Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 47 - Evrópumótið í knattspyrnu: Hughes sendi Ben- fica út í kuldann LIVERPOOL tókst ad vinna 2:1 sigur gegn Benfica f fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu og var þó leikið í Lissabon á heimavelli Benfica. Með þessum sigri ætti Liverpool að vera öruggt í undanúrslit keppninnar og sömu sögu er að segja um Juventus, sem gerði 1:1 jafntefli gegn Ajax f Hollandi. 1 leik Liverpool og Benfica skoraði Nene fljótlega fyrir Ben- fica, en skömmu fyrir lok fyrri hálfleiksins jafnaði Jimmy Case. Tuttugu minútum fyrir leikslok sló Emlyn Hughes síðan til og skoraði gott mark, en það er ekkí á hverjum degi sem fyrirliði Ehg- lands og Evrópumeistara Liver- pool skorar. Ajax sótti nær látlaust á móti Juventus í leik liðanna í Amster- dam, en varnarveggur ítalska liðs- ins var þéUur. Það var ekki fyrr en 4 mínútum fyrir leikslok, sem Van Dordt skoraði með föstu skoti gegnum múrinn. Leiknum var þó ekki lokið þvi rétt áður en flauta leiksins gaf leikslok til kynna jafnaði Franco Causio og lið hans telst þvi ásamt Liverpool liklegt til afreka í keppninni að þessu sinni. Vonir áhangenda Ajax urðu nær að engu við þessi úrslit, en Ajax vann Evrópubikarinn þrjú ár i röð fyrir nokkrum árum. A fyrstu 25 mínútum leiksins við Borussia Mönchengladbach, úrslitaliðið í Evrópukeppninni í fyrra, skoraði Innsbruck þrívegis. Það var Peter Koncilia, sem gerði 811 mörkin og í seinni hálfleikn- um er leikmenn Borussia sneru vörn í sókn var það bróðir hans í markinu, sem allt strandaði á. Að- eins einu sinni tókst Jupp Heyncke að skora fyrir Borussia. Brugge vann Atletico Madrid 2:0 i Belgíu og gerði de Cueber mörk Brugge. Leikmenn Atletico misnotuðu vítaspyrnu i leiknum, eða e.t.v. er réttara að segja að Birgir Jensen, markvörður Brugge, hafi varið hana glæsi- lega. í UEFA-keppninni tókst Magdeburg að vinna PSV Eind- hoven 1:0 í A-Þýzkalandi og var þetta fyrsti ósigur Eindhoven á keppnistímabilinu. Joachim Streich gerði eina mark leiksins. Mikil markahátíð var á Korsíku Með nýjung- arfráTékkó- slavíu „Við væntum mikils af Fabera". sögSu forsvarsmenn knattspymu- deildar Breiðabliks í Kópavogi er þeir kynntu nýjan þjálfara sinn á blm.fundi ! gær. Hefur Breiðablik nú fengið til liSs vio sig einn helzta knattspyrnuþjálfara Tékka, Jan Fabera a8 nafni. Kom hann til landsins ¦ fyrradag og er ráðinn til aS þjálfa meistaraflokk félagsins til 1. marz 1979. ..Ég mun reyna að koma að ýms- um nýjungum úr tékkneskri knatt- spyrnu Það sem ég legg tyrir leik- menn Breiðabliks meðan ég verð hér mun að sjálfsögðu markast af því sem er að gerast i knattspyrn- unni heima", sagði Faber i spjalli við Mbl Jan Fabera er 49 ára gamall. verður fimmtugur á íslandi i júni Hann var um 15 ára tímabil einn helzti og frægasti knattspyrnumaður Tékkóslóvakíu. lék m.a. lengi i landsliði Hann lagði skóna á hilluna 35 ára, þá enn á toppnum Tók Fabera þá við þjálfun unglingaliða Tékkóslóvakíu og að loknum leikferli sinum útskrifaðist hann með æðstu gráður í þjálfun knattspyrnumanna Koma hans hingað hefur i för með sér mikinn kostnað fyrir Breiðablik. en af þvi tilefni hefur bæjarstjórnin m.a. ákveðið að styðja veglega við bakið á félaginu Frá 1970 hefur Jan Fabera haft yfirumsjón með samræmingu allrar þjálfunar tékkneskra landsliða i knattspyrnu Skömmu eftir að hafa skrifað undirsamning við Breiðablik var Fabera boðið að taka annaðhvort við liði þvi er keppa mun fyrir Tékkó- slóvakiu á næstu Ólympiuleikum. eða vera aðstoðarmaður einvalds þess sem sér um lið Tékka sem keppa mun í Evrópumeistarakeppn- inni Ákvað hann að halda samning- inn við Breiðablik Jan Fabera sagði við Mbl að hans vandamál á næstunni verði að vega og meta hvað hann lætur hvern leikmann Breiðabliks fara i gegnum á æfingum „Liðsmennirnir koma ekki allir eins undirbúnir á æfingar Sumir eru námsmenn, aðr- ir vinna á skrifstofum og svo eru einnig þeir sem stunda erfiðisvinnu. Likamsástand þeirra er mismunandi og það segir sig sjálft að það þýðir ekki að láta þessa menn