Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Sveinn Björnsson Málefni þau sem borgarstjórn Reykjavíkur fjallar um eru marg- þætt og snerta meö einum eða öðrum hætti hagsmuni hvers einstaks manns í borginni. 1 jafn stuttu máli og hér er um að ræða verður aðeins fátt eitt nefnt. Veigamíkill þáttur í félagsmál- um Reykvíkinga er starf og þátttaka fjölda manna og kvenna í hinni frjálsu félagshreyfingu hér í borg. Þessa starfsemi þurfa borga- yfirvöld að standa vörð um og stuðla að eflingu hennar eins og framast er unnt. Ég hefi á undanförnum áratug- um kynnst vel uppbyggingu íþróttastarfs og fylgst með, hvernig aukin félagsleg aðstaða til íþróttaiðkana hefur laðað til sín fólk á öllum aldri og ekki síst æskuna, sem oft á tíðum finnur sér þar verðugt viðfangsefni til að takast á við, á sínum við- kvæmu þroskaárum. Sú sjálfboðavinna, sem unnin hefur verið á þessum vettvangi, hefur verið borgarlífi okkar ómetanleg, og ber því borgaryfir- völdum að rétta henni örvandi hönd. Við þurfum að vinna áfram að u'ppbyggingu íþróttamannvirkja og f élagslegrar aðstöðu víðsvegar um borgina, styrkja íþróttafélög- in, skátahreyfinguna og aðra frjálsa félagsstarfsemi. Hraða þarf framkvæmdum í Breiðholti og skapa þar félagslega aðstöðu, sem nauðsynleg er svo stóru og myndarlegu byggðarlagi. Skóla mætti nýta enn meir í þágu félagsstarfsemi, enda er stefnt í þá átt. Standa þarf vörð um málefni aldraðra og skapa þeim betri aðstöðu svo þeir fái notið ávaxta erfiðis síns. Atvinna borgarbúa verði tryggð við arðbær störf, enda er það undirstaða að velferð borgar- anna. Unnið verði að því að skapa almenningi sem hagkvæmust viðskiptakjör með því að tryggja frjálsa verzlun. Stuðla þarf að eðlilegum vexti og endurnýjun borgarinnar og á þann hátt skapa ungu fólki sem er að stofna heimili og fyrirtækj- um sem veita aukna atvinnu aðstöðu til búsetu og starfa innan borgarinnar, hvort heldur sm er í nýjum hverfum eða innan borgarhverfa sem eru endurnýj- uð. Það yrði mér ánægjulegt verk- efni að starfa að hinum ýmsu borgarmálefnum, enda eiga borg- arfulltrúar að hafa vakandi áhuga á þeim málum, sem eru til úrlausnar og ákvörðunar hverju sinni. Sveinn Björnsson Illu heilli hefur Sjálfstæðis- flokkurinn aldrei náð meirihluta •á Alþingi. Það hefur hins vegar verið lán Reykjvíkinga að búa jafnan við samhenta forystu meirihluta sjálfstæðismanna. Þetta hefur gert kleift að móta langtímamarkmið í stjórn borgarinnar og fylgja þeim fram. Þetta er frumskilyrði góðrar stjórnunar. Víðsýni hefur verið aðalsmerki borgarstjórnarmeirihlutans. Leitazt hefur verið við að koma til móts við áhuga- og hagsmuna- mál allra borgarbúa jafnt. Þessar eru meginástæðurnar fyrir því, að hér er gott að búa og að Reykvíkingum þykir vænt um borgina sína. Það hefur verið mér dýrmæt reynsla og lærdómur að kynnast vandamálum og viðfangsefnum samfélags okkar í gegnum störf að margvíslegum borgarmálefn- um. Ég hef verið eini verkfræð- ingurinn í borgarflokki sjálf- stæðismanna síðustu tvö kjör- tímabil og gegnt formennsku í stjórn veitustofnana (rafmagns-, hita- og vatnsveitu) og í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur þetta kjörtímabil. I öllum þessum fyrirtækjum hefur verið unnið markvisst að meiri háttar framkvæmdum og framfaramálum þetta kjörtíma- bil, sem ekki er rúm tii að greina frá að þessu sinni. Fæst af þessu ber fyrir augu í daglega lífinu, þótt undantekningar megi finna eins og áningarstað fyrir farþega S.V.R. á Hlemmi, sem nú er að Þessi fyrirtæki öll, sem saman- lagt velta nálægt 10 milljörðum króna á þessu ári, eru borgarbú- um afarmikilvæg hvert með sínum hætti og þá ekki sízt atvinnustarfseminni í borginni. Það verður eitt meginviðfangs- efni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að treysta og efla atvinnulífið. Undir forystu borgarstjóra hafa þegar veríð samdar og lagðar fram áætlanir hér að lútandi. Mér