Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Þegn réttindi Minnihluti mannkyns býr við lýðræði og Þing- ræði; pau þegnréttindi, að hafa rétt til eigin skoðana, til að láta paer skoðanir í I jós í ræðu og riti og til að lylgja oeim eftir í frjálsum og leynilegum kosningum til sveitarstjórna og pjóð- binga. Þessi pegnréttindi bykja svo sjálfsögð að pað gleymist oft, að Þau eru í raun forréttindi fárra Þjóða, Þegar litið er á mannkynið í heild, og að hægt er glutra Þessum réttindum niður, ef Þjóð- félagið Þróast í átt frá Þingræði að annars konar valdstjórn, sem fordæmi eru fyrir vítt um veröld. Sé skyggnst um í ís- lenzku Þjóðfélagi í dag og gluggaö í Þfóðmálaum- ræöu, hlýtur sú spurning aö vakna í huga, hvort við stöndum nægilega dygg- an vörð um pingræðiö í landinu og Þau Þegnrétt- indi, sem eru hluti af frumÞörfum hverrar sjálf- stæðrar manneskju. Umræöa um Alþingi íslendinga Út af fyrir sig er ekkert sjálfsagðara eða eðlilegra en að Þegnarnir í Þjóð- félaginu veiti AlÞingi visst aðhald í hóflegri og hyggi- legri gagnrýni. Gagnrýni á AlÞingi má Þó aldrei fara út fyrir Þau mörk, að hún beínlínis veki upp and- stöðu við pingræðið sem slíkt, sem er einn veíga- mesti hornsteinn fullveld- is okkar sem Þjóðar og Þegnréttinda okkar sem einstaklinga. Nokkur hluti Þeirrar gagnrýni, sem nú er beint gegn Þingi og Þingmönnum í Þjóðmála- umræðu, ber ótvíræð merki göturæsisins — pví miður — og er í raun ekkí marktæk. Hins vegar ber pingmönnum að taka tillit til hóflegrar gagnrýni, sem fram kann að vera sett og óÞarfi er af Þeim að ráðast aö heilum starfsstéttum í Þingræðum, sem dæmi er um, Þótt einhvers staöar falli orð að Þeim, sem ekki flokkast beinlínis undir hrósyrði. Þingmenn, eru, eins og vera ber, nokkurs konar Þverskurður af Þjóðinni, enda valdir af henni, jafn- vel sömu menn kosningar eftir kosningar. Yfir höfuð eru Þetta starfsamir og heiðarlegir menn, sem koma með starfsreynslu og Þekkingu úr flestum greinum pjóðarbúskapar- ins, pótt misjafnir séu að sjálfsögöu eins og gengur Frá Alþingi íslendinga. og gerist í öllum starfs- hópum. Og allir verða Þeir, Þingmennirnír, aö leggja störf sín undir dóm Þjóð- félagsÞegnanna, minnst á 4ra ára fresti, og hlíta honum, hvern veg sem hann fellur. Þingræöiö og stétta- valdiö Stéttar- eða starfs- greinafélög eru hluti af lýðræðiskerfi okkar. Það telst til sjálfsagðra mann- réttinda að menn geti stofnað hagsmunafélög og samið á frjálsum vinnu- markaði um kaup sín og kjör. Það er lýðræðisleg valddreifing að Þessi sam- tök ráði yfir nokkrum styrk og áhrifum á fram- vindu hinna ýmsu Þjóð- mála, eftir leikreglum Þjóðfélagsins. En stétta- vald má aldrei ýta Þing- ræðinu til hliðar, ganga Þvert á lög samfélagsins, sem lýðræðislega kjörið Þing Þjóðarinnar setur. Þegar slíkt gerist er lýð- ræðinu hætt. Fordæmi af slíku tagi vísa í hættulega átt. Það er á hverjum tíma rík ástæöa fyrir Þjóð- félagsÞegnana að hyggja að Því, hvort peir standi nægilegan trúan vörð um lýðræðiö og Þingræðið í landinu, sem Þegnréttindi hvers og eins grundvallast á. Ástæðan er kannski brýnni nú en oft áöur. Það getur komið að Því að mönnum verði Það Ijóst, Þegar Þeir ganga að kjör- borði, að í raun séu Þeir að kjósa um bingræðið í landinu. Það er fullkomin ástæða til Þess í dag fyrir hinn almenna borgara i landinu að kref jast Þess af Þeim stjórnmálaflokkum, sem bjóða fram til næstu Þingkosninga, að Þeir taki af allan vafa um hollustu sína við Þingræöið. Þeir sem ekki virða Þingræðið eiga naumast erindi á AlÞingi. GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 6: Jesús mettar 5 búsundir manna. Litur dagsins: Litur iðrunar og yfirbótar. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar: Kirkjan athvarf æskunnar" DÓMKIRKJAN Barnasamkoma á laugardagsmorgun kl. 10.30 í Vesturbæjarskólanum viö Öldu- götu. Séra Þórir Stephensen. Æskulýösmessa kl. 11 árd. Séra Hjalti Guðmundsson. Föstu- messa kl. 2 síöd. Séra Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10:30 árd. /Eskulýðsguös- þjónusta í skólanum kl. 2. Ungmenni flytja ávarp, lesa úr ritningunni og flytja helgileik. Kvöldvaka æskulýösfélagsins á sama staö kl. 8:30 síðd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Æskulýðsguðsþjónusta í Breið- holtsskóla kl. 11 árö., ræðu- maöur: Halldór N. Lárusson. Börn sýna helgileik, ungt fólk syngur og les. Séra Lárus Halldórsson. BUSTAOAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2. Guðni Þ. Guömundsson stjórnar kór og 18 manna hljómsveit. Hermann Ragnar Stefánsson, forstöðu- maður Bústaöa flytur ræðu og Birna Birgisdóttir form. Æ.F.B. flytur áyarp. Ungmenni lesa upp. Séra Ólafur Skúlason, dóm- prófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Æskulýðsguösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Hannes Örn Blandon guðfræðinemi predikar. Ungmenni aðstoöa. Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HOLAPRESTA- KALL: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 árd. Æskulýðsguös- þiónusta í skólanum kl. 2 síöd. Ungt fólk aðstoðar við guðs- þjónustuna. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 2. Ragnhildur Ragnars- dóttir og Björn Ingi Stefánsson tala. Æskulýöshópur Grensáss syngur. Halldór S. Gröndal. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11 árd. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 2. Kór Mennta- skólans viö Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Siguröur Arni Þórðarson guðfræöihemi predikar. Telpna- kór Hlíðaskóla leiðir almennan söng undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Síðdegisguðsþjónusta og fyrirbænir kl. 5. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Æskulýösmessunni, sem vera átti í kirkjunni kl. 2, er frestað þar til síðar, vegna veikinda. Séra Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 10:30. Séra Árelíus Níelsson. Guösþjónusta kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. Aðalfundur safnaðarins kl. 3. Safnaðarstjórn. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Æskulýðs- messa kl. 2. Kjartan Jónsson guöfræðinemi predikar. Trompetleikur og gítarleikur. Þriöjudag k%. 6 síðd. bæna- stund og altarisganga. Sóknar- prestur. ÁSPRESTAKALL: Æskulýðsmessa kl. 2 að Norður- brún 1. Fermingarbörn hvött til að mæta við Guösþjónustuna. Séra Grímur Grímsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Æskufýðsmessa kl. 2 síðd. Ungmenni annast ýmsa þætti messunnar. Séra Frank M. Halldórsson. Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 5 síðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESSÓKN Ungt fólk sér um guðsþjónustu í félagsheimilinu kl. 11 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. ELLI- OG hjúkrunarheimiliö Grund Messa kl. 2 síðd. Séra Lárus Halldórsson. SUNNUDAGASKÓLI KFUM Amtmannsstíg 2 b., fyrir öll börn kl. 10.30 árd. Minnst verður 75 ára afmælis skólans. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kt. 11 árd. Altarisganga. Æskulýös- messa kl. 2 síöd. Séra Gísli Jónasson skólaprestur prédikar. Ungt fólk syngur og talar. Lesmessa n.k. þriöjudag kl. 10.30 árd. Beðiö fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPITALINN: Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. Framhald á bls. 30. Kaffihlaðborð verður í félagsheimili Fáks sunnudaginn 5. marz. Húsið opnar kl. 15. Fákskonur sjá um meðlætið. Borðin svigna undan kræsingunum. Allir hjartanlega velkomnir. Fáksfélagar, fjölmennið nú. Fákskonur. Áhuga á flugvirkjun, flugi?? í Spartan getið þér lært: Atvinnuflugmaður Flugvirkjun -Með þjálfun og kennslu i hinum fræga skóla. James Haroldson, Spartan School of Aeronautics, 8820 East Pine St Tulsa Oklahoma 74151 U.S.A Skrifið strax í dag eftir nánari upplýsingum upplýsingabæklingur, mun verða sendur til yðar. nýir nemendur teknir inn mánaðarlega. Yfir 30 íslendingar stunda nú nám í Spartan. -&~Z7- W¥r Bókamárkaóurinn Í HÚSI IDNADARINS VID INGÖLFSSTR/ETI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.