Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 1 Sjónvarps- f ólk f elldi niður vinnu einn dag STARFSMANNAFÉLAG Sjónvarpsins hélt félagsfund árdegis fyrri verkfallsdaginn. Fyrir fundinum lágu tvaer tiílögur. Hin fyrri var um að vinna ekki fyrri verkfallsdag- inn, en hin síðari var um það að vinna, en halda síðan f und á útsendingartíma, þannig að útsending félli niður. Tillag- an, sem fjallaði um að fella niður vinnu 1. marz, var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 41. Síðari verkfallsdagurinn var fimmtudagur og er það frídag- ur sjónvarpsstarfsmanna. Þess vegna féll niður sjónvarp á miðvikudag og urðu því tveir sjónvarpslausir dagar þessa vikuna. Starfsmenn hljóðvarps sam- þykktu á fundi 28. febrúar að fella ekki niður vinnu og var hlutfall þeirra, sem komu til vinnu báða verkfallsdagana, 99%. Spítalarnir störf uðu eðlilega; Aðeins röskun á skurdstofuvinnu Dagsbrúnarmenn lok- uðu benzínstöðvum MARGAR benzínstöðvar í Reykjavík opnuðu að morgni miðvikudagsins 1. marz, þ.e. þær stöðvar þar sem starfsmenn komu til vinnu. Á fimm benzín- stöðvum af 10 í Reykjavík og Ilafnarfirði komu flestir til vinnu, sagði Magnús Magnússon hjá Olíufélaginu Skeljungi, og höfðum við allar stöðvarnar opnar nema tvær. Því miður kom áöur til hreinnar verkfalls- boðunar af hálfu Dagsbrúnar og VSl lýsir ábyrgð á hendur verka- lýðsfélögunum Vinnuveitendasamband ís- lands mótmælir harðlega samn- ingsrofum og ólögmætum verk- fb'Ilum ýmissa verkalýðsfélaga nú í dag og lýsir fullri ábyrgð á hendur þeim stéttarfélögum, sem að slíku standa. Verkföllin eru ekki einungis gróf og skaðabótaskyld samn- ingsrof gagnvart þeim, sem þau bitna á, heldur eru þau einnig brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeildur, sem banna verk- föll, sem gerð eru til að þvinga stjórnvöld til tiltekinna athafna eða athafnaleysis — segir í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst í gær. Þá segir ennfremur: Þá mót- mælir Vinnuveitendasamband íslands sérstaklega óviðfelldn- um hótunum og jafnvel ofbeldi, sem forystumenn nokkurra fé- laga og svokallaðir verkfalls- verðir hafa sums staðar haft í frammi við þá einstaklinga, sem vildu vinna. voru stöðvarnar heimsóttar ein af annarri af um 20 manna hópi Dagsbrúnarmanna og menn neyddir til að leggja niður vinnu. Við gripum ekki til neinna gagnráðstafana, sagði Magnús, en höfðum eins lengi opið og stætt var, og tel ég að þetta hafi verið rekið af meira kappi en forsjá og orka þessar aðgerðir tvímælis að mínu áliti. — Það var 100% mæting hjá okkur, sagði Guðjón Sigurðsson hjá Olís, en síðan komu Dags- brúnarmenn á vettvang og hröktu mennina heim, þá menn sem ekki töldu sig hafa efni á að missa af kaupi sínu fyrir þessa daga, kannski 20—30 þúsund krónum. Ekki hefur heldur verið dreift neinni olíu og hefði það getað komið sér illa fyrir t.d. loðnuskipin, en á stöðinni hjá okkur á Laugarnestanga kom um helmingur starfsmanna til vinnu. Leifur Guðmundsson hjá Olíu- félaginu sagði að af 10 benzín- stöðvum félagsins í Reykjavík og Hafnarfirði hefðu 8 verið opnað- ar um morguninn og verið opnar í stuttan tíma, en starfsmenn voru fengnir til að hætta vinnu sinni. Sagði hann að hins vegar hefði verið áfram opið í Hafnar- firði, og þannig var einnig hjá hinum félögunum, og tóku þeir einnig fram að ekki hefði verið reynt að opna á fimmtudeginum. YFIRLEITT skilaði fólk sér vel til vinnu í sjúkrahúsin í Reykja- vfk þá tvo verkfallsdaga, sem hvatt hafði verið til. Þó munu hjúkrunarfræðingar ekki hafa komið til vinnu og féll niður af þeim sökum vinna á skurðstof- um og við svæfingar. Þó var höfð neyðarvakt, ef alvarleg tilfelli bæri að höndum. Borgarspítalinn var rekinn eðlilega að öðru leyti en því að skurðaðgerðir og svæfingar féllu niður eins og áður er vikið að. Allt starfsfólk skilaði sér nema hjúkrunarfræðingar og ennfrem- ur féll niður gæzla á barnaheimili spítalans. Þetta olli í fyrstu nokkrum