Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 27 vera að efla hina frjálsu æsku- lýðsstarfsemi en varast að borgin taki of mikið að sér með launuð- um starfskröftum í samkeppni við æskulýðsfélögin. Bæði verður þetta óeðlilega kostnaðarsamt og svo dregur það ósjálfrátt úr framtaki borgaranna, þegar þeir eeiga að keppa við fjármagn sem þeir hafa sjálfir greitt til borgar- innar með útsvörum sínum. Fjöldastarfsemi á vegum borgar- innar er dýr og nær ekki til einstaklingsins til þroska, en hjá félögunum margfaldast gildi hverrar krónu fyrir frjálst fram- tak forystumanna og snertir hvern einstakan félagsmanna meira. 4. Heilbrigðismál eru stór þáttur borgarmálefna. Aukin þjónusta er þar á næsta leiti með tilkomu heilsugæzlustöðva í Ár- bæ, Breiðholti III, Domus Med- ica, Borgarspítala og Breiðholti I á næstu 3 árum og á að skapa aðstöðu fyrir fjölþætta heilsu- gæzlu fyrir um helming borgar- búa og þá um leið létta á þeim þrýstingi sem er á eldra heimilis- læknakerfinu sem reynst hefir vel, þar sem álag er eðlilegt. Þá þarf að tengja saman starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík og skapa möguleika á aukinni þjón- ustu við sjúklinga bæði innan og utan þeirra. I byggingu er ný þjónustuálma við Borgarspítal- ann þar sem kemur nú slysadeild, göngudeildir og heilsugæzlustöð með móttöku sjúklinga sem þarfnast læknisaðstoðar tafar- laust. 5. Málefni aldraðra eru mjög í brennipunkti þar sem um 10% Reykvíkinga' eru orðnir aldraðir og um 15% þeirra þurfa aðstoð eða hjúkrun á stofnunum, en margir geta því aðeins dvalið heima að þeir fái nauðsynlega heimilishjálp og hjúkrun. Nú er hafin bygging B-álmu Borgarspítala sem rúma á allt að 200 sjúklinga og er ætluð sérstak- lega fyrir aldraða og á þessu ári verður lokið við byggingu 3ja húsa með 180 íbúðum sem eru sérstaklega byggð með þarfir aldraðra í huga. Markmiðið er að fólk geti sem lengst dvalið á eigin heimilum og þar sem veitt er öll aðstoð sem hægt er, en síðan eigi menn vissu fyrir að hægt sé að fá vist á viðeigandi sjúkrastofnun, þegar á þarf að halda. Til að skipuleggja sjúkraþjónustu og samhæfa hana annarri hjálp sem veitt er af Reykjavíkurborg, verður elli- máladeildin efld svo að hún geti vitað á hverjum tíma hvaða möguleikar eu á að leysa vandann og miðla öryggi til gamla fólksins að aðstoð verði veitt þegar á þarf að halda. Að lokum aðalatriðið, sem hin öll byggjast á: Hver sem úrslit prófkjörs verða er þó eitt mikilvægast, en það er að Reykvíkingum takist í maí í vor að tryggja ábyrga og styrka stjórn borgarinnar með meiri hluta Sjálfstæðisflokksins undir forystu Birgis ísleifsGunn- arssonar borgarstjóra. Ragnar Júlíusson Búseta fólks í borg kallar á samvinnu á mörgum sviðum. Á það við um mótun aðlaðandi umhverfis við skipulagningu og byggingu, varðveislu sérkenna í náttúrufari og arfleifð eldri tíma, uppbyggingu mennta- og menn- ingarstofnana er borgararnir eigi aðgang að og síðast en ekki síst á það við um nauðsyn þess að tryggja atvinnu fyrir borgarbúa og koma í því skyni upp sem öflugustum atvinnufyrirtækjum innan borgarinnar. Hér er aðeins drepið á fáein þeirra fjölmörgu mála sem borg- arstjórn verður að hafa forgöngu um að leysa með hagsmuni allra borgarbúa fyrir augum. Reykjavík býr yfir mörgum sérkennum í náttúru og um- hverfi, sumum svo einstæðum að aldrei má henda að lagt verði í neina framkvæmd eða áhættu sem orðið gæti til þess að spilla þeim