Morgunblaðið - 04.03.1978, Side 21

Morgunblaðið - 04.03.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 21 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík PRÓFKJÖR Sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga á vori komanda fer fram dagana 4.-6. marz. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til frambjóðendanna í prófkjörinu og bað þá að lýsa sjónarmiðum sínum varðandi borgarmálefnin og fara svör þeirra hér á eftirs Albert Guömundsson Áhugamál mín beinast ekki að neinum einum málaflokki á komandi kjörtímabili, frekar en á því sem nú er senn á enda. Ég vil þó nefna, að aeskulýðs- og íþróttamál, velferð aldraðra og atvinnumál eru mér efst í huga. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur ávallt verið að gera borgina okkar aðlaðandi fyrir fólk á öllum aldri, að borgarbúum líði vel, hafi nóg að starfa og beri úr býtum lífsviðurværi að verðleik- um, að vinna sífellt að því að tryggja fyrirvinnum heimilanna reglulegar tekjur og betri lífs- kjör. Við höfum unnið að þessum stefnumálum í samvinnu og undir forystu farsæls borgar- stjóra og munum halda áfram á sömu braut fáum við til þess traust borgarbúa. Ásgrímur P. Lúövíksson ' Hver er ástæðan fyrir því að maður tekur þátt í prófkjöri, ástæðan hlýtur að vera áhugi á þjóðmálum og félagsmálum al- mennt, þannig er það að minnsta kosti með mig. Ég er fæddur í Reykjavík og hef starfað hér í borg allan minn aldur. Árið 1933 hóf ég nám í húsgagnabólstrun, frá árinu 1940 hef ég rekið mitt eigið verkstæði í iðninni. Þátttaka mín í félagsmálum hófst fyrst að marki á árunum 1937—8 er ég varð ritari sveina- félagsins, en á árinu 1945 var ég kosinn í stjórn meistarafélagsins og þegar ég sagði af mér störfum þar á síðasta ári hafði ég verið formaður Meistarafélags bólstr- ara í 25 ár. í 6 ár var ég gjaldkeri í framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka Islands. Formaður í Félagi sjálfstæðis- manna í Hlíða- og Holtahverfi hef ór verið að undanskildum um þess. Læt ég hér staðar numið þessari upptalningu. Þau málefni borgarinnar, sem mér eru efst í huga eru atvinnu- málin, iðnaður, verslun og sjávar- útvegur, en sá þátturinn sem mesta möguleika ber í sér til frambúðar og á að geta tekið á móti auknum mannafla er iðnað- urinn. Borgin verður því að búa vel að þeim atvinnugreinum sem eiga að sjá borgurunum fyrir lífsaf- komu og með því móti styrkja þeir aftur samfélagið til baka. Reykjavíkurborg hefur gert stóra hluti með forustu sinni í um. Raforku- og hitaveitufram- kvæmdir Reykjavíkur hafa verið það stórar í sniðum, að allt landið hefur notið góðs af en þó mest nágrannasveitarfélögin. Frjálst einstaklingsframtak, sem ekki er heft í fjötra óraun- hæfra verðlagsákvæða og íþyngt með allskyns álögum sem gera samkeppnisaðstöðuna óhæfa, gæti orðið besta tryggingin fyrir framförum og bættri afkomu þegnanna. Margt er það í félags- og framkvæmdamálum í borg sem Reykjavík sem ástæða er til að hyggja vel að, tel ég að þar mætti ná jafn góðum árangri oft á tíðum með minni tilkostnaði. Það á að vera metnaður þeirra manna sem með almannafé fara að gæta þess sem síns eigins. Baldvin Jóhannesson Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar að sjálfsögðu um mjög fjölþætt viðfangsefni, sem tengj- ast á allan hátt daglegu lífi borgarbúa. Þegar maður leiðir hugann að því, hver þessara mála eru manni efst í huga, þá er úr vöndu að ráða. Við lifum á tímum mjög örrar tækniþróunar og þess vegna vart hugsanlegt að taka einstefnu í neinu viðfangsefni. Ég held að maður þjóni best tilgangi velferðar á öllum sviðum með því að láta samviskuna ráða gjörðum sínum í því sem öðru. Ég vil þó, þrátt fyrir að ég telji í sjálfu sér ekki rétt að vera með einhvers konar loforðalista, benda á, að til þess að blómlegt líf geti þrifist í borginni, þá verður áfram að huga vel að atvinnumálunum. Þau eru og verða undirstaða þess að velmeg- un ríki. Auka ber eftir föngum skilning þann og aðstoð, sem borgin hefur veitt félögum áhugamanna í störfum sínum. Sérstaklega vil ég benda þar á félög áhugamanna um áfengis- mál og önnur þau samtök, sem hafa það að markmiði að berjast gegn þeirri vá sem hrjáir nútíma þjóðfélag. Efla þarf eftir föngum aðstöðu fyrir aldraða svo þeir geti notið þægilegs ævikvölds við öryggi og séð þannig ávöxt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.