Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 48
I t aih;i.Vsin(;asíminn er: sðj^ 22480 1 JRor£sunWní>it> - AlÆI.ÝSINtíASÍMlNN ER: gáf^ 22480 ___/ JW»r0ini5>I«í>il> LAUGARDAGUR 4. MARZ 197& Verkfallsaðgerðirnar 1. og 2. marz: Þorri BSRB-manna vann - misjöfn viðbrögð annarra LJÓST cr að allur þorri opinherra starfsmanna kom til vinnu dagana 1. og 2. marz þrátt fyrir áskoranir flostra forystumanna iaunþegasamtaka í landinu' um að fólk legði niður vinnu. Þó munu mcst forföll hafa verio meðal kennara, þótt jafngóðar upplýsingar um forföll þeirra og annarra liggi ekki enn fyrir. Talið er að um 80% iðnverkafólks hafi sótt vinnu báða dagana, en verkfallið varð svo til algjört meðal Dagshrúnarverkamanna. enda Dagshrún eitt þriggja verkalýsðfélaga á landinu, sem boðaði opinberlega verkfall. Hin félögin tvö voru Hið íslenzka prentarafélag og Verkalýsðfélagið á Stokkseyri. sem hoðaði verkfall hjá hluta félagsmanna sinna. A blaðsíðum 16, 17, 18 og 19' í blaðinu í dag, eru fréttir um verkfallið báða dagana. Ljóst er að í hinum ýmsu hlutum landsins varð mjög breytileg þátttaka í verkfallsaðgerðunum. Suður- nesjamenn ákváðu t.d. að fara í verkfall aðeins fyrri daginn, en þó felidi verkalýðsfélagið í Grindavík þátttoku í þeim aðgerðum. Á Vcsturlandi var verkfallsþátttaka nokkuð misjöfn eftir stöðum, en almennust mun hún hafa verið á Akranesi og í Borgarnesi. Á Vestfjörðum felldu öll verka- lýðsfélögin nema tvö aðild að aðgerðunum. Verkalýðsfélag Tálknafjarðar tók enga afstöðu, en á fundi í Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði var verkfall samþykkt með 18 atkvæðum gegn 15. Þrátt fyrir þá samþykkt var óveruleg þátttaka verkafólks f vinnustöðvuninni. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík Kosið á 7 kjörstöðum víðsvegar um bæinn •'RÓFKJÖR Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórnarkosning unum í maí 1978 hefst í dag kl. 11.00 á sjö kjórstöðum í hanum og verður kosið íram á mánudagskvöld. Atkvæðisrétt í prófkjórinu hafa allir stuðningsmenn Dlistans í borgarstjórnarkosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 28. maí 1978. og lögheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1977. svo og allir meðlimir Sjálf stæðisfélaganna í Reykja vfk. sem liigheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1977. Kjörstaðir verða sjö talsins á eftirtöldum stöðum: KR-heimil- inu við Frostaskjól, Grófinni 1, Templarahöllinni við Eiríksgötu, samkomusal Kassagerðar Reykjavíkur við Kleppsveg, Val- höll, Háaleitisbraut 1, Verk- smiðjunni Vífilfelli við Dragháls í Árbæjarhverfi og í Breiðholti, að Seljabraut 54. Til þess að kosning verði bindandi fyrir kjörnefnd, þurfa rúmlega 8000 manns að taka þátt í prófkjörinu og auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að fá minnst 50% greiddra atkvæða. I sambandi við útfyllingu atkvæða- seðils ákal það tekið fram, að á atkvæðaseðli er nöfnum fram- bjóðenda raöað eftir stafrófsröð. Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12, en það skal gert með Framhald á bls. 30. A Norðurlandi var einnig mjög misjöfn þátttaka, en einna mest mun hún hafa orðið í Siglufirði og á félagssvæði Einingar í Eyjafirði. Tvö verkalýðsfélög á Norðurlandi, félögin á Blónduósi og Kópaskeri, höfnuðu algjorlega öllum verk- fallsaðgerðum og mörg önnur verkalýsðfélög leiddu málið hjá sér. Á Austurlandi er sömu sögu að segja og á Vesturlandi og Norður- landi um misjafna þátttöku. Þar felldu tvö verkalýðsfélög tillögur um þátttöku, félögin á Bakkafirði og Eskifirði. Á Austurlandi varð þátttaka hvað almennust í Nes- kaupstað, þótt menn hafi þar tekið á móti loðnu. Þá skiptust iðnaðarmenn þar mjög í tvo hópa. Tvö verkalýðsfélög á Suðurlandi höfnuðu þátttöku í aðgerðunum, félögin í Vík í Mýrdal og á Eyrarhakka. Einna almennust mun þátttakan hafa orðið á Hornafirði og í Vestmannaeyjúm. I Þorlákshöfn stóð verkfall yfir aðeins fyrri daginn. Það er misjafnt mannanna fasið enda misjafnt sem fyrir þeim vakir og á myndinni eru góð dæmi. Konan á fullri ferð í áttina að Lækjartorgi, en maður inn staldrar við í rólegheit um og skoðar málverk af konu méð barn eftir Blöndal í glugga Klaustur- hóla. Samkomulag um landanir ísl. skipa í Hull: Getum selt allt að 15-20 þús. tonn af ísfisk á ári Fyrsta íslenzka fiskiskipið er á leið til Bretlands með afla BREZKUR fiskmarkaður er nú á nýjan leik opinn íslenzkum fiskiskipum, bar sem í fyrradag var gengið frá samkomulagi milli fulltrúa Lands- sambands ísl. útvegsmanna og full- trúa brezka flutningaverkamanna sambandsins um landanir íslenzkra* fiskiskipa é ísfiski í brezkum höfnum. í samkomulaginu er gert ráð fyrir ao íslenzk fiskiskip landi allt að 15—20 púsund tonnum á ári en par af fái Hull 75% aflans. islenzku fuHtruarnir lýstu pví yfir ad reynt yröi aö tryggja tem jafnastar landanir en á móti kæmi að íslenzku fiskiskipin fengju alla hina sömu Þjónustu og brezk fiskiskip. Fram kom í frittaskeytum að fulltrúar Breta sem að pessu sam- komulagi stóðu telja að landanir íslenzku fiskiskipanna muni tryggja atvinnu púsunda manna í Bretlandi, og annar af fulltrúum LÍÚ í viðræðun- um sagði í samtali við Mbl. í gær að með pessu samkomulagi væru is- lendingar að nýju búnir að ná fótfestu á brezka fiskmarkaðnum. Fyrsta íslenzka fiskiskipið, Valþór frá Siglu- firði, er pegar farið áleiöis til Hull með um 60 tonn af fiski, mestmegnis Búvöruverðið í yfirnefnd: Bændur ófús- ir að hækka ullina SÁTTASEMJARI ríkisins átti í gærdag fund með 6-mannanefnd Fram- reiðsluráðs landbúnaðarins, sem ákveða skal nýtt landbúnaðarverð, er taka átti gildi hinn 1. marz s.l. Ágreiningur er hins vegar innan nefndarinnar milli fulltrúa neytenda annars vegar og bænda hins vegar. í framhaldi af fundinum með sátta- semjara í gær var ákveðið á vísa málinu til yfirnefndar. Fyrir liggur ao hækkun verðlags- grundvallarins nú er um 9% tæplega. Afráðið mun að niöurgreiðslan sem ákveðin er um 1300 milljónir skuli renna til að greiöa niður sauðfjárafurð- Grundvöllurinn hækkar um 9%. ir og þá einkum kindakjötiö, en með því er talið að söluskatturinn á þeirri afurö jafnist nokkurn veginn út, aö sögn Guömundar Sigurjónssonar, skrifstofustjóra í randbúnaðarráðu- neytinu. Hins vegar snýst ágreiningurinn innan 6-manna nefndar um verölagn- ingu á ullarvörum og gæru, en fulltrúar framleiöenda, þ.e. bænda, eru ófúsir til aö hækka þessar arurðir til