náttúruverðmætum og um- hverfi sem okkur ber að varð- veita. Eru mér þar efst í huga Elliðaárnar og umhverfi þeirra en okkur verður að auðnast að vernda þær hér eftir sem hingað til sem eina mestu perluna í hjarta borgarinnar. Að eiga jafn fengsæla laxveiðiá inni í sjálfri höfuðborginni er dæmi um vel heppnað samspil milli ósnortinna náttúru og þéttbýlis og munu ekki margar borgir geta státað af slíku á þessum tímum mengunar og umhverfisvandamála. Á síðustu áratugum hefir uppbygging Reykjavíkurborgar gengið hratt fyrir sig, þannig að hvert nýtt borgarhverfið eftir annað hefur risið af grunni. Meðal margs annars sem þessi hraða uppbygging hefir kallað á, er að leysa skólaþarfir fyrir nemendur barna- og framhalds- skóla í nýjum borgarhverfum. Þótt ennþá séu stór verkefni óleyst á þessum sviðum og þá sérstaklega í hinni ört vaxandi byggð í Breiðholtshverfunum, hefir markvisst verið unnið að því að bæta skólaaðstæður í borginni. Mörgum mikilvægum áföngum hefur verið náð þótt enn þurfi betur að gera að mörgu leyti enda verður seint náð endanlegu takmarki á sviðum uppeldis- og skólamála. Tæplega verður um það deilt að það var útgerðin og sjávaraflinn sem upphaflega lagði hinn fjár- hagslega grundvöll að vexti og uppbyggingu Reykjavíkurborgar. Þótt aðstæður hafi á margan hátt breyst og þar á meðal í óhag, útgerð frá Reykjavík eins og öðrum stöðum á suðvesturhorni landsins, er útgerð og vinnsla sjávarafura þó ennþá snar þáttur í atvinnulífi borgarinnar og er Reykjavíkurborg sjálf þar stærsti atvinnurekandinn, en við Bæjarútgerð Reykjavíkur störf- uðu allt sl. ár um 500 manns og vinnulaun sem fyrirtækið greiddi voru um 920 millj. kr. auk greiðslna til þjónustufyrirtækja. Nú er unnið að gagngerum endurbótum á fiskvinnslustöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur með það fyrir augum að bæta aðstöðu starfsfólks og auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins og er vonast til að mjög verulegum áföngum verði, á yfirstandandi ári, náð í þessu efni. Því hefi ég hér á undan minnst á þessa þrjá þætti borgarmála að á því kjörtímabili borgarstjórnar sem nú er að ljúka hefur mér gefist kostur á að fjalla um þá sérstaklega í sambandi við störf mín í veiði- og fiskiræktarráði, fræðsluráði og útgerðarráði. Komi það í minn hlut að eiga áfram sæti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, mun ég sér- staklega hafa áhuga á að vinna áfram að þessum málaflokkum, þótt vissulega séu einnig mörg önnur mál er koma til kasta borgarstjórnar, áhugaverð við- fangsefni frá mínu sjónarmiði. Sigríöur Ásgeirsdóttir Þegar kostur gefst á að tjá sig í örfáum orðum, er aðeins hægt að koma því að, sem manni er ofarlega í huga. Málefni þroskaheftra og drykkjusjúkra eru þeir þættir félagsmála, sem sinna þarf af kostgæfni, til þess að vera í takt við tímann. Við búum við úrelta félagsmálalöggjöf, sem þarfnast endurskoðunar hið bráðasta. - Þroskaheftir standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Lítill gaum- ur hefir verið gefinn að því, að þeim má mörgum hjálpa til að standa á eigin fótum með sér- stakri menntun og sérþjálfun. Nú hillir undir breytingar á þessu úti við sjóndeildarhringinn. Skilningur virðist vera að vakna á þörfum þessa fólks. Einstaklingar hafa sýnt ein- stakt framtak á þessu sviði. Þeir hafa plægt akurinn og sáð í hann. Nú er röðin komin að ríki og sveitarfélögum að leggja fram sinn skerf til þess að hlynna