erfiðleikum fyrir það starfsfólk, sem nýtur þjónustu heimilisins, en það bjargaði sér þó furðu vel, að því er Morgun- blaðið fékk upplýst á skrifstofu forstöðukonu spítalans. Hið sama er að segja um Landspítalann. Þó féll þar vinna niður á röntgendeild hinn síðari verkfallsdaginn. Neyðarvika var á Landakotsspítalanum. Samkvæmt upplýsingum að- stoðarforstöðukonu Landspítal- ans mætti hjúkrunarfólk þar vel til vinnu að öðru leyti en varðar hjúrkunarfræðinga á skurðdeild. Þar féll vinna niður, en neyðar- vakt var, ef eitthvert slíkt tilfelli kæmi upp, sem ekki þyldi bið. Á geðdeild Landspítalans við Dal- braut féll öll vinna niður, en öllu, sem mjög brýnt var, var þó sinnt. Hlutfall þess fólks, sem kom til vinnu á ríkisspítölunum, Land- spítala, Kleppsspítala, Vífils- staðaspítala, Kópavogshæli og á skrifstofu ríkisspítalanna var fyrri verkfalisdaginn 97%, en hinn síðari 98%. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér, mun annað starfsfólk spítalanna, einkum læknar, hafa gagnrýnt talsvert fjarvistir hjúkrunar- fræðinga, þar sem fjarvistir þeirra röskuðu öllum áætlunum um aðgerðir á skurðstofum spítalanna. Truflanir urðu á flugsamgöngum NOKKRAR truflanir urðu á flugi Flugleiða dagana 1. og 2. marz og reyndar nokkra daga áður, en lítið hefur verið flogið innanlands í vikunni, framan af vegna veðurs og síðan vegna verkfallsaðgerða. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Elugleiða sagði að ekkert hefði verið flogið til ísafjarðar síðan á laugardag og ekkert til sumra staða innan lands síðan á sunnudag. Nokkuð hefði brugðið til betra veðurs á miðvikudag og voru þá teknar út vélar og fólk bókað í eina vél og áhöfn var komin út í vél, en þá óku menn frá Dagsbrún bílum sínum inn á flugvélastæðið, og lögðu þeim fyrir vélina. Brutu þeir þannig öryggisreglur, sagði Sveinn og voru þeir beðnir að færa bíla sína og gerði annar það fljótlega. Ég man ekki eftir svona hörku þrátt fyrir verkföll. Um millilandaflugið sagði Sveinn að felld hefði verið niður ein ferð til New York og vél á leið til Chicago hefði flogið yfir vegna veðurs á þriðjudag, en kom við á miðvikudag og fékk lágmarks- þjónustu. Þá voru tvær vélar í Kaupmannahöfn tepptar vegna veðurs á þriðjudag, vél kom frá Luxemborg á miðvikudag og á fimmtudag var allt millilanda- flug komið í eðlilegt horf, 'enda engar aðgerðir á Suðurnesjum nema á miðvikudaginn. Um mætingar starfsfólks sagði Sveinn, að af 97 starfsmönnum á stöðinni á Reykjavíkurflugvelli hefði vantað 24 og af 160 starfsmönnum á Keflavíkurflug- velli hefðu allir komið nema tveir. Misjöfn þátttaka un á skólastarfinu vegna þess, en flestir kennarar skólans mættu til starfa. — Sv.P. Húsavík Starfsemi frystihússins var alveg lömuð báða dagana og Skaftafell varð að bíða eftir útskipun til miðnættis aðfarar- nótt föstudagsins. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins mættu ekki til starfa, en aðrir bæjarstarfs- menn unnu allir með tölu. Full kennsla var í barnaskóianum, en í gagnfræðaskólanum var aðeins kennt í níunda bekk. Starfsemi sjúkrahússins gekk eðlilega fyrir sig og verzlunarmenn fóru ekki í verkfaíl. Hjá embætti sýslumannsins mættu allir fyrri daginn, en síðarj daginn enginn, nema sýslu- maður sjálfur og fulltrúi. Starfs- menn pósts og síma mættu allir. Iðnaðarmenn voru nokkuð skiptir; sumir í verkfalli og aðrir ekki, til dæmis voru bílaverk- stæðin Iokuð. — Fréttaritari. Kópasker Hér hafa aðeins tveir menn farið í verkfall; skólastjóri barna- skólans og starfsmaður fyrir- tækisins Rafafls. Aðrir kennarar héldu uppi kennslu báða dagana og einnigvar eðlileg kennsla í miðskólanum Lundi, Öxarfirði, og í Skúlagarði í Kelduhverfi. — Fréttaritari. Raufarhöfn Allt starfsfólk loðnúbræðsl- unnar, um 50 manns, lagði niður vinnu báða dagana. Vöktum í bræðslunni var þó ekki slitið og unnu þar 4—5 "menn til að ekki yrði tjón af stöðvuninni. Eftir var um hálfs þriðja sólarhrings hráefni og- var