Morgunblaðið - 04.03.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.03.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 25 Hilda Björk Jónsdóttir Ég er starfandi verzlunar- maður hér í borginni. Þau mál sem ég tel helzt að vinna beri betur að en gert hefur verið eru féiags- og heilbrigðismál og að þessum málflokkum mun ég vinna nái ég kosningu. Hvað varðar heilbrigðisþjónustuna vil ég fyrst og fremst nefna að heimilislæknaþjónusta er í dag fyrir neðan allar hellur og á henni verður að ráða bót. Þá tel ég unglinga hér í bæ vera mjög afskipta og þarf að gera töluvert átak í þeim efnum. A ég þar t.d. við byggingu fleiri félagsmiðstöðva, sem ungling- arnir gætu sótt. Þá tel ég þá ráðstöfun að selja Tónabæ alveg út í hött. Þá finnst mér það furðuleg ráðstöfun hjá borgar- yfirvöldum að úthluta ekki lóð til byggingar kvikmyndahúss til almenningsnota í Breiðholti, en þar vantar einmitt gott' kvik- myndahús. Þá tel ég í sambandi við Breiðholtshverfi að leggja beri jaukna áherzlu á uppbyggingu útivistarsvæða, því þar er nóg rúm til að gera góða hluti. Þá tel ég það vera verðugt verkefni fyrir borgarfulltrúa að vinna að uppbyggingu skemmti- garðs í líkingu við Tivolí gamla, þar sem fólk gæti farið um helgar með alla fjölskylduna. Hilmar Guölaugsson I stuttri grein er útilokað að gera slíkri spurningu viðhlítandi skil, svo margir og fjölbreyttir eru þættir borgarmála. Ef ég á að taka einn þátt fram yfir annan, er rétt að ég riti nokkrar línur um húsnæðismál, en um þau hef ég mest fjallað í þau átta ár, sem ég hef verið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki mun ég hér og nú gera neina úttekt á þessum málaflokki, heldur aðeins benda á nokkur þýðingarmikil grundvallaratriði. Húsnæði er ekki munaður heldur nauðþurft og með það í huga höfum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn starfað eftir. Stefna sjálfstæðismanna í borgarstjórn í húsnæðismálum hefur frá öndverðu fyrst og fremst beinst að því, að sem flestir einstaklingar eignist sitt eigið húsnæði. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, en þó er grund- vallaratriði að reynt sé að hafa ávallt til byggingarhæfar lóðir fyrir byggingarþörfina á hverjum tíma. Því miður hefur fram að þessu ekki reynst unnt að anna eftirspurn eftir lóðum, kemur þar ýmislegt til, en þyngst á metun- um er, að vantað hefur nægjan- legt fjármagn til að gera svæði byggingarhæf. Þá má ekki gleyma hinni miklu verðbólgu sem við höfum búið við, og kemur mjög hart niður á framkvæmda- getu Reykjavíkurborgar. A s.l. ári var gerð að að frumkvæði borgarstjórans í Reykjavík skýrsla um atvinnu- mál í Reykjavík. Þessi skýrsla hefur vakið mikla athygli og hafa margir framámenn í samtökum atvinnulífsins lýst stuðningi við þær tillögur sem fram koma í skýrslunni. Einil kafli skýrslunn- ar fjallar um lóðamál. Rétt er að vekja sérstaka athygli á þessum kafla, en þar segir m.a.: „Úthlutun lóða verði sem jöfn- ust milli ára svo komið verði í veg fyrir of miklar sveiflur í bygging- ariðnaði. Tekin verði upp uthlut- un á stærri byggingarsvæðum til byggingaraðila og að samtök byggingarmeistara fái skipulag slíkra svæða til umsagnar. Miðist úthlutun þessi við, að byggingar- aðilar fái samfelld verkefni til lengri tíma.“ Hér er mál á ferðinni sem vert er að huga að, því þegar þessar samþykktir komast í framkvæmd er ég sannfærður um að þær þýða lækkun byggingarkostnaðar með þeirri auknu hagræðingu sem þessu fylgir. Að lokum eitt mál. Hvernig er hægt að þá bbestu jafnvægi í byggð borgarinnar? Að mínum dómi er þetta h*gt með tvennum hætti.: 1. með ákveðinni endurnýjun eldri borgarhverfa. 