Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 46. tbl. 65 árg. SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 47 manns fór- ust í flugslysi Caracas, 4. marz. AP. BJÖIÍGUNARSVEITIR unnu látlaust að því í nótt að leita að 17 manns. sem voru í skrúfuþotu af Avro-gerð, en þotan steyptist í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Caracas í gærkvöldi. 20 Iík hafa fundizt og er nú fullvíst taiið að enginn hafi komizt lífs af í slysi þessu. Sjógangur hefur torveldað mjög leitarstarfið, en slysstaðurinn er skammt undan landi. Orsakir slyssins eru ókunnar, en starfsmenn á Maiguetia-flug- velli segja að um leið og þotan var komin á loft hafi flugstjórinn tilkynnt að hann yrði að snúa við vegna óvæntra erfiðleika, en sambandið rofnaði áður en hon- um vannst tími til frekari útskýr- inga. Þotan var frá flugfélaginu Aeropostal, sem er annað tveggja ríkisrekinna flugfélaga, sem ann- ast innanlandsflug í Venuzúela. Það þykir mikil mildi að ekki varð stórslys þegar DC-8 þotum frá Iberia-flugfélaginu hlekktist á í lendingu í gær. Þotan fór út af flugbrautinni og kviknaði í henni. Flugvallarstarfsmönnum tókst að slökkva eldinn mjög fljótlega, en 15 manns brenndust þó illa. 210 farþegar-voru með þotunni, auk 11 manna áhafnar. Meðal hinna særðu eru flugstjór- inn og menningarmálaráðherra Spánar, Pio Cabanillas Gallas. Þotan var á leið frá Madrid til Santiago de Compostela þar sem slysið varð. Nýtt met í dvalar- lengd í geimnum Moskvu, 4. marz, Reuter. SOVÉSKÚ geimfararnir Yuri Rom- anenko og Georgy Grechko settu í nótt met í dvalarlengd í geimnum. Klukkan 02.36 aðfararnótt laugar- dags höfðu þeir verið jafnlcngi í geimnum og bandarísk áhöfn dvaldi í geimstöðinni Skylab-4 á árinu 1973. Ekkert hefur verið látið uppi um hversu lengi geimfararnir munu dvelja í geimnum til viðbótar. en vestrænir vísindamenn telja líklegt að Romanenko og Grechkov eigi enn eftir að dvelja nokkrar vikur í Salyut-6. Það var 10. desember sl. að þeim Romanenko og Grechkov var skotið á loft í Soyuz-26 geimfarinu. í janúar heimsóttu tveir landar þeirra þá í Soyuz-27 og dvöldu fimm daga í geimstöðinni. Var það í fyrsta sinn að tvö geimför voru samtímis tengd geimvísindastöð í geimnum. Sneru þesair geimfarar til jarðar í Soyuz-26.1 febrúar var ómannað far, Progress-1, tengt Salyut-6, en talið er að það far hafi m.a. flutt vistir til geimstöðvarinnar. Nokkrum klukkustundum áður en Romanenko og Grechkov slógu dvalarmetið í geimnum var geimfar- ið Soyuz-28 tengt Salyut-6 geimstöð- inni. Um borð í Soyuz-28 er einn sovéskur geimfari og annar tékk- neskur. Er það í fyrsta sinn að í sama geimfari séu menn sitt af hvoru þjóðerni. Framhald á bls. 47. Skákeinvígið verð- ur á Filippseyjum Amsterdam, Bugojno, 4. marz. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að einvígi þeirra Anatoly Karpovs og Viktors Kortsnojs um heimsmeistaratitilinn í skák verði háð í borginni Baguio á Filippseyjum. Karpov hefur fallizt á þá ákvörðun, en ekkert hefur heyrzt frá Kortsnoj. „Það skiptir mig litlu hvar einvígið verður haldið," sagði Karpov þar sem hann var staddur á skákmóti í Júgóslavíu í gær. „Ég er bjartsýnn á úrslitin, en lengd einvígisins leggst þó ekki vel í mig þar sem ég held það muni standa yfir í tvo mánuði," bætti Karpov við. Alþjóða skáksambandið til- kynnti í gær að einvígið færi fram á Fillippseyjum, en áður hafði verið talið líklegt að það yrði háð í Graz í Austurríki. Hafði Kortsnoj sett Graz núm- er eitt á sínum lista, en Karpov óskaði helzt eftir að keppnin yrði háð í Hamborg. Báðir völdu skákmennirnir Baguio sem kost númer tvö. Tæp 500 sovézk herskip á Eystrasalti IIERNAÐARYFIRVOLD í Danmörku hafa upplýst að í höfnum austantjaldsríkj- anna vð Eystrasalt séu um þessar mundir tæp 500 so- vézk herskip, auk um það bil 300 pólskra og austur- þýzkra herskipa. Af þessum skipaflota eru um 70 sovézk- ir kafbátar, að því er danska blaðið Politiken hefur eftir yfirmanni leyniþjónustu danska hersins, Preben Bor- berg. Eldflaugar langflestra kafbátanna draga milli 20 og 250 kílómetra, sem þýðir í raun að þær eru ætlaðar skipum og flugvélum á Eystrasaltssvæðinu, en kjarnorkueldflaugar sex kaf- báta, sem