að þessum unga gróðri. Hver þroskaheftur einstakling- ur, sem hægt er að endurhæfa, er þjóðinni meira virði en svo, að hægt sé að meta það til fjár. Siguröur E. Haraldsson í örstuttum pistli er ekki unnt að fara mörgum orðum u'm mark og mið í fjölbreyttum verkefnum borgarstjórnar. Ég mun því drepa lauslega á nokkur atriði, sem ég tel mikilvæg. Borgarstjórn ber að stuðla að því, að margskonar atvinnustarf- semi njóti góðrar aðstöðu. Blóm- legur atvinnurekstur er undir- staða alls annars, sem í borginni þrífst. Útgerð þarf að auka og margvíslegan fiskiðnað. Hið sama gildir um annan iðnað. Starfsaðstöðu hans ber að styrkja og bæta. Reykjavík hefur um langt skeið verið miðpunktur aðflutninga til landsins og um leið margvíslegrar verzlunar og viðskipta. Af þeim sökum ber borgarstjórn að stuðla að vexti og velgengni þessarar atvinnugrein- ar. Stöðva ber fólksflótta út eldri borgarhverfum. Húsnæði í þeim fullnægir ekki kröfum, sem fjöl- margir gera í dag. Því þarf að hefjast handa um endurbygg- ingu. Hið sama gildir um verzlun- ar og atvinnuhúsnæði. Þetta á einkum við um miðborgina. Gæða þarf miðborgarsvæðið lífi og stöðva þá hnignun, sem nú ríkir. íþróttafélögin í borginni eru ómetanleg. I þeim ríkir þróttmik- ið starf, sem borið er uppi af dugandi forystumönnum. Það er skoðun mín, að auka þurfi fjárveitingar til félaganna að miklum mun. Hið sama gildir um I önnur æskulýðsfélög, sem áhuga- fólk stendur að. Ég nefni skáta- félögin, kristileg félög o.fl. Hlynna ber að kristilegu starfi, sem gegnir göfugu hlutverki. Gera 'verður stórt átak í hagsmunamálum aldraðra. Neyðarástand er nú ríkjandi vegna skorts á sjúkrarými fyrir aldrað fólk. Úr því ber skilyrðis- laust að bæta. Það er vansæm- andi að þeim, sem borið hafa hita og þunga af að skapa velferðar- ríkið sem við nú búum í, sé úthýst af sjúkrahúsum. Til þess að mannlíf í borginni okkar uppfylli hugmyndir mínar um gott og hamingjuríkt sam- félag, verður hinn fullhrausti og sterki að styðja þá fjölmörgu, sem af ýmsum ástæðum mega sín minna. Að ofangreindum verk- efnum vildi ég gjarnan vinna. Enda þótt margt hafi áunnist, eru ærin verkefni framundan. Sigurjón Fjeldsted Foreldrar: Sigríður Guðjóns- dóttir og Júlíus L. Fjeldsted, verkamaður. Maki: Ragnheiður Óskarsdóttir Fjeldsted. Börn: Ragnhildur 10 ára og Júlíus 3ja ára. Ég er fæddur og uppalinn á Þrastargötu 5 á Grímsstaðaholti. Ég lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1962, kenndi við Hlíðaskólann í Reykjavík í 4 ár, var við fram- haldsnám í Danmörku 1965—1966. skólastjóri á Egils- stöðum í 5 ár, yfirkennari í Fellaskóla og nú skólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti ásamt því að vera fréttaþulur sjónvarps. Verkamanna-, verslunar- og önnur þjónustustörf hefi ég unnið á sumrin frá unglingsaldri til þessa dags. Ég hefi m.a. verið í stjórn hverfasamtakanna í Bakka- og Stekkjahverfi, formaður Sjálf- stæðisfélags Fljótsdalshéraðs og formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Ástæðan fyrir þátttöku minni í prófkjöri til borgarstjórnar- kosninga nú, er tilkomin vegna tilmæla kjörnefndar fyrir hálfum mánuði og hefir því undir- búningstími minn fyrir þetta prófkjör verið í knappara lagi. Vöxtur og viðgangur atvinnu- lífs Reykjavíkur er grundvöllur alls annars athafnalífs. Hér verður að varða veginn, varðveita það sem áunnist hefir en stuðla jafnframt að framþróun fram- leiðsluatvinnugreina. Engir