2. með verulegum breytingum á útlánareglum Húsnæðismála- stofnunar til kaupa og endurnýj- unar á eldra húsnæði. Að þessum málum hefur verið unnið og gerðar ýmsar sam- þykktir og nú standa yfir viðræð- ur á milli fulltrúa frá borgar- stjórn og Húsnæðismálastofnun- ar. Vonandi fá þessi mál farsælan endi fyrir alia aðila, en 4>aö hlýtur að vera sanngirniskrafa hjá því fólki sem hyggst festa kaup á eldra húsnæði, að það sitji við sama borð og aðrir á hinum almenna lánamarkaði. Þá ' er þetta mjög mikið atriði fyrir Reykjavíkurborg, þar sem skólar og aðrar þjónustustofnanir eru hvergi nærri fullnýttar í hinum eldri hverfum, en ofsetnar í hinum nýrri. Hulda Valtýsdóttir Borgarmálefni eru fjölþætt og erfitt að gera sér grein fyrir, hver þeirra eru öðrum áhugaverðari, þegar persónuleg kynni af þeim liggja ekki að baki. Það hlýtur líka að velta á ýmsu, hversu knýjandi hinir ýmsu þættir eru á hverjum tíma. En fyrst og fremst er það hlutverk þeirra, sem að borgarmálum vinna -að vera vakandi á verðinum, taka tillit til nýrra viðhorfa og koma til móts við kröfur tímans. Sá málaflokkur, sem ég hef haft persónuleg kynni af eru barnaverndarmál að því leyti er þau snerta barnaverndarnefnd, þar sem ég hef átt sæti undanfar- in tvö kjörtímabil. Um leið hef ég haft nokkur kynni af störfum Félagsmálastofnunarinnar, sem ég tel merka stofnun er beri að efla. Þar er þess gætt að hagur þeirra sem minni máttar eru í þjóðfélaginu og ekki geta bundist samtökum til að knýja fram sín hagsmunamál, sé ekki fyrir borð borinn. Börn og aldraðir borgar- ar eru m.a. í þeim hópi. í því lífsgæðakapphlaupi sem einkenn- ir okkar tíma hlýtur það að bera vott um á hvaða stigi mannúðar og menningar við stöndum, hvernig við hlúum að þeim málum. Þessi málaflokkur er þó ekki nema lítill hluti þeirra mörgu sem til umfjöllunar koma á vegum borgarinnar og fléttast þar hver öðrum. En öll þau skref, sem stigin eru á þeim vettvangi og miða að því að efla samkennd okkar og félagslegt jafnrétti, jafnt á menningarsviðinu sem öðrum, hljóta að vera okkur sameiginlegt áhugamál. Jóhannes Proppé Vinir og kunningjar hafa hringt og spurt: „Ertu að þessu í alvöru?“ Svar mitt er ávallt það sama: „Að sjálfsögðu er ég að þessu í alvöru, það er ábýrgðar- hluti að gefa kostá sér til framboðs fyrir stærasta stjórn- málaflokk landsins og slíkt ber að meðhöndla í fullri alvöru." Aðalhvati þess að ég tek nú aftur þátt í prófkjöri til borgar- stjórnar er enn sá sami og hann var fyrir 4 árum, áhugi minn á því að vinna að málefnum þeirra, er orðið hafa undir eða eru að gefast upp í baráttunni við áfengið og önnur álíka ávanaefni. Fólk sem er búið að eyðileggja líf sitt og sinna nánustu , en éygir þó einhvern möguleika út úr myrkrinu, en vantar herslumun- inn. Hér er um ólæknandi sjúkdóm að ræða, sem engin_ venjuleg læknisráð duga við, en nauðsyn- legt er að veita því fólki, sem gengur með þennan sjúkdóm, vitandi eða óaðvitandi, aðstöðu til að hjálpa sér sjálft, skilja að þótt ekki sé hægt að lækna sjúkdóminn að fullu, eru ótal ráð til, sem geta haldið honum í skefjum svo sjúklingurinn geti lifað eðlilegu og heilbrigðu lífi í fullri sátt við umhverfi sitt. A þeim tíma sem liðinn er frá síðustu borgarstjórnarkosning- um, hefur ótrúlega margt verið gert jákvætt hugarfar, og það ber að þakka að verðleikum. En betur má ef duga skal, einnig þarf að halda í horfinu, láta ekki deigan síga, svo ekki verði stigið skref afturábak. A þessu sviði tel ég mig hafa verk að vinna og þessvegna vildi ég gjarnan nálgast þann vettvang þar sem aðstaða er til framkvæmda í þessum málum. Að ajálfsögðu eru mörg önnur mál, sem þarf að huga að í stjórn höfuðborgar eins lands, málefni sem aldrei verða tæmd, verkefni sem aldrei verða fullkönnuð, því ávallt þarf að leita að betri úrlausnum og ávallt eru að koma fram ný verkefni, nýjar þarfir, nýjar kröfur án tillits til þess hve mikið er gert. Þetta allt er verkefni, sem er þess virði að glíma við, og þá þarf sameigin- legt átak, samstilltan meirihluta, en ekki klofin sundrungaröfl. Að síðustu vil ég segja þetta: Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, hér stofnaði ég mitt eigið heimili og hér hefur mér liðið vel. Ég vona að afkomendur mínir megi njóta þeirra gæða, sem Reykjavík hefur upp á að bjóða, en til þess að svo geti orðið, verður að vera áframhald á styrkri og öruggri stjórn á málefnum okkar. Ég geri mér það fullkomlega ljóst, að til þess að mér líði vel, þá verður öllum öðrum einnig að líða vel, og að því marki mun ég stefna komist ég í þá aðstöðu að geta ráðið ein- hverju þar um. Kristinn Jónsson Aðalverkefni komandi ára á sviði borgarmála verður upp- bygging atvinnurekstrar