Morgunblaðið - 04.03.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.03.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4, MARZ 1978 Eitt vorkanna á sýniniíunni scm hofst í Norræna húsinu í dag, klippmynd eftir William Heinesen Tuttugu listamenn sýna verk sín á samsýningu „DEN Nordisko 1978", som or samsýninK listamanna frá Norð- urliindunum. vorður opnuó í Norræna húsinu í dag klukkan 15.00. I>ar sýna 20 listamcnn, þar af sox danir, fjórir Svíar, þrír FæroyinKar. tvoir Finnar. oinn Norðmaður ok oinn Græn- londinKur. I>á sýna vork sín þar tveir Íslondinjíar TryKgvi Ólafs- son o>? Óskar Magnússon. Alls oru 17 myndlistarmenn í „Den Nordisko". en aðcins 15 þcirra sýna vork sín í Norræna húsinu auk fimm Kosta. A sýninjíunni Kotur að líta málvork. skúlptúr, gipsmyndir, grafík, vefnað, teiknin>?ar, leirmyndir ok klipp- myndir. ok vorður hún opin daiíloKa frá klukkan 14.00 til 19.00 til 19. marz. Frá því árið 1970 hefur „Den Nordiske" ha'ldið sýninjíar í Kaupmannahöfn annað hvert ár. Árið 1974 sýndi hópurinn einnig í Norræna húsinu og hlaut þá ágætar viðtökur. í ár hófst sýningin í sýningarsal „Den Frie" í Kaupmannahöfn 28. janúar, og hlaut hún góða dóma. Að lokinni sýningunni í Norræna húsinu verður hún sett upp í Færeyjum og í Svíþjóð. Þeir Tryggvi Ólafs- son og danski málarinn Jens V. Rasmussen komu með sýninguna frá Danmörku og hafa þeir sett hana upp hér, auk þess sem þeir hafa umsjón með sýningunni. 86 rithöf- undar hlutu starfslaun Lokið er úthlutun starfs- launa úr Launasjóði rithöf- unda fyrir árið 1978. í lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samkvæmt byrj- unarlaunum menntaskóla- kennara. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rit- höfundar og höfundar fræði- rita. Þá er og heimilt að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt eftir umsóknum. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfs- laun þrjá mánuði eða leng- ur. skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Tveggja mánaða starfs- laun skulu eingöngu veitt vegna verka, sem birst hafa á næsta almanaksári á und- an, og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaun- uðu starfi. Fjárveiting til sjóðsins í fjárlögum 1978 er kr. 47.181.000.00. Nægir það til veitingar 248 mánaðar- launa, og eru það 45 færri mánaðarlaun en á síðasta ári. Umsóknarfrestur um starfslaun úr sjóðnum rann út 31. desember s.l. og bárust alls 135 umsóknir. Stjórnin hefur nú lokið úthlutun. Hafa 2 rithöfund- ar fengið starfslaun í 9 mánuði, 5 rithöfundar hafa fengið starfslaun í 6 mánuði, 9 hafa fengið starfslaun í 4 mánuði, 24 hafa fengið þriggja mánaða starfslaun og 46 tveggja mánaða. Alls hefur því verið úthlutað 248 mánaðarlaunum til eftirtal- inna 86 rithöfunda> Listi yfir niifn þoirra rithöf- unda cr hlutu starfslaun úr Launasjóói rithiifunda árið 1978. 9 mánaóa laun hlutui Hannes PéturssgiLi— ÞorsteinnTrá Hamri G mánaða laun hlutui Einar Bragi Innimar Erl. Sigurðsson Jóhannes Helgi Jónsson Jón Helftason Vésteinn Lúðvíksson lra mánaða laun hlutui Guðberfiur Berfisson Guðmundur Daníelsson Guðmundur Gíslason Hafialín Hafliði Vilhelmsson Hjörtur Pálsson Jón Björnsson Jón úr Vör Jökull Jakobsson Tryfigvi Emilsson 3ja mánaða laun hlutui Birgir Sigurðsson Einar Pálsson Guðmundur Frímann Gunnar M. Magnúss Indriði Indriðason Jakobína Sigurðardóttir Jón Óskar Kristinn Reyr Oddur Björnsson Ólafur Haukur Símonarson Pétur Gunnarsson Sigurður Guðjónsson Sigurður A. Magnússon Sigvaldi Hjálmarsson Steinar Sigurjónsson Steingerður Guðmundsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Thor Vilhjálmsson Þórarinn Eldjárn Þorgeir Þorgeirsson Þorsteinn Stefánsson Þórunn Elfa Magnúsdóttir Þráinn Bertelsson Örnólfur Árnason 2ja mánaða laun hlutui Agnar Þórðarson Anna Kristín Brynjólfsdóttir Ármann Kr. Einarsson Bergsveinn Skúlason Birgir Svan Símonarson Bragi Sigurjónsson Davíð Óddsson Egill Egilsson Einar Guðmundsson Einar Laxness Eiríkur Jónsson Eiríkur Sigurðsson Elías Mar Ernir Kr. Snorrason Filippía S. Kristjánsdóttir Gestur Guðfinnsson Gísli J. ÁstþÓJGSían*-—- .Llréta Stgfúsdóttir Guðlaugur Arason Guðmundur L. Friðfinnsson Gunnar Benediktsson Gunnar Dal Gunnar Gunnarsson Gylfi Gröndal Helgi Sæmundsson Hilmar Jónsson Hreiðar Stefánsson Indriði Úlfsson Indriði G. Þorsteinsson Ingólfur Jónsson Jóhann Hjálmarsson Sr. Jón Thorarensen Jónas Guðmundsson Kári Tryggvason Kristján frá Djúpalæk