Morgunblaðið - 04.03.1978, Page 26

Morgunblaðið - 04.03.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 4. MARZ 1978 mörgu leyti ágæt því þar ríkir góður vilji. Verndun húsa er aðeins réttlætanleg, að til þess liggi menningarsögulegar for- sendur. Samþykkt hefur verið áskorunartillaga frá Sjálfstæðis- flokknum í borgarstjórn, að húsnæðismálastjórn hækki lán tii kaupa á eldra húsnæði. Slíkt yrði þjóðhagslega hagkvæmara fyrirkomulag en nú er, þetta eru hagsmunir ungs fólks. Nauðsyn- legt er að hyggja að dagvistunar- málum. Að lokum þétta; fyrir- hyggja hefur einkennt stjórn Reykjavíkurborgar, höldum því markmiði, það verður farsælast. Magnús L. Sveinsson Síðast liðin 4 ár hefi ég átt sæti í borgarstjórn og sama tima í borgarráði. Borgarráð fer, ásamt borgarstjóra, með framkvæmda- stjórn málefna borgarinnar. Eg hefi því haft afskipti af flestum málaflokkum borgarmála, smá- um og stórum á undanförnum árum. Verðbólgan að undanförnu hef- ur bitnað á framkvæmdum borg- arinnar eins og hjá hverjum einstaklingi og leitt til minni framkvæmda en æskilegt hefði verið. Meirihluti borgarstjórnar hefur talið rétt og fylgt þeirri stefnu ákveðið, að hægja frekar á framkvæmdum en leggja aukna skatta á borgarana. Við slíkar aðstæður verður það ætíð matsatriði hvaöa málaflokk- ar hafa mesta þýðingu, þegar ekki er hægt að framkvæma nema hluta af því sem hugur manns stendur til.um fyrir ís- lenskt hey í næstu nágrannalönd- um okkar, samþykkt var ályktun um merkingu hrossa og einnig hefur þingið afgreitt ályktun þar sem mótmælt er frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi um breytt eignarráð yfir landinu og skorað á Alþingi að fella frum- varpið. Samþykkt hefur verð ályktun um viðbótarákvæði við frumvarp það sem síðasta Búnarðarþing samþykkti um vinnuaðstoð í sveitum. Er þessi viðbót gerð þar sem í fyrra frumvarpið skorti ákvæði um vinnuaðstoð við heim- ilisstörf þannig að makar bænda ættu einnig kost á afleysinga- þjónustu. Þarf því að gera ráð fyrir heimild til ráðningar heldur fleiri starfsmanna til að sinna þessu. Einnig hefur þingið sam- þykkt áskorun til sveitarstjóra um hvort ekki sé unnt að bæta aðstöðu ferðamanna í sveitum. Þá hefur þingið falið stjórn Búnaðarfélagsins að beita sér fyrir því, að aftur verði tekinn upp í útvarpi þátturinn Spjallað við bændur. Fyrir Búnaðarþingi liggja nú ýmis mál, sem bíða afgreiðslu og má þar nefna þrjár tillögur um skipulags- og framleiðslumál, tillögu um fækkun hreindýra, breytingu á verðhlutfalli neyslu- mjólkur og unninna mjólkurvara, eftirlit með tilbúnum áburði og tillaga þar sem átalinn er sá dráttur, sem orðið hefur á að lögum um Stofnlánadeild Iand- búnaðarins verði breytt. Búnaðarþingsfulltrúar eru kjörnir til fjögurra ára og er þetta síðasta þingið á þessu kjörtímabili. Kosningar til Bún- aðarþings fara fram á komandi sumri. Engum blandast þó hugur um, að atvinnumálin eru þýðingarmésti málaflokkurinn á hverjum tíma. Blómlegt atvinnulíf er að sjálf- sögðu undirstaða velmegunar í borginni. Sem betur fer hefur hver vinnufær hönd haft næg verkefni á undanförnum árum. Tillögur sjálfstæðismanna í borgarstjórn sem kynntar hafa verið miða að því að skjóta enn traustari stoðum undir atvinnulíf í borginni með