Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 ísland og Austur- Þýzkaland tefla í telexskákkeppninni „ÉG TEL engan vaía leika á því að við munum verða við þessum tilmælum alþjóðaskáksamband- anna og tefla við A-Þjóðverja. Við vorum óánægðir með þá framkomu þeirra að fresta einhliða keppninni, en það var aldrei ætlun okkar að komast hjá því að keppa við þá," sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, í samtali við Mbl. í gær. Þeir dr. Euwe, forseti FIDE, og HW Von Massow, forseti Alþjóðabréfaskáksambandsins, hafa skrifað SÍ vegna kæru þess í garð A-Þjóðverja. Segjast þeir ekki geta fallizt á kröfu Skák- sambands íslands um að dæma A-Þjóðverjum keppnina tapaða, enda þótt A-Þjóðverjar frestuðu henni upp á sitt einsdæmi. „Þeir Háskólinn: Kennt í sum- um deildum —ÞAÐ hefur ekki verið um fulla kennslu að ræða, sagði Halldór Guðjónsson kennslustjóri Há- skólans, og hafa t.d. sumar deildir kennt fulla kerinslu en aðrar ekki. T.d. hefur guðfræði- deild kennt og lagadeild, verk- fræðideild og viðskiptadeild nán- ast fulla kennslu. Þá hefur einnig fallið niður kennsla í sumum deildum vegna slæmrar mæting- ar stúdenta. leggja að okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að af keppninni geti orðið til að koma í veg fyrir að þessi fyrsta telexolympíuskákkeppni fari ekki eðlilega fram," sagði Einar S. Einarsson. „Ég reikna með, að við getum mætt A-Þjóðverjum í keppni upp úr miðjum apríl. ----------» < • — Samkomulag Framhald af bls. 48 heföi veríö talin ástæða til þess vegna fyrri afstööu Grimsby-manna til löndunar íslenzku skipanna þar. Ágúst sagði aö samkomulagiö væri þó fyrst og fremst viljayfirlýsing beggja aöila, en ekki skuldbinding á neinn hátt, þannig aö þótt talan 15—20 þúsund tonn væri nefnd í samkomu- laginu, væri alls ekki þar meö sagt að fslendingar væru skuldbundnir aö sjá Bretum fyrir öllu þessu magni. í yfirlýsingunni er m.a. kveöiö á úm aö Landssamband ísl. útvegsmanna hafi áhuga á löndun ísfisks í brezkum höfnum, sem geti numiö allt að 15—20 tonnum á ári. 75% heildaraflans úr íslenzku fiskiskipunum er landað er í Bretlandi skal fara um Hull. í ööru lagi kemur fram að leitast skal við að fiskur berist reglulega á markaöinn til að tryggja samfelldar birgðir og atvinnu, og leitast verði við að dreifa lönduninni milli hafna þeirra, þar sem íslenzku fiskiskipin hafa venjulega selt asla sinn aö þcí tilskildu að um viðunandi verð sé að ræða. Þá kemur fram aö viljayfirlýsing þessi er gerð í trausti þess aö íslenzku fiskiskipin muni eftirleiöis njóta sömu réttinda og þjónustu þar sem þau — Viðbrögð við verkfalls- aðgerðum Framhald af bls. 3 vinnuveitenda og leggja fram okkar kröfur til að fá skerðinguna á verðlags- bótunum til baka eöa ígildi þeirra." Snorri kvaðst telja, þótt hann hafi ekki þar um óyggjandi tölur, aö 28—30.000 manns hefðu tekið þátt í verkfallsaðgeröum, sem væru rösklega 60% félagsmanna, en í félögum innan ASÍ eru um 47.000 manns. J þessu sambandi vil ég minna á hlut eins og þann, aö á Vestfjöröum eru aðeins 1500 manns innan ASÍ," sagði Snorri Jónsson. Um þátttökuna sagöi Snorri: „Ég gerði mér strax grein fyrir því, begar þessar aögeröir uröu þrætuepli fjöl- miðla