Morgunblaðið - 04.03.1978, Page 23

Morgunblaðið - 04.03.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 23 Garöar Þorsteinsson Áhugamál mín eru fyrst og fremst á sviði félagsmála þeirra sem að sjómannastéttinni snúa og þeirra málefna sem sjómanna- samtökin í Reykjavík hafa á stefnuskrá sinni. Það ber að þakka það og virða sem Keykjavíkurborg hefur gert fyrir aldrað fólk í borginni, þó einkum á sviði félagsmála, en er það nóg? — ekki álít ég það. Eins og allir vita, þá er stór hluti þess vinnuafls, sem erfið- asta atvinnu stundar, úr röðum eldri borgaranna og þeirra sem ekki standast erfiðiskröfur margra starfa. Sjómannasamtökin hafa nú á síðari áratugum haft það sem meginmál sitt að koma upp húsnæði og hjúrkunaraðstöðu fyrir aldrað fólk. Skiptir fjöldi Iþeirra nú mörgum hundruðum. Ekki hafa samtök þessi notið nokkurn styrk, að talist geti, úr borgarsjóði við framkvæmdir þessar frá því þær hófust, en íbúar Hrafnistu eru nú um 70% Reykvíkingar. Stuðla ber að því að Reykjavík- urborg verði aftur sú athafna- miðstöð, sem hún áður var á sviði fiskvinnslu og útgerðar. Líta verður svo á að eðlilegur starfsvettvangur starfsemi B.Ú.R. sé í vesturhöíninni, í næsta nágranni við frystihús útgerðarinnar. En í vesturhöfn- inni á að vera meira athafna- svæði en aðeins fyrir B.Ú.R. Þar verður að koma á aðstöðu fyrir hina smærri fiskibáta, ásamt geymsluaðstöðu fyrir veiðarfæri og möguleika á landsetningu bátanna. Fagna ber þeim tillögum sem fram hafa komið varðandi endur- nýjun fiskiðjuvers B.Ú.R., ný- sköpun fiskmóttöku, ísafgreiðslu, nótageymslu ásamt þeirri sjálf- sögðu breytingu að ísa allan afla skipanna, sem til manneldis á að fara, í kassa og landa honum þannig. Auka þarf til muna aðstöðu fyrir strandferðir skipa hér við land og ætti þar að taka saman höndum bæði ríkis- og borgaryf- irvöld, bæði um endurnýjun skipastólsins og aðstöðu fyrir afgreiðslu þeirra skipa, þannig að hægt verði að koma á fullkomnu kerfi, með flest allan flutning í containers- eða hinum svo köll- uðu gámum. Vert er að geta hins stórkost- lega félagslega átaks, sem unnið hefur verið á þessu sviði hér í borg og af hinúm lægra launuðu og unga fólkinu, og ekki má gleyma gífurlega miklum bygg- ingarframkvæmdum í þágu við- skipta- þjónustu og iðnaðar- greina, auk opinberra aðila. Þessar miklu framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli til þessa hefur átt sinn stóra þátt í þeirri verðbólgu sem þjóðina þjáir. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur þá breidd að geta kallast flokkur allra stétta, þarf að huga vel að þessum málum, því með eflingu hans á sviði borgarmála og stjórnun borgarinnar stefnir Reykjavík alltaf í framfaraátt. Það er ekki aðeins á kosninga- ári sem stefnumálin eiga að mótast, heldur eiga þau að vera i sífelldri mótun og endurskoðun eftir tímans rás og hinum mörgu þörfum hverju sinni. Grétar H. Óskarsson I meginatriðum er ég fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum og hef verið í aldarfjórðung, eða síðan ég fór að hafa vit til. Ég tel það mestu gæfu Reykvíkinga að hafa notið styrkrar stjórnar Sjálfstæðis- flokksins í borgarmálum í ára- tugi án þess að hafa þurft að vera upp á aðra