Sovétmenn hafa nú komið fyrir í Eystrasalti, að því er virðist til frambúðar. draga hins vegar 1200 kíló- metra. Karin Söder, utanrfkisráð- herra Svía, hefur nýlega látið í ljós áhyggjur vegna þessa návígis sex kafháta, sem bera kjarnorkueldflaug- ar, en heimahöfn þeirra er í Liepaya í Lettlandi. Brottför Sómala frá Ogaden f orsenda hernaðaraðstoðar - segja starfsmenn í Pentagon Washington, 4. marz. Reuter. STARFSMENN bandaríska varnarmálaráðuneytisins segja að á meðan Sómalíuher sé á cþíópsku yfirráðasva'ði geti Bandaríkin fátt aðhafzt til að sporna við hernaðarlegri íhlut- un Sovétríkjanna á Afríkuhorn- inu. Þessir hcimildamenn. sem ekki vilja láta nafngreina sig. tclja almenning í Bandaríkjun- um þeirrar skoðunar að í Ogaden-styrjöldinni séu það Sómalir. sem eigi upptökin og séu árásaraðili. Ilernaðarleg ihlutun í' átökin af hálfu Banda- rikjanna komi því ekki til greina. né heldur vopnasending- ar til Sómalíu. að minnsta kosti ekki fyrr en Sómalir verði á brott með herlið sitt. Á hinn bóginn er haft eftir sömu heimildamönnum að brott- flutningur herliðs Sómala mundi gera það að verkum að Banda- ríkjastjórn yrði kleift að beita Sovétríkin og Kúbu stjórnmála- Somoza Managua, 4. marz. AP. ANASTASIO Somoza forseti Nicaragua ætlar að leggja fram tillögu um breytingar á stjórnarskrá landsins, sem mcðal annars verða í því fólgnar að tryggja rétt manna til að aðhyllast hvaða stjórnmála- skoðanir sem vera skal. kommúnisma þar með talinn. Ilér er um að ræða verulega breytingu á afstöðu Somoza, sem hefur vcrið yfirlýstur and- skodanafrelsi sta>ðingur kommúnista alla tíð. en samkvæmt stjórnarskrá landsins er sú stjórnmálastefna óhcimil með öllu. Ofriðaröldur í Nicaragua er nú mjög tekið að lægja eftir átök og götubardaga milli hermanna og andstæðinga stjórnarinnar undanfarnar vikur. í blaðaviðtali í gær sagði Somoza að óeirðirnar væru „ólögleg uppreisn". I bænum Monimbo hafa átökin orðið hvað alvarlegust, en þar ríkir mikil fátækt og vesöld. Rærinn hefur orðið nokkurs konar tákn andófsins gegn Sornoza forseta, sem heita má einráður í landinu, en fjölskylda hans hefur setið á valdastóli í 45 ár samfle.vtt. í Monimbo er umhorfs eins og á yfirgefnum vígvelii, að sögn fréttamanna. Götur og torg eru þakin braki og göt eftir b.vssukúlur eru á hús- veggjum. legum þrýstingi í því skyni að fá þá til að draga saman seglin á Afríkuhorninu, en Cyrus Vance utanríkisráðherra taldi í gær að nú væru um 11 þúsund Kúbu- menn í Eþíópíu, auk 1100 sovézkra hermanna. Að undanförnu hefur því verið haldið fram af opinberri hálfu í Washington, að nauðs.vnlegt sé að Sómalir, Kúbumenn og Sovét- menn verði á brott með herlið sitt frá Ogaden, en nú telja starfs- menn varnarmálaráðuneytisins að viöhorf Bandaríkjástjórnar til vopnasendinga til Sómalíu mundu gjörbreytast ef Sómalir flyttu brott herlið sitt, og ýrnis- legt bendir til að stjórnin í Washington leggi aukna áherzlu á að hvetja Sómali til undanhalds í Ogaden á næstunni. Spassky er efstur á skákmóti í Júgóslavíu Bugojno, 4. marz. AP. Reuter. BORIS Spassky hefur nú tekið forystu á alþjóðlega skákmótinu sem nú stendur yfir í Bugojno í Júgóslavíu. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov tapaði fyrir hollenska stórmeistaranum Timman í fimmtu umferð. Eftir fimm umferðir er Spassky efstur með 3,5 vinninga. í 2.-5. sæti eru Mikhail Tal frá Sovétríkjunum, Hort frá Tékkóslóvakíu, Ljuboievic frá Júgóslavíu og Timman með 3 vinningá.’ í 6—10. sæti eru Karpov, Ivkov frá Júgóslavíu. Daninn Larsen, Húbner frá V-Þýzkalandi og Miles frá Bret- landi með 2,5 vinninga. Miles á óteflda biðskák. Alls taka 16 skákmenn þátt í mótinu, en í neðsta sæti er Robert Byrne frá Bandaríkjunum með einn vinn- ing. Jan Timman var fagnað mjög af fjölmörgum áhorfendum móts- ins, segir í fréttaskeytum, er Karpov felldi kóng sinn til merkis um uppgjöf. Timman hafði hvítt í skákinni við Karpov. Fórnaði hann peði í 17. leik og virtist það koma Karpov hálfveg- is úr jafnvægi. Eftir fórn Timmans hallaði stöðugt á Karpov. Undir lokin stóðu báðir hrókar Timmans sterkt og stóðu ýmsar hótanir á Karpov. Boris Spassky

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.