aðrir en borgarbúar sjálfir geta viðhaldið forystuhlut- verki Reykjavíkur í þjónustu og viðskiptum, menningar-, íþrótta- og menntamálum. í skóla- og íþróttamálum verða borgarbúar að vera þess megnugir að byggja stórt og skapa æsku Reykjavíkur þá aðstöðu, sem nauðsynleg er, því sú fjárfesting skilar sér með vel kosningaloforðum í kosningabar- áttu, sem síðar kunna að vera óframkvæmanleg eða einfaldlega gleymast. Kosningaloforð gef ég engin, en ef ég kem til með að hafa áhrif á gang borgarmála, þá er áhugi minn á velferð okkar allra fyrir hendi og ég þess reiðubúinn að glíma við þau viðfangsefni, sem framtíðin ber í skauti sér. menntuðu heilbrigðu og dug- miklu fólki. Ég tel að æskulýðsstarfsemi sé best borgið í höndum áhugafólks með stuðningi hins opinbera. Sú skylda hvílir á okkur að bæta enn verulega hag eldri borgara, þeirra er byggðu borg- ina og tryggja yngstu borgurun- um þroskandi dagvistun þegar þess gerist þörf. Það er hæpið að flagga Skúli Möller Fólksfjöldi í byggðarlögum hér á landi hefur löngum þótt mæli- kvarði á atvinnutækifæri og húsnæðisframboð. I desember s.l. . voru birtar tölur um fólksfjölda í Reykjavík. Þá opiriberaðist sú staðreynd að íbúum Reykjavíkur hafði ekki fjölgað heldur fækkað um 300 á árinu 1977. Einnig hefur komið í ljós á undanförnum árum að meðalaldur Reykvíkinga hefur hækkað, sem sést á því að borgarbúar 67 ára og eldri eru 10% íbúanna, þar sem sami aldurshópur er aðeins 3% í Reykjaneskjördæmi. Þetta þýðir að ungt fólk hefur leitað frá Reykjavík til nágrannabyggð- arlaganna. Ástæðan fyrir þessum flutningum er fyrst og fremst lóðaframboð. Nágrannabyggðirn- ar hafa getað fullnægt eftir- spurninni, en þær lóðir hafa líka verið dýrari, því þar er um sölulóðir að ræða, en ekki úthlut- unar. Þetta hefur gert bygginga- kostnaðinn meiri, sem þó hefur ekki verið horft í, þar sem lóðir fengust. Þetta þarf Reykjavíkur- borg að lagfæra og verður það vart gert nema með því að gera ungu fólki kleift að kaupa eldri íbúðir, þ.e. að næstum jöfn lán verði veitt til kaupa á eldra húsnæði og til nýbygginga, en þetta myndi minnka þörfina fyrir lóðir, því nægjanlegt framboð yrði af íbúðum í eldri borgar- hverfum um leið og fjármagn til kaupa ykist. Þó svo að Reykvíkingum hafi fækkað, þá hefur þeim sem þar vinna ekki fækkað heldur kannski þvert á móti. Er þetta vegna þess að nágrannabyggðirn- ar margar eru lítið annað en svefnbæir fólks sem vinnur í Reykjavík. Þetta þýðir að í Reykjavík er næga vinnu að fá fyrir alla þá sem vilja vinna. En vinnustundum hefur fjölgað mest í allskyns þjónustugreinum og þó svo að hér sé miðstöð þjónustu og verslunar í landinu, þá mleiðslu- greinar, sjávarútvegur og iðnað- ur, ekki gleymast. Reykjavíkurborg verður að búa þannig að þessum atvinnugrein- um að þær geti tekið við auknum mannafla á vinnumarkaðnum. Framleiðsluiðnaðinum verður að sjá fyrir lóðum á þannig kjörum að hann geti þrifist. Sjávarútveg og fiskvinnslu verður að efla. Reykjavik var stærsti útgerðarstaður landsins og stefna þarf að því að svo verði aftur. En til þess að það takist þarf að skapa aukna aðstöðu öllum þeim margháttuðu fyrir- tækjum sem þessa atvinnugrein snerta. Það er t.d. ekki vansa- laust að ekki skuli vera hægt að taka stærstu skip okkar á þurrt til viðhalds og viðgerða, öll slík vinna verður að fara fram erlendis og má eigi lengur við svo búið standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.