því m.a. að auka þátt framleiðslugreinanna frá því sem verið hefur. í stuttri grein, sem þessari, er ekki hægt að gera öllum mála- flokkum skil, en ég vil hér minna á húsnæðismálin, sem heyrir til frumþarfa hvers manns. Eg legg þunga áherzlu á, að lán til kaupa á eldra húsnæði verði stórhækk- uð og lán verði veitt til endurnýj- unar á gömlu húsnæði. Slíkt myndi auðvelda ungu fólki kaup á eldra húsnæði og auka á jafnvægi í hinum ýmsu borgar- hverfum, sem leiða myndi til jafnari og betri nýtingar á opinberum þjónustustofnunum. Einnig vil ég leggja áherzlu á uppbyggingu heilsugæzlustöðva í borginni, sem er forsenda þess að hægt sé að bæta heimilislæknaþjónustuna, sem er mjög brýnt. Eg vil ljúka þessum línum með því að undirstrika það, sem síst skyldi gleymast. Á ég þar við áframhaldandi uppbyggingu þjónustustofnana fyrir aldraða. Þar fer yfirleitt hljóðlátt fólk, sem hefur ekki tamið sér kröfu- taktik afkomenda sinna, en skilað okkur með þrotlausu starfi sínu því velferðarþjóðfélagi sem við lifum í. Okkur sæmir ekki annað en að búa þannig að þessu fólki, að það geti notið öryggis og friðar að loknu löngu og ströngu dagsverki. Margrét S. Einarsdóttir Reykjavík er ung og ört vax- andi borg með óþrjótandi verk- efnum fyrir þá er málefnum hennar stjórna. Kostir og gallar stórborgar verða íbúum Reykja- víkur æ ljósari. Hinn öri vöxtur borgarinnar hlýtur óhjákvæmi- lega að skapa ýmis félagsleg vandamál sem krefjast úrlausnar og verður að taka á af festu og fyrirhyggju. Það að takast á við slík vandamál er verðugt verk- efni hverjum þeim sem stuðla vill að menningar- og framfaramál- um borgarinnar. Samfara auk- inni uppbyggingu athafnalífs ber að hafa í hyggju að hlúa að félagslegum málefnum og þeirri mannlegu hlið sem snýr að hagsmunum einstaklingsins en stundum vill gleymast í ys og þys hins daglega lífs. Að mörgu þarf að hyggja í þessum málum. Stuðningur borgarinnar við frjálst félagsstarf þarf að vera á þann veg að starfsgleði og áhugi einstaklinga við hin ýmsu víð- fangsefni fái að njóta sín sem best. Aðstoð við sjúkra og van- megnuna þarf að sitja í fyrir- rúmi. Það er staðreynd að tala aldraðs fólks fer stöðugt hækk- andi. Þjóðfélagið stendur í þakkarskuld við þá sem skilað hafa löngu og ströngu dagsverki, þeim þjóðfélagsþegnum ber að tryggja öruggan samastað í ellinni, auk þess sem stórauka þarf og endurskipuleggja heil- brigðis- og félagslega þjónustu fyrir aldraða. Markviss uppbygg- ing heilsugæslustöðva ásamt aukinni fræðslu um heilsuvernd stuðlar að andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins, því ber að hraða sem mest byggingu heilsugæslustöðva í borginni. Athafnaþrá og framtakssemi æskunnar þarf að fá að njóta sín með bættri aðstöðu til félags og tómstundastarfa á víð og dreif um borgina. Markmið er falleg borg þar sem öryggi einstaklings- ins situr í fyrirrúmi. Markús Örn Antonsson Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn á í raun fylgi sitt að þakka þeirir borgarmálastefnu, sem hefur haft að hornsteini traustar áætlanir um skipulag og framkvæmdir í öllum helztu málaflokkum borgarbúa um lengri tíma. Vitanlega er þessi stefna rifjuð upp fyrir kosningar sérstaklega. Gagnrýnin skoðun á henni á að ráða úrslitum um val