Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 46. tbl. 65 árg. SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 47 manns fór- ust í flugslysi Caracas, 4. marz. AP. BJÖRGUNARSVEITIR unnu lútlaust að því í nútt að leita að 47 manns. sem voru í skrúfuþotu af Avro-gerð, en þotan steyptist í sjóinn skómmu eftir flugtak frá Caracas í gærkvöldi. 20 lík hafa fuiuiizt og er nú fullvíst talið að enginn hafi komizt lífs af í slysi þessu. Sjógangur hefur torveldað mjög leitarstarfið, en slysstaðurinn er skammt undan landi. Orsakir slyssins eru ókunnar, en starfsmenn á Maiguetia-flug- velli segja að um leið og þotan var komin á loft hafi flugstjórinn tilkynnt að hann yrði að snúa við vegna óvæntra erfiðleika, en sambandið rofnaði áður en hon- um vannst tími til frekari útskýr- inga. Þotan var frá flugfélaginu Aeropostal, sem er annað tveggja ríkisrekinna flugfélaga, sem ann- ast innanlandsflug í Venuzúela. Það þykir mikil mildi að ekki varð stórslys þegar DC-8 þotum frá Iberia-flugfélaginu hlekktist á í lendingu í gær. Þotan fór út af flugbrautinni og kviknaði í henni. Fiugvallarstarfsmönnum tókst að slökkva eldinn mjög fljótlega, en 15 manns brenndust þó illa. 210 farþegar-voru með þotunni, auk 11 manna áhafnar. Meðal hinha særðu eru flugstjór- inn og menningarmálaráðherra Spánar, Pio Cabanillas Gallas. Þotan var á leið frá Madrid til Santiago de Compostela þar sem slysið varð. Nýtt met í dvalar- lengd í geimnum Moskvu, 4. marz, Reuter. SOVÉSKU geimfararnir Yuri Rom- anenko ok Georgy Grechko settu í nótt met í dvalarlengd í geimnum. Klukkan 02.36 aðfararnótt laugar- dags hbfðu þcir verið jafnlengi í geimnum og bandarísk áhöfn dvaldi í geimstöðinni Skylab-4 á árinu 1973. Ekkert hefur verið látið uppi um hversu lengi geimfararnir munu dvelja t' geimnum til viðbótar, en vestrænir vísindamenn tclja líklegt að Romanenko og Grechkov eigi enn eftir að dvelja nokkrar vikur í Salyut-6. Það var 10. desember sl. að þeim Romanenko og Grechkov var skotið á loft í Soyuz-26 geimfarinu. í janúar heimsóttu tveir landar þeirra þá í Soyuz-27 og dvöldu fimm daga í geimstöðinni. Var það í fyrsta sinn að tvö geimför voru samtímis tengd geimvísindastöð í geimnum. Sneru þessir geimfarar til jarðar í Soyuz-26.1 febrúar var ómannað far, Progress-1, tengt Salyut-6, en talið er að það far hafi m.a. flutt vistir til geimstöðvarinnar. Nokkrum klukkustundum áður en Romanenko og Grechkov slógu dvalarmetið í geimnum var geimfar- ið Soyuz-28 tengt Salyut-6 geimstöð- inni. Um borð í Soyuz-28 er einn sovéskur geimfari og annar tékk- neskur. Er það í fyrsta sinn að í sama geimfari séu menn sitt af hvoru þjóðerni. Framhald á bls. 47. Skákeinvígið verð- ur á Filippseyjum Amsterdam, Bugojno, 4. marz. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að einvígi þeirra Anatoly Karpovs og Viktors Kortsnojs um heimsmeistaratitilinn í skák verði háð í borginni Baguio á Filippseyjum. Karpov hefur fallizt á þá ákvörðun, en ekkert hefur heyrzt frá Kortsnoj. „Það skiptir mig litlu hvar einvígið verður haldið," sagði Karpov þar sem hann var staddur á skákmóti í Júgóslavíu í gær. „Ég er bjartsýnn á úrslitin, en lengd einvígisins leggst þó ekki vel í mig þar sem ég held það muni standa yfir í tvo mánuði," bætti Karpov við. Alþjóða skáksambandið til- kynnti í gaer að einvígið færi fram á Fillippseyjum, en áður hafði verið talið líklegt að það yrði háð í Graz í Austurríki. Hafði Kortsnoj sett Graz núm- er eitt á sínum lista, en Karpov óskaði helzt eftir að keppnin yrði háð í Hamborg. Báðir völdu skákmennirnir Baguio sem kost númer tvö. Tæp 500 sovézk herskip á Eystrasalti HERNADARYFIRVOLD í Danmörku hafa upplýst að í höfnum austantjaldsríkj- anna vð Eystrasalt séu um þessar mundir tæp 500 so- vézk herskip, auk um það bil 300 pólskra og austur- þýzkra herskipa. Af þessum skipaflota eru um 70 sovézk- ir kaf bátar, að því er danska blaðið Politiken hefur eftir yfirmanni leyniþjónustu danska hersins, Preben Bor- berg. Eldflaugar langflestra kaíbátanna draga milli 20 og 250 kílómetra, sem þýðir í raun að þær eru ætlaðar skipum og flugvélum á Eystrasaltssvæðinu, en kjarnorkueldflangar sex kaf- báta, sem