kominn með stjórn borgarinnar. Þar stendur Reykj a- vík sem klettur í ólgusjó og höfuðvígi sjálfstæðisstefnunnar, á meðan framsóknarmennska og gervisósíalismi tröllríða þjóð- félaginu á sviði landsmála. Flestar stærri borgir heims hafa orðið þeirri geigvænlegu þróun að bráð, að miðborgirnar hafa eyðst af íbúum og eftir verða einungis bankar, skrifstof- ur og verzlunarfyrirtæki. Eftir klukkan sex að kvöldi og um helgar eru þessir borgarhlutar ofurseldir þjófum, morðingjum og öðrum glæpamönnum, og enginn maður óhultur um fjár- muni sína, líf sitt eða limi. Frá slíkum örlögum verðum við að bjarga Reykjavík, áður en það ver ur of seint. Vilji einhver stofna fyrirtæki eða hefja einhvers vkonar atvinnurekstur, hefur verið vísast að gera það ekki í Reykja- vík, því að þar standa ekki opnir alls konar byggðasjóðir eða ríkissj að ausa úr. Að mati ýmsra ráðamanna virðist ekki vera byggð í Reykjavík. Við verðum að skapa þeim ungu Reykvíkingum, sem nú eru að hefja störf í atvinnulífinu, aðstöðu til þess að byggja yfir sig í Reykjavík. Þáð er nóg komið af því, að stór hluti vinnandi fólks verði að flýja höfuðborgina ti% nágrannabyggðanna til þess að geta byggt þak yfir höfuðið. Á sama tíma er Reykjavík að verða elliheimili alls landsins á meðan stór hluti vinnandi fólks, þ.e. þeir, sem geta borgað brúsann, flytzt til nágrannabyggðanna. Frelsi einstaklingsins til þess að lifa sem frjáls maður í frjálsu samfélagi á því sem hann aflar sér við þau störf sem hann kýs sér, án þess að því sé rænt af honum aftur með óhóflegum sköttúm og öðrum kvöðum, eru heilög mannréttindi. Að lokum þetta. Til kjörinna fulltrúa og embættismanna borgarinnar verður á gera þá skýláusu kröfu, að þeir gæti á allan hátt réttsýni, samvizkuseíni o% heiðarleika í störfum sínum og séu þess jafnan minnugir að þeir eru í stöðum sínum fyrir borgarana og til þess að gæta hagsmuna þeirra. Guömundur Guöni Guömundsson Höfuðstoðir Reykjavíkurborg- ar eru: iðnaður, verslun og viðskipti. Upphafið var iðnaður í stórum stíl studdur af ríkisvaldi, Innréttingar Skúla Magnússonar um miðja átjándú öld. Til að gera langt mál stutt skal ég þegar gera grein fyrir þeim málum,- sem ég mun berjast fyrir verði ég kosinn í borgar- stjórn: Fyrst og fremst stórt átak til eflingar iðnaðinum sem taka á við fólksfjölgun á vinnumark- aði á næstunni og þá einkum smáar iðneiningar svo duglegir hæfiikamen fái að sýna hvað í þein býr en þurfi ekki alla ævi að standa við færiband í stóriðju. Hver man ekki smáskúrafyrir- tækin sem nú eru sum þau viðamestu hér í borg. I öðru lagi mun ég styðja sjónarmið smákaupmanna sem verið hafa einskonar hornreka að undanförnu. Þá mun ég hefja skeleggá baráttu fyrir fleiri dagheimilum og leikvöllum fyrir börn. Þunnt er móðureyrað. Hjálpum móðurinni sem lokað hefur eldhúsinu og tekið sér stöðu á vinnumarkaðnum til að geta menntað börnin sín. Einnig mun ég leggja til að starfsmönnum borgarinnar verði veittur jólaglaðningur árlega í desember svo sem siður er margra góðra fyrirtækja. Guöríöur Stella Guömundsdóttir Ég ætla mér ekki þá dul að ég kunni til hlítar skil á öllum þeim málaflokkum eða málum, sem borgarstjórn fæst við og verður að taka til