Morgunblaðið - 04.03.1978, Side 20

Morgunblaðið - 04.03.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Fólkið tók í taumana / Olöííh'jíar vi'rkfallsaðjíi'rðir. sem forystumenn ASI ok BSRB hoðurtu til á miðvikudají ojí fimmtudají. misheppnuðust. Vfirjína fandi meirihluti opinherra starfsmanna mætti til vinnu háða dajíana eins ojí sjá má á yfirliti, sem birtist í Morjtunhlaðinu í dají. VeruleK þátttaka í hinum óIöjjleKU verkfallsaðuerðum var af hálfu opinberra starfsmanna takmiirkuð við iirfáar ríkisstofnanir ojí tiltekinn starfshóp. þ.e. kennara. ojí var þó enjían vejíinn um afdráttarlausa þátttöku þi'irra að raða. í raun er ekki ha'jít að tala um verkfallsaðgerðir opinherra starfsmanna. Verkfallið. sem Kristján Thorlacíus hoðaði til. varð verkfallið. sem aldrei varð. I»átttaka í óliiglegum verkfallsaðgerðum af hálfu félagsmanna aðildarfélajía ASÍ var mjiig mismunandi. Á Vestfjörðum var í raun ekkert verkfall. ef undan cru skildir örfáir menn á ísafirði. Mcjíinþorri félagsmanna verkalýðsfélagsins á Isafirði hlýddi ckki kallþ forystumanna félagsins um þátttöku í ólögíegu verkfalH. Á Austfjiirðum voru nær allar loðnubræðslur í fullum gangi. Á iiðrum stiiðum var verkfallið virkt eins og t.d. í Siglufirði. í Rcykjavík var verkíall Dagsbrúnarmanna í raun algert. I»að hafðist þó ekki nema með því. að forystumenn Dagsbrúnar færu sjálfir á cinstaka vinnustaði á miðvikudags- morgni og ra'kju menn heim. Segir það sína sögu. Verkfall Iðjufólks í Reykjavík. sem hvatt var til aí stjórn og trúnaðarmannaráði. fór út um þúfur. Meginþorri iðnverkafólks mætti til vinnu og sýnir það. að formaður Iðju er í meira samhandi við sitt fólk en aðrir í stjórn og trúnaðarmannaráði, en formaður Iðju var andvígur þátttöku í ólöglegum verkföllum. Ileildarmyndin er sú. að verkfallsaðgerðir ASÍ og BSRB misheppnuðust. Mikill meirihluti launþega í landinu tók í taumana og hafði vit fyrir forystumönnum sínum. Þessi niðurstaða sýnir. að yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna og mikill hluti almennra launþcga vill ekkert af óliiglegum aðgerðum vita. Þetta fólk á miklar þakkir skildar. Með afstöðu sinni hefur það lagt fram mikilsverðan skerf til þess að vcrnda þingræði og lýðra'ði í landi okkar. Mcð afstöðu sinni hefur það undirstrikað þá staðreynd, að hvað sem líður stjórnmáladeilum vill meirihluti þjóðarinnar, að lög landsins verði virt. og að menn geri mál sín upp innan ramma okkar lýðra'ðislega stjórnskipulags. Það væri á misskilningi byggt, ef ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar hneigðust til þess að líta á hinar misheppnuðu vcrkfallsaðgorðir ASÍ og BSRB sem yfirlýsingu meirihiuta launþega um stuðning við ofnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sú staðreynd. að svo mikill hluti launþega neitaði að taka þátt í ólöglegu verkfalli er fyrst og fremst yfirlýsing af þeirra hálfu um. að þoir vilja virða lög landsins og að þeir láta ekki nota sig sem ta'ki í pólitískri haráttu verkalýðsforingjanna. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru vafalaust umdeildar moðal launþega. sem annarra. en dómur vfir störfum ríkisstjórnarinnar verður kvoðinn upp í kosningum og ekki á iiðrum vottvangi. Morgunblaðið fagnar þeirri afstöðu. sem mikill hluti launþega á landinu hefur tckið í þessu máli. Sú afstaða vekur bjartsýni um framtíð lýðra*ðis og þingræðis í landi okkar. / Afall fyrir verkalýðsfor- ingja og stjómarandstöðu Hinar misheppnuðu ólöglegu verkfallsaðgerðir. sem forysta BSIÍB og ASÍ hvöttu tií á miðvikudag og fimmtudag, hljóta að verða þoim verkalýðsleiðtogum og þeim leiðtogum stjórnar- andstiiðunnar. sem studdu þær og hvöttu til þeirra, mikið umhugsunarefni. Undirtektir launþega sýna. að vcrkalýðsfor- ingjarnir eru ekki í sambandi við hugsunarhátt og afstöðu félagsmanna sinna. Þeir hafa misreiknað þetta da*mi hrapallcga. Þeir féllu í þá gryfju að ætla að misnota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi. Fólki varð ljóst, að hér var ekki um faglega baráttu að ra'ða heldur pólitíska baráttu og það neitaði að láta nota sig. Þessi úrslit mála eru mesta áfall. sem verkalýðsforingjar á Islandi hafa orðið fyrir um langt árabil. Ef til vill marka þau tímamót í afstöðu fólks til þess hlutverks, sem forystumenn verkalýðsfélaga gegna. Ef til vill eru þau vísbending um. að störf þeirra verði metin af meiri gagnrýni en áður. Formaður Alþýðuflokksins og forystumenn Alþýðubandalags- ins lýstu stuðningi við ólöglegar verkfallsaðgerðir verkalýðsfé- laganna. Þeir standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd. að