frambjóðenda í prófkjöri og stuðning við lista sjálfstæðis- manna i kosningunum í vor. Undir forystu sjálfstæðis-_ manna hefur Reykjavík orðið öflug og framsækin miðstöð frjálslyndrar, íslenzkrar fram- farastefnu. Þjóðin öll hefur notið góðs af því, sem vel hefur gengið í Reykjavík — og svo mun enn verða. Mér er efst í huga þessa prófkjörsdaga, að enn á ný verði valin forystusvéit í borgarmála- baráttuna, sem óhikað haldi þeirri traustu stefnu, sem undan- farna áratugi hefur gert Reykja- vík að glæsilegri og athafnasamri nútímaborg. I prófkjörinu fer þetta val fram með þeim lýð- ræðislega hætti, sem Sjálfstæðis- flokknum er sjálfsagður og eðli- legur. Stjórnálabaráttan setur óvenjumikinn svip á allt okkar þjóðlíf þessar vikurnar og svo mun enn verða með auknum þunga. Okkur sjálfstæðismönn- um ber að líta lengra en til þessarar helgar. Framundan eru miklar sviptingar í sveitarstjórn- ar- og alþingiskosningum. Hvert átak okkar á að stuðla að glæsilegum sigri í þeim. Eg er oft spurður að því, hvað mér finnist eftirsóknarvert við þátttöku í stjórnmálum. Svar mitt hefur ævinlega orðið það sama : — Ég vil vera virkur þátttakandi j mótun minnar samtíðar og næstu framtíðar. Til þess er leikurinn gerður. Mér finnst stjórnmálaþátttakan heill- andi viðfangsefrii og mikils um vert að hafa notið trausts til þess að vinna að því á vettvangi borgarstjórnar í Reykjavík. Fyrir mér er þetta hið raunverulega inntak stjórnmálanna og það sem hvetur mig til þess að sækjast ótrauður eftir endurkjöri til starfa í þágu Reykvíkinga. Ólafur Jónsson Var varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík 1970—1974, var þá í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, varamaður í stjórn veitu- stofnana og í skólanefnd Iðnskól- ans í Reykjavík. Hefi gegnt þessum nefndarstörfum einnig þetta kjörtímabil. Hefi starfað mikið að iðnaðar- málum og verið í stjórn Málara- meistarafélags Reykjavíkur frá 1958 og lengst af sem formaður þess, þá hefi ég verið í stjórn Meistarasambands bygginga- manna um áraraðir. Aðaláhugamál. Að hlutur iðnaðarins í Reykja- vík verði ekki fyrir borð borinn, að betur verði unnið að því að iðnfyrirtæki geti haslað sér völl í Reykjavík, og uppbygging ann- ars atvinnurekstrar verði efld að mun, meira verði gert af því að byggingasvæði og lóðir verði skipulögð í samráði við iðnaðar- menn og borgarana sem eiga að byggja upp þessi svæði, að lóðaúthlutun til byggingameist- ara og þeirra aðila sem atvinnu sína hafa af húsbyggingum verði aukin að miklum mun, því meðan sú óvissa sem ríkt hefir í lóðaúthlutunum varir, verður ekki hægt að lækka bygginga- kostnað að neinu marki, því byggingafyrirtæki hafa enga möguleika á því að byggja sig upp af tækjum og öðrum nýjungum meðan þetta ástand varir. Þá mun ég vinna að því að tillögur sjálfstæðismanna til aukningar framleiðsluatvinnugreinanna verði hraðað sem hægt er. Vinna að því að framhald verði á þeirri heillabraut sem orðin er í uppbyggingu fyrir aldraða hér í borg. Vinna að því að Reykjavík verði áfram þjónustu- og menn- ingarmiðstöð landsmanna. Vinna að því að Reykjavíkur- höfn verði áfram lífæð lands- manna og uppbygging Sunda- hafnar verði hraðað sem kostur er. Ólafur B. Thors Viðhorf mitt til