Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.03.1978, Blaðsíða 48
ai(;i,ysin<;asimin'n er: 22480 al(;lVsin(;asíminn er: 22480 46. tbl. 65 árg. SUNNUDAGUR 5. MARZ 1978 Hraunhitaveituframkvæmdir í Eyjum: Nær 1000 stiga heitt hraun á 30 m dýpi „Á 30 metra dýpi í nýja hraun- inu kom borinn niður á hráðinn hraunmassa som er um það bil 900 stiga heitur". sagði Hlöðver Johnsen mælingamaóur þcgar Morjjunblaðið spurði hann um þar horanir sem nú standa yfir í nýja hrauninu í Vestmannaeyj- um til þess að kanna hvert meðaldýpið er á hraunsvaðinu niður á bráðið hraun. en hraun- massinn sem kom upp í eldsos- inu 1973 er að miklu leyti óstorknaður ennþá Árið 1974 boraði Orkustofnun b() metra djúpa holu í uepnúm bráðið hraun niður fyrir sjávar- mál, en sú hoia rann að sjálf- söjiðu saman. Nú var aftur borað Olíur hækka MEÐ bensínhakkuninni í gær komu einnis til fram- kva'mda ha'kkanir á gasolíu <>K svartolíu. Gasolía til íiskiskipa t>K húshitunar ha'kkaði um 13.5%, kostar nú 39.20 krónur lítirinn í stað 34,55 krónur áður. Tonnið af svartolíunni kost- ar nú 29.200 krónur. sem er 13.2% hækkun úr 25.800 krónum. Eins og Mbl. skýrði frá í gær hækkaði bensín um 5,3% og kostar líterinn nú 119 krónur, en verðhækkunin var 6 krónur. í því holustæði og á um 30 m dýpi var komið niður á bráðið hraun sem nálgast 1000 stiga hita, en jjegar hraunið kom úr gígnum var það um 1100 stiga heitt. Borun fer fram með mikilli kælingu, en nú er verið að bora aðra holu um 500 metra frá fyrri holunni. Síðari holan er boruð á svæði sem er ósnert og engin kæling hefur átt sér stað þar en á svæði fvrri holunnar hafði verið kælt nokkuð 1974. Borinn í síðari holunni er nú kominn á 32,5 metra dýpt og virðist vera komin á mörk bráðnaðar og storknaðrar hraunkviku. Boranirnar sem nú standa yfir eru til þess að kanna hvert meðaldýpið sé niður á bráðið hraun og hve mörg milljón tonna séu af bráðnu hrauni sem mögu- legt er að virkja til hitunar húsa í bænum. M.a. hefur í þessum tilgangi verið dælt vatni niður á ákveðin svæði í hrauninu síðan 1. ágúst s.l. til þess að kanna virkjunarmöguleikana. Spá til- raunirnar góðu að sögn Hlöðvers og mælingar eru jákvæðar. Til að taka af allan vafa telja vísinda- menn æskilegt að bora niðijr á 40 m dýpi. Nú eru kynnt 20—30 hús með hraunhitaveitu í Vestmannaeyj- um, en um þessar mundir er verið að endurnýja frumhitaveituna sem kynnti 8 hús. Afkastageta frumhitaveitunnar í 4 ár hefur verið óbreytt og þykir það lofa góðu um stöðugleika þessara hitaveitumöguleika, sem fyrr hafa ekki verið reyndir í heimin- um. Á myndinni til vinstri er verið að bora í holu I í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum, en þótt snjór sé yfir eru aðeins nokkrir metrar niður á hundruð stiga hita. Á myndinni til hægri er borkjarni úr holunni, sem sýnir vel hve þétt bergið er þar sem það er storknað. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir í Eyjum. Vöruskiptajöfnuður hagstæður í janúar IIAGSTOFA íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu um verðma'ti út- og innflutnings í janúarmánuði þessa árs og kem- ur í ljós að viiruskiptajöfnuður þennan fyrsta mánuð ársins er hagstæður um 228.2 milljónir króna. I þessum sama mánuði fyrir ári var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstaður um 1.7 milljarða króna. Milli þessara mánaða hefur því staða viiruskipta jafnaðarins batnað um 1.9 milljarða króna. I>ess ber að geta að mismunurinn er í raun meiri. þar sem meðalgengi er talið vera 18% hærra nú en það var í fyrra. Samkvæmt meðalgenginu á því hinn óhagstæði vöruskiptajöfnuð- ur frá í fyrra — sé hann reiknaður á núvirði, að vera rétt um 2 milljarðar króna. Því hefur jöfnuðurinn í raun batnað uni það bil um 2,2 milljarða króna. Santtals var útflutt verðmæti að upphæð 9,6 milljarðar nú í janúar, en innflutningur nam 9,3 milljörðum króna. Af útflutningi nam ál og álmelmi rúmlega einum milljarði nú, en í fyrra 1,3 milljörðum króna. Af innflutningi var flutt inn til Islenzka járnblendifélags- ins verðmæti fyrir 83,1 milljón króna, en innflutningur til þess var enginn í janúarmánuði 1977. Landsvirkjun flutti inn, að mestu vegna Sigölduvirkjunar verðmæti að upphæð 13,3 milljónir, en í fyrra fvrir 36,2 milljónir. Kröflu- nefnd flutti inn verðmæti fyrir 20,7 milljónir nú, en í fyrra fyrir 60,6 milljónir. Þá flutti Islenzka álfélagið nú inn verðmæti