Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. MARZ 1978 19 Reykjavíkurborg: Forföll ekki meiri en í meðalflensutíð SVÖ TIL allir íélagsmenn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar komu til vinnu báða verkfallsdag- ana, enda hafði félagsstjórnin hvatt menn til þess að sækja vinnu og lýst þeirri skoðun sinni. að vinnustöðv- un þjónaði ekki hagsmunum fólks- ins. Að sögn Magnúsar Óskarsson- ar, hæstaréttarlögmanns og vinnu- málastjóra borgarinnar, voru for- föll starfsfólks hjá Reykjavíkur- borg ekki meiri en í meðalflensutíð og jafnvel betri. Magnús kvað í raun mestu forföll- in vera á Borgarspítalanum í einum starfshópi þar, hjúkrunarfræðing- um. Varð að loka þar skurðstofu eins og fram kemur í frétt um sjúkrahús- in annars staðar í blaðinu í dag. Á Borgarspítalanum starfa um 700 til 800 manns, en þessir hjúkrunarfræð- ingar, sem ekki sóttu vinnu, eru á bilinu 50 til 60. Læknar tóku þessum Gekk á ýmsu segir for- maður Hlífar — ÞAÐ MÁ eiginlega segja að hafi gengið á ýntsu hér í Hafnarfirði, sagði Hallgrím- ur Péturs'son formaður verka- mannafélagsins Hlífar en við skírskotuðum, til hvers og eins um að leggja niður vinnu þessa daga. Öll vinna lá niðri í Álverinu og frystihúsum í Hafnarfirði svo og í fiskmjölsverksmiðj- unni og hafnarvinna, en þær tvær bensínstöðvar sem hér eru voru opnar. Ég tel að þetta hafi verið samtals um 500 manns án þess þó að það sé vandlega talið hjá okkur og hvað varðar verkakvennafé- lagið Framtíðina má segja að svo til allir félagsmenn hafi lagt niður vinnu, a.m.k. í frystihúsunum, en það eru stærstu vinnustaðirnir. forföllum heldur illa, þar sem það fólk, sem áætlað hafði verið að færi í aðgerðir og skurði, var búið að fasta. Enrifremur fóru allar bókanir á skurðstofur spítalans úr skorðum. Þá urðu einnig nokkur vanhöld á fólki á barnaheimilum borgarinnar og mun um helmingur þeirra hafa verið lokaður. Á öðrum varð að takmarka fjölda barna, en allmörg voru þó opin. Þá urðu talsverð vanhöld í sálfræðideild skóla og einnig í Félagsmálastofnun borgar- innar. Var þó á báðum stöðum aðeins um nokkra einstaklinga að ræða. Sem dæmi má nefna að aðeins vantaði einn starfsmann hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, 4 hjá Borgarbókasafninu af 60 starfs- mönnum og af starfsmönnum borg- arinnar í skólum komu allir til vinnu. í þessu sambandi verður þó að geta þess að allir kennarar eru ríkisstarfsmenn. Strætisvagnar gengu allir eðlilega, þar sem engan starfsmann þeirra vantaði. Þau vanhöld, sem urðu meðal fólks, sem vinnur fyrir Reykjavíkur- borg, voru öll frá félagsmönnum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Nokkur skip hafa taf- izt vegna aðgerðanna MORGUNBLAÐIÐ leitaði til nokk- urra fyrirtækja í Reykjavík og spurðist fyrir um hvernig starfsemi þeirra hefði verið þá daga sem aðgerðir launþegasamtaka stóðu yfir. Hjá Eimskipafélagi íslands fékk blaðið þær upplýsingar að allt skrifstofufólk hefði komið til vinnu, en vörugeymslum hefði verið lokað og ekki hefðu skip verið afgreidd þar sem verkamenn hefðu lagt niður vinnu. Af þessum sökum hafa þrjú skip