Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 ævistarfs síns í verki. Þannig mætti lengi halda áfram því af svo mörgu er að taka. Að lokum vil ég ítreka að samviska er sá förunautur, sem traustastur verður við meðferð borgarmála sem og annars. Ég vona mér eða þeim, sem til framboðs veljast, megi lánast að hafa hana að vegvísi. Bessí Jóhannsdóttir íslenzkt þjóðfélag hefur tekið stórt stökk inn í nútímann á sárafáum árum. Afleiðingin er sú, að krafan um að geta aðlagað sig ólíkum aðstæðum fljótt og vel er mjög í brennidepli. Ungt fólk á íslandi í dag er á margan hátt ráðvillt. Það horfir á hvernig hrunadans verðbólg- unnar leikur alla: Langur vinnu- dagur, upplausn heimila og minnkandi gildi fornra verðmæta eins og heiðarleika og siðgæðis. Reykjavík er á margan hátt andlit landsins. Hún er þjónustu- og menningarmiðstöð lands- manna. Stærstu verkefnin á næsta kjörtímabili, og e.t.v. um langa framtíð, verða atvinnu- og menntamál. Iðnaður hlýtur að vera sú atvinnugrein, sem fram- tíðin byggir á, einnig þarf að efla sjávarútveg og fiskvinnslu í Reykjavík. Reykjavík verður að skapa ungu fólki, sem er að hefja sitt lífsstarf, atvinnutækifæri við þess hæfi, um leið og hlúð er að þeim, sem þegar hafa skilað sínu. Lífshamingjan er ekki fólgin í brauðstritinu einu. Tengja þarf kynslóðirnar í leik og starfi. Áfengis- og fíkniefnaneyzla hefur mjög vaxið á undanförnum árum, þrátt fyrir ötult starf ungtemplara og A.A.-samtak- anna, sem hafa lyft grettistaki í baráttunni við áfengisvandamál- in. Einnig binda menn nú miklar vonir við S.Á.Á. Krabbameins- félagið hefur og unnið athyglis- vert starf um fræðslu um skað- semi reykinga. — Önnur fíknilyf eru þó í þjóðfélaginu, sem minna er rætt um, en valda ómældum hörmungum. Hverskonar fyrir- byggjandi starf á þessu sviði þarf að auka. Til þess að svo verði þarf að virkja starf áhugamannsins, þar er fólginn sá eldmóður, sem duga skal. I velferðarsamfélagi er sífellt hætta á of miklum afskiptum ríkisvalds ogv sveitarfélaga af málefnum félaga og einstaklinga. Við verður að sporna gegn þeirri þróun. Sveitafélög eiga í sem minnstum mæli að vera rekstrar- aðilar. Allir borgarbúar verða að lifa með því hugarfari, að þeir stuðli sem bezt að vexti borgarinnar og fegurra mannlífi, því hér er um að ræða mál, sem varða okkur öll. Birgir ísl. Gunnarsson Störf borgarstjórnar eru fjöl- þætt og snerta meira eða minna daglegt líf allra borgarbúa. Það gefur því auga leið, að borgar- stjóri þarf á hverjum tíma að vera við því búinn að láta alla þá málaflokka til sína taka, sem heyra undir borgarstjórn, svo og þau mörgu fyrirtæki, sem rekin eru á vegum borgarinnar. Það er því varla, að borgar- stjóri geti leyft sér að eiga einhverja eftirlætismálaflokka. Þó fer aldrei hjá því að unnið sé meira á einu sviði en öðru og á þessu kjörtímabili, sem nú er senn að líða, rhá nefna eftirtalda málaflokka, sem unnið hefur verið að og vafalaust verða ofarlega á baugi næsta kjörtíma- bil. Nýtt aðalskipulag hefur verið samþykkt fyrir Reykjavík, en þar er gerð grein fyrir, hvernig borgin geti þróazt