fara i gegn- um sama æfingaprógrammið", sagði Fabera Tékkneski þjálfarinn Jan Fabera. hinn nýi þjálfari Breioabliks, með pinkla sína skömmu eftir komuna til landsins. Fabera bauð ekkert við snjónum á Islandi. sagðist muna eftir að hafa leikið sjálfur á snævi þöktum völlum seint i marzmánuði Hann sagðist brátt mundu hefja æfingar með leik- mönnum Breiðabliks ..Tóður árang- ur næst i knattspyrnu ef likams- ástandið er gott, leiktækpi góð og samvinna milli alls liðsins Þetta þrennt og góður baráttuandi leikinn út i gegn ætti að skila árangri" sagði Fabera að lokum — ágás Firmakeppni í körfubolta ákveðið hefur verið að halda firmakeppni i körfubolta í Haukahúsinu helgina 18 —19 marz. Nánari upplýsingar gefur húsvörður Haukahússins i síma 537 1 2. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka. er Bastia tók leikmenn Carl Zeiss Jena i kennslustund og sigraði þá 7:2. Eintracht Frankfurt mátti gera sér að góðu 3:2 sigur á móti Grasshoppers frá Sviss, en leikur- inn fór fram í V-Þýzkalandi. Bernd Holzenbein tryggði Þjóó- verjunum sigur með marki úr vftaspyrnu á síðustu minútu, en Þjóðverjarnir höfóu fyrr í leikn- um misnotað annað slikt. i Birmingham tryggði Aston Villa sér jafntefli á síðustu mín- útu á móti Barcelona er John Deehan skoraði. Urslitin urðu 2:2 og átti Johan Cryuff stórleik. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og síðan kom Zuviria Barcelona í 2:0. Ken McNaugt minnkaði mun- inn fyrir Villa og Deehan jafnaði siðan. Twente Entschede unnu auð- veldan sigur á eina Norðurlanda- liðinu; keppni bikarmeistara, Vejle frá Danmörku. 3:0 urðu úr- slitin og leikið var i Danmörku. Vín frá Austurríki gerði jafntefli 1:1, á móti Hadjuk Split og sömu- leiðis varð jafntefli, 0:0, í leik Real Betis og Dynamov Moskva. Anderlecht, sem verið hefur í úr- slitum Evrópukeppni bikarmeist- ara tvö síðustu ár, tapaði á úti- velli, 0:1, á móti Porto. Leikur þessi átti að fara fram á miðviku- daginn og hófst reyndar þá, en í leikhléi varð að fresta honum vegna úrhellisrigningar. - áij. Emlyn Hughes, fyrirliði Liverpool, gat ekki annað en verið ánægður með úrslit leiksins á móti Benfica. Lið hans hafði unnið 2:1 á útivelli og hann sjálfur skorað sigurmarkið. Dæmið gekk upp hjá FOREST í þriðju tilraun NOTTINGHAM Forest færðist enn skrefi nær þrennunni ótrúlegu í ensku knattspyrnunni er liðið vann Queens Park Rangers 3:1 í þriðja leik liðanna f ensku bikarkeppninni í fyrrakvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna f keppninni og var leikiö á heimavelli Forest, en hlutkesti réð um leikstað. Leikurinn var f fimmtu umferð keppninnar og f næstu lotu leikur Forest á móti WBA og satt bezt að segja eru leikmönnum West Bromwich ekki gefnir miklir möguleikar ( þcirri viðureign. Eina mark fyrri hálfleiksins skoraði O'Neill eftir sendingu frá Woodcock. Þrátt fyrir mikla sókn Forest tókst Stan Bowles að jafna leikinn á 63. mínútu, en það dugði skarrmt þvi fyrir leikslok hafði Woodcock skorað tvívegis og tryggt liði sinu sanngjarnan 3:1 sigur. Woodcock átti frábæran leik að þessu sinni. i Skotlandi tryggði Celtic sér 14. úrslitaleikinn i deildarbikar- keppninni i röð er liðið vann Hearts 2:0 á miðvikudaginn. Craig og McCluskey skoruðu mörk Celtic og liðið mætir Rang- ers i úrslitum á Hampden Park 18. marz nk. ÍRLAND í Þórskaffi sunnudaginn 5. mars kl. 19-1.00. írskir hátíðarréttir. Ferðakynning og litkvikmynd, þjóðdansar, ásadans með glœsilegum ferðavinning, bingó með þremur ferða- vinningum til írlands. Þeir matargestir sem kóma fyrir kl. 20.00 verða sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti og fá ókeypis lystauka. Hljóm- sveitin Galdrakarlar, stjórnandinn Magnús Axelsson og starfsfólk okkar munu leggjast á eitt til að kynna gestum dásemdir þessa vinéœla ferðamannalands. Borðapantanir í síma 2 33 33 kl. 16-19 daglega. Pantið snemmaþvi siðast varhúsfyllir! TSamvinnu- 9 LAHDSYN SKOLAVORÐUSTIG 16 SÍMI28899 AUSTURSTRÆTI 12 SIMI 27077 \jr íssssxssssxssssxssssxsss©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.