borgarmála mótast af þeirri reynslu, sem ég hef fengið í átta ára starfi í borgarstjórn. Rekstur borgarinn- ar líkist í mörgu rekstri stórs fyrirtækis. Hlutverk þessa fyrir- tækis er að sjá fyrir þörfum borgaranna og bæta hag byggð- arlagsins. Borgarstjórn er virk stjórn þessa fyrirtækis, þar sem einstakir stjórnarmenn sinna sérstaklega einstökum mála- flokkum, en sameiginlega hafa þeir yfirsýn yfir heildina. Á yfirstándandi kjörtím’abili hafa borgaryfirvöld unnið að mðrgúm stórum verkefnum, bæði með framkvæmdum og áætlana- gerð. Þessu starfi þarf nú að fylgja eftir, og það verður hlut- verk þeirrar borgarstjórnar, sem kosin verður í vor. Af slíkum verkefnum er mér efst í huga endurskoðað aðalskipulag borg- arinnar, stórframkvæmdir í hafnarmálum, nýir áfangar í uppbyggingu Borgarspítalans og stofnana í þágu aldraðra svo og enn frekari efling atvinnulífsins í borginni. Ýmsa aðra málaflokka mætti til nefna. Viðfangsefni borgar- stjórnar eru í reynd afar fjöl- breytileg því vettvangur hennar spannar flest svið mannlegra samskipta. Þess vegna er starf í borgarstjórn alltaf áhugavert. Framboð mitt í þessu prófkjöri boðar enga byltingu. Mér finnst mestu varða; að áfram verði haldið þeirri markvissu stefnu, sem sjálfstæðismenn í borgar- stjórn hafa mótað á liðnum árum. Þessi stefna hefur tryggt viðgang borgarinnar og þessari stefnu vil ég vinna það gagn, sem ég má. Páll Gíslason Þegar efnt er til prófkjörs er spurt hver eru þau mál sem frambjóðandi vill beita sér fyrir verði hann kjörinn. í stuttu máli vildi ég leggja áherzlu á 5 atriði. 1. Örugg staða atvinnuveganna og trygg atvinna fyrir vinnufúsar hendur er sá grundvöllur sem allt annað byggist á hér í borg. Skapa þarf atvinnuvegum borgarbúa sem bezt skilyrði til vaxtar og þroska svo að frjálst framtak einstaklingsins fái að njóta sín öllum til hagsbóta. 2. Marka þarf skýrari skil milli verkefna ríkisins og verkefna sveitarfélaga á sviði málaflokka svo sem heilbrigðismála, skóla- mála, dagvistunar- og ellimála o.fl., þannig að hagkvæmt verk- efnaval og framkvæmdir v<;rði á hverjum tíma við hæfi fjármagns sem er fyrir hendi. Þarf að stefna að því að sveitarfélögin fái meiri hlut í þeim málaflokkum sem snerta þjónustu við hvern ein- stakling, því að þar standa þau nær sínum umbjóðendum. En þá þarf auðvitað að sama skapi að flytja tekjustofna frá ríkissjóðo sem hæfa þeim útgjöldum sem ríkissjóður sleppir af hendi. Á ríkisstjórnarárum vinstri stjórnarinnar gleypti ríkisvaldið stóra hluti af ýmsum þessum málum og mér finnst of litið hafa miðað í þá átt að dreifa þessu aftur til sveitarfélaganna, 3. Á sviði félagsmála almennt þarf hið opinbera að gæta hófs og stuðla sem mest að því að nýta þann kraft sem býr í frjálsu félagsstarfi. Þetta á ekki hvað sízt við um æskulýðsstarfið sem fjölmargt fólk vinnur að hér í borg. Það er oft talað um „slys“ sem henda unglingana í tómstundum þeirra. Hér eins og oft endranær er fyrirbyggjandi starf bezta vörn- in. Með því að skapa börnum og ungu fólki tómstundastörf við ,sitt hæfi þá er verið að búa þau undir að geta mætt erfiðleikum og hættum síðar. Það þarf því að byrja snemma ef vel á að reynast. Meginstefna borgarinnat á að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.