í næstu 20 ár. Unnið hefur verið að úttekt á atvinnulífinu í borginni og tillög- ur að stefnuskrá í atvinnumálum lagðar fyrir borgarstjórn. I samræmi við áætlun um umhverfi og útivist, sem sam- þykkt var 1974, hefur verið unnið mikið að fegrun borgarinnar, grænum svæðum verið fjölgað mikið og reynt að glæða útivist- arsvæðin lífi. Sérstakt átak hefur verið gert til að byggja upp stofnanir fyrir aldraða, en mikil þörf er á slíkum stofnunum í Reykjavík, enda hlutfallslega fleira aldrað fólk hér en annars staðar á landinu. Fleiri málaflokka mætti nefna, sem mikið hefur veið unnið að, eins og t.d. dagvistunarmál, skólamál, íþróttamál og heil- brigðismál. Þá má enn nefna, að þrátt fyrir miklar framkvæmdir borgarinn- ar og mikið umrót í efnahagsmál- um, hefur tekizt að stýra fjár- málum borgarinnar á þá leið, að borgarsjóður hefur komizt áfalla- lítið úr þeim ólgusjó, sem gengið hefur yfir íslenzkt efnahagslíf á undanförnum árum. Sama má segja um þau borgarfyrirtæki, sem hafa sjálfstæðan fjárhag. Traust fjármálastjórn er grund- vallaratriði varðandi framfarir og frekari uppbyggingu' í borg- inni. Það er ósk mín og von, að ég megi halda áfram að hafa gott samstarf við borgarbúa um mál- efni Reykjavíkurborgar á næsta kjörtímabili. Davíö Oddsson Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess, að sérhver Reykvíkingur sem forð- ast vill fjármálalega kollsteypu standi vörð um traustan, sam- hentan og varfærinn meirihluta við stjórnvöl borgarinfiar. Samanburðurinn við samkrulls- stjórnir annarra sveitarfélaga er Reykjavík ákaflega hagstæður og yfirboðsflokkarnir í borgarstjórn hafa sýnt að þeir ná ekki saman í mikilvægustu málum og eru harla ólíklegir til að halda sæmilega á fjármálum borgar- innar, sem yerið hafa hennar aðalsmerki, öfugt við ríkið. Stærasta mál borgarstjórnar, sem á döfinni er nú, hlýtur að vera markviss en varfærinn uppbygging eldri bæjarhluta, sem miðar að því að glæða þá nýju lífi og þar með nýta betur þær fjölmörgu þjónustustofnan- ir, sem þar eru. Að því hlýtur að reka, að yfirvöld húsnæðismála beini frekari fjármunum til kaupa og viðhalds á eldra hús- næði en nú er gert, og stöðvi .þá óheillavænlegu ofþenslu byggðar í borginni, sem úreltar úthlutun- arreglur leiða til. Skynsamlegu samspili friðunar einstakra húsa eða bæjarhluta annars vegar og lífvænlegri uppbyggingu hins vegar verður ekki komið á nema ungu fólki verði gert kleift að koma sér fyrir jafnt í gömlum og grónum hverfum og í laridnámsbyggðum borgarinnar á hverjum tíma. Slík stefnubreyting slær einnig vopn- in úr höndum þeirra, sem reyna að æsa til öfga og prédika fúafriðunarstefnu í pólitískum tilgangi, En einsog fyrri daginn hefur þeim tekizt með öfgunum að afsk%æma góðan málstað. Elín Pálmadóttir Gerum góða borg betri. Til þess vil ég gjarnan leggja krafta mína næstu fjögur árin, ef guð og kjósendur lofa. Stjórnmálastarf er ekki bara togstreita. Það er spurning um lífshætti. Möguleik- arnir til að bæta lífið í borginni gefast á alþingi vegna afgerandi lagasetninga og í borgarstjórn. Þar sem mér gefst ekki tækifæri