félagsins tafizt, en aðrir þættir starfseminnar eru með eðlilegum hætti. Starfsemi Sambands ísi. sam- vinnufélaga hefur verið með eðlileg- um hætti, hvað skipadeildina áhrær- ir, þ.e. að vöruafgreiðslan er lokuð, en skip hafa ekki tafizt þar sem þau héldu úr höfn í Reykjavík að kvöldi 28. febrúar. Hjá Mjólkursamsölunni vinna einkum Dagsbrúnarmenn óg Sóknar- konur að framleiðslunni og var því starfsemi mjólkurstöðvarinnar í lágmarki. — Við gerðum ráð fyrir þessu verkfalli sagði Guðlaugur Björgvinsson og ókum meira magni af mjólkurvörum í búðir á mánudag og þriðjudag. Á fimmtudaginn var ekið nokkru magni til okkar frá. Selfossi og við höfum getað leyst úr málefnum einstakra spítala og stofnana sem þurft hafa að leita til okkar um mjólk. Að framleiðslunni og dreifingunni vinna um 100 manns og eru langflestir þeirra í verkfalli, þ.e. einnig bílstjórar og starfsmenn á bílaverkstæði. FRAMLEÐSLUSTÖÐV- UN varð báða verkialls- dagana í álverinu við Straumsvík. Þó var þar starfskraftur, sem hélt heitu á kerjum álversins á meðan á verkfallinu stóð. Góð mæting Iðjufólks FÉLAG ísenzkra iðnrekanda lét fara fram könnun á þátttöku fólks í þeim verkfellsaðgerðum, sem launþegafélögin beittu sér fyrir, hjá þeim fyrirtækjum, sem aðild eiga að Félagi íslenzkra iðnrekenda. Gerð var úrtaks- könnun 30 fyritækja af þeim 200 sem aðild eiga að félaginu. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar munu um 20% starfs- manna að meðaltali hafa verið fjarverandi. Hins vegar sagði Björn Bjarnason, formaður Landssambands iðnverkafólks, að talið væri að um helmingur félagsmanna Iðju í Reykjavík hefði tekið þátt í verkfallinu. Björn Bjarnason sagði að félgsmenn hefðu verið hvattir til þátttöku í verkfallinu, en hins vegar hefði ekki verið haldið uppi verkfallsvörzlu. Um framhald aðgerða kvað Björn ekkert ákveð- ið enn, en kvaðst búast við að fundir yrðu haldnir um þær á næstu dögum. Morgunblaðið fékk í gær upp- lýsingar um mætingu starfsfólks í nokkrum iðnfyrirtækjum þessa tvo verkfallsdaga. Hér á eftir verður mæting gefin upp í prósentutölum. Málmsteypa Ámunda 100%, Prjónastofa BorKarness 90%. Loftorka. Hi>r«arnpsi 100%. Dúkur 100%. lexa 100%. Klæði 100%. Vinnu- lataKerðin rúmlega 90%, Kassagerðin 100%, SápuKerðin FrÍKK 100%. StAluinmiðir 15%. Bikarbox 100%. Hamiðjan — mismunandi eftir eldum eða frá 20 i 100%. Sportver 50%. Solido 100%. Smjörliki 100%. Henson 25%. Alís 100%, Málning 50%. Fóðurblandan 50%. Sigurplast 90%. Álafoss — mismunandi eftir deildum eða frá 50% í 100%. DósaKerðin 25%. ÖIKerðin Egill SkallaKrímsson 85%. Nói. Siríus 100%. Ofna- smiðjan 85%. Sindrí — mismunandi eftir deildum allt frá 0 ok upp í 100%. Járniðnaðar- menn mættu ekki til vinini. Plastprent — cnKÍnn prentari mætti ok talsverð vanhöld urðu meðal félaKsmanna Iðju, Harpa 90% ok Vírnet, BorKarnesi. 