Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. MARZ 1978 15 Hér er unglingalúðrasveitin að leika í Laugarnesskóla, en þar hélt hún tónleika í janúar 8,1. Lúðrasveitin Svanur á hljómleikum í dag Lúðrasveitin Svanur hefur nú á annað ár starfrækt unglinga- lúðrasveit og skipa hana 30 unglingar á aldrinum 12—15 ára. Mun unglingalúðrasveitin leika á opinberum tónleikum Lúðrasveit- arinnar Svans er verða í Há- skólabíói laugardaginn 4. marz kl. 14. og munu báðar sveitirnar leika saman í Stykkishólmi hinn 11. marz n.k. Stjórnandi lúðra- sveitanna er Sæbjörn Jónsson og formaður Eiríkur Rósberg. Kirkjukaffi á æskulýðsdaginn Kvenfélag Breiðholts efnir til kaffisölu sunnudaginn 5. mars kl. 3 í anddyri Breiðholtsskóla. Ágóði sölunnar rennur til kirkjubyggingarinnar, sem í vændum er. Framkvæmdir á kirkjulóðinni eru nú í þann veginn að hefjast og fyrsti áfangi byggingarinnar á að rísa í sumar. Með mikilli prýði hefur verið staðið að nauðsynlegum og tíma- frekum undirbúningi verksins, og þökk sé öllum, sem þar lögðu hönd að. En það átak, sem nú er framundan íþessu brýna máli hverfanna mun reyna ennþá meira á dugnað og fórnarlund safnaðarmanna allra, — og eftir því verður leitað. Kvenfélag Breiðholts hefur þegar margoft lagt kirkjubygg- ingu og safnaðarstarfi lið, fyrst með gjöfum, síðar með fjársöfn- un og sjálfboðastarfi. Fleiri félög mættu fara sömu braut. Safnast þegar saman kemur. A sunnudagiunn máttu bjóða vinum og vandamönnum upp á góðan kaffisopa (börnin fá gos) og gómsætar tertur og annað bakkelsi, — því að ekki bregða kvenfélagskonur vana sínum, hvernig allt verður af hendi reitt. Þú styrkir þetta átak þeirra góðu máli til stuðnings, en nýtur sjálfur ánægjustundar við frá- bærar veitingar. Vertu hjartanlega velkominn í þrjúkaffið hjá Kvenfélagi Breið- holts á Æskulýðsdaginn. Blessi Drottinn framkvæmd og árangur. Lárus Halldórsson. SAA med fund í Njarðvíkum í dag A laugardag, 4. marz, kl. 14 e.h., munu Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið — S.Á.Á., gangast fyrir fundi í Safnaðar- heimili Ytri-Njarðvíkur til kynn- ingar á starfsemi sinni og til að ýta undir umræður um áfengis- vandamálið í heild. Fundarstjóri á Njarðvíkur- fundínum verður Tómas Tómas- son, forseti bæjarstjórnar Kefla- víkur, og framsögumenn þau Magnús Torfason, tannlæknir, Þórdís Skarphéðinsdóttir, hús- móðir, John Aikman, stórkaup- maður, Sigurður Þ. Guðmunds- son, læknir, Tómas Agnar Tómasson, framkvæmdastjóri S.Á.Á., og Hilmar Helgason, formaður samtakanna og aðal- hvatamaður að stofnun þeirra. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður. Suðurnesjafólk er eindregið hvatt til að sækja þennan fund og kynna sér starfsemi og viðhorf S.Á.Á. í áfengismálum. (Fréttatilk. frá S.Á.Á.) Byggja við Kópasel Lionsklúbbur Kópavogs heldur hlutaveltu í Hamraborg í Kópa- vogi á sunnudag, 5. marz, til ágóða fyrir viðbyggingu við sumardvalarheimilið Kópasel í Lækjarbotnum. Klúbburinn beitti sér fyrir byggingu hússins fyrir nokkrum árum og fjár- magnaði hana að mestu leyti. Kópasel hefur lengst af verið notað sem sumardvalarheimili og komið í góðar þarfir, enda sífellt erfiðara fyrir fólk að koma börnum sínum fyrir til sumar- dvalar í sveit, eins og kunnugt er. Undanfarna vetur hafa skóla- nemendur sótt þangað í æ ríkari mæli með kennurum sínum um helgar. Húsið er nú orðið allt of lítið og byrjuðu Lionsfélagar á viðbyggingu við húsið í haust. Fjöldi góðra vinninga verður á hlutaveltunni, sem hefst klukkan 14. Þar verða engin núll og ekkert happdrætti, en aðalvinningur er 60 þúsund króna ferðavinningur eftir eigin vali vinnanda. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU BMW i nýjum búningi • • ORYGGI ER OMETANLEGT BMW bifreiðar eru byggðar fyrir meiri hraða og álag en flestar aðrar bifreiðar. Stefna BMW verksmiðjanna er að sámeina eiginleika sportbíls og þægindi einkabíls. BMW er viðbragðsfljótur, lipur, stöðugur í akstri, rúmgóður með stórum rúðum og þægilegur fyrir ökumann og farþega. Góðir aksturseiginleikar tryggja öryggi í akstri. BMW BIFREIÐ ER ÖRUGG EIGN ¦ . '.-¦ . ¦ :-,\ ¦ o KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 \fetrarvörur Shell! Sterkt Yopn í baráttunni við Vetur konung Startgas (svari fyrir blöndunga Sætaáktæði í flesta bila Rakaþerrir Gluggahreinsiefni Frostlögsmætir Rafgeymar, flestar gerðir Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni íseyðir fyrir rúðusprautur Lásaolía, hindrar ísingu í bílaskrám Silikon á þéttilistana Fjölmargar gerðir af gúmmímottum (ssköfur, margar gerðir Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir Fást á bensinstöövum Shell Olíufélagið Skeljungur hf Ol__|| Smávörudeild OlieII Sími 81722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.