nema e.t.v. í örlitlum mæli sem varamaður til ¦ hins fyrra, væri mér hugleikið að fá tækifæri til að leggja lið sem borgarfulltrúi. Undanfarin ár hefi ég fengið að starfa sem borgarfulltrúi í um- boði sjálfstæðismanna. Lagt áherzlu á ákveðna málaflokka, einkum þar sem var óplægður akur að mínum dómi, þ.e. í uppbyggingu umhverfismála svo og í stjórnmálaflokki í deiglu og umsköpun, fræðslumálum. Jafn- framt því sem borgarfulltrúi tekur þátt í ákvarðanatöku um alla þætti borgarmála. Við slíka reynslu lærist sú staðreynd að þarna er sífellt um að ræða vandasamt val milli verkefni — takmarkað af litlu fjármagni. Ég tel rétta þá stefnu undanfarinna ára að taka fyrir ákveðin brýn verkefni á hverjum tíma og leggja á þau höfuðáherzlu. A síðasta kjörtímabili voru allir borgarfulltrúar sammála um að átak í málefnum aldraðra skyldi hafa forgang með uppbyggingu húsnæðis og sjúkraþjónustu, og enn þarf svo fram að halda. Jafnframt er nauðsynlegt að leggja áherzlu á annað sem e.t.v. hefur farið hægar á meðan, svo sem dagvistunarstofnanir, þó nokkuð hafi miðað, þar sem 42% af börnum á forskólaaldri njóta nú dagvistunar í einhverjum mæli. Fjölmörg eru þau átök, sem gera þarf. Grunnurinn er að sjálfsögðu trygg atvinna, svo að íbúar þessarar borgar geti í anda sjálfstæðisstefnunnar haft tæki- færi til að byggja upp sína eigin tilveru sjálfir og standa á eigin fótum. Að því þarf af forsjálni að huga vel á næstu árum. Svo og í húsnæðismálum, svo að ungum og öldnum gefist færi á að koma sér fyrir í endurnýjuðum húsum í gamla bænum, engu síðiír en nýjum hverfum. Og þegar frum- þörfum atvinnu og húsnæði er fullnægt, er nauðsynlegt, ekki síst með auknum frístundum, að sjá fyrir tækifærum til ánægju- legrar og uppbyggjandi lífsfyll- ingar með menntunartækifærum hvenær sem er á ævinni og ánægjulegum viðfangsefnum, með áherslu á því sem fjölskyld- urnar una sér við saman, svo sem skíðaiðkun, hestamennsku, skák o.fl. — í stað þess að einangra aldurshópa hvern á sinni hillu. HEFSTIDAG KL. 14 Athugið... Athugið að þér þurfið ekki að vera meðlímur í Sjálfstæðisfélögum i Reykjavík til að geta tekið þátt í prófkjörinu við komandi borgar- stjórnarkosningar Allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við kom- andi borgarstjórnarkosningar hafa atkvæðisrétt. Mánudag 6. marz kosning í Valhöll Mánudaginn 6. marz verður opinn einn kjörstaður í Valhöll Háaleitis braut 1. Er kjörstaðurinn opinn milli 15:30—20:30 og er þein ætlaður, sem ekki eiga þess kost að kjósa laugardag og sunnudag. Hvenær er kosid? Laugardaginn 4. marz og sunnudaginn 5. marz er kösið á framan- greindum sjö kjörstöðum í hinum einstöku hverfum borgarinnar frá kl. 14—19. Mánudaginn 6. marz verður kosið á einum kjörstað í Valhöll frá kl 15:30—20:30 Háaleitisbr 1. Kjósendur eru hvattir til þess að kjósa tímanlega. Upplýsingamidstöd sími 82900 (5 línur) Á meðan kosnigin stendur yfir er starfrækt sérstök upplýsingamið- stöð. Eru þar veittar helztu upplýsingar svo sem um prófkjörskrá. kjördeildaskiptingu o.þ.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.