Sovétmenn hafa nú komið fyrir í Eystrasalti, að því er virðist til frambúðar, draga hins vegar 1200 kíló- metra. Karin Söder, utanríkisráð- herra Svía, hefur nýlega látið í ljós áhyggjur vegna þessa návígis sex kafbáta, sem bera kjarnorkueldflaug- ar, en heimahöfn þeirra er í Liepaya í Lettlandi. Brottför Sómala frá Ogaden f orsenda hernaðaraðstoðar - segja starfsmenn í Pentagon Washington, 4. marz. Reuter. STARFSMENN bandaríska varharmálaráðuneytisins segja að á meðan Sómalíuher sé á eþíópsku yfirráðasvæði geti Bandaríkin fátt aðhafzt til að sporna við hernaðarlegri íhlut- un Sovétríkjanna á Afríkuhorn- íiiii. Þessir heimildamenn. sem ekki vilja láta nafngreina sig. telja almenning í Bandaríkjun um þeirrar skoðunar að í Ogaden-styrjöldinni séu það Sómalir. sem eigi upptökin og séu árásaraðili. Hernaðarleg íhlutun t átökin af hálfu Banda- ríkjanna komi því ekki tii greina. né heldur vopnasending- ar til Sómalíu. að minnsta kosti ekki fyrr en Sómalir verði á brott með herlið sitt. Á hinn bóginn er haft eftir sömu heimildamönnum að brott- flutningur herliðs Sómala mundi gera það að verkum að Banda- ríkjastjórn yrði kleift að beita Sovétríkin og Kúbu stjórnmála- iegum þrýstingi í því skyni að fá þá til að draga saman seglin á Afríkuhorninu, en Cyrus Vance utanríkisráðherra taldi í gær að nú væru um 11 þúsund Kúbu- menn í Eþíópíu, auk 1100 sovézkra hermanna. Að undanförnu hefur því verið haldið fram af opinberri hálfu í Washington, að nauðsynlegt sé að Sómalir, Kúbumenn og Sovét- menn verði á brott með herlið sitt frá Ogaden, en nú telja starfs- menn varnarmálaráðuneytisins að viðhorf Bandaríkjastjórnar til vopnasendinga til Sómalíu mundu gjörbreytast ef Sómalir flyttu hrott herlið sitt, og ýmis- legt bendir til að stjórnin í Washington leggi aukna áherzlu á að hvetja Sómali til undanhalds í Ogaden á næstunni. Somoza vill skodanafrelsi Spassky er efstur á skákmóti í Júgóslavíu Managua, 4. marz. AP. ANASTASIO Somoza forseti Nicaragua ætlar að leggja fram tillögu um breytingar á stjórnarskrá landsins. sem meðal annars verða í því fólgnar að tryggja rétt manna til að aðhyllast hvaða stjórnmála- skoðanir sem vera skal. kommúnisma þar með talinn. Hér er um að ræða verulega hreytingu á afstiiðu Somoza, sem hefur verið yfirlýstur and- sia'ðingur kommúnista alla tíð. en samkvæmt stjórnarskrá landsins er sú stjórnmálastefna óheimil með öllu. Ófriðaröldur í Nicaragua er nú mjög tekið að lægja eftir átök og gótubardaga milli hermanna og andstæðinga stjórnarinnar undanfarnar vikur. I blaðaviðtali í gær sagði Somoza að óeirðirnar væru „ólögleg uppreisn". I bænum Monimbo hafa átökin orðið hvað alvarlegust, en þar ríkir mikil fátækt og vesöld. Bærinn hefur orðið nokkurs konar tákn andófsins gegn Somoza forseta, sem heita má einráður í landinu, en fjölskylda hans hefur setið á valdastóli í 45 ár samfleytt. í Monimbo er umhorfs eins og á yfirgefnum vígvelli, að sögn fréttamanna. Götur og torg eru þakin braki og iíöt eftir byssukúlur eru á hús- veggjum. Bugojno, 4. marz. AP. Reuter. BORIS Spassky hefur nú tekið forystu á alþjóðlega skákmótinu sem nú stendur yfir í Bugojno í Júgóslavíu. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov tapaði fyrir hollenska stórmcistaranum Timman í fimmtu umferð. Eftir fimm umferðir er Spassky efstur með 3,5 vinninga. í 2.-5. sæti eru Mikhail Tal frá Sovétríkjunum, Hort frá Tékkóslóvakíu, Ljuboievic frá Júgóslavíu og Timman með 3 vinningá.' í 6—10. sæti eru Karpov, Ivkov frá Júgóslavíu. Daninn Larsen, Hiibner frá V-Þýzkalandi og Miles frá Bret- landi með 2,5 vinninga. Miles á óteflda biðskák. Alls taka 16 skákmenn þátt í mótinu, en í neðsta sæti er Robert Byrne frá Bandaríkjunum með einn vinn- ing. Jan Timman var fagnað mjög af fjölmörgum áhorfendum móts- ins, segir í fréttaskeytum, er Karpov feildi kóng sinn til merkis um uppgjöf. Timman hafði hvítt í skákinni við Karpov. Fórnaði hann peði í 17. leik og virtist það koma Karpov hálfveg- is úr jafnvægi. Eftir fórn Timmans hallaði stöðugt á Karpov. Undir lokin stóðu báðir hrókar Timmans sterkt og stóðu ýmsar hótanir á Karpov. Boris Spassky

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.