Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 35 85 ára - Jón Ólafsson hæstaréttarlögmaður Mánudaginn 27. febrúar s.l. varð Jón Ólafsson hæstaréttarlögmaö- ur áttatíu og fimm ára. Hann er með elztu núlifandi íslenzkum lögfræðingum og sá eini eftir úr hópi þeirra íslendinga, sem luku lagaprófi við Kaupmannahafnar- háskóla. Jón Olafsson fæddist 27. febrúar 1893 í Brimnesgerði í Fáskrúðs- firði, sonur Ólafs bónda þar Finnbogasonar og Sigríðar Bjarnadóttur konu hans. Jón lauk stúdentsprófi 1915 og sigldi þá til Leiðrétting I minningum mínum frá Menntaskólaárum, sem fluttar hafa verið í útvarpi undanfarið, er skýrt frá heimsókn okkar þriggja skólafélaga, sumarið 1918, til höfðingsmanns á Isa- firði, Jóns að nafni. Er hann talinn hafa verið Jón Eyfirðing- ur, kunnur maður þar vestra. Nú er það hinsvegar komið upp úr kafinu, að hér var ekki um Jón Eyfirðing að ræða, heldur annan dánumann með sama fornafni. Eru því ættingjar og afkomendur Jóns Eyfirðings hér með mjög beðnir afsökunar á þessu mis- hermi. 3.3. 1978. Jón Skagan. Kaupmannahafnar, þar sem hann fékk vist á Garði. Var þá enn Garðprófastur hinn kunni danski lagamaður prófessor Julius Lass- en, en hann lét sér alla tíð sérlega annt um þá íslenzku stúdenta, sem á Garði bjuggu. Var Jón meðal síðustu stúdentanna, sem gengu upp til prófs hjá próf. Lassen í Rómarrétti, nú fyrir réttum sextíu árum. Lagaprófi frá Kaupmanna- hafnarháskóla lauk Jón 1923 og starfaði í bæjarráði Kaupmanna- hafnarborgar næstu 'þrjú árin. 1926 kom hann heim til íslands og var um hríð fulltrúi á málflutn- ingsskrifstofu Jóns Asbjörnssonar hrl. og Sveinbjarnar Jónssonar hrl., en árið 1931 opnaði hann eigin lögmannsskrifstofu hér í Reykja- vík, sem hann hefur rekið síðan. Jón gerðist 1929 forstjóri ís- landsdeildar lífsábyrgðarfélagsins Andvöku og forstjóri líftrygginga- félagsins Andvóku var hann frá því það félag var stofnað sem alíslenzkt fyrirtæki í árslok 1949. Frá árslokum 1954 varð hann einnig forstjóri Samvinnutrygg- inga og stjórnaði báðum félögun- um til haustsins 1958, er hann sagði af sér störfum vegna heilsu- brests. Árið 1928 kvæntist Jón Margréti Jónsdóttur í Skólabæ hér við Suðurgötuna, dóttur Jóns Valda- sonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Fósturdóttir þeirra hjóna er dr. Olafía Einarsdóttir, fornleifa-«og sagnfræðingur, gift dónskum manni, Bent Fuglede, er starfar við Polyteknisk Lærean- stalt í Kaupmannahöfn. Frú un sína til Kaupmannahafnarháskóla var hugur hans og Margrétar konu hans slíkur til Háskóla íslands að þau hjón gáfu Háskólanum hús- eignir sínar tvær hér í borg, Suðurgótu 26 og gamla Skólabæ- inn. Ber sú gjörð vott um rausn og örlyndi þeirra hjóna. Jón ber háan aldur með afbrigð- um vel og þessar vikurnar er hann staddur í Suðurlöndum í boði þeirra fyrirtækja, sem hann áður stýrði. Vinir og kunningjar Jóns, innan lögfræðingastéttarinnar sem utan, senda honum hugheilar kveðjur og árnaðaróskir á þessum tímamótum og biðja hann vel að lifa. G. Átthagafélag Stranda- manna 25 ára UM ÞESSAR mundir er Átthaga- félag Strahdamanna 25 ára og verður afmælisins minnzt í dag, 4. marz, á árshátíð félagsins er haldin verður í Domus Medica. Starfsemi félagsins hefur verið allmikil á þessum árum, jafnan staðið fyrir þorrablóti á hverjum vetri, spilakvöldum og árshátíð. Þá er jólatrésfagnaður fyrir börnin og á ári hverju kaffiboð fyrir eldri Strandamenn. Einnig er flest sumur efnt til skemmti- ferðar. Blandaður kór hefur starfað um árabil og síðan 1967 hefur verið gefið út ársritið Strandapósturinn. Opið í kvöld Opiö í kvöld Opið í kvöid HÓT«L *A«A SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan Þuríður Siguröardóttir Dansað til kl. 2 Borðpantanir i sima 20221 eft- ir kl. 4. Gestum er vinsamlega bent á að áskihnn er réttur til að ráðstafa fráteknum borðum eftir kl 20 30 Opið í kvöld Opið í kvöld urtnn Dansað i Félagsheimili HREYFILS í kvöld kl. 9—2. (Gengið inn frá Grensásvegi.) Fjórir félagar leika Aðgöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 8._______ Grindavík í Festi í kvöld Fjölmenniö á gott ball. Athugið þetta verður kanski eina ballið með Brimkló á Suðurnesjum á árinu Sætaferðir frá B S I oq torqi Keflavik Handknattleiksráð Keflavikur EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ^ I SUNNUHÁTÍÐ Grísk veisla Hótel Sögu sunnudagskvöld 5. mars Húsið opnað kl. 19 1. Hinn stórkostlegi gríski þjóðarréttur „Adjhem Pilaff" á aðeins kr. 2850. 2. Stutt ferðakynning. Sagt frá fjölbreyttum og spennandi ferðamöguleikum í Sunnuferð- um 1978 til SPÁNAR, GRIKKLANDS, ÍTALÍU, PORTÚGAL, NORÐURLANDA oq AMERÍKU. 3 Litkvikmyndasýning Sýnd ný mynd frá Grikklandi. 4. Tískusýning. Karon samtök sýningarfólks sýna það nýjasta úr tískuheiminum. 5. Fegurðarsamkeppni íslands keppt um titilinn ungfrú Reykjavík, 1978. Forkeppni. Atkvæðagreiðsla. 5. Fegurðarsamkeppni Íslands Keppt um titilinn ungfrú Reykjavík, 1 978 Forkeppni. Atkvæðagreiðsla 6. Hinir óviðjafnanlegu skemmtikraftar HALLI og LADDI flyja nýjan og sprenghlægilegan skemmtiþátt. 7. Bingó. Vinningar: Glæsilegar sólarlandaferðir, og rétturinn til þess að keppa um aukavinninginn á Sunnukvöldum vestrar- ins italska sportbílinn Alfa Romeo. 8 Dansað til kl. 1 . Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur. Aðgangur öllum frjáls og ókeypis nema rúllugjald. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og pantið borð í tíma hjá yfirþjóni í síma 20221 eftirkl. 16daglega. Velkomin á Sunnuhátí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.