þeir eru ekki fremur en verkalýðsforingjarnir í sambandi við hugsunarhátt fólks. Niðurstaða hinna ólöglegu vcrkfallsaðgerða eru því mikið áfall fyrir þá og alveg sérstaklega formann Alþýðuflokksins. Enginn átti von á öðru frá Alþýðubandalags- mönnum en vissulega var ástæða til að ætla fyrirfram, að formaður Alþýðuflokksins stæði með þeim, sem vilja virða lög og rétt. Ilann féll á því prófi. Þannig voru verksummerki á fimmtudagsmorgun þegar þess varð vart að gröf Chaplins hafði verið rænd. (AP-símamynd). Allt á huldu um hvarf kistu Chaplins Corsier-Sur-Veve, Sviss, 3. marz. AP. Reuter. ENN ER allt á huldu meö hvarf líks og kistu Charlie Chaplins, en þjófar opnuöu gröf Chaplins aöfaranótt fimmtudags og námu á brott líkkistuna. Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum og lögreglan hefur ekki komist á nein spor sem þjófarnir hafa skiliö eftir sig. Gefin var út í dag alþjóðleg handtökutilskipun á hendur lík- ræningjunum. Útilokar lögeglan þar með ekki þann möguleika að farið hafi verið með líkið úr landi. Lögfræðingur Chaplin fjöl- skyldunnar sagði í dag að ræn- ingjarnir hefðu ekki sett sig í samband við fjölskylduna, og því væri ómögulegt að segja um hvort líkinu hefði verið rænt í þeim tilgangi að fá lausnargjald fyrir það. Blaðið Tribune De Geneva gat þess til í dag að möguleiki væri á því að þjófarnir hefðu verið aðdáendur Chaplins sem vildu koma jarðneskum leyfum hans til heimalands hans, Englands. Rannsóknarlögreglan í Sviss sagði í dag að þjófarnir væru áreiðanlega heilir á sönsum; ránið hefði verið vel skipulagt og átt sér stað með mikilli leynd. Segir lögreglan að líklegast hafi þrír til fjórir menn unnið að uppgreftinum. Hakar og skóflur voru notaðar við verkið, sem hefur verið nokkuð erfiði eftir langvarandi snjóalög á svæðinu. Segir lögregl- an uppgröftinn hafa tekið a.m.k. eina klukkustund, en íbúar nær- liggjandi húsa urðu einskis varir. Smanlagt hafa kistan og líkið vegið um 150 kíló. Við gröfina mátti sjá för sem sýndu að kistan hefur verið dregin í garðinum. Sennilega hefur hún verið sett upp í litla sendiferðabifreið, segir lögreglan í Sviss. Indland: Reynt að mynda samsteypustjóm í Maharashtra Nýju Dehli. 3. marz. AP. Reuter. TVEIR holstu stjórnmála- flokkar Indlands reyna um þessar mundir hvor um sig að mynda samsteypustjórn í Maharashtra-heraðinu, en hvorugum flokknum tókst að vinna meirihluta á fylkis- þinginu. Síðustu fregnir herma að slitnað hafi upp úr viðræðum Congressflokks- ins og fylkingar Indiru Gaiidhis. I Fylkisþingkosningunum í Maharashtra um siðustu helgi hlaut Congressflokk- urinnn 70 sæti. Janataflokk- urinn, sá flokkur sem fer með völd á Indlandi, hlaut 99 sæti af þeim 288 sem kosið var um, og hinn nýi flokkur Indiru Gandhi hlaut 62 sæti. Samkvæmt síðustu fregn- um sejjjast talsmenn Janata- flokksins hafa náð samkomu- lagi við þingmenn minni flokka og tryggt samstarf um stjórn fylkisins, en bornar eru brigður á heimildirnar. Slitnaði upp úr viðræðum Congressflokksins og flokks Gandhis þar sem Congress- flokkurinn gerði það að kröfu sinni fyrir samstarfi að Vasantrao Patil fylkisfor- sætisráðherra og einn helzti leiðtogi Congressflokksins héldi fyrri völdum í fylkinu. Indira Gandhi getur ekki fallist á samstarf við Patil, að því er talsmaðura flokks hennar skýrði frá í dag. Velgengni hins nýja flokks Indiru Gandhis í fylkiskosn- ingunum á Indlandi að Indira Gandhi undanförnu hefur skipað henni sess á ný sem einum áhrifamesta stjórnmála- manni Indlands. Komi flokk- ur hennar og Congressflokk- urinn sér saman um sam- steypustjórn Maharashtra- fylkisins er litið á það sem hugsanlegt upphaf að sam- einingu flokkanna tveggja, segir í fréttaskeytum. Þetta gerðist 1971 Harold Wilson, formaður brezka Verkamannaflokksins, tekur við embætti for- sætisráðherra af Ed- ward Heath, formanni íhaidsflokksins. 1967 U Thant, fram- kvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, víður- kennir opinberlega að hafa rætt stríðið í Víet- nam við forsvarsmenn Norður-Víetnams. 1952 Kínverjar saka Bandaríkjamenn um sýklahernað í Kóreu. 1916 Bandaríkin, Bret- land og Frakkland hvetja Spánverja til að bola Francisco Franco hershöfðinjya frá völd- um. 1941 Rússneskar her- sveitir hefja gagnsókn gegn Þjóðverjum í Ukraínu. 1917 Herir Þjóðverja hefja meiriháttar und- anhald á v’esturvíg- stöðvunum í fyrri heimsstyrjöldinni. 1797 Breskar hersveit- ir undir forystu Lakes lávarðar bæia niður uppreisn í Ulster á Irlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.