Morgunblaðið - 04.03.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 04.03.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Bridge eftir PÁLL BERGSSON BRIDGEFCLAG Reykjavíkur gengst fyrir stórmóti um helg- ina á Hótel Loftleiðum. 28 pör munu taka þátt f tvímennings- keppni með barometersniði og þar á meðal verða tveir svíar, núverandi Evrðpumeistarar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir tsleifur Gunnarsson, mun setja mótið kl. 13.30 á laugardag í Krystalsal hótels- ins og mun þá segja fyrstu sögnina fyrir annanhvorn gest- anna. En þeir eru tveir af burðarásum sænska landsliðs- ins, sem vann Evrópumeistara- mótið í Helsingör síðastliðið sumar og heita Anders Morath og Hans Göte. Þetta er í sjöunda sinn, sem félagið býður heim erlendum meisturum og má af því sjá vilja þess til framfara félags- manna og íslenskra bridgeunn- enda. í öllum íþróttagreinum er áhugasömum einstaklingum alltaf keppikefli að etja kappi við sér betri menn eða að minnsta kosti jafningja sína. Pörin sem þátt taka hafa ýmist unnið sér rétt til þess eða valin sérstaklega. Langflestir af bestu spilamönnum landsins munu reyna sig við sænsku meistarana og há pentngaverð- laun eru í boði. Búist er við fjölda áhorfenda og er þeim bent á að mæta tímanlega þ'u' aðeins takmarkaður fjöldi kemst að í hverri umferð. Að lokinni fyrstu umferð verður kvöldverðarhlé en önnur um- ferðin hefst kl. 20 og síðasta umferðin kl. 13 á sunnudag. Mótinu lýkur siðan um kl. 17 með verðlaunaafhendingu. Svíþjóð hefur um langt árabil átt mjög góða spilara. Urðu fyrst Evrópumeistarar árið 1939 og síðan aftur 1952 nokkr- um mánuðum eftir heimsókn þeirra til B.R. En eftir nokk- urra ára lægð tókst þeim að mynda aftur sterkt og samhæft landslið árið 1976. Þá náði lið þeirra 5. sæti á Olympíumótinu í Monte Carlo og sigruðu síðan á Evrópumeistaramótinu 1977 og fengu þar með rétt til þátt- töku í heimsmeistarakeppninni sama ár. Þar ollu þeir nokkrum vonbirgðum þó þeir næðu þriðja sæti af sex þátttökusveit- um. I blaðaviðtali sagði Irving Rose, enskur landsliðsmaður, sem heimsótti B.R. á þrjátíu ára afmæli félagsins 1972, að sviarnir hefðu mætt of lotningarfullir til leiks í heims- meistarakeppninni. Hann þekkti kjarna sænska liðsins vel en Göthe og Morath eru helmingur hans. Siðan árið 1972 sagðist Rose þessi hafa spilað við þá reglulega og eftir að þeir náðu tökum á sagnkerfi sinu, „Gulrótar — laufinu, væru þeir fullkomnir. Hvorugur gestanna er at- vinnumaður í bridge. Hans Göthe er i tölvu-bransanum, tæplega fertugur að aldri og hefur tekið þátt í fjórum Olympíumótum auk síðasta Ilans Göthe. Evrópumóts. En Anders Morath vinnur hjá sjónvarps- sölufyrirtæki og er rúmlega þrítugur. Auk fyrrnefndra móta hefur hann einu sinni ver- ið í sænska Iandsliðinu á Evrópumóti. Hér eru sýnd nokkur spil, sem sýna leikni þessara snill- inga. Það fyrsta er frá heims- meistarakeppninni á Filipseyj- um. Suður gaf, norður og suður voru á hættu. Norður S. 1095 H. ADl T. D54 L. G6 Vestur S. K6 H. 62 T. ÁK1073 L. KD82 Suður S. ÁDG8743 H. 873 T. G L. A7 Þeir félagar voru að spila við Ástralíumenn og var