinnar. Hann kvað um 6% af ársveltu Féiagsstofnunar stúdenta koma frá ríkinu í formi styrkja, en á síöastliðnu ári var stofnunni veittur styrkur úr ríkissjóði, 19 milljónir króna. Að öðru leyti stendur rekstur stofnunarinnar undir sér eða sú þjónusta, sem hún selur. Nefndi hann sem dæmi að bóksala Siglfirð- ingar f á aftur hita HITAVEITUMÁL Siglfirðínga eru sem óðast að komast í víðunandi horf, og að sögn Snorra Björns bæjarritara var verið að tengja hitaveítuna í síðustu húsin seinnipart dagsins. Aðaldælan reyndist óskemmd og um leiö og búiö var aö slá flekahúsi yfir dæluna hófst viðgerð, sem tók skamma stund. Hins vegar sagöi Snorri að þetta verk hefði verið unnið við ótrúlega erfiðar aðstæöur, því að blindbylur hefði verið svo að naumast sást út úr augum. Sagði Snorri því að þeir sem að þessu únnu, hefðu því unnið hreint þrekvirki. Snorri tók sem dæmi, aö vinnuhópur sem fariö heföi úr Skútudal áleiðis í bæinn kl. 2 hefðu verið kofnnir kl. 8, og væri þessi leið aöeins um 5 km og hópurinn hefði haft sér til fulltingis jarðýtu og dráttarvélargröfu. stúdenta hefði á síðastliðnu ári skilað hagnaði. Hins vegar væri mötuneytið erfiðast í rekstri og hefur tekízt að minnka reksturshalla þess undanfarin 2 ár. Fær félagsstofnunin eftirgefinn söluskatt af þeirri þjónustu sem hún veitir svo sern önnur mötuneyti ríkisins, en mötuneytið greiðir hins vegar söluskatt af hráefni. Þau 6% af veltunni, sem koma fré ríkissjóöi fara í ýmsa útgjaldaliði stofnunarinnar, sem eru af ýmsum toga. Á síöastliönu ári óskaði Félagsstofn- un stúdenta eftir tæplega 65 milljón króna fjárveitingu, en hún fékk 19 milljónir þrátt fyrir það aö mennta- málaráðuneytið hefði mælt með 40 milljónum til hennar. Styrkbeiðnin var þannig sundurliðuð að farið var fram á 14,7 milljónir króna til sameiginlegs reksturs skrifstofu og félagsheimilis og 3 milljónir króna til stúdentaheimilis. Þá var farið fram á styrk til greiðslu á afborgunum, en þar var vitnað til loforðs, sem Magnús Jónsson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, hafði gefið um styrki á árunum 1970 til 1980. Farið var fram á styrk vegna endurbóta á stúdentagöröum að upphæð 25 rnilljónir króna og til reksturs matstofu að upphæð 1,7 mílljónir. Þá kvaö ' Jóhann Ijóst aö leigutekjur af hjóna- görðum stæðu ekki undir afborgunum af lánum, sem á þeim hvíldu og var Framhuld á bls. 30. Jónsson, varaforseti ASÍ, Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Jón Hannesson, for- maður launamálaráðs BHM, en fundarstjóri var Jónas Sigurðs- son, starfsmaður INSÍ. Við upphaf og lok fundar, sem stóð í um 25 mínútur, lék Lúðrasveit verkalýðsins. I ræðu sinni á fundinum gerði Snorri Jónsson að umtalsefni lög þau um efnahagsráðstafanir er fyrir skömmu voru samþykkt á Alþingi. Taldi hann tillögur ríkisstjórnarinnar vera árás á launafólk, sem hann sagði mundu segja álit sitt á þeim 1. og 2. marz. Kristján Thorlacius vék einnig að efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Sagði hann lög þau, er samþykkt voru á Alþingi, rifta kjarasamningum sem gerðir hefðu verið á síðasta ári. „Á þessum