Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 fíliorijjiwMafoífo Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. 'C'f þær aðgerðir, sem -f-^nokkrir forystumenn ASÍ og BSRB stóðu að um mánaðamótin hefðu tekizt, hefði það leitt til stórkostlegrar sundrungar og mikilla átaka í samfélagi okkar. Þá hefðu erfiðir tímar verið framundan og hrikt í stoðum þjóð- félagsbyggingarinnar. Þessar aðgerðir tókust ekki. Fólkið sjálft tók í taumana og kom í veg fyrir, að mistök forystu- manna nokkurra laun- þegasamtaka leiddu til þeirrar úlfúðar, sem ella hefði orðið. Þegar efnt er til slíkr- ar sundrunariðju er allt- af hætta á því, að einhver beiskja standi eftir, sem eitri andrúmsloftið og valdi erfiðleikum í samskipt- um manna, ekki sízt af hálfu þeirra, sem verða að horfast í augu við, að áform þeirra hafa mis- tekizt. Til þess má hins vegar ekki koma, að þessi tilraun til ólög- legra verkfallsaðgerða hafi til frambúðar nei- kvæð áhrif á andrúms- loftið í þjóðfélaginu. Við verðum að horfa fram á Sættir- við en ekki til baka. Nú er tími til sáttagerðar — ekki aukinnar sundrungar. Ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir ákveðnum ráð- stöfunum í efnahags- málum, sem að hennar dómi, meirihluta Al- þingis og fjölmargra fleiri voru óhjákvæmi- legar til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og vaxandi verðbólgu síðar á árinu með þeim af- leiðingum, sem slíkt mundi hafa fyrir af- kömu fólks og stöðu þjóðarbúsins út á við. í þessum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar felst m.a. nokkur skerðing kaup- gjaldsvísitölu, að vísu mun mildari en áður hefur tíðkast, t.d. vorið 1974, þegar vinstri stjórnin sat að völdum. verkalýðshreyfingin hefur tekið þessa að- gerð ríkisstjórnarinnar mjög óstinnt upp. Engu er líkara en verkalýðs- samtökin dragi í efa rétt ríkisstjórnar og Alþing- is til að setja lög og framkvæma þau að því er varðar kaupgjalds- samninga. Sá hugsunar- háttur af hálfu verka- valdið er í höndum þjóðarinnar sjálfrar en hún felur 60 fulltrúum sínum umboð í kosning- um til þess að fara með málefni sín og það um- boð nær ekki síður til kjaraákvarðana en ann- arra málefna, ef þörf krefur. Ef svo væri ekki, hefðu verkalýðsfélögin haslað sér völl ofar þjóðþinginu og utan við ramma þeirrar löggjaf- ar, sem það setur. Slík staða verkalýðsfélaga væri að sjálfsögðu óþol- andi og er ekki til umræðu. Forystumenn ASI og BSRB ætluðu að brjóta lagasetningu Alþingis og ríkisstjórnar í efna- hagsmálum á bak aftur. ekki sundrung lýðsforystu leiðir til þeirrar niðurstöðu, að það sé í raun alveg sama hversu vitlausa kjara- samninga verkalýðsfé- lög og vinnuveitendur gera (í þessu tilfelli er ríkið sjálft raunar einn- ig viðsemjandi laun- þega), Alþingi og ríkis- stjórn megi ekki taka í taumana. Á þá niður- stöðu og slíkan hugsunarhátt er ekki hægt að fallast. Úrslita- Sú tilraun mistókst. Að sjálfsögðu verður þeirri lagasetningu og þeim aðgerðum ekki breytt. Þær standa. En að því sögðu er auðvitað sjálf- sagt, að hinir beztu menn úr röðum þings og stjórnar, og úr forystu- sveit verkalýðs og at- vinnuvega setjist niður og leiti að sameiginleg- um grundvelli til að standa á til frambúðar. Óðaverðbólgan hefur haft mjög neikvæð áhrif á þjóðlíf