Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. MARZ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI vill barnaleg tilfinningasemi, en mörgum er málið skylt og óþarft er að valda sárindum með slíkri fáfræði og/eða hugsunarleysi. Kjörbarn." • Hvað er klám? Undir þessari fyrirsögn hefur Y.J. nokkur sent línur með hug- leiðingum sínum um ofangreinda spurningu: „Margir hafa þrefað um það sem kalíað er klám, og ekki orðið á eitt sáttir. Mikið af þeim deilum eru dálítið út í hött, kemst ekki nógu nærri kjarna málsins. Hér er tilraun frá einu sjónarmiði til þess að komast ögn nær honum. Klám er lostatjáning í hugsun, orði eða athöfn, einnig stundum í list. Sú tjáning veitir flytjandan- um og oft líka áheyranda örvun og nautn, af því að hún er í huga mannsins svo sem ofurlítil for- nautn kynhvatarinnar, en líka af því að hún léttir af að vissu marki hömlum siðunar og venju, en þær hömlur útheimta dálitla (þó nokkra) andlega áreynslu. Nautn af klámi er þó ekki öll af þessum toga. Það er einnig með ívafi af þeirri frumstæðu árásarhvöt sem býr í sál mannsins og fær hér nokkra útrás sem galsi, hrekkja- gleði, valdbeiting, niðurlæging, meinfýsi — einnig stundum við sjálfan sig — samanber orðið kvalalosti. Allt á mismunandi stigum og oftast án þess að menn geri sér nokkur slík samhengi ljós. • Orkuketill .. Það sem við köllum ást er mjög naumlega í sjónmáli þessara yfirvegana. Að vísu er kynhvötin, aðdráttaraflið milli kynjanna, einn sterkasti orkuketill ástar- innar og frá því sjónarmiði fögur. Aðdáunarvert, er að sjálfsögðu líka það snjallræði náttúrunnar eða skaparans að hafa kynin tvö og veita á þann hátt skilyrði til takmarkalausrar þróunar og til- breytni. En ástin, ef hún á heitið skilið, er spunnin af fleiri þáttum, á sér fleiri orkuuppsprettur. Hverjar helzt? Vináttuþörf, kær- leiksþrá, fegurðarþrá, þörfina fyrir það að eiga félaga sem maður getur dáð — og umfram allt treyst á og elskað. Og síðast en ekki sízt löngunin til þess að eignast börn til þess að annast um og elska, og þar er aftur komið að kynhvótinni. Guð skapaði okkur SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A opnu skákmóti í Bagneux í Prakklandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Barendregts. Hollandi, og Goldenbergs, Frakklandi, sem hafði svart og átti leik: handa sér, segir Agústínus kirkju- faðir. Og okkur langar til að líkja eftir honum og skapa börn — handa okkur. En getur þá ekki klámið, að vissu marki, átt nokkurn rétt á sér, gert eitthvert gagn? Kannski er ekki vert að fortaka það með öllu, en það er þá áreiðanlega vandmeðfarið. Allt er bezt í hófi. Og það mun að minnsta kosti vera bezt að hlífast við í návist barna og unglinga, sem eiga eftir að afla sér nægilegrar siðunar og þroska. • Tepruskapur? Vel á minnst, þessi siðun og þroski, er ekki einhver hluti af því tepruskapur og látalæti? Því er sennilega ekki hægt að neita, en veigameira er þó hitt, að þessi form hafa reynzt hentug mannfé- laginu og sambúð manna, enda þótt þau séu vitanlega undirorpin þróun og breytingum. Hvað kyn- hvótina snertir, þá hefur hinn siðaði maður gert sér grein fyrir því, að hún er svo mikil óhemja oft og tíðum, svo ráðrík, að hann er óðrum þræði hræddur við hana og hefur því byggt upp innra með sér þessi form siðunar og hátternis sér til stuðnings. Og reynslan sýnir vissulega, að ekki veitir af. Kyn- hvötin og ástin er að vísu orku- ketill, og um leið hamingjubrunn- ur þegar vel tekst til, enda þessi hliðin hingað til mest tjáð og lofsungin af skáldum og fræður- um. Er sá lofsöngur ekki talsvert breyttur í nútímanum og nú öllu meir otað dökku hliðinni? Hver kannast ekki við þetta endalausa böl og ófarnað í sambanei við ástalífið, sem skáldrit, kvikmyndir og fréttir eru alltaf að segja frá? • Hvaða viðhorf? Getur ekki verið að „tepru- skapurinn", það er hlédrægni og hæverska siðmenntaðs fólks og þá ögun og uppeldi í þá átt, sé réttara viðhorf, eins og veruleikinn er, heldur en sú óforsjála léttúð sem hefur færst svo mikið í aukana á okkar dögum? Enginn hallmælir frelsinu, það er að segja raunverulegu frelsi, sem er ekki með óllu háð „Veldi tilfinninganna", heldur byggist á yfirsýn og æðsta valdi dómgreind- ar og þekkingar. Það ætti ekki að vera úr vegi að minna sem flesta einstaklinga á þörfina á ekki aðeins lífsáætlun, heldur umfram allt lífslist, og rifja upp fyrir þeim ótvíræð atriði heilbrigðrar skynsemi og þegar fenginnar þekkingar. Gætu ekki hinir ágætu skólar nútímans gert ögn meira af því að kenna hispurslaust, en ekki samt taum- laust, persónulega lífslist? Y.J." 22. ... Hd7! og hvítur gafst upp. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Schmidt (Póllandi) 8 v. af 9 mögulegum. 2.-5. Dzurié (Júgóslavíu), Lejeune (Frakklandi), Holm (Svíþjóð) og pólska skákkonan Erenska 7v. HOGNI HREKKVISI Spyrjið um gulu dósirnar með risasardínunum! stofa Góð hugmynd, en er eitthvað til, sem heitir risasardínur? Veljum VALGARÐ í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninga Fermingaskyrtur Fermingaskyrtur og slaufur, drengjapeysur, flauelisbuxur, gallabuxur. Telpna mussur, peys- ur, köflóttar skyrtur, nærföt, sokkabuxur. Ódýr herranærföt, sokkar, lágir og hnéháir. PÓstsendum só Búðin Laiigalæk s. 32388 (Við hliðina á Verðlistanum). PROFKJOR Sjálfstæöisflokksins 4.-6. marz Kosningaskrifstofa Hilmars Guðlaugssonar Langholtsvegi 115 Símar 81796 - 81868 Stuðningsmenn Landssmiði^ / /*%} SÖlVHÓtSOÍhrU'WnÍWÝKJAVW-SlMl 20680TELEX 2S07 viAgeréaþjónusia LANDSSMIÐJAN annast viðgerðaþjóustu á öllum teg- undum loftpressa, loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. Mtiasdopcc var stofnaS 1873 og framleiSir loftverkfæri, býBur einnig fram þjónustu fyrir verktaka viB vinnu tilboBa og aðstoBar viB val á tækjum og aðferSum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.