jafns viö hækkun annarra landbúnaðarafuröa og rökstyðja þaö á þann hátt að iðnaðurinn muni ekki bera þetta háa verö, og hækkunin þannig ekki skila sér aftur til bænda. Fulltrúar neytenda í nefndinni munu hins vegar ekki geta fallizt á það sjónarmiö aö unnt sé að taka eina afurö út úr meö þessum hætti. Það kemur því væntanlega í hlut yfirnefndar að skera úr um þetta ágreiningsefni, en í yfirnefndinni eiga sæti þeir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiösluráösins af hálfu framleiðenda, og Jón Þor- steinsson hrl., af hálfu neytenda en oddamaöur er Guömundur Magnús- son prófessor. porski, og mun landa ytra á miðviku- dag eða fimmtudag í næstu viku. Brezka flutningaverkámannasam bandiö haföi á sínum tíma frumkvæðið um að setja löndunarbann á íslenzk fiskiskip í brezkum höfnum í kjölfar þorskastríösins síðasta "fyrir um þrem- ur árum. Innan þessa sambands eru löndunarverkamennirnir í brezku fiski- bæjunum. Að sögn Ágústs Einarsson- ar, hagfræðings. hjá LIÚ, sem tók þátt í þessum viðræðum ásamt Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, fóru þess- ar viöræður fram að beiðni brezku aðilanna í kjölfar þess aö löndunar- verkamennirnir "í Hull höfðu samþykkt aö aflétta löndunarbanninu á íslenzku fiskiskipi en tillaga sama efnis hefur hins vegar tvívegis verið felld í Grimsby. Viðræðurnar hófust eftir hádegi í fyrradag, að því er Ágúst sagöi, og var John Prescott, þingmaöur frá Hull, í forsæti á þessum fundi en helzti talsmaöur brezku flutningaverka- mannanna var David Cairns, sem fer meö málefni fiskveiðibæjanna innan flutningaverkamannasambandsins. Ágúst sagði aö þeir Kristján hefðu komið til fundarins meö" meginefni samkomulagsins tilbúiö, og heföu Bretarnir gert þær breytingar helztar á textanum að tekið var inn skilyröi þeirra um að 75% hins landaöa afla færu um höfnina í Hull. Sagði Ágúst það mál hafa veriö auösótt, enda Hull eina höfnin sem samþykkt hefði að aflétta löndunarbanninu enn sem komið væri en hins vegar væri hún ein nægileg til að íslendingar næði aftur fótfestu á brezka fiskmarkaðnum. Málefni Grimsby voru þó engu aö síöur rædd á fundinum, og sagði Ágúst að Cairns, sem fer eins og áöur sagði með málefni allra brezku fiskibæjanna innan verkalýössam- bands síns, hefði tvítekið það á fundinum að Grimsby myndi einnig aflétta löndunarbanninu þegar fram liöi. Ágúst sagði, aö þingmaöur Grimsby Austin Michel sem þátt hefði tekið í fyrri viöræðum LÍÚ-fulltrúanna við brezku flutningaverkamennina fyrir nokkrum vikum, hefði borið fram mótmæli vegna þess að ekki skyldi rætt viö þá Grimsby-menn í þessum viðræðum, en Ágúst sagði að ekki Framhaid á bls. :id. Spil bátsins hjó hand- legginn af MJÖG alvarlegt slys varð á ísafirði 1. marz s.l. þegar ísíirskur sjómaður missti annan handlegginn er hann var að vinna við spil á rækjubátnum Tjaldi ÍS 116. Sjómaðurinn, sem heitir Sigurður Helgason, var að landa ásamt skipstjóra Tjalds, en Sigurður var við bómuspil. Lenti Sigurður með vinstri handlegginn í spilinu með þeim afleiðingum að hand- leggurinn fór af nokkuð fyrir ofan olnboga. Skiptjórinn, Arnór Sigurðsson, brá mjög Framhald á bls.,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.