okkar og hugsunarhátt og afstöðu fólks. Ekkert markmið er nú mikilvægara en að ná tökum á verðbólg- unni. Þótt nokkuð hafi áunnizt í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur sá árangur ekki náðst, sem dugar. Við náum ekki tökum á verðbólgunni ef ríkisstjórn, Alþingi, verkalýður og vinnuveit- endur standa stöðugt í hávaða rifrildi um það, hvernig taka eigi á mál- um. Til þess að ná árangri þarf samstöðu þessara aðila — ekki sundrungu. Þess vegna vill Morgunblaðið nú, þegar upp er staðið frá misheppnuðum aðgerð: um forystumanna ASÍ og BSRB, hvetja til sátta en ekki sundrung- ar. Ef einhverjum dett- ur í hug, að nú sé tími til að láta kné fylgja kviði gagnvart þeim for- ystumönnum verkalýðs hreyfingarinnar, sem beittu sér fyrir ólögleg- um aðgerðum er það á miklum misskilningi byggt. En þjóðin mun líka vænta þess, að þessir sömu verkalýðs- foringjar hafi þroska til að taka í framrétta hönd. Rey kj aví kurbréf •Laugardagur 4. marz Vegið í sama knérunn Ymsar fréttir, sem borizt hafa hingað til lands frá útlöndum í vikunni, hafa vakið athygli, ekki síður en þær fréttir, sem Islend- ingar hafa verið mest með hugann við, s.s. vinnustöðvunin og hvernig til tókst með hana. Einn þeirra, sem hitti bréfritara eftir útifund ASÍ og BSRB á Lækjartorgi fyrri verkfallsdag- inn, sagði: „Nú er friðsamlegasta uppreisn sögunnar Iiðin hjá!“ Sannleikurinn er sá, að of mikið má af öllu gera. Fólk lætur ekki segja sér fyrir verkum eins og það sé fjárhundar eða sirkusdýr. Það hefur sem betur fer eigin skoðanir og hefur það ekki sízt komið fram í þessari viðburða- ríku viku. Og þeir, sem ætla að hafa áhrif á almenning, mega ekki gleyma því, að of mikið má af öliu gera. Það kom fram bæði hér á íslandi og í Frakklandi, svo að dæmi séu tekin. I Frakklandi hefur stjórnmálabaráttan verið svo hörð og linnulaus, að fréttir herma, að nú hafi loks gengið fram af almenningi þar í landi. í staðinn fyrir hita og baráttuhug hvílir nú einhver drungi yfir kosningabaráttunni, þrátt fyrir það, að úrslit kosninganna geta haft örlagarík áhrif á framvindu mála í Frakklandi; og e.t.v. geta úrslitin skipt sköpum um póli- tíska þróun, ekki aðeins þar, heldur víðar í lýðræðisríkjum Vestur-Evrópu. En þrátt fyrir þetta virðast kjósendur orðnir svo leiðir á stjórnmálamönnum þar í landi, að einn sjónvarps- gagnrýnandi heldur því fram, að fólk vilji ekki sjá stjórnmála- menn, helzt aldrei framar eins og hann komst að orði. Þó kastaði fyrst tólfunum, þegar allar sjón- varpsstöðvar Frakklands ákváðu að útvarpa stjórnmálaumræðum á sama tíma, þ.e. eftir kvöldfrétt- ir, og hefur skoðanakönnun sýnt, að yfir 80% sjónvarpsáhorfenda skrúfa fyrir tækin sín, um leið og stjórnmálamennirnir birtast. En þessi leiði á fyrirskipunum „að ofan“ hefur ekki aðeins grípið um sig í F’rakklandi, heldur má sjá þessi sömu merki hér á landi. Forysta BSRB ætlaði að knýja félaga sína til að taka þátt í tveggja daga ólöglegu verkfalli, og enda þótt formaður samtak- anna hafi lýst því yfir við fréttastofu ríkisútvarpsins sl. fimmtudag, að þátttakan hafi verið góð — hún hefði verið um og yfir 50% — þá var þátttaka opinberra starfsmanna svo slök í raun og veru, að það hlýtur að vera forystu samtakanna alvar- legt íhugunarefni, hvernig til