degi hefur allur þorri launafólks lagt niður vinnu til þess að mótmæla ógildingu gerðra kjarasamninga," sagði Kristján. Kristján Thorlacius sagði á útifundinum á Lækjartorgi að rangt væri að jafnrétti ríkti á íslandi. Sagði hann þróun síðustu ára í þá átt að færa alræðisvald í hendur atvinnurekenda. Sagði hann atvinnurekendur ráða Is- landi í skjóli bankavaldsins, eins og hann komst að orði. Sagði hann í því efni sama hvaða ríkisstjórn hefði farið með völd. Jóni Hannessyni varð tíðrætt um lögin um aðgerðir í efnahags- málum sem nýlega voru sam- þykkt á Alþingi. Taldi hann þau skerða freísi launafólks til að semja um kaup sitt og kjör. Lauk Jón máli sínu með því að segja: Sameinaðir stöndum vér — launafólk til valda. Samþykkti Framhald á bls. 30. Bensín hækk- ar í 119 krónur BENSÍNHÆKKUN tekur gildi í dag. Hækkar bensín- lítrinn um 6 krónur í 119 krónur. Er það 5.3% hækkun. 25 þús. tonn af loðnu síðustu 3 sólarhringa LÍTIL loðnuveiði var í gær vegna brælu á miðunum, en aðalveiðisvæðið hefur lítið breytzt frá því s.l. sunnudag. Á fimmtudag fengu um 40 skip alls 17. þús. tonn, en á miðviku- dag var tilkynnt um 7 þús. tonna afla. Þau 6 skip sem höfðu tilkynnt um afla í gær voru með aðeins 1650 tonn alls. Þessi skip tilkynntu um fimmtudag og föstudag: Hiimir SU Vonin KE afla á 530 150 „Sárafáir borgarstarfsmenn frá vinnu" sagði borgarstjóri Á fimmtudagskvöldið kvaddi Sigur- jón Pétursson (Abl) sér hljóðs utan dagskrár á fundi borgarstiórnar. Lagöi hann til, „að ekki skuli gripið til neinna hefndarráðstafana gegn Þeim einstaklingum sem orðið hefðu við áskorun launpegasamtakanna". Borgarstjóri svaraði pví tíl, að hér væri alls ekki um hefndarráðstafanir að ræða heldur væri hér farið eftir reglu sem áður hefði verið sampykkt ágreiningslaust f borgarstjórn. Hann sagði allar skýringar til réttlætingar hínum ólöglegu aðgerðum algerlega falla um sjálfar sig. i máli borgarstjóra kom fram, að sárafáir borgarstarfsmenn hefðu ekki mætt til vinnu og rekstur Reykjavíkur- borgar hefði aö mestu leyti gengið eðlilega. Albert Guðmundsson tók einnig þátt í umræðunum og sagði, aö ef talsmenn Alþýðubandalagsins eygðu tækifæri til að skapa óróa þá reyndu þeir það. Þátttaka í þessum aðgerðum sannaði enn einu sinni að almenningur óskaði ekki eftir forystu Alþýöubandalagsins. Stapavík SI Pétur Jónsson RE Skarðsvík SH Albert GK Guöfinna Steinds. ÁR Guðm. BA Helga II RE Hrafn GK Grindvíkingur GK Huginn VE Heimaey VE Óskar Halldórs. RE Helga RE Kap VE ðrn KE Bjarnarey VE Hrafn Sveinbj. GK Narfi RE Súlan EA Arnarnes HF Gísli Árni RE Hákon ÞH Fífill HE Andvari VE ísleifur IV ÁR ísleifur VE Dagfari ÞH Rauðsey AK Sandafell GK Guðmundur Kristj Loftur Baldv. EA Náttfari ÞH Þórshamar GK Gullborg VE Börkur NK Víkurberg GK Þórður Jónasson EA Bylgja VE Eldborg GK Sigurbjörg ÓF Hilmir SU Gjafar VE Faxi GK Ljósfari ÞH Arney KE Sll 500 660 620 570 180 400 530 600 570 580 140 400 260 580 550 140 130 700 630 420 420 650 470 170 150 270 50 350 340 250 620 210 470 500 470 250 320 150 480 250 400 240 290 320 150 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.