og atvinnurekendur og ríkisvaldiö komu með hótanir sínar, að einhverjir yröu til aö skerast úr leik, þannig aö miöað við allar aöstæður tel ég þátttökuna hafa verið góða og sýnt skýran og afdráttarlausan vilja fólks. Einna jákvæöasta punktinn tel ég vera þátttökuna úti á landi og nefni ég þá staði eins og Neskaupstaö, Vestmanna- eyjar, Hornafjörö, Akranes, Borgarnes, Siglufjörð og Akureyri að Iðju undan- skilinni. En hvaö sem sjálfri þátttökunni líöur, þá er hitt ekki síöur sögulegt, að hvergi nokkurs staöar var aögeröum ríkisstjórnarinnar mæld bót og upp- sögn kaupliða samninganna alls staðar samþykkt." Þegar Mbl. spuröi Snorra, hvort frekari slíkar aðgerðir væru fyrirhug- aðar og þá hverjar, svaraði hann: „Eg vil nú helzt ekkert um það segja. Þaö er stutt í 1. apríl og þá getum viö stoppaö, ef málin standa þannig." Um yfirvinnubann sagöi Snorri: „Ég get ekki sagt, að þaö sé komið á dagskrá." Ólafur Jónsson: Þorri fólks lét ekki blekkjast ,VIO höfum mótmælt harölega þessum ólögmætu verkföllum. Um þátttöku í þeim hefi ég ekki nákvæmar upplýsing- ar, en ég held þó að flestum sé Ijóst, aö meginþorri fólks lét ekki blekkja sig til þessara ólögmætu aögeröa og þær hafi því mistekizt, þótt aftur á móti megi segja, aö þeir hafi veriö of margir þó, sem tóku þátt í þeim", sagöi Ólafur Jónsson, forstjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, í samtali viö Mbl. í gær. Þegar Mbl. spuröi, hvort Vinnuveit- endasambandið heföi markað ákveöna stefnu varöandi viðbrögö, svaraöi Ólafur: „Þaö er held ég ákveöin afslaða aö þaö verður dregiö af launum þess fólks, sem ekki mætti til vinnu. Hitt er svo aftur meiri spurning, hvort farið veröur í frekari bótakröfur, en á það er aö líta, að þau fyrirtæki, sem stöðvun varö hjá, hafa orðið fyrir miklu tjóni. Erlendis frá höfum viö dæmi þess, aö verkalýösfélög hafi veriö dæmd fyrir aö standa aö slíkum aðgeröum sem þessum." Ólafur kvaöst sérstaklega átelja harölega „þau vinnubrögö stjórna sumra launþegafélaga að hafa í hótun- um við það fólk, sem óskaöi aö vinna. Viö teljum að þessi ólögmætu verkföll hafi verið samningsrof og ástæðulaus, þar sem ákvæöi samninga ASÍ og VSÍ hafa ákvæði í tíundu grein, þar sem gert er ráö fyrir, hvernig skull löglega meö fara, ef sett veröi lög á samningstíma, sem breyta ákvæðum um verölagsbæt- ur á laun. Þar segir meöal annars: „Verði á samningstímanum sett lög, sem breyta ákvæðum þessa samnings um greiöslu verðlagsuppbóta á laun, er hvorum aðila um sig heimilt aö segja upp kaupgjalds ákvæðum samningsins með eins mánaðar fyrirvara." Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra: Vona aó samskipt- in verði góö • „ÁÐUR en til þessara verkfallsaögeröa kom, lýsti ég því yfir aö ég treysti því aö starfsmenn ríkisins tækju ekki þátt í ólöglegum aðgeröum", sagði Matthías Á. Mathiesen fjármálaráöherra í samtali viö Morgunblaöiö í gær. Ráöherrann sagöi ennfremur: .Sam- kvæmt þeirri könnun, sem fram hefur fariö á mælingu ríkisstarfsmanna, er Ijóst, að óheimilar fjarvistir hafa veriö óverulegar. Þetta tel ég ríkisstarfs- mönnum til sóma og vona aö í framtíöinni veröi samskipti ríkisins og starfsmanna þess góö og starf allt aö kjaramálum verði innan