Morgunblaðið - 04.03.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 04.03.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 5 NUVERANDI stjórn Félags veggfóðrarameistara í Reykjavík skipa: Olafur Ólafsson, formaóur, Hans Þór Jensson, varaformaður, Guðjón Jónsson ritari, Steinpór Eypórsson, gjaldkeri, og Kristján Steinar Kristjánsson, meðstjórn- andi. Félag veggfóðrara- meistara 50 ára ÞAD VAR fjórða marz 1928, sem veggfóðrarameistarar í Reykjavík komu saman í Baðstofu íðnaðar- manna til að ræða hagsmunamál sín og stofnuðu Þeir Veggfóörarafélag Reykjavíkur. Var mikill framfarahug- ur í Þessum brautryðjendum stéttar- innar og má nefna, að Þegar 24. sama mánaðar gáfu Þeir út sinn fyrsta uppmælingartaxta og munu vegg- fóðrarar hafa oröið fyrstir iðnaðar- manna hér á landi til að taka upp Það launagreiðslukerfi. Stofnendur félagsins voru 11 talsins og fyrstu stjórn þess skipuðu: Viktor Kr. Helgason, formaður, Sigurður Ingimundarson, ritari, og Björn Björns- son, féhirðir. [ júlí 1932 var nafni félagsins breytt í Meistarafélag veggfóðrara og ári síðar var Sveinafélag veggfóðrara stofnað. Félög þessi voru svo samein- uö í Félag veggfóðrara í/Reykjavík í febrúar 1945 og hélzt það samstarf fram til ársins 1957, er Félag veggfóðr- arameistara í Reykjavík var stofnað. Árið 1964 réöst félagið í að byggja hús yfir starfsemi sína ásamt fjórum öörum meistarafélögum í byggingar- iðnaöi í Skipholti 70 og hefur félagiö opnað skrifstofu þar fyrir meðlimi sína og aðra þá er til félagsins þurfa að 'e^a- — Fréttatilkynning — Leiðsögumenn efna til ráðstefnu UNDANFARIN ár hefur Félag leiðsögu- manna efnt til ráðstefnu síöla vetrar í því skyni m.a. að kynna félagsmönnum aðrar greinar landkynningar og feröamála. Ein slík ráöstefna veröur haldin í dag, laugardag, og á morgun í Ölfusborgum. Fulltrúar frá feröaskrifstofunum sitja ráöstefnuna, en þar verður fjallaö um samskipti leiösögumanna og feröaskrif- stofa. Þá verða einnig fluttir fyrirlestrar um ýmis efni,—Fréttatilkynning— Æskulýðs- dagur kirkjunnar á morgun Gestaleikur frá L.A.: Alfa Beta á Litla sviðinu Á SUNNUDAGINN er árlegur æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar en á þeim degi beinir kirkjan máli sínu til æskunnar og er yfirskrift dagsins: Kirkjan, athvarf æskunnar. í tilefni dagsins hefur /Eskulýðsstarf þjóökirkjunnar látið gera veggspjald sem á að minna á starf kirkjunnar. Æskulýðsmessur og samkomur með þátttöku æskumanna verða um land allt. í frétt frá /Eskulýðsstarfi kirkjunnar segir að með æskulýðsdeginum vilji kirkjan minna æskuna á að kirkjan á erindi til hennar og ætlunin sé að láta yfirskriftina verða yfirskrift alls ársins og muni /Esku%ýðsstarfið því oftar minna á þetta „athvarf sem kirkjan er." LEIKFÉLAG Akureyrar vwður um helg- ina með aýningar á Litla aviði Þjóðleik- húaaina. Vwður aýndur leikurinn Alfa Beta aem er I þremur þáttum og leika Þau Sigurveig Jónadóttir og Erlingur Gíalaaon aðalhlutverkin. Er þetta í fyrsta sinn sem Leikfélag Akureyrar sýnir í Þjóöleikhúsinu og jafnframt er það nýbreytni aö leikfélag utan af landl sýni þar. Fyrsta sýning á Alfa Beta veröur í dag, laugardag, kl. 15 og síöan veröur þaö sýnt á þriöjudags- og miövikudagskvöld n.k. Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gfalaaon I hlutverkum sínum. Mjallhvít í Mosfellssveit LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir í dag barnaleikritið Mjallhvít eftir Margarete Kaiser í Þýðingu Stefáns Jónssonar. Verkið er byggt á hinu sígilda ævintýri úr safni Grímsbræðra um Mjallhvit og dvergana sjö. Leikstjóri er Sigríöur Þorvaldsdóttir, en Fanney Valgarösdóttir hefur gert fallega og litríka leikmynd. Carl Billich hefur Vonda drottningin, sem Erna Gísladóttir leikur. annazt undirleik aö söngvum, sem í verkinu eru, og Þjóöleikhúsiö hefur lánaö leikmuni og ýmislegt fleira. Fast aö þrjátíu manns hafa lagt hönd á plóginn viö undirbúning þessarar sýningar, þar af eru leikendur 16 talsins og hafa æfingar staöiö yfir síöan í janúarbyrjun. Titilhlutverkiö Mjallhvít, leikur Helga Grímsdóttir, en meö önnur hlutverk fer ungt fólk úr byggöarlaginu. Áhugi og vinnugleöi er áberandi í þessum hópi og ekki er vafi á, aö í Hlégaröi gefst á næstunni kostur á ánægjulegri ævintýra- stund meö Mjallhvít og dvergunum hennar sjö. Stuðningsmenn Elínar Pálmadóttur veita upplýsingar og aðstoð prófkjörsdagana 4.-6. marz. Lrtiö viö í Miöbæjarmarkaöi 2. hæö, Aöalstræti eöa hringiö í síma 22940 eöa 22977. Bílaaöstoö 82932 Slippfélagið í Reykjavík hf. auglýsir: Eigum ávallt fyrirliggjandi í TIMBURVERZLUN vorri: Fura: mótaviður, smíðaviður u/s og þurrkuð smíðafura af flestum stærðum. Irako og Siamese Yang í 2Vi" x 5" og 2" x 6". Frá Kaukas A/B í Finnlandi höfum við hinn viðurkennda vatnsþétta krossvið í stærð 1,22 x 3,05 m, þykktir 6V2, 9, 12, 15, 18, og 24 m/m og 1,22 x 2,44 m, þykktir 6V2, 9, og 1 2 m/m Oliðusoðið Masonite 4' x 8' og 4' x 9' Spónaplötur frá Tiwi O/Y í Finnlandi í öllum þykktum, stærð: 1 80x3,66 m. Frá Rödekro Savværk A/S í Danmörku höfum við hina frábæru skipaeik og beyki i öllum þykktum og breiddum. Oregonfura, Glerfallslistar, Málarastigar og troppur, Fánastengur I vélasal okkar er svo þjónustan alkunna. Reynið viðskiptin. SLIPPFELAGIÐ í REYKJAVÍK HF. Mýrargötu 2, Sími: 10123

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.