Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. MARZ 1978 39 Minning: Hans von Ahnen Hansen, Akureyri Vinur minn Hans von Ahnen Hansen, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 25. febrúar eftir stutta legu. Hans var fæddur í Noregi 5. apríl 1913, sonur hjónanna Sess- elíu Stefánsdóttur frá Krækl- ingahlíð og Hans Hansens, norsks manns er verið hafði framkvæmdastjóri síldarverk- smiðjunnar á Dagverðareyri í nokkur §r. Hans var 6 mánaða, þegar faðir hans féll frá. Skömmu eftir andlát föður síns var Hans skírður í höfuðið á föðurafa sínum og þaðan kom ættarnafnið von Ahnen en afinn var af þýsku bergi brotinn. Sesselía fluttist til íslands alfarið 1914 með 5 ung börn: Guðrúnu, Ingu, Borghildi, Stefán og Hans. Eins og gefur að skilja voru það ekki auðveldir tímar fyrir ekkju með 5 ung börn en á Akureyri settist hún að með barnahópinn. í innbænum ólst Hans upp og 15 ára gamall hóf hann störf hjá ullarverksmiðjunni Gefjun og vann þar til æviloka eða í hartnær 50 ár. Hans byrjaði í spunadeild verksmiðjunnar og vann þar allan tímann. Hann varð verkstjóri Loðbandsdeildar 1937 og stjórnaði henni þar til 1972 er hann vegna veikinda hætti verkstjórn og tók við öðrum störfum í deildinni. Árið 1944 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Sóleyju Tryggvadóttur, mikilli ágætis- konu og eignuðust þau fjögur börn: Hans Herbert, búsettur í Þýskalandi, Borghildi, gift Gylfa Kristjánssyni er rekur bílaverk- stæði, Harald, framkvæmda- stjóra Dynheima, Tryggva stúdent s.l. vor, er við nám í Myndlista- og handíðaskólanum. Hans Hansen var sérlega lag- tækur maður og veittist létt að sjá um hinar flóknu kembi- og spunavélar sem hann hafði um- sjón með. Þegar endurbygging Gefjunar hófst 1949 sá Hans ásamt bróður sínum Stefáni um uppsetningu allra véla í spuna- deildinni og var það ekki einfalt verk. Alla tíð hélt hann dyggan vörð um hag fyrirtækisins. Hans var mikill drengskapar- •maður og vildi öllum vel gera. Hann var skemmtilegur- sam- kvæmismaður, fullur af fjöri og húmor. Hann starfaði mikið að félagsmálum, var virkur félagi í Lúðrasveit Akureyrar í fjölda mörg ár, svo og Karlakór Akur- eyrar. En mest og best voru störf hans að félagsmálum innan starfsmannafélagsins. Það var stofnað 1935 og var Hans einn af aðalhvatamönnum að stofnun- inni og í stjórn þess í mörg ár. Félagslíf hefur löngum verið mikið og gott hjá SF/SÍS /Akur- eyri og er enn. Hins vegar fer, varla milli mála að rismest var starfsemin fyrstu 10—15 árin. Þá voru meðal annars mörg leikrit tekin til meðferðar og sýnd ekki aðeins starfsfélögunum heldur einnig bæjarbúunum á Akureyri og í nágrannabæjum. Vart mun nokkurt leikrit hafa verið tekið til meðferðar án þess, að Hans væri með. Þá var hann aðalsmið- ur skemmtiefnis á árshátíðum félagsins og flutningsmaður ágætur. Hann safnaði efni til birtingar í Hlyni, blaði sam- vinnustarfsmanna, fyrstu árin eftir að það fór að koma út reglulega. Hann var kostinn heiðursfélagi starfsmannafélags- ins á 40 ára afmæli félagsins 1975. Okkur starfsfélögunum er mikill sjónarsviptir að Hans Hansen. Við hjónin sendum Sóleyju ob börnum innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum þeim guðs blessun- ar. Hjörtur Eiríksson Hans Hansen var fæddur 5. 4. 1913 í bænum Asken í Noregi. Faðir hans var Hans Hansen frá Stokke í S-Noregi. Hann kom til íslands rétt fyrir aldamótin og gerðist framkvæmdastjóri síldar- verksmiðju á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Móðir hans hét Sesselja Stefánsdóttir, eyfirsk bóndadóttir. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru nú aðeins tvö þeirra á lífi, en það eru þau Guðrún, búsett í Reykjavík, og Stefán, búsettur á Akureyri. Látin eru þau Ingi Arnvig fyrir tæpl. tuttugu árum, frá eiginkonu og ungum börnum, Borghild, er lézt í æsku, og nú" Hans sem var yngstur þeirra systkina. Lengst af búskaparárum sínum bjuggu þau Hans og Sesselja í Asken í Noregi en vegna starfs síns dyaldi Hans oft langdvölum hér á íslandi. Mjög kært var með þeim hjónum, en ekki leyfðu örlög þeim langa damvist, því sama ár og Hans yngri sá dagsins ljós lézt faðir hans í Ósló. Eftir lát manns síns flutti Sesselja aftur til íslands með börn sín. Er óhætt að fullyrða að lífið var henni ekki alltaf létt eftir pað. En eitt var þeirri konu gefið fram yfir annað, var það bjartsýni og glaðlyndi ásamt einlægri guðstrú. Hans ólst upp hjá móður sinni ásamt tveimur hálfsystr'um sínum ungum: Soffíu, sem búsett er í Reykjavík, og Mörtu, sem búsett er í Kristiansand í Noregi og nýlega er orðin> ekkja. Hans fór snemma að vinna fyrir sér. 16 ára gamall hóf hann störf hjá Ullarverksmiðjunni Gefjuni á Akureyri. Stefán bróðir hans gerðist einnig starfsmaður Gefjunar og hafa báðir starfað þar síðan, yerkstjórar þar urðu þeir báðir. Árið 1943 giftist Hans eftirlifandi konu sinni, Sóley Tryggvadóttur. Eignuðust þau fjögur börn: Borghildi, síðan Hans Herbert, Harald Geir og Trygga Gunnar sem er yngstur. Við sem þessar línur skrifum minnumst elskulegs frænda okk- ar með hlýhug og söknuði. Glaðværð hans og hlýlegt viðmót mun okkur aldrei gleymast. Hans var fríðleiksmaður og hrókur alls fagnaðar. Tónlistargáfur hafði hann miklar. í Lúðrasveit Akur- eyrar lék hann til margra ára. Einnig lék hann á píanó. Fáa höfum við heyrt leika af meiri mýkt og tilfinningu og hann. Tunglskinssónata Beethovens mun okkur sérstaklega bundin minningu hans. En Hans gat einnig brugðið á léttari nótur og fram af fingrum hans runnu þá bæði valsar og polkar. Ekki átti hann langt að sækja þessa hæfileika, móðir hans var söng- elsk mjög og faðir hans framúr- skarandi fiðluleikari. Þér, Sóley mín, börnum þínum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll. Inga og Borghild. Studningsmenn Jóhannesar Proppé Jóhannes Proppé vilja minna kjósendur á, að hann er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjómar 4., 5. og 6. marz 1978. ingeniorskolerne i í Esbjerg og Sönderborg útskrifa: byggingatæknifræðínga Ulí^^u^^^ rafmagnstæknifræðinga f^f^ar tT^ VéltæknÍfræðínga tæknifræðingar. Tækninámið tekur 3. ár. Sértu faglærður (minnst 2 ár) i bygginga- og raflögnum eða i járn- og málmiðnaði og hafir námsþekkingu samsvarandi gagnfræðaprófi eða UTF verður þú fyrst að taka 1 árs undirbúningsnámskeið fyrir tækniskólann Efþúert stærðfræðistúdent eða HF með námsbraut i stærðfræði og eðlisfræði. verður þú fyrst að taka 1 árs verklegt sérnám Kennsluárið hefst í ágúst. Við aðstoðum með ánægju með allar upplýsingar um aðgang, liamkvæmd, námsaðstoð, húsnæði, námsefni, atvinnumogu leika o.fl. . ' Hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum eða komið og heimsækið okkur. ingeniorskoJerne Esbjerg Teknikum Ole Römers Vej 6700 Esbjerg (05) 127666 Sönderborg Teknikum Voldgade 5, 6400 Sonderborg, (04) 425550 Chevrolet Nova Custom 78 Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljónir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. Áskriftarsiml 27022. Opiö til 10 í kvöld. BIADW frjálst, áháð Hagblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.