þeirra leik- reglna, sem Alþingi ákveöur hverju sinni". Magnús Torfi Ólafsson: Tel ekki rétt aö Þessu staöíð MAGNÚS Torfi Ólafsson taldi aö ekki heföi veriö rétt aö aðgerðunum staöið, er Mbl. bar undir hann þá spurningu hvernig aögeröir launþegasamtakanna heföu tekizt. Hann sagöi þaö skiljanlegt aö lauhþegasamtök mótmæltu skerð- ingu samningsbundinna kjara, ,en ekki er sama hvernig aö mótmælaaögeröun- um er staöið. Nú virðist þaö sett á oddinn aö fá staöfestingu á fylgi fjöldans viö málstaöinn, en ég tel aö ekki hafi verið rétt staðiö aö þessu og ekki nema af hálfum huga af hálfu þessara samtaka og tel atvikin hafa sannaö þá skoöun mína", sagði Magnús Torfi Ólafsson aö lokum. landa afla sínum í brezkum höfnum og hin brezku, svo og aö íslenzk fiskiskip þurfi ekki að greiöa hærri upphæö fyrir tækjanot og vinnuafl en brezkir aðilar. í fjórða lagi kemur fram, að LÍÚ lýsir yfir þeirri von sinni aö báðir aðilar muni reyna að beita áhrifum sínum til aö fá Efnahagsbandalagiö til að lækka innflutningstoll af saltfiski til samræm- is viö aðrar fisktegundir, svo sem þorsk, ýsu, ufsa og karfa, sem aftur mundi leiða til þess að meira bærist af flatfiski til brezka fiskmarkaöarins en ella. Loks gerir viljayfirlýsingin ráð fyrir að hún veröi tekin til endurskoðunar árlega og skal fyrsta endurskoöunin fara fram í Hull í febrúar á næsta ári. — Kosið á 7 kjörstöðum Framhald af bls. 48 því að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda. í dag, laugardag, og á morgun verða kjörstaðir opnir frá 14.00—19.00, en á mánudag verður aðeins kosið í Valhöll, og er opið frá klukkan 15.30—20.30. Þegar hefur farið fram utankjörstaðaatkvæðagreiðsla s.l. hálfan mánuð og hafa hátt á annað hundrað manns þegar greitt atkvæði. Á meðan kosning stendur yfir er starfrækt sérstök upplýsingamiðstöð og eru þar veittar allar nauðsynlegar upp- lýsingar, sem varða prófkjörið. Sími upplýsingamiðstöðvarinnar er 82900. ' Að lokum skal þess getið, að kjósendur í prófkjörinu skulu greiða atkvæði á kjörstað þess hverfis þar sem þeir áttu lög- heimili 1. des. 1977. — Félagsstofn- un stúdenta Framhald af bls. 2 hallinn á rekstri þeirra á síöasta ári 1.750 þúsund krónur. Um þá ákvörðun stjórnar Félags- stofnunar stúdenta sagði Jóhann Scheving, aö verðlagning væri ákveðin á þjónustu stofnunarinnar að hausti og þá jafnan þannig að fyrirsjáanlegt væri að hún nægði allan veturinn. Nokkur halli hefur að jafnaði veriö á rekstri mötuneytisins að vetrinum, en reynt er að brúa hann með rekstri hótelsins á sumrin. Vegna veröákvörðunar síðast- liöiö haust var m.a. gert ráö fyrir aö greiða þyrfti fullar vísitölubætur til starfsfólks stofnunarinnar og því kvað hann þessa ákvörðun, sem komin væri frá hagsmunasamtökum stúdentanna sjálfra, hafa verið tekna. — Þorri launa- fólks . .. Framhald af bls. 2 fundurinn ályktun þar sem mót- mælt var „síðustu árásum á kjör launafólks", eins og komist var að orði. Útifundinum á Lækjartorgi lauk með því að Lúðrasveit verkalýðsins lék International- inn, alþjóðabaráttusöng verka- lýðsins. — Rodesía Framhald af bls. 1. Owen áður en hann fer til Briissel til fundar við utanríkisráðherra annarra EBE-ríkja. Séra Sithole er á förum