hefur veitzt sú ánægja að taka þátt í þessari stefnumótun og vænti þess að geta lagt fram mitt lið til að láta þau markmið rætast, sem stefnt er að. Valgarö Briem Ákvarðanataka um stjórn ríkisins fer fram á Alþingi. Þar sitja 60 fulltrúar sem hafa þau störf að aðalstarfi og eru þau svo viðamikil að naumast er gert ráð fyrir að tími sé til annarra verkefna. Stjórnun borgarinnar fer fram í borgarstjórn, borgarráði, nefnd- um og ráðum og eru aukastörf þeirra sem þau vinna. Borgarfull- trúar og varaborgarfulltrúar þurfa því ekki að leggja lífsstarf sitt á hilluna til þess að geta leyst slík verkefni af hendi. Þetta er mikilvægur kostur sem hefur gert mér og ýmsum öðrum mögulegt að fullnægja löngun til stjórnmálaafskipta á þessum vettvangi. Af þessu leiðir þó, að eðlilegt er, að þeir sem taka þátt í stjórnun borgarinna, velji sér svið, sem þeir hafa mestan áhuga á, fremur en að skipta sér jafnt af öllu. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur mér verið falið að sitja í stjórn Innkaupastofnunarinnar og í Umferðarnefnd. Innkaupastofnunin gegnir veigamiklu hlutverki í rekstri borgarinnar. Annast innkaup allra vara erlendis frá og flest stærri innlend innkaup. Hún annast útboð og samningsgerð um allar verklegar framkvæmdir og þjónustu fyrir allar borgar- stofnanir. Við rekstur Innkaupastofnun- arinnar verður að gæta fyllstu óhlutdrægni um leið og leitað er hagkvæmustu kjara. Með útboð- um sínum sparar Innkaupastofn- unin borgarbúum miklar fjár- hæðir. Umferðin er öllum borgarbú- um nauðsyn. Hún snertir hags- muni okkar a%lra frá vöggu til grafar. Hún verður að vera greið en örugg. Það er verkefni Um- ferðarnefndar að stuðla að því og draga úr slysahættu svo sem auðið er. Að þessu tvennu myndi ég öðru fremur kjósa að starfa áfram næsta kjörtímabil Þórólfur V. Þorleifsson Fæddur 10. október 1940 í Reykjavík. Ókvæntur. Sonur hjónanna Ólafar Diðriksdóttur og Þorleifs Eyjólfssonar, sem lést 1973. Býr með aldraðri móður sinni. Hefur starfað hjá Reykja- víkurborg í 21 ár, lengst af við akstur. Hefur átt sæti í stjórn Málfundafélagsins Óðins frá ár- inu 1976. Áhugamál mín varðandi mál- efni borgarinnar eru: I. Atvinnumálin, bæta aðstöðu fyrirtækja og koma iðnaðinum inn í borgina, svo tryggja megi vinnu fólks og koma í veg fyrir atvinnuleysi með uppbyggingu iðnfyrirtækja, bæta aðstöðu fisk- iðnaðarins og flýta allri aðstöðu við höfnina. II. Bæta aðstöðu borgarstarfs- manna og stuðla að launajafn- rétti við sömu vinnu. III. Tryggja skólafólki næga atvinnu yfir sumarmánuðina t.d. við þrifnað á borgarlandinu og við önnur störf. IV. Tryggja öldruðu fólki létta vinnuaðstöðu við þeirra hæfi. Setja upp fleiri staði um borgina fyrir aldraða til samveruhalds og dægrastyttingar 'og útlána á lestrarefni, koma upp sjúkrahús- aðstöðu fyrir aldraða sem fyrst svo ekki þurfi að láta það vera eitt og að mestu ósjálfbjarga. V. Flýta gerð sjúkrahúsa og koma á fót heilsugæslustöðum í öllum hverfum borgarinnar sem fyrst. VI. Koma upp aðstöðu fyrir unga fólkið og efla æskulýðs- starfið í öllum borgarhverfum með leiktækjum og öðru áhuga- verðu. VII. Bæta þarf umferðarmenn- inguna og koma á fót meiri fræðslu fyrir ökumenn og vegfar- endur til að minnka slysaöldu þá, er verið hefur á undanförnum Þórunn Gestsdóttir Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef lagt hin ýmsu störf fyrir mig eftir að ég lauk Kvennaskólaprófi fyrir tuttugu árum, s.s. flugfreyjustörf, banka- störf og fararstjórastörf bæði hér heima og erlendis. Aðalstarf mitt síðastliðin fimmtán ár hefur verið móður- og húsmóðurstarfið, en ég á fimm börn á aldrinum 5—15 ára. Undanfarið hef ég starfað lítillega að dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu, og í október s.l. sótti ég námskeið hjá Stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins og er það ástæðan fyrir því, að kjörnefnd leitar til míri um framboð í þessu