20%. t%mm — Hi/prnin mflRt lll IIWOllllU llllAjrl III ¦ ¦ ¦ að Hallormsstað 100% að Laugarvatni 100% Vélskóli íslands 70% Akureyri 100% Vestmannaeyjum 100% Hótel- og veitingaskólinn 100% Stýrimannaskólinn Reykjavik 93% Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum 100% Fiskvinnsluskólinn 40% Hjúkrunarskóli (slands 100% Nýi hjúkrunarskólinn 100% Fóstruskóli íslands 45% íþróttakennaraskóli íslands 100% Iðnskólar Reykjavík 97% Hafnarfirði 90% Borgarnesi 100% Patreksfirði, 100% Sauðárkróki 100% Akureyri 100% Neskaupstað 0% Vestmannaeyjum 100% Selfossi 100% EINS og sést af þessum listurn, er listínn yf r menntamála- ráðuneytiö og stofnanir Þess ófullkominn. Vantar Þar skóla í Reykjavík og nágrenni, svo og á Norðurlandi. á Breiðdalsvík. „Og því var allt í gangi, eins og venjulega. Hjá opinberum starfsmönnum voru einu afföllin þau, að einn eða tveir kennarar mættu ekki og varð því ekki haldið uppi fullri kennslu." Djúpavogur „Hér kom ekki til verkfalls hjá verkafólki," sagði Einar Gíslason á Djúpavogi. "Einu mennirnir, sem lögðu niður vinnu, voru tveir kennarar, en hér eru fjórir kennarar í það heila." Hornafjörður Allir karlmenn mættu til vinnu í frystihúsinu báða dagana, en aðeins 20% kvenanna. í saltfisk- verkunina vantaði 4 af 43 starfs- mónnum, en hjá skipaafgreiðsl- unni mættu ajlir til starfa báða dagana. Vélsmiðjan var lokuð fyrri daginn, en þann síðari vantaði tvo af 22 starfsmönnum. Fiskimjölsverksmiðjan starfaði eðlilega og mættu þar allir til vinnu. Hjá Rarik mættu ekki línu- menn né rafvirkjar. í gagnfræða- skólann mætti enginn kennara, en skólastjórinn kom til starfa, og í barnaskólanum samþykktu 5 " kennarar af 13 að vinna báða dagana. Starfsemi hreppsskrif- stofunnar og sýslumanns- embættisins var með eðlilegum hætti sem og á öðrum skrifstof- um. Allar verzlanir voru opnar. Róðrar voru með eðlilegum hætti. — Fréttaritari. Hella, Hvolsvöllur Á Hellu og Hvolsvelli var alls staðar unnið báða dagana, nema í skólunum. Helmingur kennara við skólann á Hellu mættu ekki til starfa og var skólastarf því fellt niður, og á Hvolsvelli féll kennsla að mestu niður vegna fjarvista kennara. — Jón. Selfoss Hér var eitthvað unnið á flestum stöðum báða dagana. Hjá' einkafyrirtækjum var starfsemin með eðlilegum hætti. Hjá tré- smiðju kaupfélaganna vantaði 5 starfsmenn, en bílaverkstæðið var lokað. Unnið var í mjólkurbú- inu og mjólk sótt út um sveitir. I verzlunum kaupfélagsins og á skrifstofunum gekk allt sinn vanagang. Talsvert vantaði af starfsfólki Sláturfélags Suður- lands og hjá Glettingi var alveg lokað báða dagana. Lögreglan starfaði eðlilega, sömuleiðis sjúkrahúsið, sýslu- mannsembættið, hreppsskrifstof- urnar, vegagerðin og áhaldahús- ið. Talsvert var kennt í gagn- fræðaskólanum og mun aðeins einn fastur kennari þar hafa fellt niður vinnu, en aftur á móti var lítil kennsla í barnaskólanum. — Fréttaritari. Stokkseyri Forysta verkalýðsfélagsins Bjarma fyrirskipaði öllu fisk- vinnslufólki að fara í tveggja daga verkfall hjá frystihúsinu, aðrir félagar þurftu ekki að fara í verkfall, og því starfaði verzlunarfólk, skrifstofufólk og starfsfólk mötuneytis frystihúss- ins, sem allt er í Bjarma. Opinberir starfsmenn unnu á skrifstofum, en í skólanum mættu aðeins skólastjóri og einn stundakennari, en fjórir kennar- ar og fleiri stundakennarar mættu ekki. Á fundi hjá verkalýðsfélaginu á sunnudaginn