Göthe í suður en Morath í norður Surtur Veslur Noröur Auslur 1 S 10 dobl 2 L 4 S allirpass. ara en hann vildi að vestur spilaði aftur tígli, sem hann gerði. Göthe trompaði tígulás- inn ánægður en hvernig átti að haga framhaldinu? Auðvitað fann Göthe bestu leiðina. Hann spilaði lágum spaða frá hendinni til að búa til innkomu á borðið. Vestur tók á kónginn og gerði sitt besta þegar hann skipti í laufkóng. En það var of seint. Göthe tók á ásinn, fór inn í borðið á spaða og lét lauf í tíguldrottninguna. Siðan einangraði hann hjarta- litinn með því að trompa laufið á hendinni og spilaði lágu hjarta. Frá borði lét hann tíuna og þar með var austur enda- spilaður. Hann varð annað- hvort að spila út i tvöfalda eyðu eða hjarta og gefa tíunda slag- inn þar með. Sama var þó vestur spilaði hjarta eftir að hann tók á spaða- kóng. Austur hefði fengið þann slag en síðan hefði Göthe látið hjarta í tíguldrottningu, tromp- að hjarta á hendinni og enn átt innkomu á spaða til að taka frí-hjörtun. Þeir félagar hafa ekki tekið þátt í öllum hlutum Philip Morris Evrópubikarkeppn- anna. Látið sér nægja þær, sem verið hafa nálægt þeirra heima- landi og ávalt verið 1 fremstu Vestur spilaði út lágu laufi og Morath tók fyrsta slaginn á gos- ann. Hann svínaði spaðagosa, fór heim á hjartakóng og spil- aði aftur spaða, sem vestur tók með ás. Hann spilaði aftur laufi, sem tekið var með drottn- ingu og spaðakóngurinn sá fyrir trompum andstæðing- anna. Morath spilaði síðan lág- um tígli frá blindum og vestur tók áttuna með kóng. Enn spil- aði hann laufi, tekið með ás en austur og suður létu báðir hjarta. Morath svínaði þá tígulgosa og eftir voru fjögur spil á hendi. Norður S. — H. A7 T. 96 L. — Vestur S. — H. 9 T. — L. K107 Suður S. 10 H. 104 T. A L. — Sama var hvað vestur lét í spaðatiuna en frá borðinu lét Morath hjartasjöið. Og þá var austur fastur í skemmtilegri kastþröng. Blankir ásarnir Austur S. 2 H. KG9 T. 9862 L. 109543 Austur S. — H. DG T. DIO L. — Suður gaf, norður og suður á hættu. Norður S. 86 H. 985 T. 6532 L. KG42 Vestur S. ÁKD4 H. G1064 T. 107 S. 10953 H. D7 T. AD94 L. A76 Spilið er gott dæmi um sagn- hörkuna, sem nú er gjarna við- höfð í keppni bestu spilara. í öðru herberginu varð Lindkvist sagnhafi i fjórum hjörtum eftir þessar sagnir. Suður Vesíur Norður Austur pass dobl pass 2 T allir pass. 2 H pass 4 H Belladonna í norður spilaði út lauftvisti, sem suður tók með ás og spilaði aftur laufi, gosi og kóngur. Suður tók síðan tvo næstu slagi á tíguldrottningu og ás — tveir niður. A hinu borðinu sátu Morath og Göthe í norður og suður. Og þeir eru greinilega.ekki hrædd- ir við að opna á veika liti. Suður Vestur Norður Austur 1 S pass pass dobl pass pass redobl pass 2T pass pass 2 S allir pass. 3 H pass 4 11 Mörgum kann að þykja það' Austur S. G72 H. AK32 T. KG8 L.1053 Evrópumeistarar á Frá leik svía og ítala á Evrópumótinu í Helsingör, sem lauk með sigri þeirra fyrrnendu 19 stig gegn 1. Talið frá vinstrii Göthe, Vivald' Morath og Belladonna. móti Bridgefélags Rvikur Lokasögnin var nokkuð glannaleg og samningurinn harður. En Göthe bjóst við að í borðinu kæmu upp