úrlausnar. Því síður bý ég yfir nokkurri einhlítri pant- entlausn á þeim málum. Ég er þar í sporum hins almenna borgara. Ég mun hér aðeins drepa á tvennt, sem mér er ofarlega í huga, þegar málefni borgarinnar ber á góma. Borgarstjórn ber að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja íbúunum næga atvinnu. Og það verður aldrei gert nema borgar- fulltrúar geri sér fulla grein fyrir að hér, eins og í öðrum þjóðfélög- um, tekur iðnaðurinn við bróður- partinum af fólksfjölguninni. Ég á ekki við, að borgin sjálf setji á stofn iðnfyrirtæki, heldur hitt að borgarstjórn geri einstaklingum og félögum eins auðvelt og kostur er að stofna og starfrækja iðnfyrirtæki, sem fær séu um að greiða starfsfólki sínu lífvænleg laun. Það er trúa mín að styrkari stoð verði ekki rennt undir fjárhagslega afkomu borgarinnar og möguleika hennar t.d. tii félagslegra athafna. Hitt málið, sem ég vildi aðeins minnast á, er aðbúnaður aldraðra. Ég veit að þar hefur margt gott verið gert á undan- förnum árum og ýmsir starfs- menn borgarinnar unnið vel. Þessu fólki yil ég leggja sem mest lið. Það má alltaf deila um, hvernig fjármunum borgarinnar sé bezt varið, en í ræðum og riti virðast allir sammála um, að okkur sé ekki annað sæmandi en að gefa fólkinu, sem lagt hefur grunninn að velferðarríki okkar, kost á að líða vel í ellinni. Hvers vegna að hafa þá ekki kjark til að gera það þótt aðrir hrópi hærra? Gunnar Hauksson Þrátt fyrir góða stjórn undan- farna áratugi, má ávallt finna eitthvað, sem betur mætti fara, eða gera mætti öðruvísi en gert er. Geri ég mér fulla grein fyrir, að þau mál, sem ég nefni og hef áhuga fyrir, eru ekki ný af nálinni, og hafa þau verið til umræðu og umfjöllunar á undan- förnum árum, og árangur hefur náðst í sumum þeirra en öðrum ekki. Einnig mun ég ekki lofa neinu, heldur mun ég beita mér fyrir þeim málaflokkum, sem ég nefni í þessari grein, ef ég næ kjöri. Meðal þeirra mála, sem ég hef mikinn áhuga fyrir, eru félags- mál unglinga. Flestir hafa þörf fyrir að koma saman og skemmta sér. Reykvískir unglingar eru frekar illa settir, hvað þetta snertir, þar sem hér í borg er aðeins einn skemmtistaður fyrir þetta unga fólk. Þyrfti hér úr að bæta, og er ein lausn sú að fjölga skemmtistöðum fyrir yngri borgarana um einn til tvo. Þyrfti einn slíkur staður að vera staðsettur í einu af fjölmennasta hverfi borgarinnar, en það er í Breiðholtinu. Gæta þyrfti þess, að slíkur staður yrði ekki inni í miðju íbúðahverfi, því ávallt fylgir nokkur hávaði skemmti- stöðum sem þessum, hvort sem um er að ræða unglinga eða fullorðna. Rekstrarfyrirkomulag þyrfti ekki endilega að vera með því móti, að borgin ræki slíka staði, heldur gætu einkaaðilar rekið staði sem þessa í samráði við borgina. Atvinnumál borgarinnar hafa mikið verið til umræðu að undan- förnu, þar sem borgaryfirvöld hafa látið í ljósi áhyggjur yfir, að fyrirtæki flyttu úr þorginni og yfir í nærliggjandi sveitarfélög. Ef þessi þróun stöðvast ekki, mun þjónusta við borgarana minnka vegna þess, að borgin mun ekki hafa eins miklar tekjúr af sköttum og öðrum gjöldum, sem fyrirtæki þessi borga til sameig- inlegra þarfa. Því verður að hraða undirbúningi lóða sem kostur er, svo