prófkjöri. Stjórnmál tengjast öllum þátt- um okkar daglega lífs og fylgja einstaklingnum frá vöggu til grafar og má telja upp dagvistun barna, uppeldismál, skólamál, atvinnumöguleika, málefni aldr- aðra og félagslega aðstöðu. Erfitt er því fyrir mig sem húsmóður og foreldri að sitja hjá og taka enga pólitíska afstöðu, því öll þessi mál snerta fjölskylduna. Við sem búum í Reykjavík ætlumst öll til að hér sé lífvænlegt að búa, við viljum geta notið okkar sem fjölskylda og einstaklingar og þar tengjást margir þræðir saman. Þeir þræðir sem ég tengi störfum borgarstjórnar eru: Dag- vistunarmál, hvert barn fái vistun á leikskóla eða dagvistun- arheimili er þess óskar, barnið njóti sín sem einstaklingur í þjóðfélaginu og velferð þess ætíð höfð í huga. Ég tel mjög nauðsyn- legt að foreldrar leggi sinn skerf af mörkum í skólamálum, fylgist vel með og hafi tillögurétt. Hvað varðar málefni unglinga væri æskilegt að félagsaðstaða skap- aðist fyrir unglinga í hverjum borgarhluta, og hafa ber í huga að unglingarnir eru spegilmynd okkar sem fullorðin teljumst. Sameiginleg tómstundastörf fjöl- skyldunar þarf að efla að mun, samanber hvað áunnist hefur með skíðaaðstöðu, en verðugt verkefni fyrír borgarfulltrúa væri að vinna að uppbyggingu skemmtigarðs — Tivolís — í Reykjavík. Neytendamál ættu húsmæður að taka höndum sam- an um og beita sér frekar að þeim málum, en það eru mál sem snerta hverja fjölskyldu. Þá ber að stefna að styrkingu atvinnu- veganna hér í Reykjavík og lífga gamla miðbæinn upp. Oft á tyllidðgum er rætt um húsmóðurstarfið sem hornstein þjóðfélagsins, þ'að starf er ekki unnið eftir stimpilklukku, en oft langur og strangur vinnudagur, en þegar farið er út í þjóðfélagið og unnið við nákvæmlega sömu störf eru það byrjunarlaun sem í boði eru, á þessu verður að gera bragarbót. Aðalatriðið í lífinu er að sitja ekki hjá. Verum ábyrgir einstakl- ingar og heiðarleg í mannlegum samskiptum. Þuríöur Pálsdóttir Almenn heill og velferð íbúa Reykjavíkur sitja í fyrirrúmi í viðhorfi mínu til borgarmála. Reykjavíkurborg hefur á ótrúlega skömmum tíma þanist úr smábæ í stórborg, og það hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa í för með sér að atvinnugreinar, félags-, og heilbrigðis- og menningarmál og ýmis þjónusta við borgarbúa hefur ekki náð að uppfylla þær þarfir sem sjálfsagðar eru í stórborg. Félagsmál er geysivíð- tækt hugtak og nær yfir mörg svið. Utþensla borgarinnar orsakar einangrun íbúanna og stórt átak þarf til að bæta aðstóðu til heilbrigðis, skemmt- ana og félagslífs í borginni. Unglingar eru einna mest af- skiptir í þessum málum og þar er brýn nauðsyn til úrbóta. I heilbrigðismálum borgarinn- ar þarf stöðuga vöku, og þar má enginn undansláttur vera. Starf- ræksla heilsugæslustóðva í risa- stórum úthverfum borgarinnar er sjálfsögð þjónusta við íbúana. En meðan fyrirhugaðar bygging- ar fyrir slíkar stöðvar eru óreistar gæti gott bráðabirgða- húsnæði þjónað slíkri starfsemi með ágætum. Málefni fatlaðra, blindra, aldr- aðra og ýmissa þeirra hópa sem þurfa að lifa við örðug skilyrði í þjóðfélaginu, er sjálfsögð og siðferðileg skylda okkar allra að styrkja og efla eftir bestu getu. Menningarmál eru mér afar hugstæð, en ég er því mótfallin, að viss klíka standi að og ráði lista- og menningarmálum borgarinnar. Mörg lista- og menningarfyrirtæki starfa fyrir fámennan hóp fólks, og eru ekki nýtt sem skyldi fyrir almenning. Á undanförnum árum hefur mjög verið haldið fram „jafnvægi í byggð landsins", en Reykvíking- ar verða að vera vel á verði gagnvart þeirri þróun, til þess að sú stefna bitni ekki á borgarbú- um með aukinni skattabyrði og þverrandi atvinnumöguleikum. Björgvin Björgvinsson Eggert Hauksson Morgunblaðinu bárust ekki svör tveggja frambjóðenda í prófkjó'ri s)álfstæoismanna, þeirra Björgvins Björgvinssonar og Eggerts Haukssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.