gagnleg spil, svíningar ættu að takast þó einn gjafaslagur á spaða væri öruggur. En í reynd voru allar svíningar dæmdar til að mistak- ast og Göthe þurfti hjálp varnarinnar til að.komast hjá þeim. Vestur spilaði út tígulkóng og austur lét sexið. Engu var lík- Anders Morath' röð. Næsta spil kom fyrir í Hamborgar-hluta keppninnar á sfðasta ári. I þetta sinn var Morath í suður en austur gaf og norður- suður voru á hættu. Norður S. KG9 H. A76 T. 9632 L. AD9 Vestur S. AD6 H. 98 T j(5 L. K107654 Suður S. 10753 H. K1043 T. AG8 L. G3 Eftir tvö pöss opnaði vestur á einu laufi. Göthe doblaði, aust- ur sagði pass og Morath einn spaða. Dálítið óeðlilegt en hann hefur greinilega verið ákveð- inn í að segja aftur. Vestur sagði þá tvö lauf og tvö pöss fylgdu. Samkvæmt áætlun sagði Morath þátvö hjörtu, sem norður breytti í tvo spaða og varð það lokasögnin. tryggðu samgönguleiðir milli handanna og annaðhvort hjartatían eða tígulnían hlaut að verða áttundi slagurinn. Spil þetta sýnir, að snillingar þessir eru þó mannlegir. 110 fyrir tvo spaða unna gaf 64 stig af 88 mögulegum, sem auðvitað var mjög gott. En þeir áttu þó möguleika á enn betri skor með því að spila vörn í tveim laufum en vestur hefði eflaust ekki fengið ’ - ma fimm slagi. Eg læt tvö dæmi um sóknar- spil nægja. En þeir kunna ýmislegt fyrir sér 1 vörninni líka. Næsta spil er frá keppni f Hollandi f nóvember sfðastliðn- um. Með hjálp auðkýfingsins Caransa var komið á keppni fjögurra mjög sterkra sveita. Margfaldir heimsmeistarar ftala kepptu við landslið svfa og tvö landslið hollendinga, tutt- ugu og fimm ára og yngri manna auk „senior“-!iðsins. Sænska liðið vann sannfærandi sigur, vann alla sfna leiki. I spili þessu héldu ítalarnir Belladonna og Vivaldi sig hafa gert vel þegar þeir náðu svian- um Lindkvist tvo niður í samn- ingi sinum. skrftin latína, að opna á spaða með tiuna fjórðu i litnum. En spaðaopnun gerir andstæðing- um oft erfitt um vik að finna sinn samning, sem auðvitað getur einmitt verið spaðinn. Morath spilaði út tígulsexi, sem suður tók með drottningu. Göthe tók síðan á laufásinn og þegar fjarkinn kom frá Morath tók hann á tígulás áður en hann spilaði aftur laufi. Morath fékk á gosann og gat eftir þetta tekið á laufkóng og spilað þréttánda Iaufinu. Þá varð hjarta- drottningin sjötti slagurinn. Þrir niður. Þetta var auðvitað eina leiðin til að suður fengi á hjarta- drottninguna. Vestur hefði ekki verið í vandræðum með að telja punktana á hendi suðurs og þá séð, að hann gat ekki átt opnun án hjartadrottningarinn- ar. Og auðvitað gátu ítalarnir náð sama slagafjölda þrátt fyrir útspilið. En það er eins og oft hefur sýnt sig, að það er alúðin og vandvirknin, sem lögð er í spilið sem máli skiptir og gefur sigur. Ég læt þessi þrjú spil nægja en á þeim má sjá, að það eru engir aukvissar, sem heim- sækja íslenzka bridge- unnendur og taka þátt í keppni við sterkustu spilara landsins í Kristalsal Hótel Loftleiða. Og sjálfsagt verða þeir f landsliði svía, sem keppir á Norður- landamótinu á sama stað í vor. Austur S. 842 H. DG52 T. D1074 L. 82

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.