til Bandaríkjanna og Chirau, þriðji blökkumannaleið- toginn, sem aðili er að samkomu- laginu, heldur innan skamms af stað í ferðalag til ýmissa Evrópu-ríkja. Allir eru blökku- mannaleiðtogarnir í sömu erindagjörðum, — að afla stuðn- ings og fulltingis við samkomu- lagið, sem gert var í dag. Öfgaöfl meðal hvítra manna í Rhodesíu eru ekki síður andvíg samkomulaginu en hinir herskáu blökkumannaleiðtogar, en þegar undirritunarathöfninni í Salis- bury var lokið hélt Nkomo þegar af stað frá bækistöðvum sínum í Zambíu til fundar við Robert Mugabe, sem hefur aðsetur í Mosambique. Þegar ljóst varð að samkomu- lag væri skammt undan lýstu Mugabe og Nkomo því yfir að skæruliðar mundu herða sóknina í Rhodesíu, en talið er að á snærum þeirra séu um það bil 4 7úsund nanns í Rhodesíu, auk um það bil 10 þúsund skæruliða í Angóla, Mosambique, Tanzaníu og Zambíu. Sér Sithole, sem upphaflega var meðal stofnenda Afríska þjóðarráðsins, sem Nkomo hefur nú tögl og hagldir í, kvaðst í morgun sannfærður um að langflestir skæruliðar í þeirri hreyfingu mundu styðja samkomulagið. Árásir sk4ruliða á Rhodesíu koma að mestu leyti frá skæru- liðum í Zambíu og Mosambiuue, og þau fimn ár sem skæruliðar hafa herjað á landið er talið að um 8500 manns hafi fallið í valinn. — Mannréttindi Framhald af bls. 1. hana hafði staðið í nærfellt tvo mánuði, aðallega hvað mannrétt- indi varðar. Sovétríkin og fleiri kommúnistaríki hafa verið því algerlega andvíg að á mannrétt- indi væri minnzt í lokayfirlýs- ingu, en Arthur Goldberg, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna á ráð- stefnunni, segir, að ekki hafi verið um annað að ræða en að fallast á þau drög sem nú liggja fyrir, — ella hefði verið útséð um frekari tilraunir til að draga úr spennu á þessum vettvangi. Litið er á kröfu Rúmena um aðgerðir til að draga úr hernaðarlegri spennu sem frekari áréttingu á þeirri utanríkismála- stefnu sem þeir hafa löngum fylgt þrátt fyrir aðild sína að Varsjávarbandalaginu. Svíar og Júgóslavar hafa veitt Rúmenum stuðning á ráðstefnunni, en tillögur þeirra kveða meðal ann- ars á um að efnt verði til ráðstefnu hernaðarsérfræðinga að ári, með það fyrir augum að stuðla að gagnkvæmu trausti þegar um er að ræða upplýsingar um hermál, svo sem um vopna- magn, herafla og heræfingar. — Atherton Framhald af bls. 1. vægi þess að 242. samþykkt SÞ, sem kveður á um brottflutning ísraelsmanna frá hernumdu svæðunum, yrði höfð í heiðri. ísraelskir leiðtogar hafa að undanförnu haldið því stíft fram að samþykkt 242 tæki ekki til vesturbakka Jórdanar, en Banda- ríkjastjórn telur að ísraelsmenn verði að fallast á brottflutning að einhverju marki af öllum her- numdu svæðunum. Talið er víst að Carter muni leggja mikla áherzlu á þetta atriði er hann hittir Menachem Begin að máli í Washington 13. marz n.k. — Frakkland Framhald af bls. 1. kunni að hafa mikil áhrif á afstöðu kjósenda í síðari lotunni. Le Monde hefur eftir Raymond Barre forsætisráðherra í dag, að búvitið muni ekki bregðast Frökkum nú frekar en endranær, og hver svo sem úrslit fyrri lotunnar kunni að verða muni þeir hafna róttækri tilrauna- starfsemi vinstri flokkanna í efnahags- og félagsmálum þegar á hólminn verði