mættu sex menn; þrír stjórnarmehn og þrír al- mennir félagsmenn. — Stein- grímur. Vestmannaeyjar Ein kæra barst lögreglunni vegna verkfallsmáls, en 16 ára piltur kærði vegna átaka, sem urðu milli hans og verkfalls- varða. Verkfallsvarzla var nokk- uð stíf og voru bæði trésmiðir og járnsmiðir reknir frá vinnu, en sveinafélag járniðnaðarmanna samþykkti verkfall með eins atkvæðis meirihluta og einnig samþykkti trésmiðafélagið verk- fall. 1 smiðjunum unnu því bara eigendur og verkstjórar. Fisk- vinnsla má segja að hafi legið niðri báða dagana, að mestu fyrri daginn og alveg þann síðari. Landað var úr bátum, sem fóru á sjó, og einnig var landað loðnu báða dagana og tóku verksmiðj- urnar báðar á móti. Netamenn voru allir að störfum. Allt skólahald í stýrimanna- skólanum, vélskólanum og iðn- skólanum var með eðlilegum hætti, en barna- og gagnfræða- skólinn voru alveg lokaðir. Verzlanir og skrifstofur voru allar opnar og þar unnið með eðlilegum hætti. Fastráðnir bæjarstarfsmenn unnu allir og allir mættu til starfa á sjúkra- húsinu og elliheimilinu. Hjá bæjarstarfsmönnum fór fram skoðanakönnun varðandi verkfall og voru % hlutar þeirra á móti verkfalli. Einhver vanhöld urðu varðandi barnagæzlu og lausráð- ið fólk hjá bænum, sem á aðild að öðrum félögum en félagi bæjarstarfsmanna, mætti ekki til vinnu. — Sigurgeir. Þorlákshöfn Á fundi í verkalýðsfélaginu hér nýlega var samþykkt að leggja niður vinnu í einn dag til að mótmæla efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Stöðvunin kom til framkvæmda í gær þegar allt starfsfólk í fiskvinnslustöðv- unum, í frystihúsunum og í Síldarverksmiðjunni lagði niður vinnu. Verkfall þetta yar nær algjört að sögn Þórðar Ólafsson- ar formanns verkalýðsfélagsins á staðnum. Allt kennaralið við grunnskól- ann lagði niður vinnu bæði í gær og í dag. Ekki eru til frekari samþykktir að sinni. Þess má geta að landsímastöðin var opin eins og venja er og við landshöfn- ina mættu fastamenn til vinnu. Allar verzlanir hér voru opnar. — Ragnheiður. Grindavík Verkalýðsfélagið hér sam- þykkti að ekki skyldi koma til vinnustöðvunar og vann því allt verkafólk báða dagana. Af 28 opinberum starfsmönn- um mættu tólf til vinnu, þar af fimm kennarar af 21. — Guðfinn- Sandgerði 011 vinna r fiskvinnslustöðvun- um lá niðri annan daginn, 1. marz, en síðari daginn var ekkert um fjarvistir fcá vinnu,- nema hvað 4 kennarar skólans af sjö mættu ekki. — Jón. Keflavík Hjá iðnfyrirtækjum og fyrir- tækjum í fiskiðnaði var stöðvun fyrri daginn, en samkomulag varð milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda um eins dags stöðvun og voru fyrirtækin lokuð, en allt í fullum gangi aftur á fimmtudag. Engin vinna var við höfnina fyrri daginn, en ,á fimmtudag var unnið að losun þriggja kaupskipa og tveggja togara. Allflestir starfsmenn bæjarins mættu til vinnu báða dagana og einnig aðrir opinberir starfs- menn, nema hvað helmingur kennara fjölbrautaskólans mætti ekki. Níu af 27 kennurum barna- skólans mættu ekki og í gagn- fræðaskólanum vantaði tvo kenn- ara. - IÞF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.