tókst. A mörgum vinnustöðum kom 100% opinberra starfs- manna til vinnu4 og það var undantekning, ef færri en 8o% opinberra starfsmanna komu til vinnu á þeim vinnustöðum, sem heyra undir ráðuneyti. Helzta undantekningin voru kennarar, eins og kunnugt er, en þá ber þess einnig að geta, að margir nem- endur sáu sér leik á borði og ákváðu-að koma ekki í skólann á þessum „hátíðsdögum" og láir þeim enginn, þó þeir hafi „tekið forystu" í verkfallsaðgerðum eins og á stóð. Ekki missa þeir launin við það(!) En þær tölur, sem birtar hafa verið um mætingu opinberra starfsmanna í þessu ólöglega verkfalli, sýna svart á hvítu, að þeir eru meira trausts verðir heldur en menn héldu, þegar þeir tóku mið af vígorðum og fyrirætlunum forystu þeirra. Hið sama má einnig segja um marga aðra starfshópa, bæði hjá BHM og ýmsum öðrum launþeg- um, sem létu ekki etja sér út í lögleysur, heldur komu til vinnu og sýndu með því, að þeim kemur ekki til hugar að brjóta niður lög lítils lands, sem hefur litlu sem engu framkvæmda- valdi yfir að ráða. Þetta hlýtur að vera holl lexía fyrir forystumenn launþega. Sjómenn og ýmsir forystumenn þeirra eiga heiður skilið fyrir að hlusta ekki á kröfur um ólögleg verkföll, svo og verzlunarmenn og forystumenn þeirra, svo að nefnd séu tvö fjölmenn launþegasamtök. Þá er hitt ekki síður at- hyglisvert, að fjöldi manna kom ekki á vinnustaði af ótta — ekki við atvinnurekendur eins og stundum bar við í gamla daga, heldur við verkalýðsforystuna! Þannig hefur málum verið snúið við frá því sem var. Forystumenn í verkalýðssamtökum hafa einatt hreiðráð um sig í lífeyrissjóðum, sjúkrasjóðum, stjórnum verka- mannabústaða o.s.frv. — og það sér hver sjálfan sig í því að egna þessa „toppa“ gegn sér; það gæti haft afleiðingar. En þannig hefur ótti m.a. haft áhrif á 2á, sem ekki komu til vinnu. Dræm þátttaka Samt sem áður var þátttaka í verkfallsaðgerðum víða dræm, enda þótt hún væri langmest hjá verkalýðsfélögum, en að því er iðnrekendur á höfuðborgarsvæð- inu segja komu yfir 80% iðn- verkafólks í þær 30 verksmiðjur, sem könnun var gerð í. Það talar sínu máli. Þá eru ekki síður athyglisverð- ar fréttirnar, sem bárust utan af landsbyggðir.r.i, þar sem menn tóku sáralítinn þátt í verkfallsað- gerðum og fjöldi manna í öllum launþegasamtökum kom til vinnu, enda höfðu mörg laun- þegasamtök ákveðið að taka ekki þátt í aðgerðum ASÍ-forystunn- ar. En það munu einna helzt hafa verið þeir, sem eiga að uppfræða æskulýðinn, m.a. um það, að með lögum skal land byggja, sem sátu heima, enda þótt fjölmargir kennarar hafi sýnt þegnskap og neitað að taka þátt í þessum skollaleik: að brjóta lög landsins. Höldum í horfinu Það er athyglisvert, að í litlu þjóðfélagi eins og okkar þar sem framkvæmdavald er lítið sem ekkert, virðist vera einhver inn- byggð varfærni í almenningi, sem segir honum, að hann skuli ekki láta nota sig til lögbrota, heldur sé nauðsynlegt, að hann sé á verði gegn öllum slíkum tilraunum og taki ráðin í eigin hendur, ef vegið er að því réttarríki, sem er samgróið vitund og lífsviðhorfi íslendinga. Á þessu hafa forystu- menn launþegasamtakanna nú fengið að kenna óþyrmilega og fagnar Morgunblaðið því, að almenningur skuli hafa sýnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.