komið í loka- kosningunni. — Spil bátsins Framhald af bls. 48 skjótt við og sýndi mikið snarræði samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á ísafirði sem taldi hann hafa bjargað rhannslífi með snarræði sínu. Stöðvaði skipstjórinn þegar blóðrennsli úr sárinu og gerði aðvart til manna sem voru á bryggjunni. Þeir náðu strax í lögregluna sem sér um sjúkra- flutninga og jafnframt var kallað á lækna sjúkrahússins. Fóru þeir um borð í Tjald þar sem gert var að sárum Sigurð- ar til bráðabirgða en hann hlaut jafnframt höfuðhögg. Var Sigurður þó með fullri meðvitund allan tímann. Síð- an var Sigurður fluttur á sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans, en líðan hans var eftir atvikum þegar Morgunblaðið spurði um hann í gær. — Dollarinn Framhald af bls. 1. erfiðleika dollarans í gær og víða var látin í ljós reiði vegna þess að Bandaríkjamenn hefð- ust ekkert að til að bjarga dollaranum. í Vín var tilkynnt í dag að 13 aðildarríki Samtaka Olíusölu- ríkja (OPEC) töpuðu 14 millj- örðum dollara á ári á gengis- sigi dollarans. Vaxandi uggs gætir um að OPEC-ríkin snúi baki við dollaranum og ákveði að verzla í öðrum gjaldmiðli samkvæmt heimildum í aðal- stöðvum OPEC. — Messur Framhald af bls. 7 nema á laugardögum, þá kl. 2 síöd. FRÍKIRKJAN: Reykjavík Bama- samkoma kl. 10.30 árd. Guöni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síöd. Hjálpræöissamkoma kl. 8.30 GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. Barnakór Garöabæj- arskóla syngur. Ungt fólk les Ritningarorð. Séra Bragi Friö- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ Hámessa kl. 2 síöd. BESSASTAÐAKIRKJA: Helgi- samkoma kl. 8.30 síödegis. Fjölbreytt dagskrá. Séra Bragi Friöriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Æskulýösguösþjónusta kl. 11 árd. Þorvaldur Halldórsson syngur einsöng og prédikar. Nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar aðstoða. Séra Siguröur H. Guðmundsson. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Magnús Karel Hannesson kennari frá Eyrarbakka prédikar. Ungt fólk aðstoðar við flutning messunn- ar. Séra Magnús Guðjónsson. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Æskulýðsguðsþjónusta í Innri— Njarðvík kl. 2 síöd. Atli Ingólfs- son flytur hugleiðingu. Æsku- lýðssamkoma í Stapa kl. 8.30 síðd. Fjölbreytt dagskrá. Gestur kvöldsins verður Arni Johnsen blaðamaður. Séra Páll Þórðar- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 árd. Æskulýðssamkoma í Stapa kl. 8.30 síðd. Fjölbreytt dagskrá yeröur, en gestur kvöldsins er Árni Johnsen blaöamaöur. Sóknarprestur. GRINOAVÍKURKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Æskulýðsmessa kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Æskulýösmessa kl. 1.30 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARK9RKJA. Almenn guösþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 2 síöd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síöd. Ólafur Haukur Árnason flytur stólræöu. Um kvöldið verður kvöldvaka, sem hefst kl. 8.30. Aðalræðumaður verður séra Hjalti Hugason í Reykholti. Einnig flytja ungmenni ávörp og mikill söngur verður. Séra Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.