að fjárhæð 484,9 milljónir, en í fyrra nam innflutningur þess 293 milljónum króna. Brezki fiskmarkadurinn: Væntum þess aðfá 240 til 250 kr. brúttóverð — segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIU „BREZKI fiskmarkaðurinn er mjög góður núna. Það er mikil vöntun á fiski og verð því hátt. Við væntum þess að brúttóverðið verði 240—250 krónur á kílóið,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssam- bands íslenzkra útvegs- manna, er Mbl. ræddi við hann í London í gær, en eins og kom fram í frétt Mbl. í gær um samkomulag um landanir íslenzkra fiski- skipa í brezkum höfnum, var Kristján annar tveggja fulltrúa LÍU í viðræðunum. Kristján sagði, að það hefði verið mjög sérkennilegt, hversu mikla áherzlu brezka flutningaverkamannasambandið lagði á stóran hlut Hull, en í samkomulaginu er gert ráð fyrir að íslenzk fiskiskip landi allt að 15—20 þúsund tonnum í brezkum höfnum á ári og þar af 75% í Hull. Sagði Kristján þetta nátturlega stafa af því að löndunarverkamenn í Hull væru þeir einu, sem aflétt hefðu löndunarbanninu á íslenzk fiski- skip, en Kristján sagði greinilegt að þeir í Grimsby væru mjög hræddir um, að þeir hefðu misst af strætisvagninum. „Það verður svo bara að koma í ljós, hvernig þeim gengur að skipta þessu á milli sín, þegar þar að kemur, en það er greinilegt að þetta er strax orðið innbyrðis deiluefni þeirra." Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráððherra: „Kemur mér mjög á óvart” „ÞAÐ hefur ekki verið tónn- inn frá Félagsstofnun stúdenta. að hún hefði fé aflögu umfram aðra, sem reka starfsemi í landinu," sagði Vilhjálmur Iljáimarsson menntamálaráðherra, er Morgunblaðið spurði hann um ákvörðun stjórnar Félags- stofnunarinnar að greiða full- ar visitöiubætur til 42 starfs- manna sinna. „Því kemur þctta mér mjög á óvart“, sagði ráðherrann, „enda taldi stofnunin sig þurfa 65 inilljón- ir króna á síðastliðnu ári til þess að endar næðust saman“. Menntamálaráðherra sagði að Félagsstofnun stúdenta hefði talið sig illa haldna fjárhagslega og hann kvað styrk til þeirra hafa lækkað hlutfallslega hin síðustu ár. Hins vegar kvað hann margt spila inn í myndina. Fjárþörfin væri sveiflukennd og ekki væri kannski sanngjarnt að miða við ár, þegar gerð hafi verið sérstök átök. Síðan var í ár reynt að koma meir til móts við óskir stofnunarinnar . og nú kvað hann í undirbúningi viðgerð á stúdentagörðunum. Það mál væri þó alls kostar óskylt þessu. „Það breytir þó Framhald á bls. 46. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík: Kjörstaðir víðs vegar um borgina PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í komandi borgarstjórnar- kosningum í maí hófst í gær kl. 14 á sjö stöðum víðs vegar í borginni, en kosning stendur yfir til mánudagskvölds. Að undanförnu hefur utankjör- staðakosning staðið yfir í Val- höll og kaus fjöldi fólks þar. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn D-listans í borgarstjórharkosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 28. maí 1978, og lögheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1977. Kjörstaðir verða sjö talsins á eftirtöldum stöðum: KR-heimilinu við Frostaskjól, Grófinni 1, Templ- arahöllinni við Eiríksgötu, sam- komusal Kassagerðar Reykjavíkur við Kleppsveg, Valhöll, Háaleitis- braut 1, Verksmiðjunni Vífilfelli við Dragháls í Árbæjarhverfi og í Breiðholti, að Seljabraut 54. Til þess að kosning verði bindandi fyrir kjörnefnd, þurfa rúmlega 8000 manns að taka þátt í prófkjörinu og auk þess þurfa einstakir frambjóð- endur að fá minnst 50% greiddra atkvæða. I sambandi við útJfyllingu átkvæðaseðils skal það tekið fram, að á atkvæðaseðli er nöfnum fram- bjóðenda raðað eftir stafrófsröð. Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12, en það skal gert með því að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda. I dag, laugardag, og á morgun verða kjörstaðir opnir frá 14.00—19.00, en á mánudag verður aðeins kosið í Valhöll, og er opið frá klukkan 15.30 til 20.30. Á meðan kosning stendur yfir er starfrækt sérstök upplýsingamiðstöð og eru þar veittar allar nauðsynlegar upp- lýsingar, sem varða prófkjörið. Sími upplýsingamiðstöðvarinnar er 82900. Að lokum skal þess getið, að kjósendur í prófkjörir.u skulu greiða atkvæði á kjörstað þess hverfis þar sem þeir áttu lögheimili 1. des. 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.