í Reykjavík þannig að flótti fólks- ins og fyrirtækja eigi sér ekki stað með þeim hætti sem nú er. Það á að geta gerst að hér rísi fleiri smáfyrirtæki, 5—10 manns með persónulegri stjórn í formi hlutafélaga eða einkafyrirtækja. Það er sjálfsögð krafa hvers Reykvíkings að fá vinnu í sinni borg, við sitt hæfi, þar eiga sameiginlegir hagsmunir starfs- manna og fyrirtækja að tengja þá þeim böndum, að þeir vinni saman í einlægni. Til þess að geta sinnt þeim miklu verkefnum, sem Reykja- víkurborg þarf að leysa þá er öryggi launþega og fyrirtækja fyrir öllu. En enginn skyldi halda að hamingja sé eingöngu tengd vinnu, tómstundir þarf fólk að geta stundað. íþróttafélög hafa tekið við stórum hópi barna og unglinga, sem una glöð í sínum félögum, aukið starf íþróttafélaga krefst einnig meiri peninga. Einn kostnaðarsamasti gjalda- liður íþróttafélaga er flutningur keppnisfólks til móta og leikja í nágrenni Reykjavíkur, væri íþróttafélögunum mikill fengur, ef hægt væri að lækka þann gjaldalið. Vil ég þess vegna beina þeirri fyrirspurn til forráða- manna S.V.R., hvort þeir geti ekki flutt keppnisfólk til móta endurgjaldslaust. Einnig þarf hinn almenni borgari, og undanskil ég þá ekki þann, sem á við einhverskonar fötlun, að fá aðstöðu til íþrótta- iðkana sem víðast í borginni. Hætta er á, að þeir sem eru ungir, hraustir og hafa mikið að gera, gleymi sjúkum og öldruð- um. En við höfum skyldum að gegna gagnvart þessu fólki og eigum að vera hreykin af að búa því gott viðurværi, því allt mannlegt er okkur viðkomandi. Útilokað er að gera öllum málefnum Reykjavíkur skil í lítilli blaðagrein, en fái ég nægjanlegt fylgi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgár- stjórnar, mun ég berjast fyrir hagsmunum Reykvíkinga og Reykj avíkurborgar. Kristján Ottósson Mín persónulegu áhugamál eru þau sömu og ég tel að snerti 'einna mest hinn almenna borg- -ara Reykjavíkur, það eru at- vinnumál, félagsmál og stjórn- kerfi borgarinnar. Atvinnumálin verðum við að eíla og þar nefni ég sérstaklega málmiðnaðinn að ógleymdum öllum öðrum iðnaði. En góðir iðnaðarmenn, það er ekki sama hver maðurinn er sem í borgarstjórn situr. Ef þið látið til ykkar heyra um úrbætur þá þarf borgarfulltrúinn að skilja ykkar þarfir vegna iðnaðarins, er það ekki lágmarkskrafa að nýloknu iðnkynningarári? Félagsmálin er hægt að efla með tiltölulegum litlum tilkostn- aði. Við eigum stór og glæsileg skólahús, en er nýtingarhlutfallið í samræmi við byggingarkostn- að? Nýtum betur það sem við eigum og leyfum unglingunum að njóta þess, eða er það vilji okkar að skapa fleiri „hallærisplön“? Ef svo er ekki þarf að verða breyting á stjórnkerfi borgarinnar. Magnús Ásgeirsson í borgarmálum eru eðlilega skiptar skoðanir um markmið, leiðir og árangur. Menn setja fram fullyrðingar og er ég óhræddur við að segja; stjórn Reykjavíkurborgar hefur heppn- ast vel. Ohrekjandi sannanir eru: gífurleg bygging iðnaðar- og íbúðahúsnæðis, aðlaðandi útivist- arsvæði, 90% gatnakerfis mal- bikuð, uppbygging heilbrigðis- stofnana, glæsileg íþróttamann- virki, nýbyggðar 170 íbúðir fyrir aldraða, ágæt aðstaða SVR, framsýnar framkvæmdir VR, HR og RR auk endurskoðunar aðal- skipulags. Stefna borgarstjórnar virðist vera að ráðast ekki í framkvæmdir án vitneskju um aðgengilegt fjármagn. Það er til fyrirmvndar. Útsjónarsemi þarf við stjórn borgarinnar og um árabil höfum við haft traustan borgarstjóra og von mín er að svo verði áfram. Á öllum sviðum borgarmála er vel unnið og erfitt er að taka eitt fram yfir annað. Borgarfulltrúar þurfa að sýna ábyrgð og fyrirhyggju því hags- munaaðilar eru margir. Þó skal drepið á örfá atriði: Tillögur borgarstjóra í atvinnumálum eru ágætar. Nú er unnið við lagningu holræsa út frá borginni. Þann lið álít ég að leggja beri sérstgka áherzlu á, hann er mikilvægari en menn grunar. Eldri kynslóðir hafa skilað okkur þeim yngri góðu búi. Það ber að launa t.d. eins og nú er gert með byggingu 170 íbúða fyrir aldraða. Æskan þarf að hafa þroska til að taka við búinu; aðgerðir í æskulýðs- málum þurfa að höfða til nútím- ans; stefna æskulýðsráðs er að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.