vinnsla hafin strax og verkfalli lauk á miðnætti aðfaranótt föstudags. Ekkert ' hráefni var í frystihúsinu, en starfsemi saltfiskverkenda var í fullum gangi. Skip, sem hér átti að les.ta á fimmtudag, var vísað frá. Allir kennarar á staðnum lögðu niður vinnu, en verzlanir voru opnar. Iðnaðarmenn unnu allir og einnig starfsmenn Raf- afls. Á fundi verkalýðsfélagsins var samþykkt að taka þátt í verk- fallsaðgerðunum, en tillaga um að atvinnurekendum yrði til- kynnt um verkfallið skriflega, var felld. He,g. Vopnafjörður „Hér er öll vinna rneð eðlileg- um hætti hjá verkafólkinu", sagöi Gunnar Sigmarsson á Vopna- firði. „Af opinberum starfsmönn~ um mættu tveir kennarar ekki til starfa, en að öðru leyti hefur bæjarlífið verið fullkomlega eðli- legt þessa tvo daga." Borgarfjörður eystri Starf barna- og unglingaskól- ans lá niðri þessa daga, þar sem hvorki skólastjórinn né fastráð- inn kennari mættu til starfa. Að öðru leyti er það að segja, að hér er enga atvinnu að hafa eins og er, nema hvað 2—3 menn vinna við hofnina og unnu þeir báða dagana. Verkalýðsfélagið heldur fund um samningamálin á föstudags- kvöld. — Fréttaritari. Seyðisfjörður Hér vann verkafólk alls staðar báða dagana, nema í Vélsmiðju Seyðisfjarðar, sem var lokuð. Full afköst voru hjá báðum bræðslunum, báðum frystihúsun- um og vélsmiðjunni Stál. Sjúkrahúsið var fullmannað, en fjórðungur kennara mætti ekki til starfa og dagheimilið var starfrækt að takmörkuðu leyti. Starfsfólk bæjarskrifstofunnar mætti ekki, utan bæjarstjórinn, en á skrifstofu sýslumanns- embættisins var eðlileg starf- semi. — Sveinn. Egilsstaðir Um helmingur kennara mætti ekki til starfa og einnig um helmingur starfsfólks prjónastof- unnar Dyngju. Útivinnumenn Pósts og síma unnu heldur ekki, en að öðru leyti gekk atvinnulífið snurðulaust, m.a. var 100% mæt- ing hjá stærsta atvinnurekand- anum, Brúnási. — Steinþór. Reyðarfjörður Hér unnu allir, bæði verka- menn og opinberir starfsmenn undantekningarlaust. — Frétta- ritari. Eskifjörður Á fundi verkalýðsfélagsins á þriðjudagskvöld var fellt með 53 atkvæðum gegn 24 að grípa til verkfallsaðgerða. Hér var því unnið báða daga í öllum fiskverk- unarstöðvum, bræðslunni og hjá því opinbera, nema í skólanum mættu aðeins tveir af níu kenn- urum. — Ævar. Neskaupstaður Hjá bræðslunni mættu 12 af 45 starfsmönnum og unnu þeir til skiptis að loðnumóttöku báða dagana. Af um 100 manna starfsliði frystihússins mættu 3 og til saltfiskverkunar mætti enginn. Af iðnaðarmönnum lögðu málm- og skipasmiðír niður vinnu, en trésmiðir voru skiptir, sumir unnu en aðrir ekki. Allir vörubílstjórar unnu. Af bæjarstarfsmönnum mætti einn starfsmaður til vinnu hjá bæjarsjóði. Einn kennari mætti i barnaskólanum, en enginn í gagnfræðaskólanum eða iðn- skólanum. Unnið var eins og venjulega í báðum bönkunum og á sjúkrahúsinu og hjá bæjar- fógeta mættu einnig allir til starfa. — Ásgeir. Fáskrúðsfjörður Hér fóru kennarar í verkfall, en þó var kennt í níunda bekk vegna samræmdu prófanna. Önn- ur opinber starfsemi var með eðlilegum hætti báða dagana. Verkalýðsfélagið samþykkti að félagsmenn þess skyldu leggja niður vinnu þessa tvo daga. Loðnubræðsla stöðvaðist, en þó var tekið á móti loðnu til klukkan 9 á miðvikudagsmorgun og klukkan 8 á fimmtudagsmorgun- inn var byrjað að vinna bein, en um helmingur starfsmanna verk- smiðjunnar vildi vinna. Um helmingur starfsfólks frystihúss kaupfélagsins mætti til vinnu, en saltfiskverkun lá niðri. Hjá frystihúsi Pólarsíldar var enginn fiskur til vinnslu, en þar voru flestir karlmenn að vinna í síld, en mæting þar var um 80%. Meðan Pólarsíld hefur ekki hráefni er fiski frá kaup- félagshúsinu ekið til Breiðdals- víkur. í Trésmiðju Austurlands vant- aði einn starfsmann og af 6 starfsmönnum Búðahrepps sátu tveir heima. — Fréttaritari. Breiðdalsvík „Hér kom ekki til verkfalls verkafólks," sagði Rafn Svansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.