Morgunblaðið - 04.03.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.03.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 13 AKilASINGA SÍMINN ER: 22480 Sfcsjac 3>9Sf/ ,0S'“ fe» inn'r föst All ?.ersti u ar * se/» • °^9up i u i i r flSe,n'*9 4 Glerárgötu 26 Akureyri sími 96 21507 Suðurlandsbraut 6 Reykjavík sími 91 84585 þekktra viðskiptasambanda, s.s. General Electric Co., en þeir urðu aðalumboðsmenn þessa fyrirtækis hér á landi, en einnig ýmissa annarra fyrirtækja, bæði á Norð- urlöndum, í Sovétríkjunum og meginlandi Evrópu. Samstarf þeirra félaga var jafnan mjög gott og verkaskipting þeirra á miili einkar farsæl. Sinnti Hans, meðan hans naut við, einkum þeim þætti starfsins, sem laut • að samskiptum við hin erlendu firmu, en Olafur sá öðru fremur um innri rekstur og fjármál fyrirtækisins. Nú um skeið hefir Ólafur átt við vanheilsu að stríða og hefir það leitt til þess, að aðrir hafa nú tekið við rekstri Electric h.f. Hefir það að sjálfsögðu ekki verið sársauka- laust fyrir Ólaf, sem jafnan hefir borið hag fyrirtækisins mjög fyrir. brjósti, en einn af góðum eiginleik- um hans hefir verið raunsæi og að kapp er best með forsjá. Ölafur hefir verið mikill ham- ingjumaður í einkalífi. Hann kvæntist árið 1945 Arnþrúði Jóns- dóttur frá Kaldbak í Suður-Þing- ER UTI VETUR HJfl OKKUR ER VOR Mura QQ Dcpla §niæra Við bjóðum BLÓMALÍNURNAR frá HAGA í nýjum og fjölbreyttari búningi. Ölafur Jónsson forstjóri sjötugur eyjarsýslu, mætri og mikilhæfri konu. Er hún mikil húsmóðir og heimili þeirra þekkt að smekkvísi og glæsibrag. Hjónaband þeirra hefir verið farsælt. Hafa þau eignast 3 börn: Snjólaugu, sem er lögfræðingur að mennt og starfar nú á vegum Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Hún er gift Haraldi Briem lækni. Sonur þeirra Jón Hjaltalín, er læknir. Hann er kvæntur Þórunni Þórhallsdóttur. Yngri sonur þeirra, Örn, er við nám í Háskóla íslands. Ólafur Jónsson, oft kenndur við fyrirtækið Electric, á í dag 70 ár að baki. Hann er fæddur á Kambi í Reykhólasveit 3. mars 1908. Foreldrar hans voru merkishjónin Jón Hjaltalín Brandsson, bóndi þar, og kona hans Sesselja Stefánsdóttir. Þekkti ég þau hjón bæði og aðeins að góðu. Sýndist mér jafnan, að Ólafur og þau systkin hefðu erft góða eiginleika foreldranna og borið þess merki, að á æskuheimilinu hafi þau notið hollra uppeldisáhrifa og lært að meta gildi hinna fornu dyggða: vinnusemi, trúmennsku og dreng- skapar. Kynni manna verða oft með ýmsum hætti. Svo var einnig með kynni okkar Ólafs. Satt að segja kynntist ég Ólafi að nokkru áður en við sáumst fyrsta sinni. Tildrög þess voru þau, að sameiginlegur vinur okkar, Þorkell Jóhannesson, síðar prófessor og rektor Háskóla Islands, dvaldi um skeið í Kiel í Þýskalandi, þar sem ég var þá við nám. Hann hafði þá um tíma verið skólastjóri Samvinnuskólans í fjarveru Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Gat hann þess þá oft, að gaman væri ef sumir af efnileg- ustu nemendum hans gætu átt þess kost að koma til framhalds- náms erlendis, t.d. í Þýzkalandi, og nefndi þá jafnan 2 unga menn. Annar þeirra Guðmundur Sigurðs- son frá Borgarnesi, kom síðar til Kielar og stundaði þar og í Frankfurt framhaldsnám, en hinn, Ölafur frá Kambi, leitaði annarra fanga. Hann fór til Danmerkur og nam við Köbmandsskolen í Kaup- mannahöfn. Guðmundur og Ólafur voru vildarvinir og fór ekki hjá því, að Ólafs var oft minnst í orðræðum okkar Guðmundar. Þeg- ar ég kom heim frá námi er skemmst frá því að segja, að fundum okkar Ólafs bar saman og tókust brátt góð kynni og síðar traust vinátta. A þessum árum var starfrækt í Gimli í Reykjavík mötuneyti, að því er mig minnir á vegum samvinnumanna. Þar voru í kosti ýmsir mætir menn, þar á meðal nokkrir gamlir Kielar-búar. Úr þessum hópi og utan hans tókst kunningsskapur og vináttutengsl nokkurra manna. Má þar nefna, auk Ólafs og Guðmundar, Theodór tannlækni, Sverri Þorbjörnsson, Kjartan gullsmið, Hörð Þórðarson, Magnus ríkisbókara, bræðurna Bjarna og Hans Þórðarsyni, Ágúst Bjarnason, Friðrik Dungal, Helga Þórarinsson, Kjartan Pétursson og þann, er þetta ritar. Hittust þessir félagar öðru hvoru, gerðu sér glaðan dag og ræddu landsins gagn og nauðsynj- ar. Ekki skorti umræðuefnin, því allir stjórnmálaflokkar áttu sér fulltrúa á þeim málþingum. Hópur þessi kallaði sig „Ríki gleðinnar". Mátti það í vissum skilningi teljast réttnefni enda þótt nafn- giftin væri heldur hástemmd. Árviss viðburður hjá þessum hópi var leiðangur eða ferð út á land, oft síðla sumars eða að haustinu. Var það kallað að „fara til berja“, eða á berjamó. Eftirtekjan var þó jafnan lítil — ef nokkur. Hinsveg- ar urðu til í þessum ferðum Jjóðaflokkar og ljósmyndaseríur, sem geyma raunsæjar heimildir um þegna þessa sérstæða „ríkis“. Á þeim tíma er við Ólafur kynntumst voru þeir Hans R. Þórðarson starfsmenn Raftækja- einkasölunnar. Líkaði þeim vistin þar ekki meira en í meðallagi, enda stóð hugur þeirra til þess að verða sínir eigin húsbændur. í byrjun síðari heimsstyrjaldar var Raftækjaeinkasalan lögð niður og stofnuðu þeir félagar þá ásamt nokkrum öðrum heildsölufyrir- tækið Electric h.f. Sérhæfði fyrir- tækið sig í hverskonar rafmagns- vörum og efni til virkjana. Var fyrirtæki þeirra síðar um árabil eitt hið umsvifamesta í sinni grein. Öfluðu þeir félagar sér þegar í upphafi margra heims- Fjölskylda Olafs hefir jafnan verið honum sá aflgjafi, sem hvatt hefir hann til dáða en jafnframt verið hans hamingjubrunnur. Á sjötugsafmælinu dvelja þau Arnþrúður og Ólafur erlendis til> hressingar og heilsubóta. „Ríki gleðinnar" (þeir þegnar, sem eftir eru) árna þeim hjónum allra heilla og Ólafi góðs bata og góðrar heimkomu. Oddur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.