þeir, sem áhuga hafa að reisa hús undir atvinnu- starfsemi sína, þurfi ekki að leita í önnur sveitarfélög. Einnig mun ég beita mér fyrir því að skemmtigörðum borgar- innar verði gefið meira líf, þá bæöi fyrir börn og fullorðna. Hægt væri að bæta götu- hreinsun til muna í miðborginni. Er leiðinlegt til að vita, að bréfarusl, sandur og annar óþverri fýkur um allar götur. Einnig mætti þrífa tjörnina og næsta umhverfi hennar betur en nú er gert. Það mætti nefna fleiri málaflokka, sem mér eru hug- stæðir, s.s. útgerðarmál, heil- brigðismál, skólamál o.fl. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur, og hefur styrkur hans verið sá, að ávallt eru margir reiðubúnir til að sinna þeim störfum, er inna þarf af hendi hverju sinni. í þessu prófkjöri munu ekki allir komast að sem bjóða sig fram til starfa. En þegar upp er staðið munu þátt- takendur sem og aörir flokks- menn snúa böktaka sameiginlega á í þeim borgarstjórnarkosning- um e.r í hönd fara. Gústaf B. Einarsson Það er víst einn þáttur prófkjörs að skrifa nokkrar línur og tjá sín áhugamál, kannski er það aug- lýsing. Hafnarmál. Reykjavíkurhöfn er og hefur verið lífæð borgarinn- ar. 'Því er mjög brýo borf á því að henni sé vel viðhaldið og jafnframt að uppbygging hafnar- innar sé í réttu hlutfalli við þær kröfur sem til hennar séu gerðar. Nú stendur yfir mikil uppbygging á Ægisgarði ásamt byggingu á húsi sem þar á að komaj til að þjóna viðgerðarþjónustu þeirra fyrirtækja sem sjá um viðhald báta og skipa. Stefnt er að því að fleiri hafnarvirki fylgi á eftir. Einnig er verið að rafvæða hafnarbakka, sem gjörbreytir allri viðgerðarþjönustu. Olíuhöfn hefur verið mitt hjartans mál í lengri tíma. I dag er löndun við miður góð skilyrði á þrem stöðum. Og þarf ekki að hafa mörg orð um það hve óheppilegt það er bæði hvað sjávar og lands síðu snertir. Ég hef mínar hugmyndir hvaða stað ætti að taka til athugunar í því efni og er það Örfirisey. Því er haldið fram af markteknum mönnum að tómthúsmennirnir, séu þeir menn sem lögðu horn- steina Reykjavíkurborgar. Með sjósókn og fornum dyggðum, dugnaði, eljusemi og mikilli vinnu. Margir af afkomendum þeirra urðu síðan þekktir sjósóknarar á togaraflotanum þegar hann hóf innreið sína hér í borg. Og má segja að þá hófst okkar iðnbylting. Steinhús fóru að byggjast af duglegum iðnaðar- mönnum, gatnakerfið fór að taka á sig form, bærinn að stækka bæði í austur og vesturátt. Þessi útgerð var rekin af miklum athafnamönnum, sem fóru ekki með fullar hendur fjár úr föður- garði en áttu önnur auðæfi sem bvorki mölur né ryð fær grandað. Því miður hefur útgerð í Reykjavík ekki haft þá þróun sem æskilegt má teljast, og ætla ég ekki að fara nánar út í það hver ástæðan er að mínu mati. Bæjar- útgerð Reykjavíkur hefur hlaupið í skarðið ef svo má segja, þó mörgum hvorum þyki þar ekki nóg hafa verið gert. Eitt verðum við þó að hafa í huga að í mörg horn er að líta hjá Reykjayíkur- borg og finnst mér satt að segja stundum nóg um. Núverandi útgerðarráð hefur á þessu kjör- tímabili breytt mörgu til batnað- ar, og er ætlun þess að sú þróun haldi áfram, og stefnt að því að B.Ú.R. standi á eigin fótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.