Magnús Magnússon Matthías Johannessen Nína Björk Árnadóttir Olga Guðrún Árnadóttir Pjetur Lárusson Ragnar Þorsteinsson Sigurður Pálsson Stefán Júlíusson Torfey Steinsdóttir Þórir S. Guðbergsson Þorsteinn Marelsson Að lokum Síðari grein dr. Jóns Gíslasonar vegna grísku leikjanna, sem birtist í Morgunblaðinu 1. marz, setur mig í nokkurn vanda. Vel mætti það misskiljast á hinn versta veg, ef ég svaraði henni með þögn. Ef ég hins vegar færi að lýsa því, hve feginn ég varð að finna þann hug, sem þar býr að orðabaki, þá gerði ég mig sekan um óprenthæfa tilfinningasemi. Að vísu er gleði mín blandin blygðun, þegar mér verður ljóst, hversu hrapallega ég hef misskilið mikilvægt atriði í fyrri grein dr. Jóns. Eitt er það, sem ég vil umfram allt minnast á. Ég gat þess, að ég myndi ekki reyna oftar að þýða gríska leiki. Dr. Jón hvetur mig mjög eindregið til að falla frá þeirri ákvörðun. Þykir honum, sem ég sé þar að taka tillit til sín. Hafi einhverjum komið í hug, að dr. Jón ætti „sök“ á þessu, gæti enginn haldið það framar. Raunar tók ég það skýrt fram, að þar kæmi annað til; og það vil ég ítreka nú. Ég hafði ákveðið þetta löngu áður en grein dr. Jóns birtist, meira að segja löngu áður en ég lauk baslinu við Ödípús. Að lokum: Ef ég fyrirgef dr. Jóni oflof, sem hann lætur mig lesa með kinn- roða, og fyrirgef honum einnig að kalla mig skag- firzkan aristókrat, þá þyk- ist ég standa allvel að vígi um smá-kvabb við hann á móti. Helgi Hálfdanarson. Doktor í tann- lækningum 25. janúar s.l. lauk doktorsprófi í Stassbourg María Lára Eby, dóttir hjónanna Valborgar Þor- valdsdóttur fiðluleikara og Fran- cois Eby sérfræðings í munnsjúk- dómum í Colmar. María Lára lauk tannlæknaprófi í Strass- bourg 1976 og hefur síðan starfað þar sem tannlæknir, jafnframt rannsóknum sínum. Doktorsrit- gerð hennar, sem fjallar um óeðlilegt tannslit af völdum núnings, ber titilinn: Contribut- ion á l’étude d’une parafunction de l’appareil manducateur: le bruxisme (í lausl. þýðingu: Fram- lag til skýringar á aukastarfsemi tyggingarfæranna: tannagnístr- an). Andmælendur luku miklu lofsorði á ritgerð Maríu Láru. Hlaut hún umsögnina „tres hon- María Lára Eby ■V. orable", sem er hæsta einkunn, sem gefin er. María Lára fæddist í Reykja- vík 11. júní 1951. Hún hefur verið búsett í Frakklandi frá 4 ára aldri, og stundaði hún þar skólagöngu sína og háskólanám. María Lára er komin til starfa við tannlækningar á íslandi. Barði Friðriksson, framkvæmdastjóri: Dæmið sjálf Til að allir geti séð svart á hvítu, hvaða reglur var samið um að gilda ættu í samningun- um milli félaga Albýðuaanr- bands-Jslands og Vinnuveit- éndasambands íslands, ef veruleg gengisfelling yrði eða lög sett, sem breyttu ákvæðum samninga um greiðslu verð- lagsbóta á laun, óskast eftir- taldar samningsgreinar, sem um þetta fjalla í samningum ASÍ og VSÍ frá 22. júní s.l., birtar í heild, svo að fólk geti sjálft dæmt um það, hverjir rufu gerða samninga og hverjir stóðu við þá. Greinarnar, eru þannig: „Verði veruleg breyting á gengi íslenzkrar krónu á gildis- tíma samnings þessa, skal hvorum samningsaðila heimilt að segja upp kaupliðum hans með venjulegum uppsagnarfresti, enda verði gildistími nýs samnings þá hinn sami og þessa samnings. Verði á samningstímanum sett lög, sem breyta ákvæðum þessa samnings um greiðslu verðlagsuppbóta á laun, er hvorum aðila um sig heimilt að segja upp kaupgjaldsákvæð- um samningsins með eins mánaðar fyrirvara. A.Ö framangreindu sézt, að samningsaðilar gerðu sér þeg- ar við samningsgerðina full- komlega ljóst, að ríkisvaldið gæti eins og oft áður neyðst til, í þeim tilgangi að forða stöðv- un atvinnuveganna og þar af leiðandi atvinnuleysi, að grípa til þeirra aðgerða, sem nú eru orðnar staðreynd. Fullt sam- komulag varð um framan- greindar reglur í slíkum tilfell- um. Þessi samningsákvæði hafa sum verkalýðsfélög ekki staðið við heldur þverbrotið og lítilsvirt með ólögmætum skæruverkföllum. Samningsrof af þessu tagi eru einsdæmi í samskiptum aðila vinnumark- aðarins, en stjórnvaldsaðgerðir hliðstæðar þeim, sem nú voru gerðar, hafa átt sér stað 25 sinnum á síðustu 20 árum. Þeir, sem fengið hafa fólk til umræddra aðgerða, hafa orðið uppvísir að því að virða að vettugi réttar fyrirfram um- samdar leikreglur, sem ég hygg þó, að flestum íslendingum muni enn vera geðfelldast að hafðar séu í heiðri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.